Dagblaðið - 06.10.1981, Blaðsíða 20

Dagblaðið - 06.10.1981, Blaðsíða 20
20 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1981. Tr .-. -. ~ Nýjar bœkur lL Jj ■ BrianGarfield Sendiboði Churchills löunn Sendiboði Churchills eftir Brian Garfield Út er komin hjá IÐUNNI sagan Scndi- boði Churchills eftir breska höfundinn Brian Garfield, skráð i samvinnu við „Kristófer Creighton”. — í formála höfundar segir svo þessu til skýringar: „Söguhetjan í þessari frásögn er raun- verulegur maður. Hann er nú á sextugs- aldri. Hann heitir ekki Kristófer Creighton. Þessi bók byggir á hinni stórfurðulegu ævi hans, en bókin er skáldsaga og sem slik styðst hún við skáldaleyfi. Ef til vill getur „Kristó- fer” einn dæmt um að hve miklu leyti og í hvaða atriðum frásögnin kemur heim við sannleikann.” Söguhetja bókarinnar kynnist fimmtán ára piltur Winston Churchill, r Arnað heilla Þórdis Þórarinsd. og Gunnar Svein- björnsson voru nýlega gefin saman í hjónaband i Kópavogskirkju af séra Lárusi Halldórssyni. Heimili ungu hjónanna er að Vesturbergi 28. Breiðholti. Ljósmyndina tók Sigurður Þorgeirsson Klapparstíg 16, sími 14044. Ingibjörg Baldursdóttir og Trygg'. Axelsson voru nýlega gefin saman i^ hjónaband af séra Karli Sigurbjörns- syni i Hallgrímskirkju. Heimili þeirra er að Laugavegi 70, Reykjavík. Ljósm. Sig. Þorgeirsson, sími 14044. Erla Pétursdóttir og Gisli Petersen voru nýlega gefin saman í hjónaband af sr. Þóri Stephensen í Dómkirkjunni. Heimili þeirra er að Melhaga 18, Reykjavík. Ljósmyndina tók Sigurður Þorgeirsson, sími 14044. Birna Magnúsdóttir og Sveinn Valsson voru nýlega gefin saman í hjónaband í Kópavogskirkju af séra Árna Pálssyni. Ljósmyndina tók Sigurður Þorgeirs- son, sími 14044. ■ ■ ■ ■ ■ rrrTiTi ■ ■ ■ mirtfm FILMUR OG VÉLAR S.F. uuuu i ■ i imumuuumu SKÓLAVÖRÐUSTÍG 41 - SÍMI20235. GÓÐ JÖRÐ til sölu strax ef viðunandi tilboð fæst. Fé og hey getur fylgt. Uppl. í síma 97-5688. rosknum þingmanni sem ýmsir héldu að væri úr leik í breskum stjórnmálum. Þegar Churchill kemst svo til valda nokkrum árum seinna gengur Kristófer í þjónustu hans, hlýtur sérstaka þjálfun og honum eru brátt falin ýmis verkefni sem mikið er undir komið og leynt eiga að fara. Fyrst er hann sendur til Belgíu í njósnaför, örskömmu fyrir innrás Þjóðverja i Niðurlönd, síðan til írlands að fylgjast með kafbátaviðbúnaöi Þjóðverja. Viðfangsefni Kristófers verða æ hrikalegri. Meðal annars þarf hann að tryggja að vitneskja um fyrir- hugaða árás Japana á Pearl Harbour komist ekki til Bandarikjamanna, því að Bretum reið á að fá Bandarikja- menn út í stríðið. Og áður en lýkur er hann sendur á vald Gestapó til að villa um fyrir Þjóðverjum varðandi innrás- ina! Frakkland. Sendiboða Churchills þýddi Álf- heiður Kjartansdóttir. Bókin er 280 blaðsiður. Prentrún prentaði. Veðurfræði eftir Markús Á. Einarsson Út er komin á vegum IÐUNNAR ný og endurskoðuð útgáfa Veðurfræði eftir Markús Á. Einarsson. Bókin er kennslubók ætluð framhaldsskólum. Er fjallað um almenn undirstöðuatriði veðurfræðinnar „og reynt að gera það á svo auðskilinn hátt að lesa megi bók- ina án verulegrar eðlisfræðiþekking- ar”, segir i formála hðfundar. Bókin skiptíst í tíu kafla: Veðurfræði; Loft- hjúpurinn; Geislun og orkuskipti; Hitafar; Loftþrýstingur og vindar; Raki, ský og úrkoma; Loftmassar; Skil og lægðir; Veðurskeytí, veðurkort og veðurspár; Veðurfar. í bókinni er fjöldi skýringarmynda. í þessari nýju útgáfu hefur síðustu köflunum tveimur verið breytt talsvert. Tekið er tillit til breytinga á skeytalykli fyrir almenn veðurskeyti sem taka gildi 1. janúar 1982, auk þess sem bætt er við efni um tæknileg hjálpartæki og veðurlag á íslandi. í siðasta kafla er aukið við efni um hitabreytingar á ís- landi frá landnámi og um þættí sem móta veðurfar landsins. Veðurfræði er 108 blaðsíður, Oddi prentaði. Neyöarkall Lúlla Út er komin unglingasagan Neyðarkall Lúlla eftir breska höfundinn E.W. Hildick. IÐUNN gefur bókina út. — Hildick er kunnur unglingasagnahöf- undur. Á íslensku hafa áður komið eftir hann þrjár sögur, Fangarnir í Klettavík, Kötturinn sem hvarf og Liðið hans Lúlla. Fyrir síðastnefndu söguna, sem er hin fyrsta í flokki sagna um Lúlla mjólkurdreifingarstjóra, hlaut höfundurinn barnabókaverðlaun þau sem kennd eru við H.C. Andersen. Um Neyðarkall Lúlla segir svo i kynningu forlagsins: „Strákarnir sem vinna hjá Lúlla, Timmi og Smitti, verða að halda á spöðunum. En nú er allt í einu eins og gæfan hafi snúið baki við Lúlla. Það byrjar þannig að einn viðskiptavinurinn finnur gullfisk í flöskunni sinni. Og svo finnst fleira, og fleira . . . Auðvitað fækkar viðskipta- vinunum fljótt þegar svo er komið. Það skyldi þó ekki vera að dreifingarstjóri keppinautanna standi hér á bak við? En ef svo er, hvernig á að sanna það? Timmi og Smitti fara á stúfana og svo sendir Lúlli út -neyðarkall því hér er mikið í húfi. . .” Neyðarkall er prýdd teikningum eftir Iris Schweitzer. Álfheiður Kjart- andóttir þýddi bókina sem er 138 blaðsíður. Prentrún prentaði. Ottó nashyrningur Út er komin hjá IÐUNNI barnabókin Ottó nashyrningur eftir danska höf- undinn Ole Lund Kirkegaard. Hann var kunnur barnabókahöfundur, gaf út allmargar bækur sem hann mynd- skreytti jafnan sjálfur. Kirkegaard lést fyrir fáum árum. Eftir hann hafa áður komið út á íslensku fjórar sögur: Fúsi Ole Lund Kirkegaard Ottó froskagleypir, Gúmmí-Tarsan, Albert og Hodja og töfrateppið. Ottó nashyrningur segir frá því er Viggó og Topper teikna mynd af nashyrningi á vegg, myndin verður lifandi og nas- hyrningurinn stígur út á mitt gólf. — Valdís Óskarsdóttir þýddi söguna um Ottó nashyrning. Hún er prýdd fjölda mynda eins og aðrar sögur höfundar. Bókin er 112 blaðsíður. Prisma prent- aði. Ástarsaga úr fjöllunum eftir Guðrúnu Helgadóttur Út er komin hjá IÐUNNI ný bók eftir Guðrúnu Helgadóttur, Ástarsaga úr fjöllunum. Bókin er prýdd fjölda lit- mynda sem Brian Pilkington hefur gert. Hér er um að ræða ævintýri með þjóðlegri hefð þar sem brugðið er á leik með náttúruna og ástína. Mjög hefur verið vandað til útgáfu bókarinnar sem, eins og fyrr segir, er prýdd fjölda mynda í fullum litum. Prentmyndastofan hf. annaðist litaað- greiningu en Blik hf. setti íslenska text- ann. Bókin var prentuð í Belgíu síðast- liðið vor og voru fyrstu eintökin kynnt á alþjóðlegri barnabókasýningu í Bol- ogna á Italíu og vaktí bókin mikla at- hygli. Útlit er fyrir að bókin komi út á nokkrum erlendum tungumálum á næsta ári. Brian Pilkington er fæddur í Liver- pool árið 1950 og lauk prófi frá Leicester Art College eftir fimm ára nám. Hann hefur verið búsettur hér á landi undanfarin 5 ár ásamt íslenskri konu sinni og ungri dóttur. Hér á landi hefur hann haldið tvær einkasýningar. Afmæliskveðja til prófessors Halldórs íslenska málfræðifélagið hefur gefið út Afmæliskveðju til Halldórs Halldórs- sonar prófessors, en hann varð sjötug- ur á liðnu sumri. í ritinu eru 20 greinar eftir innlenda og erlenda fræðimenn, sem flestar fjalla um mál- vísindi og íslensk fræði. Ritið er þrjú hundruð blaðsíður á lengd og mun verða fáanlegt í bókaverslunum innan skamms. Ritstjórar eru Guðrún Kvar- an, Gunnlaugur Ingólfsson og Syavar Sigmundsson. Málfræðifélagið gengst einnig fyrir útgáfu tímaritsins íslenskt mál og al- menn málfræði, og er þriðja bindi þess væntanlegt síðar á þessu ári eða í byrjun þess næsta. Þar verða einnig fræðilegar greinar um málfræði og is- lenskt mál. Ritstjóri þess er Höskuldur Þráinsson. Láivik KrUt{á»t«oii Vestræna ritgerðir eftir Lúðvik Kristjánsson Út er komin á vegum Sögufélags ný bók: VESTRÆNA — ritgerðir eftir Lúðvík Kristjánsson. VESTRÆNA er gefin út i tilefni sjötugsafmælis Lúðvíks, sem var hinn 2. september sl. Þann dag afhenti forseti Sögufélags, Einar Laxness, honum fyrsta eintak bókarinnar. VESTRÆNA er 291 bls. að stærð og er meginefni hennar átján ritgerðir eftir Lúðvík. I ritinu er heillaóskalisti með nöfnum á níunda hundrað einstaklinga og stofnana, sem færa Lúðvík kveðjur og þakkir fyrir góð kynni og merkan ritferil. Auk þess ritar Einar Laxness greinina ,,Á sjötugsafmæli Lúðvíks Kristjánssonar” og í bókarlok er skrá yfir ritstörf Lúðvíks. Útgáfuna hafa annazt Bergsteinn Jónsson og Einar Laxness. Gegnt titilsíðu er teikning af Lúðvík, gerð af Guðmundi P. Ólafs- syni og hefur hann einnig gert bókar- kápu. Setning, prentun og bókband í Prentsmiðjunni Hólum h.f. Ritgerðirnar átján eftir Lúðvík Kristjánsson bera þessi nöfn: Konan, sem gaf mér reyrvisk Af honum fóru engar sögur Enn er Dritvíkurmöl fyrir dyrum fóslra — Upprifjanir á níræðisafmæli Jóns i Einarslóni ,,Hún sveik aldrei saumstungan hennar Gróu” Heimasæturnar i Akureyjum Fylkingin vestra umhverfis Jón Sígurðsson Bréf til Ingigerðar Grænlenzki landnemaflotinn og breiðfirzki báturinn Þorvaldur Jakobsson prestur I Sauðlauksdal „Þá eru komnir þrir í hlut” Sjóslysaárin miklu '* Þegar flytja átti íslendinga til Vestur-Indía Jóladýrðin i Gullbringusýslu árið 1755 „Stúlka” og höfundur hennar Varðveizla Fjölnis á Snæfellsnesi og í Breiðafirði Fjölnismenn og Þorsteinn J. Kúld Dagbækur Finnboga Bernódussonar Skáldið Longfellow og islenzk þjóðfrelsisbarátta

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.