Dagblaðið - 06.10.1981, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 06.10.1981, Blaðsíða 8
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1981. I Erlent Erlent Erlent Erlent I EVROPAISKOTMALI Drægni sovézkra og bandariskra — kjarnorkuflauga '•Reykjavik Moskau Kuibyschew I • | Warschau I SOVETRÍKIN I Chafcow Budapest -Bukarest •Ankara POSEIDON JÓHANNA V , ÞRÁINSDÓTTIR Pentagon gefur út skýrslu um herstyrk Sovétríkjanna: ÖLL EVRÓPA í SKOTMÁU NÝRRA SS-20 ELDFLAUGA —er skýrslan hræðsluáróður til undirbúnings auknu vígbúqaðarkapphlaupi? Vafasamur árangur „f élagslegrar tilraunar” Danska stjómin vill leggja fríríkið Kristjaníu niður —Aðalatvinnu- veguríbúanna ernútrygg- ingabæturog eiturlyfjasala Nú eru tíu ár liðin frá stofnun hins svonefnda „fríríkis” i Kaup- mannahöfn, Kristjaníu. Allan þann tíma hefur hörð barátta staðið um að halda niðri síaukinni eiturlyfjaneyzlu og afbrotum. Nær daglega kemur til afskipta lögreglu af fríríkinu og einnig er fjárhagsleg afkoma þess mjög slæm. Ekkert hefur slakað á spennunni milli íbúa Kristjaniu og dönsku lög- reglunnar, sem lýsir sér bezt í því að til mikilla átaka kom á milli þeirra er haldið var upp á 10 ára afmælið. Var kallað út 200 manna lögreglulið og tekið á móti þeim af íbúum Kristj- aníu með steinkasti og logandi bensínflöskum. Særðust 9 lögreglu- menn í viðureigninni. íbúar Kristjaníu eru um 900. Á méðan svæði þetta við Kristjánshöfn var notað sem herbúðir var það afar snyrtilegt og líktist helzt skemmti- garði. Nú líkist svæðið fremur sorp- haug og eiturlyfjasalan blómgast án þess að nokkur reyni að Ieyna því. Fríríkið var stofnað í september 1971 þegar um 80 hippar og stúdentar lögðu undir sig tóma herbragt,a og tilkynntu að þeir ætluðu að stofna þar nýtt þjóðfélag sem valkost frá því rekstrarkostnaði svæðisins og að þessi „félagslega tilraun” hefur kost- að danska ríkið um fjórar milljónir dkr. Fríríkinu tók verulega að hraka upp úr 1976, en þá voru flestir þeir hugsjónamenn er stóðu að stofnun þess fluttir í burtu, en atvinnuleys- ingjar og alls kyns utangarðsmenn fluttir inn í staðinn. Fram að árinu 1976 unnu flestir íbúanna sjálfir fyrir framfæri sínu, en nú sýna opinberar skýrslur að „aðalatvinnuvegurinn” í Kristjaníu er atvinnuleysis- og félagslegar trygg- ingabætur ásamt eiturlyfjasölu. Afleiðingarnar eru tiðar heim- sóknir lögreglu sem nær alltaf hafa einhver átök i för með sér. Lögreglan heldur því fram að ibúar fríríkisins geti ekki algjörlega lifað utan við öll lög og reglur, íbúarnir ásaka lögregl- una aftur á móti um að ofsækja sig. Danska stjórnin hefur ákveðið að hin „félagslega tilraun” í Kristjaníu verði að taka enda á þessu ári og hafa nú stjórn og borgaryfirvöld skipað sameiginlega nefnd til að ákveða hvað verður um svæðið. Á hún að vinna í samvinnu við íbúa Kristjaníu. (REUTER) 7 Bandaríska varnarmálaráðuneytið, Pentagon, kynnti nýlega fyrir frétta- mönnum skýrslu sem það hefur látið taka saman um herstyrk Sovétríkj- anna. í skýrslunni eru sagðar fáar nýjar upplýsingar fyrir sérfræðinga, heldur er hún fyrst og fremst ætluð almenningi og tekin saman úr gögn- um sem lögð hafa verið fyrir ráð- herrafundi NATO til að réttlæta aukin hernaðarumsvif. í Pentagon-skýrslunni er m.a. sýnd staðsetning allra hreyfanlegra meðal- drægra eldflauga af gerðinni SS 20, en þeirri gerð má beita á skotmörk í allri Vestur-Evrópu, að íslandi með- töldu, Miðausturlönd og norðurhluta Afríku. Samkvæmt skýrslunni hafa Sovétmenn nú yfir að ráða 250 slíkum eldflaugum, hverri með þremur kjarnahleðslum. Af þeim er 175 eldflaugum með 525 kjarna- hleðslum miðað á aðildarríki NATO. Kjarnorkuvopnaforði Sovétríkjanna eykst stöðugt og eldflaugar þeirra verða sífellt langdrægari og nákvæm- ari í staðsetningu skotmarka. Nú eiga Sovétmenn 7000 kjarnahleðslur 1 langdrægum eldflaugum, sem skjóta má meginlanda á milli. Ekki sizt veldur það Bandaríkjamönnum áhyggjum, að Sovétmenn eiga nú kafbáta af Delta-gerð, sem skotið geta kjarnorkuflaugum á skotmörk i Bandarikjunum frá lægjum sínum i Sovétríkjunum, en þar er óhugsandi að Bandarikjamenn geti gert þá óskaðlega. Þótt enginn samanburður sé gerður á herstyrk NATO og Varsjár- bandalagsins, er látið að því liggja að yfirburðirnir séu hjá því síðarnefnda. Sagt er að Sovétrikin hafi á síðasta áratug breytt um stefnu í hermálum, frá því að efla varnarmátt sinn yfir í að byggja upp árásarher. Eigi Var- sjárbandalagið til dæmis meira magn birgða til efnahernaðar en nokkur annar her í heiminum. Þá er greint frá annarri hergagnaeign Sovét- manna og sagt að þeir eigi um 50 þús. skriðdreka og framleiði árlega um 4 þús. til viðbótar. Þyrlur þeirra eru taldar 5200 og sprengjuflugvélar sem staðsettar eru á flugvöllum i Au'l'tr- Evrópu eru yfir 3500 talsins. Árlega framleiða þeir um 12—1300 otrusiu- flugvélar. Sagt er að Sovétmenn vinni nú að því að fullkomna vopn til að skjóta niður gervihnetti, en það gæti gert þeim kleift að rjúfa samskipti NATO-ríkja, ef til styrjaldar kæmi í Evrópu. Tímasetningin á útgáfu þessarar skýrslu er varla valin af handahófi. Reagan-stjórnin stendur nú í ströngu við að endurnýja herstyrk Bandaríkj- NATO-rikin hafa yfir að ráða þremur gerðum meðaldrægra eldflauga, en af þeim eru eldflaugar Poseidon-kafbátanna lang- drægastar, en þær draga frá Bretlandi austur að Úralfjöllum eins og sjá má af myndinni. Sovézku SS-20 eldflaugunum má skjóta frá Suður-Rússlandi og allt til Islands, eða um 4500 km leið. anna og allra NATO landa. Af ráð- stöfunum hennar á því sviði hefur fátt vakið meiri andspyrnu en hugmyndin um að koma Pershing II eldflaugum fyrir í Evrópu, en það átti að vera mótvægi NATO við SS-20 eld- flaugar Sovétmanna. Hafa evrópsk- ir stjórnmálamenn verið tregir til að veita þeim viðtöku og átt erfitt með að ganga gegn vaxandi friðarhreyf- ingu, sem krefst algerrar kjarnorku- afvopnunar. Lét Reagan nýlega hafa eftir sér, að ef tekið væri mark á stefnu þeirrar hreyfingar, myndi það setja Evrópulönd í mikinn vanda því lítið gagn væri að friðarstefnu og hlutleysi gagnvart sovézku hervaldi. En Reagan þarf ekki síður að sann- færa sína eigin landsmenn um að réttlætanlegt sé að útgjöld til varnar- mála séu skorin minna niður en til allra annarra málaflokka og að rétt sé að hefja smíði nýrra sprengjuflugvéla og nýs eldflaugakerfis. Pentagon- skýrslan hefur lika á sér nokkuri áróðurssnið. Þannig segir, að Sovét- ríkin hafi síðustu 25 árin að meðaltali notað 12—14% af þjóðarframleiðslu til hermála, meðan sambærileg tala fyrir Bandaríkin sé um 7%. Hins vegar er sleppt að geta þess, sem þó er oft haldið á lofti í öðru samhengi, að þjóðarframleiðsla Bandaríkjanna er tvöfalt meiri en Sovétríkjanna, sem gerir meira en að vega upp mismun- inn. Þá er heldur ekki greint frá því, að tæknilega stendur Rauði herinn Bandaríkjaher langt að baki. (Heimildir: REUTER, INTERN. HERALD TRIBUNE, POLITIKEN) gamla. Danska stjórnin vissi fyrst ekki hvernig hún átti að bregðast við þessari framtakssemi, en brátt lögðu vinstrisinnaðir stjórnmálamenn og menntamenn málinu lið. 1973 viður- kenndi stjórnin fríríkið sem „félags- lega tilraun”. Nú nær Kristjanía yfir 18 hektara svæði, þar á meðal virkisgarð og vígisgröf þess forna virkis sem einu sinni sá um öryggi hafnarmynnis Kaupmannahafnar. lögnum á svæðinu. Fé til greiðslu á rafmagni og vatnsskatti er safnað með sölu á svonefndum „íbúaskír- teinum” og kosta þau 150 dkr. á mann. Samt sem áður sýna útreikningar varnarmálaráðuneytisins að íbúar Kristjaníu greiða aðeins um 1/3 af Kristjanla: Hefur kostað danska rfkið fjórar milljónir dkr. fbúarnir reka „öðruvísi” matvöru- og ávaxtaverzlanir, bakarí, gler- smiðju, smiðju, flóamarkað, listiðn- aðarverzlanir, leikhús, veitingahús og krár. Hluti ágóða af rekstri þessum fer í greiðslur til varnarmálaráðu- neytisins, sem er hinn opinberi leigu- sali íbúanna, og ber það ábyrgð á meginviðhaldi og nauðsynlegum Caspar Weinberger á blaðamannafundinum þar sem hann útskýrði innihald Pentagon-skýrslunnar.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.