Dagblaðið - 14.09.1981, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 14. SEPTEMBER 1981.
0
jþróttir
Iþróttir
17
Iþróttir
Iþróttir
Stærðir frá 6 ára.
Verð kr.
'15,00-155,00
Uipur frá
10 áraaidri.
Verö frá 545,00-595,00
POSTSENDUM
Bikarinn
Skólavörðustíg 14,
Sími 24520
Stefán snjall í tugþrautinni
Bikarkeppni FRÍ i tugþraut fór fram
um helgina i blíóskaparveðri á Fögru-
völlum í Laugardal. Fyrsta bikar-
keppni FRÍ fór fram 1973. KR sigraði
að þessu sinni, hlaut 13.803 stig. í sveit-
inni voru Stefán Hallgrímsson og Sig-
urður T. Sigurðsson, báðir íslandsmet-
hafar. Stefán Hallgrimsson I tugþraut,
7.589 stig, og 400 m grhl., 51.8 sek., og
Sigurður T. Sigurðsson i stangarstökki,
5.20 m. ÍR hefur sigrað 4 sinnum í
bikarkeppni FRÍ, KR tvisvar sinnum,
UBK 2 si'.i.um og Ármann einu sinni.
Tveir kej. la til stiga frá hverju félagi.
Stefán lallgrímsson, KR.varð bikar-
meistari árið 1981, hiaut 7.296 stig, sem
er árangur á Norðurlandamælikvarða.
Elias Sveinsson, Á, varð annar með
6.923 stig. Sigurður T. Sigurðsson, KR,
varð þriðji með 6.507 stig, sem skipar
honum í hóp 20 beztu tugþrautar-
manna íslands frá upphafi. Stefán
Hallgrímsson náði sínum bezta árangri
í 100 m hl., 11.2 sek. og 110 m grhl.,
14.9 sek. Einnig 400 m á 49.6 sek.
Kringlukastið og spjótkastið voru einu
greinarnar sem misheppnuðust og eyði-
lögðu möguleika á íslandsmeti.
Reyndar getur Stefán betur í mörgum
greinum.
Elías Sveinsson, Á, var í lítilli aeftngu
í vor þegar hann kom frá Kaliforníu en
er nú að ná sér á strik.
Góð afrek í 110 m grhl., 15.3 sek., og
kringlukasti, 45.83 m. Sigurður T.
Sigurðsson, KR, náði mjög athyglis-
verðum árangri í stökkum, 6.55 m i
langst., 1.80 m í hástökki og 4.80 m í
stangarstökki, sem er með því bezta
sem gerist í tugþraut. Einnig 100 m á
11.3 sek. og 110 m grhl. á 16.1 sek. Sig-
urður skipar sér í fremstu röð á lands-
skrá í öllum þessum greinum. Auk þess
hefur hann kastað 56.44 í spjóti í ár.
Stefán Þ. Stefánsson, lR, hlaut 5.730
stig.
Stefán Þ. Stefánsson, IR , setti
íslandsmet dr. í hástökki í tugþrautinni
með því að stökkva 2.01 m. Gamla
metið átti Hafsteinn Þórisson, UMSB,
en hann stökk 2.00 m í Árhus í ár. Auk
þess hafa þeir Austfirðingarnir Stefán
Friðleifsson og Unnar Vilhjálmsson
stokkið 2.06 m í ár og Guðmundur R.
Guðmundsson, FH, 2.02 m. Aldrei fyrr
5 menn yfír 2.00 m á sama ári. Stefán
Stefánsson stökk einnig 6.74 m í lang-
stökki og náði sínu bezta í 110 m grhl.,
15.3 sek. Slakur árangur í köstum
dregur úr heildarárangri í tugþraut.
Bræðurnir Sigurður og Magnús
Haraldssynir úr FH náðu frambæri-
— KR sigraði í bikarkeppni FRÍ
legum árangri í tugþraut. Sigurður
5.420 stig og Magnús 4.600 stig. Sig-
urður Magnússon, lR, hlaut 5.158 stig.
Hann náði frábærum árangri í há-
stökki, 1.90 m, og bætti sig um 15 cm.
Einnig 3.81 m í stangarstökki. Bezt
3.85 m í ár. Alls hafa um 100 íslend-
ingar hlotið yfir 5.000 stig i tugþraut á
öldinni. 10 keppendur hófu keppni en
8 luku þrautinni. Gísli Sigurðsson,
UMSS, bráðefnilegur tugþrautar-
maður, sem á að geta farið yfir 7.000
stig, varð að hætta eftir 4 greinar. Gisli
náði 4 bezta árangri ársins í 100 m 11,0
sek., langst. 6.36 m., kúla 12.17 m og
hástökk 1.75 m. Tugþrautarmenn
sýndu með frammistöðu sinni að þeir
eiga skilið að fá tugþrautarlandskeppni
næsta ár.
Sjöþraut kvenna
1 sjöþraut kvenna sigraði öllum á
óvart Kolbrún R. Stepens, UDN (Dala-
sýslu) hlaut 3682 stig. 17.0 sek. í 100 m
grhl., 1.50 m í hástökki, 7.93 m i kúlu,
27.5 sek. í 200 m, 4.92 m í langst.,
23.40 m í spjóti og 800 m á 3:00.4 mín.
Hún stökk 5.33 m í langstökki í
unglinga FRÍ á dögunum. Kolbrún Rut
er aðeins 14 ára og eitt mesta efni sem
ég hef séð á íslandi.dótturdóttir séra
Roberts Jack. Elín.Viðarsdóttir, KR,
varð önnur með 3.646 stig (16.5 — 1.40
— 8.10 — 27.5 — 4.87 — 19.94 —
2:55.7 mín.). Helga Halldórsdóttir,
KR, íslandsmethafi í sjöþraut, varð að
hætta við keppni vegna meiðsla.
Keppt var í nokkrum aukagreinum:
Sleggjukast.
1. Erl. Valdimarsson ÍR 53.17 m
2. Jón,Ö. Þormóðsson ÍR 40.10m
3. Birgir Guðjónsson ÍR 34.33 m
Erlendur náði bezta árangri ársins í
sleggjukasti. Met hans er 60.74 m. Jón
og Birgir voru fyrir um 20 árum meðal
beztu sleggjukastara landsins.
Spjót kast:
Óskar Thorarensen KR 58.98 m
Stangarstökk:
Kristján Gissurarson KR 4.50 m.
Bikarkeppni
í tugþraut:
1. Stefán Hallgrímsson KR 7.2% stig.
(11.2 — 6.59 — 13.99 — 1.85 — 49:6
— 14.9 — 37.16 — 4.06 — 50.82 —
4:31.9).
„Ekkert á förunT
—sagði Atli Eðvaldsson í gær
„Jú, það er rétt. Það hefur verið
skrifað um það í þýzk blöð að
Hannover vilji skipta. Fá mig I staðinn
fyrir rúmenskan landsliðsmann , sem
stakk af hér i Dortmund i sumar, þegar
við lékum við rússneska landsliðið. Það
kemur ekki til greina, af minni hálfu
eða forráðamanna Dortmund,” sagði
Atli Eðvaldsson, þegar DB ræddi við
hann i gær.
Þessi rúmenski landsliðsmaður, sem
Atli mundi ekki í svipinn nafnið á, fór
til vina sinna í Hannover. Þar gerði
hann samning við Hannover 96. Síðan
kom hann hingað á æfingu hjá
Dortmund. Menn voru hrifnir af
honum og þá kom upp þessi orðrómur,
sem fór í blöðin.
„Það hefur líka verið talað um
Fortuna Dílsseldorf í sambandi við
mig. Zebec, þjálfari Dortmund, er hins
vegar ekkert á því að láta mig fara.
Sagði mér bara að vera þolinmóður.
Mitt tækifæri mundi koma. Ég stefni
að því að vinna aftur sæti mitt hjá
Dortmund. Ég kom inn á laugardag
fyrir Berndt Klotz en það var hann,
sem tók sæti mitt í Dortmund-liðinu.
Klotz hefur ekki fengið góða dóma í
blöðum í þeim sex leikjum, sem hann
hefur leikið. Skorað eitt mark en mis-
notað góð tækifæri. Ég bíð því
rólegur,” sagði Atli ennfremur. Þá má
geta þess, að Ásgeir Sigurvinsson er
farinn að æfa á ný eftir meiðslin, sem
hannhlautádögunum. -hsim.
Létt hjá Skaga-
mönnum gegn FH
Frá Sigþórl Eirikssyni, Akranesi.
Skagamenn sigruðu FH í
bragðdaufum leik I 1. deild á Akranesi
á laugardag. Fyrirhafnarlitill sigur
heimamanna, þar sem FH-ingar geta
þakkað markverði sínum, Hreggviði
Ágústssyni, að ekki fór miklu verr.
FH fékk þó fyrsta tækifæri leiksins,
Pálmi Jónsson spyrnti knettinum yfir
Bjarna markvörð Sigurðsson en líka
þverslána. Hinum megin varði Hregg-
viður vel frá Gunnari Jónssyni og Árna
Sveinssyni, Guðbjörn Tryggvason
spyrnti yfir mark FH innan markteigs,
og á lokaminútu hálfleiksins bjargaði
Ingi Björn Albertsson á marklínu FH
fráSigga Lár.
FH-ingar náðu sínum bezta leik i
byrjun s.h. Pálmi Jónsson skoraði
fyrsta mark leiksins á 58. mín. eftir
samvinnu við bróður sinn, Þóri. En
það var eins og þetta væri það, sem
Skagamenn þyrftu. Þeir jöfnuðu innan
tveggja mínútna- Guðjón Þórðarson
tók aukaspyrnu vel, Siggi Lár. átti
skalla i þverslá. Þaðan hrökk
knötturinn til Sigga Donna, sem
skoraði 1 — 1. Eftir markið sóttu
Skagamenn látlaust. Markið hlaut að
koma og á 78. mín. skoraði Jón
Alfreðsson, bezti maður ÍA og
vallarins. Á lokamínútu leiksins
skoraði Júlíus Pétur Ingólfsson 3ja
mark ÍA. Auk Jóns léku Siggi Lár. og
Gunnar vel í liði ÍA. Hreggviður var
langbeztur FH-inga. Viðar Halldórsson
og Pálmi léku einnig vel. Áhorfendur
fáir. Rafn Hjaltalín dæmdi vel. -SE.
Fyrri dagur 3.776 stig og seinni dagur
3.520stig.
2. Elias Sveinsson Á 6.923 stig
(11.5 — 6.10 — 13.30 — 1.80 — 54.6
— 15.3 — 45.83 — 4.16 — 56.64 —
4:59.7)9.
3. Sig. T. Sigurðsson KR 6.507 stig
(11.3 — 6.55 — 10.73 — 1.80 — 54.3
— 16.1 — 29.84 — 4.80 — 47.78 —
4:57.6).
4. Stefán Þ. Stefánsson ÍR 5.730 stig
(11.5 — 6.74 — 9.77 — 2.01 — 52.7 —
15.3 — 29.88 — 2.70 — 44.80 — 0).
5. Sig. Haraldsson FH 5.428 stig
(12.1 —5.78 — 9.27 — 1.70 — 53.2 —
17.0 — 29.78 — 2.70 — 38.84 —
4:27.0)
6. Sig. Magnússon ÍR 5.158 stig
(12.7 — 5.58 — 9.06 — 1.90 — 57.1 —
18.5 — 26.40 — 3.81 — 34.10 —
4:56.9).
Stigakeppni: KR 13.803 stig, ÍR 10.888
stig, FH, 10.080stig. -ÓU.
Stefán Hallgrimsson.
Adidas-jakkar
Verði Ijós!
Gott úrval af
allskonar
bílaperum.
Höfum fengið allar gerðir af perum í bíla,
bifhjól og vinnuvélar 6, 12 og 24 volta.
Heildsala, smásala.
Mjög hagstætt verð.
Fást á öllum bensínstöðvum okkar.
Perurnar frá Dr. G. Fischer í V-Þýskalandi
eru viðurkennd gæðavara.
STÖÐVARNAR