Dagblaðið - 06.10.1981, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 06.10.1981, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1981. interRent car rental Bílaleiga Akureyrar Akureyrí: Tryggvabr 14 - S 21715. 23515 Reykjavík: Skeifan 9 - S 31615, 86915 Mesta úrvalið, besta þjónustan Við útvegum yður afslátt á bílaleigubílum erlendis Margar gerðir Verð frá 251.50 ti! 620.50 okron hf. Sfðumúla 31 Sími 39920. HJÚKRUNARFRÆÐINGAR Hjúkrunarfræðinga vantar að Fjórðungssjúkrahúsinu Neskaupstað. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í símum 7403 og 7466. Fjórðungssjúkrahúsið Neskaupstað. Cinbý/ishús Til leigu óskast einbýlishús, gjarnan eldra hús, með 3—5 svefnherbergjum, helzt bílskúr en ekki skilyrði. Kaup á húsinu koma einnig til greina. Má þarfnast lagfæringar. Tilboð sendist DB merkt „Einbýlishús 343”. Bankastræti 8 — Sími 27510 • Spilar hvaöa lagsem er með aðeins einum fingri. • Engin sérstök þjálfun eða Híippe Sturtuklefar og hurðir B999*i’9AV°ruver*tao Trj09v« HdnnesfoitAr SIOUMÚLA 37-SIMAR 83290-83360 Loðnusjómenn beita sér fyrir undirskriftasöfnun —krefjast sérstakra löndunargengja og 2 f rídaga mánaðarlega Hópur loðnusjómanna hefur tekið sig saman og gengst nú fyrir undir- skriftasöfnun á flotanum fyrir bættum kjörum. Safna þeir nú undir- skriftum undir tvær kröfur sem þeir vilja að settar verði á oddinn í kom- andi kjarasamningum Sjómannasam- bands íslands og útgerðarmanna. Sú fyrri er þessi: Fiskkaupandi setji löndunargengi til löndunar úr loðnubátunum án þess að það hafi áhrif á skiptapróscntu eða kaupmátt loðnusjómanna að nokkru leyti. Hin er svohljóðandi: Loðnusjó- mönnum verrði tryggt 48 stunda sam- fellt frí í heimahöfn skips mánaðar- lega skv. almanaki, frá því að vertíð hefst og þar til henni lýkur. Þorlákur Kristinsson, háseti á Víkurberginu frá Grindavík, er einn forsprakka undirskriftasöfnunar- innar. Hann sagði í samtali við frétta- mann blaðsins í gær að þessar tvær kröfur hefðu verið mikið til umræðu meðal sjómanna á loðnu- flotnum. „Við gerum okkur því góðar vonir um um að fá góðar undirtektir í þessari söfnun,” sagði Þorlákur. „Það eru nær 600 sjó- menn á flotanum núna og við telj- um okkur geta náð til mikils fjölda þeirra fyrir 29. október þegar söfnun- inniáaðljúka.” Þorlákur sagði sjómenn geta borið sig eftir undirskriftalistum hjá skip- verjum á Víkurberginu eða þá hjá verkalýðsfélaginu Vöku á Siglufirði og hjá Guðmundi Sæmundssyni verkamanni á Akureyri. Listunum verður siðan komið til Sjómannasambandsins með þeirri kröfu að kröfurnar tvær verði hafðar með í komandi kjarasamningum. -ÓV. „GEYSILEGT ÚF HÉRNA, GÓÐAR 0G JAFNAR TEKJUR” — segir yf irhaf narvörðurinn á ísafirði Hafi menn áhuga á að fræðast eitt- hvað um fiskirí i einstökum sjávar- plássum hefur löngum þótt ráðlegasl að leita upplýsinga hjá þeim sem annast hafnarvogina. Og það var einmitt það sem blaðamenn DB gerðu er þeir voru á ferð á Isafirði á dögunum. „Við erum stórhuga, það er geysi- legt líf hérna, góðar og jafnar tekjur hjá bæjarfélaginu,” sagði Sturla Halldórsson yfirhafnarvörður á ísa- firði. „Togararnir eru fjórir; nýja Guð- björgin, Guðbjartur, Júlíus Geir- mundsson og Páll Pálsson. Þeir hafa allir veitt mjög vel og verið heiftarvinna hjá sjómönnunum á þeim. Það er þannig með þessa vestfirzku sjómenn að þeir láta ekki ganga á eftir sér að standa frívaktir. Ef eitthvað er að gera þá vinna þeir þar til allt er búið,” sagðsi Sturla sem sjálfur veit hvað er að vera á sjó. „Ég fór í fyrsta sinn til sjós átta ára gamall með pabba. Við fórum inn í Djúpog við fylltum bátinn.” Að sögn Sturlu hafa þrir línubátar verið gerðir út frá ísafirði að undan- förnu. Hafa þeir fiskað vel, komið með 8—15 tonn eftirdaginn. Hörpuskelin hefur ekki fengið frið i sumar. Isfirzkir sjómenn hafa sótt Sturla Halldórsson: „Þaö er þannig með ganga á eftir sér við að standa frívaktir.” hana inn á Jökulfirði, farið út snemma á morgnana og komið aftur á kvöldin og fiskað bara gott á því. Rikir þá áhyggjuleysi og góðæri hjá öllum á ísafirði? Ekki er það nú alveg. „Það er slæmt hljóð i þeim sem gera út á rækjuna og rækjukaupmönnum. Þeir eru að gefast upp á þessu í stórum stíl. Það er mikið af gömlum bátum í þessu, eigendurnir hefðu viljað endur- nýja en það er ekki hægt með þessari þessa vestfirzku sjómenn að þeir láta ekki DB-mynd: Sigurður Þorri. afkomu.” í fyrravetur stunduðu 36 bátar rækjuveiðar í ísafjarðardjúpi. Voru þeir flestir af stærðinni 11 til 30 tonn og veiddu að meðaltali 80—85 tonn á vertíðinni. Óvíst er hvenær hefja má veiðarnar. Fer það eftir mælingum rannsóknarskipsins Drafnar á seiða- göngum. Veiðarnar gætu þess vegna hafizt næstu daga en líka ekki fyrr en eftir margrar vikur. -KMU. Kristján Pétursson í svari til Hannesar Hafstein: Ákvörðun um líkamsleit „erfið og viðkvæm” og framkvæmdin „ógeðfelld” „Samkvæmt lagalegum starfskyld- um tollgæzlumanna tel ég þeim óheimilt að svara spurningum eins og þeim, sem skrifstofustjóri utanrikis- ráðuneytisins, Hannes Hafstein, óskaði eftir að lagðar yrðu fyrir toll- verði á Keflavíkurfiugvelli, nema þess sé beiðzt af lögreglustjóranum á Keflavíkurfiugvelli og vegna dóms- eða lögreglurannsóknar meintra brota tollgæzlumanna í starfi,” segir Kristján Pétursson, tollgæzlu- stjóri á Kefiavíkurfiugvelli, i svari við grein Hannesar sem að nokkru var getið í DB. „Þar sem tollgæzlan fór í einu og öllu að lögum í umræddu tilviki fæ ég ekki skilið hvaða ástæður liggja til grundvallar slíkum spurningum.” Kveðst Kristján fús að veita for- eldrum símleiðis upplýsingar varð- andi líkamsleit sem hjá þeim hafi verið gerð. Hafi viðkomandi hins vegar verið viðriðinn eða sakaður um fíkniefnabrot visi hann á lögreglu- stjórann á Keflavíkurfiugvelli, fíkni- efnadeild lögreglustjórans í Reykja- vík og Ávana- og fikniefnadómstól- inn. Kristján segir ákvörðunartöku tollgæzlumanna um líkamsleit ávallt „erfiða og viðkvæma” og fram- kvæmdina öllum „ógeðfellda”. Kveður hann fólk í langfiestum til- fellum saklaust. „Þær ástæður sem lagðar eru til grundvallar líkamsleit hjá tollgæzlunni hérlendis eru þær sömu og á hinum Norðurlöndunum og öðrum lýðræðisríkjum V-Evrópu. Varla eru þau í hópi lögregluríkja að mati greinarhöfundar,” segir Kristján. Hann kveður tollgæzlumenn hafa ströng fyrirmæli um að sýna „fyllstu kurteisi og nærgætni í starfi”. Miðað við fjölda komugesta telur hann tollgæzlumenn hafa „sýnt og sannað starfshæfni sína enda starfi hér sérstaklega samvizkusamur og samstilltur hópur góðra manna”. Segir Kristján í lokin að fyrirhugað sé að efia fíkniefnaeftirlit og rannsóknir á komandi mánuðum og skorar á alla landsmenn að styrkja tollgæzlumenn í þeirri viðleitni. -A.St.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.