Dagblaðið - 14.09.1981, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 14.09.1981, Blaðsíða 10
Rakarastofan Klapparstíg Sími12725 Hárgreiðslustofa Klapparstíg Tímapantanir 13010 VIDEÖf Video — Tæki — Fiimur Leiga — Sala — Skipti Kvikmyndamarkaðurinn — Simi 15480. Skólavörðustig 19 (Klapparstigsmegin). __________KVIKMYNDIR vantaS,r FRAMRÚÐU? fTT* Ath. hvort við getum aðstoðað. ísetningar á staðnum. BÍLRÚÐAN SSL.. Kaupmenn - verziunarstjórar Nýtt IWO kæliborð til sölu, stærð 2 metr- ar x 90 cm. Verð kr. 31.000. Góðir greiðsluskilmálar. Uppl. í símum 44630 og 77100. Húsgagnaáklæði Nýkomið Pía áklæðið vinsæla. Pia er eftirsótt á sófasett, svefnsófa og svefnbekki. Margra ára reynsla. Verðið mjög hagstætt, metrinn kr. 43,35. B. G. Áklæði. '’ósfösnrfum- Borgartúni 23. Opið frá kl. 1—6. Sími 15512. & \ & \ 'tn&' Dans — ballett — dans Innritun hefst 17. september Dansskóli Heiðars Ástvaldssonar Dansstúdíóið Sóley Jóhannsdóttir Dansskóli Sigvalda Dansskóli Sigurðar Hákonarsonar Ballettskóli Eddu Scheving Ballettskóli Sigríðar Ármanns PANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS & & \ & TR YGGING fyrlr réttri tilsögn í dansi — DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1981. (emm Erlent Erlent . — • • — - Að loknu fyrsta þingi Einingar f Gdansk: And-sósíalísk og and- sovésk svallveizla að mati Moskvu — Sovétmenn vona að skortur á nauðsynjum í Póllandi í vetur ríði Einingu að fullu Hinar hörðu árásir stjórnvalda í Moskvu á Einingu, óháðu verkalýðs- samtökin í Póllandi, í síðustu viku sýna það og sanna að þolinmíeði Sovétmanna gagnvart þróun mála i Póllandi er nú á þrotum. Fréttir fjöl- miðla í Sovétríkjunum um nýafstaðið þing Einingar í Gdansk bera þess glögg merki að Sovétmenn líta á þær ályktanir sem þar voru samþykktar sem beina ögrun við Sovétríkin og önnur ríki Austur-Evrópu, að sögn vestrænna fréttaskýrenda í Moskvu. Gagnrýni Sovétmanna á Einingu er sú harðasta sem verkalýðssamtökin hafa mátt þola frá Moskvu i það eina ár sem þau hafa verið við lýði. í frétt um þing Einingar, sem birtist í sovézkum fjölmiðlum á föstudag, var þinginu lýst sem and-sósíalískri og and-sovézkri svallveizlu! Fréttaskýr- endur telja þó að hið harðyrta orða- lag frétta í Sovétríkjunum sé ekki verst. Miklu verra sé að Sovétmenn séu hættir að beina spjótum sínum að ónafngreindum mönnum í forystu Einingar, nú séu allir hinir 10 milljón félagsmenn samtakanna settir undir sama hatt og stimplaðir sem gagn- byltingarsinnar. Þá var ekki lengur að finna í fréttum Sovétmanna um þingið stuðningsyfirlýsingar við leið- toga pólska kommúnistaflokksins. Þetta tvennt sýnir að mati frétta- skýrenda að Sovétmenn hafa gefið upp alla von um að Eining muni beygja sig undir ægivald kommún- istaflokksins. Því hafi Sovétmönnum ekki lengur fundizt nauðsynlegt að stappa stálinu í forystu kommúnista- flokksins og hvetja leiðtoga hans til að reyna að hefta starfsemi Einingar. Innrás of dýru verði keypt Þrátt fyrir fréttaflutning Sovét- manna af þinginu í Gdansk telja fáir fréttaskýrendur að innrás inn í Pól- land sé á næsta leiti. Þetta er athyglis- vert mat, ekki sizt fyrir þá sök að nú eru Sovétríkin með miklar heræfmg- ar rétt austan við landamæri Pól- lands og taka um 100 þúsund her- menn og meira en 60 herskip þátt í þeim. „Innrás væri of dýru verði keypt og valdhafar í Moskvu hafa enn ekki gefið upp alla von um að snúa pólsku þjóðinni af rangri leið með öðrum aðferðum,” lét einn fréttaskýrandi hafa eftir sér. í lýsingu Sovétmanna á þinginu í Svainn Agnarsson Gdansk sagði m.a. að þingið væri „samansafn af alls kyns gagnbylting- arsinnum, þar á meðal útsendurum vestrænna heimsvaldasinna, sem allir eiga það sameiginlegt að hata sósíal- isma og vera andsnúnir stjóm alþýð- unnar í Varsjá.” Þá sagði að glögg- lega hefði komið í ljós á þinginu að Eining ætlaði ekki að einbeita sér að verkalýðsmálum heldur hygðust verkalýðssamtökin einnig ætla að ná völdum í Póllandi. Á þinginu í Gdansk var lýst yfir stuðningi við stofnun óháðra verka- lýðssamtaka í öðrum löndum Austur- Evrópu og yfirvöld í Moskvutúlkuðu þá ályktun sem beina hvatningu til verkalýðs landanna að fylgja for- dæmi Póllands. Þetta sýndi að Sovét- menn teldu að Eining hefði gengið of langt og ögraði nú ekki aðeins stjórn- völdum í Póllandi heldur einnig í öðrum ríkjum Austur-Evrópu. Stjórnleysi í Póllandi? Ekkert bendir þó dl þess að ríkis- stjórnir annarra landa austan tjalds óttist stofnun óháðra verkalýðssam- taka á borð við Einingu. Hins vegar telja fréttaskýrendur að Moskvubúar séu hræddir um að Eining nái að grafa undan forræði Sovétmanna í þessum löndum. Almenningur í Sovétríkjunum veit litið um raunverulega rás atburða í Póllandi. Af fréttum fjölmiðla þar í landi mætti ráða að algert stjórnleysi ríkti í Póllandi og að stjórnvöld væru ófær um að hamla gegn undir- róðri hinna vestrænu gagn-byltingar- sinna. „Hinn venjulegi sovézki blaðales- andi er auðvitað hissa á þessu og velt- ir því fyrir sér hvað ríkisstjórn Sovétríkjanna geti gert,” sagði fréttaskýrandi 1 Moskvu. Hinir eru svo til sem telja að stjórnvöld i Moskvuóttistaðveralíkt við pappírs-tígrisdýr ef þau grípi ekki til róttækari aðgerða en að kalla styggðarorð að Einingu. Líklegt má telja að Sovétmenn kalli bráðum ráðamenn landa Var- sjár-bandalagsins saman til skrafs og ráðagerða um ástandið í Póllandi. 1 framhaldi af slíkum fundi gætu Sovétmenn sett Pólverjum úrslita- kosti. Hart í ári hjá Pólverjum Sovétmenn geta einnig beðið og séð hvað setur, því víst er að hart verður í ári hjá Pólverjum í vetur. Matvæli og eldsneyti er senn á þrotum í landinu og von Sovétmanna er sú að sá skortur muni minnka traust og fylgi Einingar meðal Pól- verja. Ef til uppþota kæmi í Póllandi vegna skorts á nauðsynjum gætu Sovétmenn auðveldlega lagt til atlögu og afsakað íhlutun sína með því að þeir hefðu neyðzt til að gera innrás til að halda uppi lögum og reglu í landinu. Sovétmenn vöruðu Einingu við í síðustu viku og sögðu að þeir myndu ekki hika við að beita valdi ef völd kommúnista í Póllandi væru í hættu. Þeir sögðu að milli alþýðunnar í Pól- landi og Sovétríkjunum væru bræðrabönd og að alþýða þessara landa hefði sömu hagsmunamál og sömu sósíalísku markmið. Þessi tengsl yrðu ekki rofin. Tvívegis á undanförnum 12 mán- uðum hafa fréttaskýrendur talið að innrás inn í Pólland væri yfirvofandi. í bæði skiptin skjátlaðist þeim. Her- æfmgar sem nú standa yfir rétt við bæjardyr Pólverja voru að sögn fréttaskýrenda skipulagðar með löngum fyrirvara, en það var þó ekki nein tilviljun að þær skyldu koma upp á svipuðum tíma og fyrsta þing Einingar var haldið. Æfingum sé þó ekki beint gegn Einingu, heldur miklu fremur hafi þær átt að minna háttsetta kommúnista í landinu á að Sovétmenn væru skammt undan og reiðubúnir að koma þeim til að- stoðar. Heræfingum lauk um helg- ina, en hugsanlegt er að hermennirnir verði hafðir við landamæri Póllands þar til næsta þing Einingar hefst í næstamánuði. -SA. (Reuter) Miklar heræOngar Sovétmanna stóðu yfir i siðustu viku, rétt við landamæri Póllands.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.