Dagblaðið - 09.10.1981, Side 23
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1981.
0
31
Útvarp
Sjónvarp
i
Vetrardagskrá
yngstu hlustendanna
—f ramhaldsleikrit á laugardagsmorgnum
—nýr þáttur á föstudögum: „Á f ramandi slóðunT
—bamaefni f rá kl. 16,20-17 alla daga nema sunnudaga...
Þegar vetrardagskráin hefst í lok
október verður sá háttur tekinn upp að
á hverjum degi, nema sunnudaga,
verður útvarpað efni fyrir börn á tima-
bilinu frá kl. 16.20—17.
Á mánudögum, þriðjudögum og
miðvikudögum verður fyrrihluta þessa
tíma varið til að lesa framhaldssögu.
Fyrsta sagan verður Niður um stromp-
inn eftir Ármann Kr. Einarsson og les
hann sjálfur.
Seinni helming tímans verður Litli
barnatiminn á dagskrá mánudaga og
miðvikudaga en á þriðjudögum tón-
listarþáttur fyrir yngstu kynslóðina.
Á fimmtudögum verður óskalaga-
þátturinn Lagið mitt á dagskrá á
þessum tíma. Þessi þáttur er orðinn
átta ára gamall og alltaf jafn vinsæll.
Hann er nú í umsjón Helgu Þ. Step-
hensen leikkonu.
Á föstudögum verður svo nýjum
þætti hleypt af stokkunum. Nefnist
hann Á framandi slóðum og kemur
þangað ýmislegt ágætisfólk og segir
frá. Fyrst þeirra verður Oddný Thor-
steinsson og segir frá Austurlöndum
fjær og spilar tónlist þaðan. Hún hefur
heimsótt Japan, Kína, Thailand og
mörg önnur ríki hinum megin á
hnettinum.
Á laugardögum kl. 16.20 verða siðan
þrír þættir til skiptis. Sá fyrsti,
Hrímgrund, undir stjórn Ásu Helgu
Ragnarsdóttur, er eiginlega útvarp
barnanna. Þar er reynt að gefa sem
flestum börnum tækifæri til að tjá sig
og flytja það efni sem þau óska eftir
sjálf.
Hrímgrund verður annan hvein
laugardag en hina laugardagana
verður ýmist þátturinn Bókahornið í
umsjá Sigríðar Eyþórsdóttur eða
Klippt og skorið í umsjá Jóninu H.
Jónsdóttur.
Á sunnudögum er ekkert sérstakt
barnaefni í útvarpinu. En Morgunsaga
barnanna verður lesin kl. 9.05 virka
daga eins og verið hefur. Á laugardags-
morgnum koma svo barnaleikrit. Það
fyrsta verður eftir Valdisi Óskars-
dóttur og heitir Fiss og fuss. En þangað
til það hefst, einhvern síöasta laugar-
dag í mánuðinum, eru Silja Aðalsteins-
dóttir og Kjartan Valgarðsson með
blandaðan þátt á þessum tíma (þ.e. kl.
11.20 á laugardögum ). Heitir hann
Október og ku vera anzi hress.
-IHH
HUSID VK> EPLAGÖTU—sjónvarp íkvöld kl. 22,10:
MIKIÐ BLÓD
HVAR ER LÍKIÐ?
Myndin í kvöld er fremur
óhugnanleg, og ekki fyrir böm né
aðrar viðkvæmar sálir.
í húsi við hina friðsælu Eplagötu
viröist hafa verið framið óhugnan-
legt morð. Þegar lannsóknar-
lögreglumaðurinn Dan August
kemur á staðinn ásami Wilentz
Úr sakamálamyndinni,
um óhugnanlega atburði
i húsi við Eplagötu, sem
sjónvarpið sýnir í kvöld.
aðstoðarmanni sínum er þar ljótt um
að litast. Svo er að sjá sem einhver
hafi veriö myrtur í eldhúsinu, því þar
er allt útatað í blóði.
Þama búa hjónin Marian og
George Ord og níu ára gömul dóttir
þeirra, Margaret. Eiginmaðurinn
hefur verið á söluferðalagi og konan
sést hvergi, hvorki lífs né liðin. Þvi
þótt eldhúsið sé blóðugt er ekkert lík
að finna.
Það virðist ekki ólíklegt að eigin-
maðurinn hafi myrt konu sína. Þegar
lögreglumennirnir fara að skoða
híbýlin virðist þeim hann gæti hafa
haft ýmsar ástæður til þess.
Það versta er kannske ekki að
ísskápurinn er tómur en klæðaskáp-
arnir troðfullir af dýrum fötum, nei,
þeir finna Ijósmyndir af frúnni
sem. . . . ja, það er bezt að ljóstra
engu upp strax.
-IHH.
ALLT í GAMNIMEÐ HAR0LD LL0YD - sjónvarp í kvöld
kl. 20,50:
Einn bezti gamanleik-
ari þöglu myndanna
Sjónvarpið hefur öðru hvoru
undanfarið sýnt kafla úr myndum
með Harold Lloyd, og einn slíkur er á
dagskránni í kvöld.
Á blómaskeiði þöglu myndanna,
milli 1920 og 30, var Harold Lloyd
einn alvinsælasti gamanleikarinn.
Hann sló þeim Charlie Chaplin og
Buster Keaton við í vinsældum og
það þurfti mikiö til þess.
Harold Lloyd gei ði fyrst einar 100
stuttar myndir um náunga sem hann
kallaði Lonesome Luke (Einmana
Láka) og seinna fjölmargar myndir
um háskólastrák sem hann vanalega
kallaði gleraugnastrákinn sinn.
Þessar myndir enduðu oftast á einn
veg, Harold lenti í einhverjum ógur-
legum þrengingum, var bundinn,
læstur inni eða ofsóttur af ótrúleg-
ustu fyrirbrigðum.
Eitt atriði sem gerði mikla lukku
hjá honum var að klifra upp skýja-
kljúfa og endurtók hann það í
mörgum myndum.
-IHH.
Gunnvör Braga hefur nóg að gera þvi á hennar herðum hvilir það að sjá um að alltaf
sé eitthvað spennandi á boðstólum fyrir yngri hlutstendurna. „En það er löngu liðin
tið að útvarpið borgi minna fyrir barnaefni en fullorðins” tilkynnir hún ánægð.
DB-mynd: KÖE.
VIDEO
Video — Tæki — Fiimur
Leiga — Sala — Skipti
Kvikmyndamarkaðurinn — bimi 15480.
Skólavörðustig 19 (Klapparstigsmegin).
KVIKMYNDIR
Fyrirgreiðsla
Leysum vörur úr tolli og banka með greiðslufresti.
Lysthafendur leggi inn nöfn til Dagblaðsins fyrir 12. okt.
merkt „Fyrirgreiðsla”.
Dodge Ramcharger árg. '78, ekinn 33
þús.km. Sem nýr bill, tvilitur brúnn,
breið Tracker dekk og krómfelgur,
silsalistar. Sklptl möguleg.
SÍSijK’
Bronco árg. '73, 8 cyl., belnskiptur í
gólfi, svartur, brelð dekk og felgur,
klæddur, útvarp og segulband. Skipli
á ódýrari. Upphækkaður.
•V<
Dodge Aspen árg. ’79, special
edition, aðeins ekinn 16 þús. km.
Sætin djúpbólstruð, rafmagn i
rúðum, 6 cyl., sjálfskiptur með öllu.
Glæsllegur, svo til ónotaður bill.
Sklpti möguleg og verðið aðelns kr.
130 þús.
International árg. '68, fallegur og
gagntekinn bill, með sætl fyrir 10 far-
þega, 6 cyl., beinskiptur. Ný Lapp-
lander dekk, vökvastýri og nýtt lakk,
útvarp og segulband. Skipti á
ódýrari. Verð kr. 70 þús.
BJLA.KA.UR
. SKEIFAN 5 — SlMAR 86010 og 86030