Dagblaðið - 09.10.1981, Qupperneq 7

Dagblaðið - 09.10.1981, Qupperneq 7
DAGBLADID. FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1981._ „Við eigum Sandskeið ásamt Kópavogsbæ” — segir bæjarstjórinn á Seltjamamesi Kópavogsbær hefur, eins og fram kom í blaðinu í gær, gert kröfur á hendur Svifflugfélagi íslands um að það greiði fasteignagjöld vegna flug- skýla sem eru á Sandskeiði. Svifflug- menn vefengja hins vegar réttmæti krafnanna og hefur það leitt til þess að málið er komið til dómstóla, nánar tiltekið bæjarfógetans í Kópa- vogi. Hefur það verið þingfest. Óvíst er hvort bæjarfógetinn í Kópavogi hafi lögsögu í máli þessu þar sem eignarréttur Kópavogs á Sandskeiði er dreginn í efa. „Við eigum Sandskeiðið ásamt Kópavogi,” sagði Sigurgeir Sigurðs- son, bæjarstjóri Seltjarnarness, í samtali við DB. Sagði hann að áður fyrr hefði afrétt Seltjarnameshrepps hins forna spannað geysilegt land- svæði; allt nesið sem Reykjavík stendur nú á og víðlend svæði allt að sýslumörkum Árnessýslu, sem eru frá toppi Vífilsfells að Lyklafelli, og þar með Sandskeið. Þegar Seltjarnarnes- hreppur stofnaður, árið 1947, hafi Sandskeiðinu verið skipt til helminga á milli hreppanna en engin lína þó dregin. Samkvæmt upplýsingum Ásgeirs Péturssonar, bæjarfógeta í Kópa- vogi, er nú verið að kanna hvort embætti hans hafi lögsögu í máli Kópavogsbæjar gegn Svifflug- félaginu. Athugun hefur verið gerð á landamerkjum. Deiluaðilar hafa hins vegar komið sér saman um að reyna að leita sátta en takist það ékki fer málið til bæjarfógetans sem þarf að byrja á því að úrskurða um hvort hann hafi lögsögu í því. Seltjarnarnesbær hefur ekki gert neinar kröfur á hendur svifflug- mönnum. „Við leggjum ekki á íþróttastarf- semi og lítum svo á að svifflug það sem fram fer á Sandskeiði sé iþrótta- starf,” sagði Sigurgeir, bæjarstjóri Sviffluga lendir á Sandskeiði. Lyklafell Árnessýslu. Seltjarnarness. „Ef þeir hins vegar fara að hagnast á starfinu þá horfir f baksýn en um það liggja sýslumörk málið örðuvísi við,” sagði bæjar- stjórinn ennfremur. -KMU. ÍBÚAR í BOLUNGARVÍK ÓHRESSIR MEÐ AÐ FÁ EKKIFJARVARMAVEITU —aðeins lögð í hluta bæjarins Nokkur kurr hefur verið meðal hluta íbúa Bolungarvíkur. Stafar hann af því að fjarvarmaveita verður ekki lögð í allan bæinn heldur verða nokkrar götur skildar eftir. Voru undirskriftalistar vegna þessa máls afhentir forráðamönnum Orku- bús Vestfjarða í fyrra og afrit sent bæjarstjórn Bolungarvíkur. Að sögn Sigurðar Þorleifssonar, eins af aðstandendum undirskrif talistanna, skrifuðu flestir húseigendur á því svæði sem ekki fær fjarvarmaveitu undir áskorun þess efnis að allur bærinn fengi fjarvarmaveitu. Fjarvarmaveitan mun ekki ná til húsa í Völusteinsstræti og þar fyrir ofan. Þó munu átta hús við Völusteins- stræti fá fjarvarmann en eigendur tveggja þeirra húsa eru bæjarfulltrúar. Fjarvarmaveita er í raun ekki annað en hitaveita nema í stað þess að heita vatnið er fengið úr jörðu er kalt vatn hitað upp. Því er siðan dreift um bæ- inn á sama hátt og um hitaveitu væri að ræða. Hinir óánægðu íbúar telja að hag- kvæmara og betra verði að hafa fjar- varmaveitu heldur en rafhitun. Þessar tvær kyndingaraðferðir eiga að útrýma olíukyndingu á næstu árum. Að sögn Aage Steinssonar, deildar- stjóra hjá Orkubúi Vestfjarða, en það reisir og rekur fjarvarmaveiturnar, geta fjarvarmaveitur aðeins verið hag- kvæmar sé um ákveðið samspil að ræða milli rafhitunar og fjarvarma- veitna. Útilokað sé að hafa eingöngu fjarvarmaveitur heldur verði ákveðið hlutfall íbúanna að hafa rafhitun til að fjarvarmaveitur borgi sig. Þannig hafi verið reiknað út að heppilegast sé að um 40 af hundraði Vestfirðinga fái fjarvarmaveitu en 60 af hundraði raf- hitun. Sé þetta hlutfall heppilegast til að ná sem beztri nýtingu á því rafmagni sem Orkubúið kaupi í gegnum Raf- magnsveitur rikisins. í framhaldi af þessum útreikningum hafi verið ákveðið að fjarvarmaveita yrði lögð á þéttbýlustu stöðum Vest- Jón L Amason teflir f jöltefli á Seltjarnarnesi Jón L. Árnason, alþjóðlegur skákmeistari, teflir fjöltefli í Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi á sunnudaginn kl. 14. Fjölteflið er á vegum Taflfélags Seltjarnar- ness. Allir sem hug hafa á tafli við Jón eru velkomnir. Þátttakendur verða að taka með sér töfl. -JH. fjarða. Flestöll hús á Patreksfirði Sagði Aage Steinsson ennfremur að Þá væri ætlunin að breyta heimtauga- fengju fjarvarmaveitu, hluti Ísafjarðar kyndingarkostnaður með fjarvarma- gjaldskrá á þann veg að fullum jöfnuði og hluti Bolungarvíkur en íbúar annars veitu og rafhitun væri í dag nákvæm- yrði náð á milli þessara tveggja upp- staðar fengju rafhitun. lega sá sami og yrði svo í framtíðinni. hitunarleiða. -KMU. Byggingavörudettd JL-hússins hefur verið færð um set og verður opnuð aftur á morgun, LAUGARDAG 10. OKTÓBER, AÐ HRINGBRAUT 119 finnkeyrsla frá Framnesvegi) OPIÐ LAUGARDAG KL. 9-12 BYGGINGAVÖRUR HRINGBRAUT 119 - SÍM110600 HÚSIÐ 0TOYOTA SALURINN SÍMI44144 Toyota Corolla, sjálfskiptur, árg. ’78, ekinn 14.000, silfurgrár. Verð kr. 78.000,- Toyota Carlna DL, árg. '78, rauður, ekinn 55.000 km. Verð: 75.000,- Toyota Starlet, ekinn 45.000. (Fallegur bill). árg. ’79, gulur, Verð: 70.000, Toyota Crown disil, árg. '80, ekinn 47.000, gullsanseraður. Verð: 155.000,-. (Skipti möguleg á ódýr- ari Toyota). Peugeot 504, árg. '78, ekinn 96.000, rauður. Verð: 77.000,-. Skipti á ódýrari. Toyota Corolla Lift back, árg. ’78, sjálfskiptur, brúnn, ekinn 51.000. Verð: 80.000,-. (Skipti möguleg á ódýrarí). Toyota Corona Mark II, árg. '77, rauður, ekinn: 73.000. Verð: 65.000,-. (Sílsalislar, útvarp). Vel með farinn. Toyota Corona Mark II, árg. '73, ekinn 126.000,- rauður. Verð: 32.000,-. EIGUM ENNFREMUR TIL SÖLU: Mazda 626 árg. '81, drapplitaður. Verð: 100.000,- Datsun Sunny árg. '80, sjálfsk., grár. Verð: 85.000,- Lancer '74, Ijósgrænn. Verð: 25.000,- Subaru GT árg. ’78, blár, ekinn 11.000. Verð: 70.000,- Datsun dísil '77, ekinn 110.000, grár. Verð: 70.000,- Lada 1600 árg. ’80, ekinn 12.000. (Mjög fallegur bíll). Verð: 67.000,- §>TOYOTA SALURINN Nýbýlavegi 8 (bakhús) Opið laugardaga kl. 13—17

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.