Dagblaðið - 09.10.1981, Qupperneq 11
Kjallarinn
DAGBLADIÐ. FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1981.
ARKITEKTAR ÓGÆFUNNAR
Eftirfarandi grein með ofan-
skráðum titli var afhent Morgun-
blaðinu 9. sept. sl. með ósk um
birtingu.
Eftir hálfsmánaðar vangaveltur
var greininni hafnað og hún
endursend 23.9. sl.
Það er rétt að þetta komi fram,
þar sem meginefni greinarinnar er
svar við grein Gísla Jónssonar
menntaskólakennara, „TÍMI
TIL KOMINN”, er birtist í
Morgunbiaðinu 22.8. s). Eðlileg-
ast var að svara Gisla i sama
blaði, en ekki tjáir að deila við
dómarann, og þvi er nú drepið
hér á dyr hjá þvi blaðinu, er ég
helst kýs að flytja mál mitt i að
Morgunblaðinu lokuðu.
Og hér kemur þá greinin, eins
oghún var send Mbl.
Formáli
Georg Washington taldi Bandaríki
Norður-Ameríku nógu stór fyrir
skiptar skoðanir, en of lítil fyrir
sundrung. Geir Hallgrímsson telur,
að enginn einn maður í Sjálfstasðis-
flokknum sé mikilvægari en flokkur-
inn sjálfur sem heild og hugsjónir
hans.
Ég er sannfærður um, að báðir
þessir ágætu menn hafa lög að mæla,
enda eru þeir í rauninni að iýsa einu
og sama lögmáli, þótt vík sé milli
vina í tíma og rúmi.
Fyrir síðustu kosningar klúðruðust
framboðsmálin innan Sjálfstæðis-
flokksins með þeim ódæmum, að tvö
kjördæmi klofnuðu í framboðum.
Að kosningum loknum klofnuðu svo
tvö kjördæmi til viðbótar í sambandi
við afstöðu til stjómarmyndunar
Gunnars Thoroddsen.
Hér verða ekki að sinni rakin nán-
ari tildrög þessarar flokksógæfu
sjálfstæðismanna. í grófum dráttum
má draga orsakirnar saman í nafn-
orðin þrjú, klúður, kák og klaufa-
skap, undir samnefninu stjórnleysi.
Meira og minna sjálfráðnir stefnu-
skrársmiðir, sem ekki kunnu til verka
heldur reyndust fúskarar, einkum í
frágangi, ráðvilltir og ringlaðir kjör-
dæmaleiðtogar, sem létu fljóta sof-
andi að feigðarósi, ófyrirleitnir of-
metnaðarmenn með rýtinga í bökum
flokksbræðra af litilfjörlegasta til-
efni sem yfirvarpi, tilfinnanlegur
skortur á agaðri og einbeittri forystu
og flokksforsjá, og síðast en ekki síst,
alger diplómatisk örbirgð, hvað
snerti úrræði til bjargar, eftir að í
óefni var komið, — allt sver þetta sig
í ætt við ógæfuna í Sjálfstæðis-
flokknum, og mega þeir menn innan
flokksins, sem mestu valda hér um,
réttilega kallast arkitektar ógæfunn-
ar.
Gísli krunkar kalt
Einn af arkitektúm ógæfunnar í
Norðurlandskjördæmi eystra, Gísli
Jónsson menntaskólakennari á Akur-
eyri, er heldur betur farinn að hlakka
til haustverkanna í Sjálfstæðis-
flokknum, og krunkar kalt.
„Það er tími til kominn. . .”
gengur í síbylju hjá Gísla líkt og af
skemmdri plötu í Morgunblaðinu
hinn 22. ágúst sl., þar sem hann lætur
vaða á súðum og kann sér ekki læti
fyrir jörfagleði yfir því, að nú telur
hann lokuð sérhver sund hjá þeim,
sem eru honum ósammála um for-
ystumál Sjálfstæðisflokksins.
Að líkja þessari sendingu við
stríðshanska er fjarri öllu lagi og
raunar gróf móðgun við sérhverja
áskorun um heiðarlegan vopnaburð.
Tilburðir Gísla Jónssonar í téðri
grein á þessu hallandi sumri, þegar
haustmyrkrið fer í hönd, nóvember-
fundurinn er á næsta leiti og útséð
virðist um sérhverjar drengilegar
sættir í Sjálfstæðisflokknum, sverja
sig alfarið í ætt við eftirlætisíþrótt
klaufpeningsins. Gísli Jónsson slettir
úr klaufunum framan í flokksbræður
sína, sem eru á annarri skoðun um
forystumál Sjálfstæðisflokksins með
meiru, svo að forarkleimurnar ganga
landshornanna á milli. í leiðinni æpir
hann á íhlutun utanflokksmanna um
eitt viðkvæmasta og örlagaríkasta
uppgjör í Sjálfstæðisflokknum fyrr
ogsíðar.
bréfsnefsbrúnir af ráðríkisöflum
flokksins og nafngiftir eins og svikari
og ódrengur héngu stöðugt á blá-
þræði yfir höfðum hugsanlegra
kandidata?
4. Hvað veit Gísli um það nema
núverandi stjórnarsamstarf myndi
fljótlega verða á enda, annaðhvort
fyrir eigið frumkvæði sjálfstæðisráð-
herranna eða fyrir þrýsting þeirra
flokksmanna, er styðja þá, nema
hvort tveggja væri, ef einstefnuakst-
urinn og þrákelknin varðandi
óbreytta flokksforystu væri úr sög-
unni og brigslin um svik og ódrcng-
skap væru tekin aftur?
5. Ætlar Gísli að halda því fram í
alvöru, að það sé ofviða skilningi
hans að grípa, hvað Pálmi Jónsson er
að segja, þegar hann talar um for-
sendur sátta í Sjálfstæðisflokknum,
eða er Gísli að skemmta skrattanum
og sjálfum sér með kauðalegum útúr-
snúningi og slá á framrétta hönd,
þegar örlög og hugsjónir Sjálfstæðis-
fiokksins eru í veði?
6. Telur Gísli, að það hafi verið
einhverjum svikum í Sjálfstæðis-
flokknum að kenna, að Geir Hall-
grímsson bað ekki um sjónvarpsvið-
tal 1. júni sl„ og heldur Gísli, að
þetta mál verði með þeim torleystari
varðandi sættir í Sjálfstæðisflokkn-
um?
7. Hvaða merkingu leggur Gísli í
orðið fjölmæli, og hvaða fjölmæli
telur hann einkum aö reka þurfi af
núverandi foringja okkar? Eða segir
Gisli þetta kannski bara til að fá fall-
egan hljóm í niðurlag greinar sinnar,
árétta meinta vináttu sína við for-
manninn og skiptast á skoðunum
hreint og opinskátt við Gunnar Thor-
oddsen?
8. Telur Gísli það í alvöru viðeig-
andi og líklegt til batnandi tíðar með
blóm í haga fyrir Sjálfstæðisflokkinn
að gera persónulega vináttu sína og
annarra í garð núverandi flokksfor-
manns að slíku liöfnömali, sem raun
ber vitni i grein hans
Dylgjur og óljósar
aðdróttanir
Gísii Jónsson talar strítt um lygi,
róg, bakmælgi og fjölmæli á svika-
öld, og virðist mikið niðri fyrir í
sambandi við ailt þetta illgresi í
gróðurreit mannlegra meina.
Þeim mun dapurlegra er til þess að
hugsa, að ég fæ ekki betur séð en að
margnefnd grein Gísla Jónssonar
sjálfs sé gegnsýrð af dyigjum og
óljósum aðdróttunum, og niðurlag
hennar beinlinis morandi af fjölmæli
undir rós í garð þeirra þúsunda sjálf-
stæðismanna um land allt, sem eru á
öndverðum meiði við Gísla varðandi
forystumál flokksins sem og hvatir
og innræti þeirra sjálfstæðismanna,
er gegna ráðherraembættum í núver-
andi stjórn.
Hér skal ósagt látið, hvort „lista-
verk” Gísla Jónssonar í Mbl. 22. ág.
sl. verður fremur flokkað sem
gerningur eða uppákoma, er stundir
líða. En hitt er ég handviss um, að
„verkið” verður aldrei talið gott
innlegg í þá örlagaríku umræðu
innan Sjálfstæðisflokksins, er nú fer
fram og allir sannir sjálfstæðismenn
þrá af heilum hug, að leiða megi til
sátta og sameiningar á ný.
„Það er timi til kominn . . .”
ómar stefið í gíslagleði. Höfundin-
um er ekki sjálfrátt. Þctta er argasta
öfugmæli. Hið rétta er, að í Sjálf-
stæðisflokknum er nú flest á hverf-
anda hveli. Á hverfanda hveli eru sól-
gullnir dagar og bjartar nætur
tveggja sumra til sátta. Fram undan
er niðdimmur nóvemberfundur með
neyðarlendingu í forystumálum og
fylkingaskipan Sjálfstæðisflokksins.
Fjölmælisfull eru knálega kneyfö í
v íð þess að súpa af sáttaskál.
Enda er nú svo komið, að einungis
kraftaverk getur komið í veg fyrir
stórslysí Sjálfstæðisflokknum.
Fuglarnir, sem hnita þolinmóðir
hring eftir hring í haustköldu ioftinu,
finna greinilega á sér, hvað í vændum
er, að öllu óbreyttu.
Og þeim fjölgar dag frá degi.
Var annars einhver að tala um vor?
Sá hefur aldeilis fengið sér neðan í
því.
Drangsnesi, 5.9. 1981.
Þórir Haukur Einarsson.
öðru sjónarhorni en sínu eigin önd-
vegi, þrátt fyrir þau viturlegu um-
mæli hans, er vitnað var til f upphafi
þessarar greinar.
Og enda þótt Geir Hallgrímsson sé
hinn ágætasti maður og heiðarleikinn
og drengskapurinn holdi og blóði
íklæddur, þá er svo forsjóninni fyrir
að þakka, að slíkt er ekkert einsdæmi
í fiokknum. Sjálfstæðisfiokkurinn á
marga slíka menn, sem þar að auki
hafa til að bera vissa hæfileika, sem
Geir Hallgrímssyni eru ekki gefnir.
Ég fæ því ekki séð nú fremur en fyrr,
hvaða rök geti legið því til grundvall-
ar, að ekki megi líta til annarra átta í
Sáttur og sameinaður Sjálfstæðis-
flokkur með endurnýjaðan vaxtar-
mátt og eld í.æðum hlýtur að vera
þess virði, að tveir menn brjóti odd af
oflæti sínu.
Þórir Haukur Einarsson
Moldrok í logni
Og þessi gíslagleði smitar út frá
sér. Kjaftakvörnum fjölmiðlanna
liggur við úrbræðslu, froðusnakkar
síðdegisblaðanna orna sér lystilega
við ófriðareldinn í Sjálfstæðisflokkn-
um, fá hver eftir annan halelújaflog
og vitna hástöfum, meðan skrattan-
um er skemmt með svo kostulegum
hætti, að hann öskrar af hlátri og ríg-
heldur um kviðinn.
Flaður Gísla Jónssonar við fætur
Geirs Hallgrímssonar á örlagastund
fyrir fiokk hins frjálsa framtaks á í
eðli sínu miklu skyldara við hollustu
Húsaks en tryggð við Sjálfstæðis-
flokkinn og sjálfstæðishugsjónina,
enda dreg ég mjög í efa, að Gísli
Jónsson sé nokkuð meiri vinur Geirs
Hallgrímssonar í raun, ef grannt væri
skoðað, en ýmsir þeir sjálfstæðis-
menn aðrir, er Gísli sendir nú kveðjur
sínar úr viðhafnarstofu Morgun-
blaðsins undir fjölmælisrós.
Það er að sjálfsögðu ekkert annað
en moidrok í logni undan klaufum
Gísla Jónssonar, þegar hann fjöl-
mælir um áralangan róg, iinnulausa
þokusúld, lygi, bakmælgi og svik í
sambandi við andófið gegn for-
mennsku Geirs Hallgrímssonar í
Sjálfstæðis flokknum.
Ef Gísli Jónsson á við það, að van-
traust og efasemdir fyrir opnum
tjöldum varðandi pólitíska for-
mennskuhæfileika Geirs Hallgríms-
sonar sé hið sama og lygi, rógur, svik
og bakmælgi, er honum hollast að
éta það ofan í sig aftur svo hratt sem
hann fær við komið og spara þar
hvergi spóninn, því þótt leitað sé með
logandi ljósi verður slíkri túlkun
hvergi fundinn staður í paragröffum
prentfrelsis, málfrelsis og skoð-
ahafrelsis innan vébanda vestræns
lýðræðis.
Geir er
drengur góður
Ég hef margoft lýst því yfir, að i
mínum huga er Geir Hallgrímsson
hinn mætasti maður og drengur
góður, enda væri sá maður allt að því
blindur á báðum augum andlega og
líkamlega, sem ekki sæi það svo að
segja við fyrstu sýn. Ég hef ítrekað
lýst þeirri skoðun minni við þing-
menn flokksins í mínu kjördæmi og
fleiri forvígismenn, að Geir Hall-
grimsson sé sjálfsagður frammá-
maður í flokknum, skipi sér þar sjálf-
krafa og fyrirhafnarlaust í fremstu
fylkingu sakir mannkosta og atgervis
og hljóti m.a. að vera meðal líkleg-
ustu ráðherraefna flokksins í nánustu
framtíð, þegar flokkurinn kann að
sjá sér fært að taka þátt í ríkisstjórn.
Ég er hins vegar sannfærður um,
aö Geir Hallgrímsson er ekki æski-
legur foringi fyrir flokkinn, og tel
það fullreynt. í því sambandi minni
ég enn og aftur á stjórnleysið fyrir
siðustu kosningar og sundurlyndis-
fjandann, sem þá var gefið undir fót-
inn og ekki lét á sér standa að ríða i
hlaðið.
Ég bendi ennfremur á þá dapur-
iegu staðreynd, að einu og hálfu ári
eftir að klofningurinn í Sjálfstæðis-
fiokknum kristallaðist í stjórnar-
myndun Gunnars Thoroddsen, hefur
núverandi formaður, Geir Hallgríms-
son, að því er best verður séð, ekki
rótað sér um einn þumlung til að láta
svo lítið að virða fyrir sér ófremdar-
ástandið í fiokknum frá agnarlítið
Spurningar
til Gísla
Nú er timi til kominn að beina
nokkrum spurningum til Gísla Jóns-
sonar menntaskólakennara í tilefni af
téðri Morgunblaðsgrein hans hinn
22. ágústsl.
Grein Þóris H. Einarssonar er rituð vegna pistils Glsla Jónssonar menntaskóla-
kennara i Morgunblaðinu þann 22. ágúst. DB-mynd.
A „Kjaftakvörnum fjölmiölanna liggur viö
^ úrbræðslu, froðusnakkar síödegisblaö-
anna orna sér lystilega viö ófriðareldinn í Sjálf-
stæðisflokknum, fá hver eftir annan halelúja-
flog og vitna hástöfum, meðan skrattanum er
skemmt meö svo kostulegum hætti, aö hann
öskrar af hlátri og rígheldur um kviðinn,”
formannsleit innan flokksins og með
hvaða hætti það mætti verða, að for-
mannsskipti myndu skapa meiri
vanda en þann, er þau leystu.
Vörumerkið
Gunnar og Geir
Enn er þó ótalin sú ástæða, er
mestu veldur og ein út af fyrir sig
væri fullgild forsenda fyrir for-
mannsskiptum í Sjálfstæðisflokkn-
um. Fyrir einhverja duttlunga forlag-
anna hafa upphlaup og óheilindi
innan Sjálfstæðisflokksins á undan-
förnum misserum tengst svo rækilega
nöfnum tveggja manna, að vonlaust
er með öllu að heilar sættir og fullur
friður komist á meðan annar hvor
eða báðir eru við stjórnvölinn. Nöfn-
in Gunnar og Geir eru orðin eins
konar vörumerki fyrir sundurlyndið i
Sjálfstæðisflokknum, enda ættu þeir
báðir að víkja úr öndvegi hið fyrsta
og hvorugum ofætlun að gera það
með þeirri reisn, að báðir mættu vel
við una eftir atvikum.
1. Telur Gísli í alvöru, að ekkert
hafi heyrst í þingflokknum, mið--
stjórninni, flokksráðinu, Morgun-
blaðinu og Vísi í hálf annað ár, eða er
hann að gefa i skyn, að allir þessir
aðilar hafi stöðugt verið að styðja
Gunnar með yfirlýsingum og mergj-
uðununiérlflutningi síðastliðna átján.
mánuði, en ekki þorað annað en að
kalla hann Geir?
2. Hvernig stendur á neyðarópi
Gísla eftir íhlutun manna úr öðrum
flokkum, þegar innbyrðis uppgjör
um öriög Sjálfstæðisflokksins stendur
fyrir dyrum? Má kannski gera því
skóna, að innan tíðar sjái í iljar Gísla
vegna utanfara til að verða sér úti um
afskipti erlendra stjórnmálamanna,
er margir munu standa nær hugsjón-
um sjálfstæðisstefnunnar en „menn í
öðrum flokkum” á íslandi?
3. Telur Gísli útilokað, að vanga-
veltur um formannsskipti í Sjálf-
stæðisfiokknum hafi allar endað með
hálsríg og hausahengingum fyrir þá
sök fyrst og fremst, að sérhver hrær-
ing eða ábending í þá veru hafi visnað
og dáið jafnharðan og hleypt var í