Dagblaðið - 09.10.1981, Side 24

Dagblaðið - 09.10.1981, Side 24
Flokksforingjarn- ir misjafnlega ^ ánæeðir ^ Óumdeilanleg fylgisaukning — segir Birgir ísleifur Gunnarsson „Ég tel að Sjálfstæðisflokkurinn fengi ekki svo mikið fylgi sem hann fær í þessari skoðanakönnun ef til kosninga kæmi nú,” sagði Birgir ísleifur Gunn- arsson við DB i morgun. „Hins vegar sýna þessar niðurstöður óumdeilanlega fylgisaukningu flokksins. Greinilegt er að almenningur hefur trú á að Sjálfstæðisflokkurinn komi heill og óskaddaður út úr þeim átökum sem átt hafa sér stað innan hans. Það er aftur á móti skoðun mín að sá þriðjungur sem ekki svaraði í skoðanakönnuninni sé sá hópur fólks sem geri útslagið þegar til kosninga kemur.” -SSv. Tillaga um takmarkað prófkjör Sjálfstæðisflokksins samþykkt á fulltrúaráðsfundi í gærkvöldi: Hnefahögg í andlit óflokksbundins fólks — segir Albert Guðmundsson. Þeir sem ekki vilja gerast f lokksbundnir eiga ekki að skipta sér af framboðsmálum flokksins, segir Jónas Elíasson „Þetta er hnefahögg í andlitið á óflokksbundnu fólki, tillagan er óheppileg og ótímabær,” sagði Albert Guðmundsson, borgarráðs- maður og alþingismaður Sjálfstæðis- flokksins, í morgun. Breytingartil- laga frá Jónasi Elíassyni prófessor um takmarkað prófkjör náði fram að ganga með miklum meirihluta atkvæða á almennum fundi fulltrúa- ráðs sjálfstæðisfélaganna í gær. Á fulltrúaráðsfundinum var sam- þykkt að prófkjör skuli fara fram í lok nóvember til þess að velja fram- boðslista Sjálfstæðisflokksins við borgarstjórnarkosningarnar í vor. Atkvæðisrétt í prófkjörinu eiga meðlimir sjálfstæðisfélaga í Reykja- vík sem búsettir eru í kjördæminu og náð hafa 16 ára aldri. Fram hafði komið tillaga stjórnar fulltrúaráðsins um að allir stuðnings- menn Sjálfstæðisflokksins, sem eiga munu kosningarétt við kosningarnar í vor, hefðu atkvæðisrétt í próf- kjörinu. Jónas Elíasson prófessor bar þá fram breytingartillögu þess efnis, að aðeins þeir stuðningsmenn Sjálf- stæðisflokksins sem undirritað hefðu inntökubeiðni í Sjálfstæðisfélag í Reykjavík hefðu kosningarétt. Eftir miklar umræður var breytingartil- lagan samþykkt með 237 atkvæðum gegn 80. „Stærsti hluti kjósenda Sjálf- stæðisflokksins er ekki flokksbundið fólk,” sagði Albert Guðmundsson í morgun. „Þessi tillaga takmarkar rétt þessa fólks. Tillagan er ákaflega lítið hugsuð og það á eftir að koma í Ijós hve óheppileg hún er enda er Jónas Elíasson ekki prófessor í póli- tískum fræðum. Á fundinum í gær var alltaf talað um að með tillögunni væri verið að útiloka flokksbundna menn í öðrum flokkum frá prófkjör- inu, en þetta er misskilningur. Flestir kjósendur í landinu eru óflokks- bundnir og þeir hafa eflaust fagnað því þegar prófkjör gerðu þeim fært að velja menn á lista,” sagði Albert. „Tillaga þessi er sett fram til þess að gera andstæðingum okkar erftðara fyrir að taka þátt i prófkjör- inu,” sagði Jónas Elíasson í morgun. „Hún hindrar alla þá sem ekki vilja ganga í flokkinn í að taka þátt í próf- kjörinu, hvort sem þeir eru kjósendur Sjálfstæðisflokksins eða aflftarra flokka. Menn hafa ekki haft mikla ástæðu til þess að gerast flokksbundnir í Sjálfstæðisflokknum en jieir fá nú hvatningu ef þeir vilja takaþátt ípróf- kjörinu. Þeir sem ekki vilja gerast flokksbundnir í Sjálfstæðisflokknum hafa engan grundvöll til þess að skipta sér af framboðsmálum hans,” sagði Jónas. Á fulltrúaráðsfundinum í gær- kvöldi voru valdir 22 fulltrúar á landsfund Sjálfstæðisflokksins. -JH. urmeð niðurstöðuna — segir Steingrímur Hermannsson „Ég er ekki óánægður með þessar upplýsingar, sízt þegar óákveðna fylgið er svona mikið,” sagði Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknar- flokksins. „Fylgi stjórnar fer mjög eftir því hvernig gengur í efnahags- og atvinnu- málum. Eins og er syrtir í álinn i at- vinnumálunum og hef ég af því þungar áhyggjur. Smávægilegur samdráttur á fylgi stjórnarinnar i heild er af þessum sökum minni en búast mátti viö. Ég er út af fyrir sig ánægður með fylgi Framsóknarflokksins. Ég er sann- færður um að ef tekst að halda mark- aðri braut okkar og stefnu þá mun það tryggja farsæla lausn i atvinnumálum og flokkurinn nær aftur sama fylgi eða meira en hann hafði,” sagði Steingrímur. -A.St. Tap Alþýðu- bandalagsins vekur mesta athygli — seglr Kjartan Jóhannsson „Samkvæmt þessum tölum vekur hið mikla tap Alþýðubandalagsins sér- staka athygli,” sagði Kjartan Jóhanns- son, formaður Alþýðuflokksins. „Ég átti ekki von á að staða okkar batnaði eftir atburði sumarsins. Á hinn bóginn verða menn að fara að hugsa sinn gang þegar meira en helmingur þeirra sem leitað er til svarar ekki. Þá fer nú að verða minna mark takandi á tölum sem byggjast einungis á þeim sem taka afstöðu,” sagði Kjartan. „Hinn mikli fjöldi þeirra sem ekki taka afstöðu er jafnt íhugunarefni fyrir Dagblaðið eins og stjórnmálaflokkana. Spurningin er auðvitað líka, hvort aðferð DB dugi ekki lengur.” -A.St. Óeðlilega lágt hlutfall hjá Al- þýöubandalagi - segir Svavar Gestsson „í fljótu bragði sýnist mér þetta vera fylgisaukning íhaldsins á okkar kostn- að,” sagði Svavar Gestsson félagsmála- ráðherra í morgun er Dagblaðið bar niðurstöður könnunar um fylgi flokk- anna undir hann. „Annars finnst mér fylgi Alþýðubandalagsins vera sláandi lítið og sannast sagna finnst mér þetta vera óeðlilega lágt hlutfall. Hins vegar eru tölurnar varhugaverðar þegar búið er að brjóta þær svo mikið niður. Því má ekki gleyma að meira en þriðjungur að- spurðra gerir ekki upp hug sinn,” sagði Svavarennfremur. -SSv. TVe/r ætluðu ísama bílastæðið DB-mynd: Bj. Bj. Keppni milli ökumanna er alþekkt fyrirbrigði í höfuðborginni. Margir gefa aldrei eftir og eru ákveðnir í að láta engan vinna sigur á sér. í gær var keppni um bílastæði eitt í Ármúla orsök þess að fjórir bílar.eru meira og minna skemmdir. Ætluðu tveir í sama stæðið og lentu saman. Kastaðist annar þeirra á kyrrstæðan Range Rover og hann aftur á kyrrstæða fólksbifreið. Eignatjónið nemur tugum þúsunda. Enginn meiddist. -A.St. Heitt í kolunum á fundi starfsmanna Flugleiða í gærkvöld: Leyfi til Amarflugs er siöleysi og svik — segja starfsmenn Flugleiða Það að veita Arnarflugi og Iscargo leyfi til áætlunarflugs með farþega milli landa er siðleysi gagnvart þeim hluthöfum Flugfélags íslands og Loftleiða sem stjórnvöld fengu til að sameinast undir einn hatt árið 1973. Stjórnvöld hafa þá svikið öll þau lof- orð sem þá voru gefin um að hið nýja flugfélag, Flugleiðir, fengi einkaleyfi til áætlunarflugs milli landa, sérleyfi á flugleiðum innanlands og gengi fyrir um leiguflug. Þetta var megintónninn í ræðum þeirra starfsmanna Flugleiða sem til máls tóku á fjölmennum fundi á Loftleiðahótelinu í gærkvöldi. Krist- alssalur hótelsins var þéttskipaöur auk þess sem fjöldi manns var á göngum. Ekki er fráleitt að áætla að um 400 manns hafi sótt fundinn en til hans höfðu Starfsmannafélag Flug- leiða og fleiri stéttarfélög starfs- manna, sem að flugrekstri starfa, boðað til að ræða umræðuefnið „stefnumörkun í flugmálum”. Leyfisveiting til Evrópuflugs Arn- arflugs varð þó aðalmál fundarins og var hiti í mönnum, aðallega starfs- mönnum Flugleiða. Steingrimur Hermannsson sam- gönguráðherra lýsti á fundinum þeirri skoðun sinni að hann væri and- vígur einokun nema í algerri neyð. Sagðist hann á sínum tlma hafa verið mótfallinn sameiningu flugfélaganna og að þróunin siðan hefði ekki verið æskileg. Sagði hann að frammámenn i hótelrekstri, öðrum en Flugleiða, ferðaskrifstofumenn og fleiri aðilar hefðu lýst verulegum áhyggjum með að aðeins eitt flugfélag hefði mcð höndum farþegaflug. Sagöi Steingrímur að Flugleiðir ættu að vera hinn stóri og sterki aðili i millilandaflugi en algjör einokun væri ekki æskileg. Teldi hann rétt að annað flugfélag væri einnig rekið sem aðallega annaðist leiguflug en hefði auk þess eina áætlunarleið eða svo til að styrkja rekstrargrundvöllinn. Um innanlandsflugið sagði Steingrímur að þar ættu Flugleiðir að bera höfuð og herðar yfir aðra en síðan væri mikil þörf fyrir lítil lands- hlutaflugfélög sem æskilegt væri aö tengja flugi Flugleiða. Veðurfargerði slíkt hins vegar erfitt. I lok fundarins var samþykkt ályktun, fyrst og fremst með at- kvæðum starfsmanna Flugleiða, sem þarna voru I yfirgnæfandi meiri- hluta, gegn atkvæðum þeirra Arnar- flugsmanna sem fundinn sátu. Geng- ur ályktunin út á það að millilanda- flugi sé bezt borgið i höndum eins innlends flugfélags. -KMU. frýáJst, nháð dagblað FÖSTUDAGUR 9. OKT. 1981. Þrumustuð hjá Platters Söngflokkurinn Platters fékk frá- bærar viðtökur á tónleikum sínum í Háskólabíói í gærkvöld. Söngvararnir voru þrisvar sinnum klappaðir fram að tónleikunum loknum og urðu meira að segja að syngja lítt æft lag í endann. — Dagskráin samanstóð að sjálfsögðu aðallega af gömlu klassikerunum, Only You og svo framvegis en einnig var kryddað inn í nýrri lögum sem hafa notið vinsælda upp á síðkastið. Og frá upphafi til enda runnu brandararnir upp úr söngfólkinu svo að jafnvel menn á miðjum aldri hóstuðu upp fermingarkvefinu. -ÁT/DB-mynd. EÓ. Gefur Friðrik kost á sér? Sterkar líkur eru taldar á því að Friðrik Sophusson lýsi yfir því á fundi stjórnarandstöðuþingmanna Sjálf- stæðisflokksins í dag að hann muni gefa kost á sér til varaformanns í Sjálf- stæðisflokknum. Kosið verður á lands- fundi í lok mánaðarins. Friðrik vildi hvorki játa þessu né neita í morgun, sagði að menn yrðu að bíða fundarins. -JH. 7? tr SZ. VIN m e m IVIKU HVERRI Áskrifendur DB athugið Vinningur I þessari viku er (Jt- sýnarferð til St. Petersborg beach með ferðaskrifstofunni Otsýn, Austurstrœti 17, Reykjavlk, og hefur hann verið dreginn út. Nœsti vinningur verður kynntur I blaðinu ú múnudaginn. Nýir vinningar verða dregnir út vikulega nœstu múnuði. hressir betur.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.