Dagblaðið - 14.09.1981, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 14.09.1981, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1981. 2 Umbréf Lárusar: „Þetta segir hann nú bara af eintómri öfundsýki” Garri skrifar frá Noregi: Mánudaginn þann 17. ágúst kom lesendabréf eftir Lárus nokkurn. Lárus sagðist vera lítið hrifinn af hve blaðamenn DB skrifuðu lítið um hljómsveitina Þey. Ennfremur sagði Lárus þessi að litið vit væri i músík- skrifum DB yfirleitt. Þarna er nokkuð stórt til orða tekið, fmnst mér, því poppfréttir DB eru eins og gengur og gerist hjá öðrum blöðum. í Dagblaðinu koma nú oft fréttir af strákunum úr Þey, en ef Lárus og hans likar fengju að ráða þá ætti blaðið að vera yfirfullt af efni um Þey og Killing Joke. Hins vegar eru nú til fleiri tónlistarmenn og öllum þarf að gera til hæfis. Lárus segir einnig að Þeyr sé bezta hljómsveitin, tæknilega og músíklega séð, sem við íslendingar höfum eignazt. Það er örugglega mikið til i því (sjálfur er ég aðdáandi grúppunn- ar), en mér leiðist þegar strákamir eru að berjast við að vera frumlegri en aðrar grúppur. Ef það er rétt, sem SSv. skrifaði um hljómleika Þeys í Háskólabíói, að hljómsveitin væri orðin allt of keim- lik Killing Joke, þá fmnst mér mesti frumleikinn vera runninn af þeim, þótt þeir hafi skipað sér sess í hópi virtra hljómsveita. Mér finnst að Þeyr ætti að halda sig á svipaðri línu eins og á plötu sinni, Þagað í hel, þótt auðvitað sé ekki þar með sagt að þeir eigi að staðna. Einnig kallar Lárus meðlimi Purrks Pillnikks kjaftagleiða og segir að þeir hafi fengið stórt viðtal í DB. Þetta segir hann nú bara af eintómri öfundsýki. og hefði þagað ef Þeyr hefði átt hlut að máli. Láms spyr líka, greinilega í mikilli örvpentingu, hvert hljómsveitin Þeyr stefni. Af hverju setur hann sig ekki bara í samband við einhvern meölima Þeys? Þá fengi hann örugglega svar. Lárus spyr hvað þið ætlið að gera, þegar næsta sólóplata Bubba Morthens verði gefin út, „gefa út helgarblað”? Lárusi finnst Bubbi og félagar fá meira pláss í DB en Þeyr. Ætlast hann til þess að Þeyr fái alla athygli? Lárus segir að sér finnist hljómsveitin Þeyr eiga að „halda sig á svipaðri Unu eins og á plötu sinni, Þagað i hel”. DB-mynd Sig. Þorri. Tannlæknar: Orsökuðu vinnu- svik tanneitrun? v Daihatsu Charmant station árg. ’79. Litur blásanseraður. Ekinn 27 þús. km. (Jtvarp. Verð: kr. 72. þús. Bí/amarkaðurínn -18-Sími25252 rl2ÍK m Range Rover árg. ’78. Drapplitaður, fallegur biU, ekinn 40 þús. km. Verð: kr. 220 þús. Skipti möguleg á ódýrari bil. VW Passat árg. *74, hvitur, nýleg vél. Góður bfll. Verð: kr. 35 þús. Lada Sport árg. ’79, grænn, ekinn aðeins 26 þús. km. Verð: kr. 78 þús. Wagoneer Custom árg. ’76, grænn, 8 cyl., m/öllu, (Kvadratrack o.fl.). Styrktur. Verð: kr. 100 þús. Peugeot 504 station árg. ’78, grænn, ekinn 72 þús. km. Sæti fyrir 7 manns. Verð: kr. 90 þús. Honda Civic árg. ’81, brúnsanseraður 5 dyra, ekinn 7 þús. km, sjálfskiptur. Verð. kr. 92þús. ar KS levrolet Camaro coupé árg. ’75, irtur, 8 cyl., m/öllu, ný vél o.fl. Jleeur bill. Verð: kr. 88 þús. Mazda 323 (1300) 1978, silfurgrár, 5 dyra, ekinn aðeins 42 þús. km. Vel með farinn bill. Verð kr. 65 þús. Buick Skylark Sedan árg. ’80, siifur- grár, ekinn aðeins 3 þús. km, 6 cyl., beinsk. (4ra gira). Verð: kr. 185 þús. Dodge Aspen station árg. ’76, gul- brúnn, ekinn 44 þús. km, 6 cyl., sjálfsk., aflstýri, útvarp. Góður bill. Verð: 80 þús. kr. Blazer dísil árg. ’74, gulur, Bedford 6 cyl., (ekinn 20 þús. km,), 4ra gíra, beinsk., aflstýri og -bremsur. Verð: kr. 90þús. Wlllys Golden Eagle árg. ’74, Litur, brúnsanseraður, Ekinn 67 þús. km. Vél 306 8 cyl. Útvarp, segulband, breið dekk, rafmagnsspil, splittað drif framan og aftan. Verð: 85 þús. Skipti Ath. Cherokee Jeep árg. ’74, orunsans- eraður, sjálfsk., 8 cyl., aflstýri, útvarp, álfelgur. Ekinn: 53 þús. km. Verð: kr. 65 þús. Ford Cortina 1300 árg. ’79, hvftur, ekinn aðeins 24 þús. km. Verð: kr. 85 þús. Ýmis sldpti möguleg. BMW 518 árg. 77. Litun vlnrauður. Ekinn 77 þús. km. Þaklúga, útvarp, segulband. Verð: kr.95þús. ibaru station 4X4 árg. 77. Litur uður. Ekinn 82 þús. km. Verð kr. 54 Bronco 74. Litur grænn, vél: 8 cyl„ sjálfsk., m/öllu. Verð: kr. 75 þús. Chevrolet Malibu Classic árg. 78. Litur brúnn. Ekinn 24 þús. km. 8 cyl., sjáifsk., aflstýri, útvarp. Verð: kr. 120 þús Volvo 244 G.L. árg. ’81, brúnsanser- aður, beinsk., m/vökvastýri, ekinn 14 þús. km. Verð: kr. 150 þús. Mazda 626 1600 árg. ’80, bronz- brúnn, ekinn 12 þús. km, útvarp. Verö: 85 þús. kr. \ — þjóðfélagið „hefur ekki ef ni á að líða svona vinnubrögð” Ó.S.S. skrifar frá Bandarikjunum: Ég var að lesa Dagblaðið frá 4. ágúst og rakst á greinar um tann- lækna. Ég ætla að bæta gráu ofan á svart. Það á að gera tannlækna ábyrga gerða sinna. Fyrir 16—20 mánuðum lét ég yfir- fara og gera við allar tennur tveggja barná minna heima á íslandi. Fyrir þetta greiddu tryggingarnar yfir 300.000 gkr. Hélt ég nú að börnin þyrftu ekki að fara til tannlæknis á næstunni. Raunin varð samt önnur því hálfu ári síðar datt fylling cg önnur fylgdi í kjölfarið skömmu á eftir. Lét ég gera við þetta strax. Ekki er sögunni lokið enn því ári síðar fékk annað barnið tanneitrun og var mesta mildi að það missti ekki l/4af tönnunum. Það var sagt stafa af vinnubrögð- um fyrri tannlæknis; lélegar fyllingar og illa hreinsað áður en þær voru settar í. Sem sagt vinnusvik. Það hefur þegar kostað okkur yfir 600$ að lagfæra þetta, eða um það bii 5000 nýjar krónur, og er þessu samtekkilokiðenn. Svari óska ég ekki eftir þvi það yrði lagað eftir aðstæðum eins og þessi stétt temur sér, en ég skrifa þetta öðrum til aðvörunar. Ef nú er verið að vinna að nýjum samningum milli Tryggingastofnunar og þessara manna þá er ástæða til þess að sjá um að þeir verði gerðir ábyrgir gerða eins ogþeirra erégheflýst. Okkar litla þjóðfélag hefur ekki efni á að líða svona vinnubrögð. Raddir lesenda

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.