Dagblaðið - 09.10.1981, Blaðsíða 14
22
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1981.
Björn Kr. Jónsson, Sólheimum 23
Reykjavík, lézt 1. október 1981.
Hann var fæddur 24. nóvember
1911, sonur hjónanna Jakobínu Guð-
mundsdóttur og Jóns Björnssonar,
eignuðust þau sex börn. Björn var
kvæntur Ingileif Káradóttur, eign-
uðust þau þrjú börn. Björn fór ungur
í menntaskóla. en síðar lagði hann
fyrir sig verzlunarstörf. Björn verður
jarðsunginn frá Dómkirkjunni í dag
kl. 13.30.
Oddný Friöriksdóttir, Löngufit S
Garðabæ, lézt 29. september 1981.
Hún var fædd 3. maí 1928, að Felli á
Langanesströnd. Ólst hún þar upp í
Opnuö hefur veriö aö Laugavegi 41 ný verzlun,
MARELLA, með svokallaða ,,hvítu línuna” í
postulini.
Hvítt postulín hefur átt miklum vinsældum að
fagna um alla Evrópu undanfarið og má segja
aö hviti tizkuliturinn i ár hafi aukið vinsældir þessar-
ar vöru um allan helming. Postulínið er allt eldfast.
Eigendur verzlunarinnar eru Elín Nóadóttir og
Margrét Kjartansdóttir og hafa þær fengið einkaum-
boð fyrir hið þekkta franska merki „PILLIVUYT”,
sem þær flytja inn milliliðalaust beint frá verksmiðj-
unni.
Auk hvíta postulínsins mun MARELLA einnig
selja belgísk glös á hagstæðu verði í fjölbreyttu úr-
vali.
Fjórir sœkja um Þing-
valiaprestakall
Umsóknarfrestur um prestaköllin á Þingvöllum og
Skagaströnd rann út 1. október.
|Vunnn00iirai
Þrumuvagninn
ÍNEFS íkvöld
Þungarokkshljómsveitin Þrumuvagninn kemur
fram í NEFS-klúbbnum í kvöld ásamt hljomsveit-
inni Spilafifl. Á efnisskrá Þrumuvagnsins eru hressi-
leg rokklög — öll íslenzk.
Þrumuvagninn var stofnaður upp úr Tívolí, og er
reyndar að 3/4 hlutum skipuð sömu mönnum.
Aðeins trommuleikarinn, Sigurður Reynisson, hefur
bætzt við. Aðrir meðlimir eru Eiður Eiðsson söngv-
ari, Brynjólfur Stefánsson bassaleikari og Einar
Jónsson gítarleikari. Hljómleikarnir í kvöld hefjast
kl. 21.
Marella — fyrsta
sórverzlunin með
hvítt postulín
foreldrahúsum, voru systkinin tíu. For-
eldrar hennar voru Heiga Sigurðardótt-
ir og Friðrik Oddsson. Oddný gekk í
húsmæðraskólann á Akureyri. Starfaði
hún siðar við ráðskonustörf, á sauma-
stofu og í verzlun. Hún giftist Sigurði
Ólafssyni, bjuggu þau lengst af á
Kleppsvegi 22 en fluttu í Garðabæ
1961. Þeim varð fjögurra barna auðið.
Oddný verður jarðsungin í dag, 9.
október, frá Fossvogskirkju kl. 13.30.
Þorleifur Ólason lézt 4. október. Hann
var fæddur 18. júli 1954. Foreldrar
hans voru Elín Sigurbjörnsdóttir og Óli
Bjarnason, eignuðust þau sjö börn.
Þorleifur var kvæntur Margréti
Gunnarsdóttur, eignuðust þau tvö
börn. Þorleifur stundaði sjómennsku,
m.a. loðnuveiðar og sildveiðar í
Norðursjó. Hann gerði út vélbátinn
Sigurbjörn með bróður sínum.
Þorleifur verður jarðsunginn í dag, 9.
október.
Veðrið
Gert er ráð fyrir áframhaldandil
noröaustanátt ál á Noröur- og Auatur-
landi en bjart veöur sunnan og
vestanlands, hW um aða yflr frost-
marki aö deglnum en nœturfrost
Kl. 6 var í Raykjavflc láttskýjað, —1
Gufuskálar austan 6, skýjað 4, Akur-
ayri, norðvestan 2, snjókoma —1,.
Raufarhöfn norðaustan 4, snjóél —1,
Dalatangi noröaustan 4, alskýjað 2,
Hðfn norðan 5, alskýjað 3, Stórhöföl
austnnröaustan 3, láttskýjað og 4. {
I Þórshöfn var láattskýjað 7, Osló
skýjað 1, Stokhólmur láttskýjað 5,
London skýjað 15, Hamborg skýjað
11, Paris skýjað 12, Madrld skýjað 15,
Lissabon léttskýjað 15, New York
heiðrfkt 9.
Andiát
Kiri Haukur Sigurjónsson, Drápu-
hlið 38 Reykjavík, lézt á Landakots-
spítala 2. október. Hann var fæddur 4.
júní 1911 í Winnipeg. Foreldrar hans
voru hjónin Halldóra S. Magnúsdóttir
og S. Pétur Sigurjónsson. Hann var
kvæntur Þórdisi Matthiasdóttur en hún
lézt 1968. Seinni kona hans var Sjöfn
Jónasdóttir. Kári var meinatæknir,
hann starfaði á Rannsóknarstofu Há-
skólans. Hann verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju í dag kl. 9.30.
Tómleikpr
w
I
GÆRKVÚLDI
Prinsinn í f rosklíki
og hækkun afnotagjalda
Mikið eru þær hryllilega fyndnar
Auður Haralds og Valdís Óskarsdótt-
ir. Ég hló svo mikið að þættinum
þeirra í gærkvöldi að ég fékk í mag-
ann. Sérlega fannst mér þó fyndin út-
færsla Auðar á Rauðhettu og ævin-
týrinu um prinsinn í frosklíki. Mikið
er ég fegin að við fáum fleiri þætti frá
þeim stöllum.
Mér fannst líka ósköp gaman að
því að heyra útvarpað frá tónleikum
Sinfóníuhljómsveitarinnar í gær-
kvöld. Ég gat setið inni í hlýrri stofu
og hlustað á Jón Múla segja mér frá
tilurð verkanna og síðan bárust Ijúfir
tónar að eyrum. Eftir að útvarpið fór
að senda út í stereó er allt annað og
skemmtilegra að hlusta á sígilda tón-
list í því. En margir eru þeir ugglaust
sem samt hafa bölvað því að leggja
bezta útvarpstíma vikunnar undir
þessa tónlist.
Á meðan leikritið var flutt slökkti
ég og kveikti í staðinn á sjónvarpinu.
Ég er ein þeirra mörgu sem geta horft
á sjónvarp utan þess tíma sem það ís-
lenzka sendir. Svonefnt videó kom í
fjölbýlishúsið sem ég bý í rétt eftir að
flutt var í það fyrir bráðum þrem
árum. Nú er búið að sýna fleiri
myndir í tækinu en Háskólabíó hefur
sýnt á 10—20 árum. Vitaskuld eru
þær misjafnar. Og eftir að videóið er
orðið fastur liður velur maður og
hafnar myndum í því rétt eins og
hinum miðlinum.
En hefur nokkur hugsað út í alla
þá peninga sem í þetta fara? Ef ís-
lenzka sjónvarpið fengi þó ekki væri
nema brot af öllu því fé, sem lands-
menn vilja greinilega svo gjarnan
borga, væri hægt að auka sendingar
um ábyggilega helming, jafnvel
meira. En einhverjir menn sem eru að
passa upp á verðbólguna segja að
ekki megi hækka afnotagjöldin, þá
verði að hækka kaupið og þá náttúr-
lega hækkar allt. Er 'ekki eitthvað
pínulítið bogið við þ»tta kerfi?
-DS.
Þingvallaprestakall er tengt starfi þjóðgarðs-
varðar og veitist af ráðherra að fenginni umsögn
biskups og Þingvallanefndar. Umsækjendur eru 4:
sr. Heimir Steinsson, rektor i Skálholti,
sr. Hörður Þ. Ásbjörnsson, Reykjavík,
sr. Kristján Róbertsson, prestur Frikirkju-
safnaðarins í Reykjavík.
sr. Valdemar Hreiðarsson prestur að Reykhólum.
Undanfarin 20 ár hefur sr. Eiríkur J. Eiriksson
prófastur gegnt þessu embætti en hann lætur af
störfum vegna aldurs.
Höfðakaupstaöarprestakall, almennt er staðurinn
kallaöur Skagaströnd, hefur haft þjónustu sr.
Péturs Ingjaldssonar prófasts í 40 ár, allt frá þvi að
hann vígðist’1941 þar til hann lætur nú af störfum
vegna aldurs. Umsækjendur um prestakalliö eru
tveir:
sr. Kolbeinn Þorleifsson, Reykjavík, Oddur Einars-
son cand. theol, sem lauk guðfræðiprófi nú í vor.
Ekki er enn ljóst hvenær kosning fer þar fram.
Vígslubiskup
Hólastrftis
kjörinn í október
Sóknarprestar Hólastiftis hins forna, 29 að tölu,
munu nú i októbermánuði kjósa næsta vigslubiskup
Hólastiftis i stað herra Péturs Sigurgeirssonar
biskups íslands.
Eitt af fyrstu embættisverkum Péturs biskups var
að senda prestum nyrðra bréf og óska eftir tilnefn-
ingu þeirra til þessa embættis. Tilnefningamar
verða að hafa borizt fyrir 1. nóv. og verður sá skip-
aður vigslubiskup sem fiest atkvæði eða tilnefningar
hlýtur. Hér er því um leynilega, bréflega atkvæða-
greiðslu að ræða.
Má því vænta þess að Hólastiftismenn fái sinn
vígslubiskup á þessu ári.
Afmæli
90 ára er i dag Ásgerður Jensdóttir frá
Hnifsdal, nú vistkona á Dvalarheimil-
inu Höfða á Akranesi. Hún tekur á
móti gestum á heimili sonar sína og
tengdadóttur á Suðurgötu 109, Akra-
nesi, á morgun, laugardaginn 10. októ-
ber, frákl. 3 e.h.
75 ára er í dag Haflifli Gislason leigu-
bílstjóri, Stórholti 20 Reykjavík. Haf-
liði ekur á Bæjarleiðastöð. Hann
verður að heiman.
r
Góður gestur hjá Islenzk- ameríska:
Pulitzer-verðlauna-
hafi í heimsókn hér
Kvenfólag
Bústaðasóknar
heldur markað (kökusala og fleira) í safnaðarheimili
Bústaðakirkju sunnud. 11. október að lokinni
messu, kl. 15. Einnig verða á boðstólum kaffiveit-
ingar og heitar vöfflur ásamt skemmtiatriðum.
Markaðsvörum veitt móttaka milli kl. 16 og 18 á
laugardag og frá kl. 10 á sunnudag.
Stjórnmálasamband
við Kólombfu
Ríkisstjórnir íslands og Kólombíu hafa tekið upp
stjórnmálasamband. Ekki hefur verið ákveðið
hvenær skipzt verður á sendiherrum.
Iþróttlr
Einherjar GR
Einherjakeppnin verður haldin laugardaginn 10.
október og hefst klukkan 10.
Veski með
gjaldeyri
stolið úr
tösku
flugfreyju
Ein af flugfreyjum Flugleiða, sem
var að hefja utanlandsferð í fyrradag,
varð fyrir tilfinnanlegu tjóni í þeirri
flugstöð Flugleiða á Reykjavíkurflug-
velli er Flugfélag íslands hafði áður.
Var peningaveski stolið úr tösku
hennar með miklum fjármunum, ásamt
öllum hennar skilríkjum.
I veskinu voru 20 þúsund belgískir
frankar, um 400 dollarar, nokkur
hundruð danskar krónur, um 30 v-þýzk
mörk, nokkur sterlingspund og auk
þess nokkrar gjaldeyrisávísanir sem
stílaðar voru á nafn flugfreyjunnar. Þá
voru í veskinu, sem fyrr segir, öll skil-
ríki flugfreyjunnar.
Rannsóknarlögreglan fékk málið til
meðferðar í gærmorgun og var unnið
aðrannsóknþessígær. .ASt.
Harrison E. Salisbury, fyrrum að-
stoðarritstjóri New York Times og
Pulitzer-verðlaunahafi fyrir alþjóðlega
fréttamennsku, kemur til íslands á
morgun og verður heiðursgestur á árs-
hátíð Íslenzk-ameríska félagsins annað
kvöld.
Harrison Evans Salisbury er einn af
litríkustu og frægustu fréttamönnum
Bandaríkjanna og hefur verið heiðr-
aður fyrir störf sin bæði heima og er-
lendis. Auk blaðaskrifa hefur hann
skrifað bækur, m.a. kunna bók um
Kína fyrir 14 árum, Orbit of China.
Salisbury er tæpra 73 ára gamall og
hefur verið blaðamaður í liðlega hálfa
öld. Hann starfaði um árabil fyrir
United Press-fréttastofuna (sem síðar
varð UPI) og var forstöðumaður
hennar í Moskvu og London. Lengst af
hefur hann unnið fyrir New York
Times og hafa greinar hans birzt í blöð-
um um allan heim. Enn skrifar Salis-
bury í blöð og tímarit.
Hann er frá Minneapolis í Minnesota
og kynntist þar ýmsum íslenzkum
námsmönnum. Meðal þeirra er Valdi-
mar Björnsson, fyrrum fjármálaráð-
herra Minnesotafylkis, en hann og
félagar hans sæmdu Salisbury nafnbót-
inni „Honorary Icelander” í góðu
gamni fyrir mörgum árum.
Harrison Salisbury verður hérlendis
fram yfir helgi og mun m.a. á mánudag
hitta íslenzka starfsbræður sína að
máli á hádegisverðarfundi í Blaða-
mannafélagi íslands.
GENGIÐ
GENGISSKRÁNING NR. 192 Ferðamanna-
9. OKTÓBER1981 gjaldeyrir
Eining kl. 12.00 Kaup Sala Sala
1 Bandarikjadoilar 7fi72 7,594 8,353
1 Stariingspund 14,447 14,489 15,937
1 Kanadadoiiar 6,323 8,341 6,975
1 Dönsk króna 1,0737 1,0768 1,1845
1 Norskkróna 1,3100 1,3138 1,4452
1 Saanskkróna 1,3895 U935 1,5329
1 Finnsktmark 1,7483 1,7634 1,9287
1 Franskur franki 1,3755 1,3795 1,5175
1 Balg. franki 0,2056 0,2062 0,2268
1 Svissn. franki 4,0819 4,0938 4,5032
1 Hollenzk florina 3,1148 3,1238 3,4362
1 V.-þýzkt mark 3,4497 3,4597 3,8057
1 Itölsk líra 0,00649 0,00651 0,00716
1 Austurr. Sch. 0,4926 0,4941 0,5435
1 Portug. Escudo 0,1200 0,1203 0,1323
1 Spánskur peseti 0,0807 0,0810 0,0891
1 Japanskt yen > 0,03319 0,03329 0,03661
1 IrsktDund 12,229 12,264 13,490
8DR Uératflk dráttarréttindl) 01/09 8'8807 8,9063
Sfmsvari vegna genglsskránlngar 22190.