Dagblaðið - 14.09.1981, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 14.09.1981, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1981. 9 G D Erlent Erlent Erlent Erlent I REUTER i Málgagn Sadats Egyptalandsforseta skýrirfrá samsæri: JÓHANNA í Begin, forsætisráðherra ísraels, sem að undanförnu hefur átt einkar frið- samlegar viðræður við Reagan Banda- ríkjaforseta 1 Washington um sam- eiginlegar hernaðarráðstafanir til varn- ar Miðausturlöndum, fékk heldur óblíðar móttökur á flugvellinum í New York. Höfðu strangtrúaðir, amerískir gyð- ingar safnazt þar saman til að mót- mæla fornleifauppgreftri 1 Jerúsalem, en eins og blaðið hefur skýrt frá standa miklar deilur um uppgröft þennan 1 ísrael á milli vísindamanna og strang- trúaðra, sem álíta staðinn friðhelgan. Arabar í Jerúsalem hafa einnig mót- mælt uppgreftrinum. Um 1000 Gyðingar voru mættir á flugvellinum vopnaðir hátölurum og æptu þeir slagorð að forsætisráðherr- anum gegn ofsóknum á hendur Zíonist- um og hrottaskap israelskrar lögreglu. Einnig var deilt út bæklingi þar sem Begin var gagnrýndur harðlega. í bæklingnum stóð m.a. að rétttrú- aðir gyðingar vildu á þennan hátt sýna að þeir eigi ekkert sameiginlegt með hinni heiðnu zionistastjórn 1 ísrael og illvirkjum hennar. «eGWf wsriim 7**®S OfOU! JlCLyiN * ST6I> zuwisr s^zJmsr OESeCRATIOh OeseCRA r,ay or J'iW/SH KMSH JeL, . Begin fær óblíðar móttökur í New York: Uppgröfturínn óvinsæll Kanada: FORELDRAR FYRIR RÉn Foreldrar tólf ára telpu, sem bæði tilheyra Vottum Jehóva, hafa verið sýknuð af þeirri ákæru að hafa valdið dauða hennar. Foreldrarnir sem búa í Ontaríó, Kanada, neituðu læknum um leyfi til að gefa henni blóð en telpan þjáðist af blóðleysi. Einnig var prestur safnaðarins sýkn- aður af sömu ákæru. Telpan, Sara Cyrenne, lézt í marzsl. eftir að foreldrar hennar og presturinn höfðu tekið hana heim af sjúkrahúsi til að koma í veg fyrir að læknar gæfu henni blóð en blóðgjafir brjóta í bága við trú Votta Jehóva. í dómnum var að vísu sagt að ákær- andi hefði sannað skeytingarleysi for- eldranna en hins vegar ekki sannað að þeir hefðu með neitun sinni við blóð- gjöf beinlínis átt sök á dauða hennar. Karl Sviakonungur: hefur fengið nýtt áhugamál. Gyðingar voru mættir á flugvöllinn með hátalara og kröfuspjöld. ALUZINK sameinar alla helstu kosti stáls, áls og zinks. Endingin er allt að 6 föld miðað við venjulegt galvaniserað járn og lengdir ákveður þú sjálfur. Þetta eru miklir kostir sem minnka við- haldið verulega. GtCuibCi ALUZINK fæst sem garðastál, bárustál og sléttar plötur. Viljir þú vita meira, hafðu þá samband við söludeild okkar. Þar bíður þín lit- prentaður bæklingur um Garðastál og Aluzink. HEÐINN SÖLUSÍMI 52922 STÓRÁSI 4-6 GARÐABÆ Þar er framleiðslan, þar er þjónustan Svíþjóð: Konungur í skipsleit Karl Gustaf XVI Svíkonungur hefur fengið nýtt áhugamál, fornleifafræði. Vísindamenn hafa fundið fiakiðaf her- skipinu Krónunni á botni Eystrasalts, ekki langt frá sumarhöll kóngsins, Solliden, og liggur það á 30 metra dýpi. Krónan lenti í óveðri undan Gotlandi árið 1676 og sökk. Karl Gustaf, sem sjálfur er liðsforingi í sænska sjóhern- um, langaði mjög til að hjálpa vísinda- mönnum við björgun þess af hafsbotni. En ekki vildi betur til en svo að stál- trossa, sem konungurinn hafði vafið um eina af bronsfallbyssum skipsins slitnaði. Eftir það hefur hann látið vísindamennina um björgunarstarfið en heldur sjálfur áfram sumarleyfi sínu áSolliden. SOVETMENN VILDU STEYPA STJÓRNINNI Málgagn Sadats Egyptalandsfor- seta, Mayo, hefur skýrt frá því að egypzku leyniþjónustunni hafi tekizt að koma upp um samsæri Sovét- manna gegn stjórn Sadats er leiða átti til falls hennar. Sagði blaðið að tengiliðurinn milli samsærismanna og Moskvu væii tveir sovézkir sendiráðsstarfsmenn. Samsærið hefur gengið undir leyni- nafninu Fenið og hafa að því staðið sovézka leyniþjónustan KGB, fyrr- verandi aðstoðarforsætisráðherra Egyptalands, fyrrverandi ráðherrar, háskólaprófessorar og blaðamenn. Blaðið sagði að þeir átta Egyptar er staðið hefðu að samsærinu hefðu verið handteknir 5. september í sam- bandi við herferð stjórnarinnar gegn trúarofstækismönnum en blaðið hafði þá haft þá grunaða í þrjú ár og fylgzt með þeim allan þann tíma. Blaðið sagði að forsprakki sam- særisins væri Abdel Salam El-Zayy- at, fyrrverandi aðstoðarforsætisráð- herra og hefði hann sem slíkur átt fundi við starfsmenn sovézku leyni- þjónustunnar. Hefði hann fengið til liðs við sig kommúnista úr hinum vinstrisinnaða Framfaraflokki, með- limi úr bræðralagi múhameðstrúar- rnatlna, Marxista og fylgismenn Nassers. í annarri frétt skýrði biaðið frá því að Sadat mundi væntanlega gera nokkrar minni háttar breytingar á stjórn sinni síðar í þessum mánuði. Anwar Sadat, sem einnig er for- sætisráðherra, myndaði núverandi stjórn sína í maí sl. Anwar Sadat, Egyptalandsforseti.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.