Dagblaðið - 06.10.1981, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 06.10.1981, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1981. 5 Erlendu frystipokarnir eru 1 hentugum pakkningum sem fer lítið fyrir. Pokarnir eru á rúllum i kössum og auðvelt að rifa þá af. DB-mynd Einar Ólason. Erlendir frystipokar á markaðnum — hélar ekki að innan og springa ekki íkuldanum í miðvikudagsblaðinu sögðum við frá nýrri gerð af frystiplastpokum, sem eiga að hafa ýmsa góða eiginleika sem nauðsynlegir eru fyrir umbúðir um fryst matvæli. Erlendir frystiplastpokar hafa verið á markaðinum hér í þrjú ár. Er það heildsölufyrirtækið Þór h/f í Ármúla 11, sem flytur pokana inn og einnig frystifilmu (þunnt plast) sem nota á um fryst matvæli. Þessir plastpokar eru framleiddir sérstaklega fyrir ffysti og hélar ekld, springa ekki og verða heldur ekki harðir. Þeir eru til í tveimur stærðum. 25x32 m og 27x45 m, fylgja lokur með, en ekki merkimiðar eins og með íslenzku pokunum. Þessir innfluttu eru ódýrari en þeir íslenzku. Á minni rúllunum eru 2.i pokar sem kosta 6 kr.,stærrigerðin er með 20 pokum og kostar 8 kr. 20 metra frystifilman kostar 7,30 kr. Er hér um heildsöluverð að ræða, þar sem álagning getur verið mis- munandi. Erlendu pokarnir heita Glad og fást m.a. í Vörumarkaðin- um, verzlunum Sláturfélagsins og víðar. -A.Bj. Norræn brauðavika 4.-10. október: ALMENNINGUR UPPLÝSTUR UM HOLLUSTU BRAUÐA — bakarar telja æskilegt að borða 6-8 brauðsneiðarádag Sérstök brauðavika er nú á Norður- löndunum. Markmið þessarar brauðaviku er að upplýsa almenning um hollustu brauða. Bakarar benda á, að mikill misskilningur ríki varðandi brauð. Almenn skoðun sé, að brauð sé fitandi. Það er rangt. Þá telja margir að hvítu brauðin, franskbrauðin, séu óholl. Það segja bakarar einnig að sé rángt. Öll brauð eru holl. Landssamband bakarameistara stendur að brauðavikunni hér á landi, en það hefur um árabil haft góða samvinnu við hliðstæð samtök á Norðurlöndunum. Brauðin sem bökuð eru af þessu tilefni á Norðurlöndunum kallast Vikingabrauð hér á landi en Saga- brauð í Danmörku. Brauðið kostar 12 krónur og nýjung er að jógúrt er notuð í brauðdeigið. Uppskrift brauðsins kemur frá Danmörku og er siguruppskrift úr samkeppni, sem þar var haldin. Bakarar minna á, að kornmatur hefur verið undirstaða fæðu margra þjóða. Hann er yfirleitt rík uppspretta kolvetna, vítamína, steinefna og trefjaefna. Auk þess inniheldur kornmatur hvítu, en hún er ekki eins gæðamikil og t.d. eggjahvíta. Óæskilegt er að borða of mikið af kornmat á kostnað annarra næringarríkra fæðutegunda, en hlutur kornsins má heldur ekki vera of lítill. Bakarar telja gott að borða 6—8 brauðsneiðar á dag. -JH. löndunum samtímis og hófst hún á sunnudag og stendur til nk. laugar- dags, 10. október. Hugmynd um slíka brauðaviku kom fram fyrir nokkrum árum og hefur undirbún- ingur staðið síðan. Brauðavikan er með svipuðu sniði í löndunum fimm, t.d. eru sömu veggspjöld notuð og sama brauðið bakað á öllum Norður- Vikingabrauöið, sem nú er á boðstólum vegna norrænu brauða- vikunnar. Brauðið sem m.a. er bakað úr jógúrt kostar 12 krónur. DB-mynd Bjarnleifur. Starff shópur Rannsóknaráðs um sjávarútveg: FL0TI0G SÓKN SKREPPISAMAN UM 5 PRÓSENT Á ÁRI — þá fæst svipaður af li með minni kostnaði — mælt með leyfakerf i í sjávarútveginum „Verði sókn í þorsk á fyrri hluta níunda áratugarins svipuð því, sem hún var í lok þess áttunda, má vænta um 400—450 þúsund tonna þorskafla á ári. Svipuðum afla má þó ná með verulega minni tilkostnaði, verði floti og sókn látin skreppa saman um að minnsta kosti 5 prósent á ári.” Þetta eru niðurstöður nýrrar skýrslu starfs- hóps um sjávarútveg, sem Rann- sóknaráð ríkisins kom á fót fyrir tveimur árum. ,,í öllum aðalatriðum verður að telja, að skoðanir á afrakstursgetu fiskstofna séu enn hinar sömu og fram voru settar í Bláu skýrslunni árið 1975,” segir starfshópurinn. „Áædanir um framtíðarafla reynd- ust hins vegar alltof lágar. ” Því hefur hópurinn endurskoðað þessar áætlanir og fengið út mun meiri mögulegan afla í framtíðinni. Um stjórnun fiskveiða segir i skýrslunni: „Talið er, að núverandi aðferðir við stjórnun fiskveiða nægi hvorki til að tryggja æskilegt aflahá- mark né til að stuðla að lágmörkun sóknarkostnaðar. Frumskilyrði bættrar stjórnunar er að leyfisbinda allar fiskveiðar. Nauðsynlegt mun reynast að skipta afla niður á skip á einhvern hátt við allar meiriháttar veiðar. ...” „Leyfishafar gætu verið einstök skip, útgerðir, vinnslustöðvar eða hafnir. í fyrstu mætti úthluta kvótum ókeypis. Sveigjanleiki er þö nauðsynlegur, til dæmis með því móti að framsal leyfa sé heimilað eða aukakvótar séu boðnir til kaups,” segir starfshópurinn. „Hagkvæmni útgerðar byggist á því, að draga megi úr útgerðarkostn- aði. Bætt fiskveiðistjórnun er afger- andi í þessum efnum.” -HH. 400—450 þúsund tonna ársafla af þorski má fá með vcrulega minni til- kostnaði en nú er, segir meðal annars í niðurstöðum starfshóps um sjávar- útveg. Símstöðin á Höfn stækkuð um 100 númer loftlínan á milli Haf nar og Djúpavogs lögð niður Það hefur varla farið fram hjá neinum að Póstur og sími átti 75 ára afmæli fyrir skemmstu og hélt upp á það með pomp og pragt. Ekki höfum við hér á Höfn farið varhluta af veizlu- höldunum þótt með öðru móti hafi verið hér. Þau merku tíðindi hafa nú gerzt að loftlínan á milli Djúpavogs og Hafnar hefur verið lögð niður og í stað- inn er kominn jarðstrengur. Jafnframt er komið sjálfvirkt val bæði i Lón og Álftafjörð og unnið að því að koma sjálfvirku sambandi á í Öræfum. Þá hefur símstöðin á Fagur- hólsmýri verið lögð niður. Nú er aðeins eftir að ganga frá símamálum í Suður- sveit og Mýrum. Ennfremur hefur sjálfvirka simstöð- in hér á Höfn verið stækkuð um 100 númer og eru númerin nú 700. Til Reykjavíkur er nú 21 vallína í stað 15 áður og til Reyðarfjarðar eru 9 vallínur í stað 5 áður. Eftir þessar framkvæmdir er nú aðeins loftlína á milli Reyðarfjarðar og Djúpavogs og er stefnt að því að ljúka lagningu jarðstrengs þar á milli á næsta ári. Hefur þá verið lokið lagningu jarð- strengs um allt land. -SSv./Júlía, Höfn. SVÍNAKJÖT NAUTAKJÖT Nauta- og svinakjöt í heilum og hálfum skrokkum Nautakjöt mHHBHHVi Svínakjöt Verð á nautakjöti: með skurði, AQ CA pökkun og l\l ■ frystingu Verð á svínakjöti: með skuiði, I/m AQ QC pökkun og l\T>CtOf93 frystingu O O O O O O 1. Svlri 2. Framhryggur 3. Hryggur 4. Skanki 5. Miðlæri 6. Lend 7. Huppur 8. Siða 9. Bringa og skanki h • é éo 1. Kambur 6. Slða 2. Hryg*ur 7. Bringa 3. Læri g. Bógur 4. Huppur 9. Bóglcggur GÓÐ KJÖR BETRI KJÖR KJARAKJOR KÁRSNESBRAUT 93, KÓP. - StMI 41920

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.