Dagblaðið - 09.10.1981, Page 3
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1981.
3
Bömin okkar em fjár-
sjóður i umsjá okkar
—segir í bréffi f rá móður sem ekki vildi fóma því að vera heima hjá bömum sfnum
fyriratvinnu útiíbæ
5551—1071 skrifar:
Mikið gladdi það mig að lesa grein
frá 4192-7828 sem birtist í DB 2.
október sl. Að sjá að það eru ein-
hverjir í þessu þjóðfélagi sem bera
hag barna okkar fyrir brjósti.
Það berst allt of lítið af svona
greinum, þ.e. hvað það er sem
raunverulega skiptir máli í þessum
erilsama þjóðfélagi.
Mitt álit er það að Það hafi aldrei
og muni aldrei verða gamaldags að
vera heima og hugsa um börn og bú.
Hvernig getur það talizt gamaldags
að vilja hlúa að því sem manni þykir
vænst um í heimi þessum. En þvi
miður hefur þjóðfélagið eyðilagt svo
margar konur (eða hafa þær kannski
eyðilagt þjóðfélagið?) að þær fyrir-
finnast varla sem nenna að vera
heimavinnandi.
Hún (4192-7828) bendir alveg
réttilega á að konur fara allt of oft út
á vinnumarkaðinn til að leita sér
félagsskapar. Félagsskapar???? Er
það ekki lengur talinn félagsskapur
að vera nálægt börnum sínum.
Ekkert er eins gefandi og þroskandi
að mínu mati eins og að vera með og
vinna með börnum sínum. En ef
kona ekki nýtur þess að vera með
þeim getur hún alveg eins komið sér
út á vinnumarkaðinn.
Sjálf er ég heimavinnandi með 4
börn. Ég hef mína menntun en ekkert
fengi mig til að fara út á vinnu-
markaðinn. Ég myndi einfaldlega
Raddir
lesenda
RUCAIMOR
Verðkr. 112,00
PÓSTSENDUM
ekki tíma því sjálfrar mín vegna.
Vildi ég óska þess að fleiri konur
sneru aftur inn á heimilið því að eitt-
hvað hlýtur að vera bogið við það að
heimilin standi hálftóm allan daginn.
Þó að ég vorkenni þeim konum
sem ekki kunna að njóta þess að vera
heima þá vorkenni ég þó öllu meira
þeim fjölmörgu börnum, sem ekki
mega vera heima hjá sér (því ekki eru
þau látin vera ein) og þá vegna eigin-
girni móðurinnar í nær öllum til-
vikum.
Oft hefur það hvarflað að mér að
skömm sé frá að segja hvað það eru
margir foreldrar sem ekki eiga skilið
þann mikla fjársjóð sem þeim hefur
hlotnazt, þ.e. börnin. Og munið það
að við eigum ekki börnin. Þau eru í
okkar umsjá. Það er í okkar valdi
hvernig til tekst.
Þessi tvö börn eru sæl og ánsgö meö tilveruna ef marka má andlitssvipinn. Hvort þau eru börn heimavinnandi eða úti-
vinnandi húsmóöur er hins vegar ekki gott aö greina.
Opið í öllum deiMum til ki. 22 í kvöld,
laugardag kl. 9—12.
mánudaga kl.9—18 miðvikudaga kl.9—18
þriðjudaga kl.9—18 fimmtudaga kl.9—20 á
A ^ A A A
m .p im
Q □ C Zj EZ CJ
Húsgagnadeild wM
Jón Loftsson hf.
HHHHringbraut 121
Símar 10600 og 286Q1
BORÐSTOFUHÚSGÖGN
MIKIÐ ÚRVAL - GOTT VERÐ
Spurning
dagsins
Hvernig brygðistu við ef
kvenmaður rœki þór löðr-
ung, fyrirvaralaust?
Þorgrimur Sigfússon nemi: Það veit ég
svei mér ekki. Ég myndi að sjálfsögðu
spyrjast fyrir um hvers vegna, en slægi
ekki til baka.
Hörður Helgason kennari: Bjóða fram
hina kinnina.
Sigurður Lárusson skipasmiður: Ja,
það væri nú gott að hafa reynslu í
slikum málum. Ég yrði vafalitið mjög
undrandi ef ég yrði iöðrungaður af
kvenmanni án tilefnis.
Sigurður Halldórsson húsasmiður: Eg
gæfi honum létt spark í afturendann —
utanfótar.
Hilmar Garðarsson háskólanemi: Það
byggðist mikið á því hvernig skapi ég
væri í. Sennilega yrðu viðbrögðin þau
sömu og ef karlmaður slægi mig —
högg til baka.
Gylfi Óskarsson bilstjóri: Ég hef nú
ekki lent i því ennþá að vera sleginn af
kvenmanni, en slægi ekki til baka.