Dagblaðið - 06.10.1981, Blaðsíða 28
Ungi maðurinn, vottur Jehóva, látinn á Landspítalanum:
ÞETTA ER ALGER
SÓUN MANNSLÍFA
— segírSigmundur
Magnusson læknir,
„ósátturviðþað
aðfólkséaf
trúarlegum
misskilningi
að fórna lífi sínu”
„Ég er ákaflega ósáttur við að fólk
sé af trúarlegum misskilningi að fóma
lífi sínu,” sagði Sigmundur Magnússon'
læknir seint í gærkvöldi. í gærmorgun
lézt á Landspítalanum ungur maður,
vottur Jehóva, sem neitað hafði að
þiggja blóðgjef samfara lyfjameðferð
við iílkynja blóðsjúkdómi, h'itblæði.
Eins og Dagblaðið hefur greint frá
var manninum lífsnauðsynleg lyfja-
meðferð sem eyddi blóðkornum og
blóðflögum. Samfara meðferðinni er
mikilvægt að sjúklingnum sé gefið blóð
og blóðhlutar. Af trúarástæðum neita
vottar Jehóva blóðgjöf.
Sjúklingurinn bað um meðferð án
blóðgjafar. Læknar gerðu honum og;
aðstandendum hans grein fyrir því að
slík meðferð myndi að öllum líkindum
stytta líf hans. Engin meðferð var þó
dauðadómur þannig að læknar voru
settir í erfiða stöðu enda nánast blind-
götur í allar áttir þar sem blóðgjöf var
hafnað.
„Þetta er alger sóun á mannslífum,”
sagði Sigmundur í gær. Sigmundur er
sérfræðingur i lyflækningum og
blóðsjúkdómum og annaðist hann
unga manninn. „Mér er engin launung
á því að ég er alls ekki sáttur við það að
fólk fari svona. Mönnum er gefið
frjálst að leika sér svona með lífið og
stytta það, en t.d. á sama tíma er verið
að skylda okkur til þess að spenna
okkur niður i bílana. Hér er um mót-
sögn að ræða.” Eins og fram hefur
komið í DB geta læknar ekki gripið til
meðferðar nema með samþykki sjúkl-
ings, sé hann sjálfráða.
-JH.
Bankakerfið:
YFIR HELMINGUR UT-
LÁNA VERÐTRYGGDUR
— miðað við núverandi verðbólgustig
— og mikill hluti útlána rétt fyrir neðan verðbólgustigið
Meira en 50 prósent af útlánum
bankakerfisins eru nú verðtryggð,
miðað við núverandi verðbólgustig.
Það er þau ná verðbólgustigi, að sögn
Bjarna Braga Jónssonar hagfræðings
Seðlabankans. Mikill hluti annarra
útlána bankakerfisins er nálægt verð-
tryggingu.
Bjarni Bragi reiknar með að verð-
bólgustigið sé um þessar mundir tæp
40 prósent. Með verðtryggðu útlán-
unum eru talin gengistryggð afurða-
lán til útflutningsafurða, fylgi gengið
verðbólgunni.
Þau lán sem ekki ná verðbólgustigi
eru helzt víxillán, yfirdráttarlán á
hlaupareikningum og afurðalán sem
ekki eru vegna útflutnings. Á víxlum
er ávöxtun á ári um 39%, rétt undir
verðtryggingu. Á yfirdráttarlánum er
ársávöxtun 38,5%, einnig skammt
fyrir neðan verðbólgustigið. Hins
vegar eru vextir af ógengistryggðum
afurðalánum aðeins 29% (forgangs-
vextir) og ávöxtun á ári aðeins 32,3
prósent.
Bjarni Bragi sagði að yfir 90
prósent af nýjum lánum í fjárfesting-
arlánakerfinu væru nú verðtryggð.
Verðtrygging gilti einnig yfirleitt í lif-
eyrissjóðum.
Þessi staða um verðtryggingu út-
lána gæti að sjálfsögðu breytzt. Hún
er miðuð við núverandi verðbólgustig
eingöngu.
-HH.
Gaman gamanl Hver segir svo að það þurfi að vera sólskin og sumarylur svo ungviðið geti skemmt
sér úti í náttúrunni? Ljósm. Hjörtur Guðnason.
Flugneminn
enn með-
vitundarlaus
Líðan flugnemans, sem slasaðist i
flugslysi á Hellu í fyrradag, var i
morgun óbreytt. Hann liggur enn
meðvitundarlaus á gjörgæzludeild
Borgarspítalans.
Rannsókn slyssins er haldið áfram.
Sjónarvottar voru yfirheyrðir í gær
og eftir er að rannsaka flakið enn
frekar en það var flutt til Reykja-
vikurí fyrrakvöld.
-KMU.
Dósalokunarvél
Siglósfldarfundin:
Var send til
landsins á
röngu naf ni
Dósalokunarvél Siglósildar er
fundin. Fannst hún sl. föstudag, dag-
inn eftir að Dagblaðið hafði skýrt frá
þvi að hún hefði verið týnd i kerfinu i
heilan mánuð.
Dósalokunarvélin fannst í vöru-
geymslu Eimskips, nánar tiltekið
Borgarskála. Hafði hún veriðsend til
landsins á röngu nafni. Var hún
merkt Norðurstjörnunni í Hafnar-
firði en ekki Siglósíld.
Lokunarvélin var væntanleg til
Siglufjarðar um það leyti sem fyrstu
eintök Dagblaðsins komu á götur
borgarinnar í hádeginu. Var hún sett
á flutningabil í gær.
Ekki mátti dragast mikið lengur að
lokunarvélin fyndist. Að sögn Pálma
Vilhjálmssonar framkvæmdastjóra
er Siglósíld einmitt nú að hefja fram-
leiðslu gaffalbita sem afhendast eiga
Sovétmönnum i nóvember. Er gert
ráð fyrir að á milli 60 og 70 manns
verði í vinnu hjá verksmiðjunni
þegar framleiðslan verður komin á
fullt.
-KMU.
frjúlst, áháð dagblað
ÞRIÐJUDAGUR 6. OKT. 1981.
Hrapaði til
banaíGrímsey
Tuttugu og sjö ára gamall Grímsey-
ingur, Þorleifur Ólason, lét lífið i
smalamennsku sem hann tók þátt í á
sunnudagsmorguninn. Slysið átti sér
stað vestan til í svonefndum Eyjarfæti
norðan til á eynni. Þorleifur heitinn
hrasaði í kindaslóð en snjór var yfir
öllu og klaki víða undir.
Þorleifur hrapaði niður skriðu og
fram af um 20 metra háum klettum.
Varð fljótlega til hans komizt en þá
reyndist hann örendur, hafði fengið
mikið höfuðhögg.
Þorleifur Ólason lét eftir sig konu og
tvö ung börn. Aldraðir foreldrar hans
búa og í Grímsey. Þorleifur var
athafnamaður og stóð í byggingu fisk-
verkunarhúss í félagi við bróður sinn.
-A.St.
Drukknaði í
höf ninni á Eskif irði
Elías Valur Benediktsson, 23 ára
skipverji á Jóhönnu ÁR 206, fannst
ládnn í höfninni á Eskifirði um kl. 21 í
gærkvöldi. Elías Valur var frá Þorláks-
höfn en átti lögheimili á Selfossi. Hann
sást siðast eftir dansleik aðfaranótt
sunnudags.
Farið var að grennslast fyrir um
manninn er hann kom ekki fram og
leit hófst fyrir alvöru upp úr hádegi í
gær. Kölluð var út björgunarsveit og
fjörur gengnar fráEskifirði, út Reyðar-
fjörð að Haganesi.
Kafarar fundu lik mannsins nokkra
metra undan trébryggju fyrir neðan
verbúð Jóns Kjartanssonar hf. á Eski-
firði. -JH/Emil, Eskifirði.
IVIKU HVERRI
Vinningur vikunnar:
er Útsýnarferð til
Vinningur í þessari viku er ÍJt-
sýnarferð til St. Petersborg beach
meö ferðaskrifstofunni Útsýn,
Austurstrœti 17 Reykjavík.
1 vikunni verður birt, ú þessum
stað I blaöinu, spuming tengd smú-
auglýsingum Dagblaðsins. Nafh
heppins úskrifanda verður síðan
birt daginn eflir I smúauglýsingun-
um og gefst honum tœkifœri til að
svara spurningunni. Fylgizt vel
með, úskrifendur. Fyrir nœstu
helgi verður einn ykkar glœsilegri
utanlandsferð rikari.
hressir betur.