Dagblaðið - 10.10.1981, Side 3
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1981.
á þessu glæsilega bordstofusettí sem er úr mass'rfri furu og fæst í Ijósum viðar
lit eða brúnbæsað.
TILBOÐIÐ GILDIR TIL 4. NÓV.
Það er varla hægt að komast nær handverki en gert er í þessum húsgögnum
Stærðirá borðunum eru 75 x 120 — 75 x 140
85 x 160 sm, hringborð 110 sm og sporöskjulagað borð 90 x 140
ipóstkröfu FURUHÚSIÐ H/F j£
9nt L 86605 SUÐURLANDSBRAUT 30 « Wrtí
i™ rf sími 86605 jm
Kalla menn sína
kvikindi og skepnur
—og allt þar á milli, segir eiginkona akóhólista og er
undrandi á skrif um kynsystra sinna
Eiginkona alkóhólista skrifar:
Ég er svo undrandi yfír skrifum
kynsystra minna í Dagblaðinu 29.
sept. og „Velvakanda” Morgun-
blaðsins 4. okt. sl. að ég get ekki orða
bundizt. Ekki það að ég sé hissa á
skrifum þeirra um Kötlufellsmálið
því sú kona á samúð mína alla og mér
finnst að henni hefði átt að standa til
boða læknishjálp frekar en fangelsis-
vist.
Undrun mín er fólgin í því hvernig
þessar konur tala um alkóhólistana
sína, kalla þá kvikindi, skepnur og
allt þar á milli. Með allri þeirri
fræðslu sem hægt er að fá nú til dags,
ef viljinn er fyrir hendi, hélt ég að
fólk almennt Uti á alkóhólisma sem
sjúkdóm. Ef eiginmenn okkar væru
haldnir sykursýki eða öðrum ólækn-
andi sjúkdómi, sem þó mætti halda í
skefjum með réttri meðferð,
myndum við kalla þá aumingja og
ræfla? Ég held ekki.
Ég er sjálf búin að vera gift alkó-
hólista í 26 ár og það var fyrst eftir að
ég fór að skilja að hann væri
sjúkur að ég fór að leita mér að
fræðslu um þessi mál. Þá fyrst fór
mér að líða betur og gekk betur að
takast á við þau vandamál sem fylgja
því að búa við áfengisvandamál. Og
síðan alkóhólistinn minn fór í með-
ferð við sjúkdómnum er lífið allt
annað og ég er alltaf að sjá betur og
betur hve mikinn mann hann hefur
að geyma. Þess vegna vil ég segja við
þessar konur: Aflið ykkur fræðslu
um þessi mál. Farið á kynningar-
fundi hjá SÁÁ, farið á Al-Anon
fundi, en byrjið umfram allt á að
hjálpa ykkur sjálfum því ekkert
ástand er svo slæmt að ekki megi
bæta það og ekkert er verra en sjálfs-
vorkunn.
Það læra
börnin
sem fyrir
þeim er
haft!
Kona skrifar:
Hvenær ætla íslendingar að skilja
hvað barn er? Þar á ég við sérstaklega
nú þegar þeim er leyft að hjóla á
gangstéttum og víðar í umferðinni.
Það er með eindæmum hvað við
erum andvaralaus og sérstaklega er
að börnum lýtur. Átta ára börn eru
óábyrg gerða sinna og það er nú það,
en því miður eru þau yngri líka á göt-
unni á hjólum. Fimm til sex ára börn
eru hjólandi á gangstéttum og á göt-
unni, því miður er þetta sannleikur.
Hvar á hin gangandi manneskja
að hafa friðhelgi til að ganga, ekki
eru allir á bílum, sem betur fer, þar
sem um ofnotkun á þeim er að ræða
hér í Reykjavík? Því er litill gaumur
gefinn þótt einn og annar gefi hollar
ábendingar. Forráðamenn ættu að
taka af skarið og stoppa þetta
ófremdarástand þótt þeim hafi orðiö
á sá blindisleikur sem nú hefur verið
leikinn í október. Einsdæmi í veröld-
inni, kæruleysið með smælingjana.
Æskan er dýrmæt eign þjóðarinnar
og hana ber að vernda á eðlilegan
hátt.
Raddir
lesenda
.
Alkóhól er undirrót þess sem eiginkona alkóhólista skrifar um i bréfi sfnu. Þessar
tvær flöskur hafa verið tæmdar og e.t.v. var það kveikjan að alkóhóiisma þess er
drakk.
GOLA
sportskór
Stæröir 31—34
Stærðir 38-47
Verðkr. 145,10
RUCANOR
Stærðir
Verðkr. 112,00
PÓSTSENDUM
Laugavegi 13.
Sírm
13508.
Allur akstur
krefst
varkárni
Ytum ekkl bamavagni
á undan okkur vlð
aðstæður sem'þessar
\__dœEROw
Við kynnum nýja
'mTB sérverslun með FURU-^^T
HÚSGÖGN og ^
rlJ bjóðum i þvi ^ Vj
f tílefni sér-
J^STAÐGREIÐS
MEÐ
r "15%
STAÐGREIÐSLUAFSLÆTTI
eða með aðeins
Spurning
Hefurðu sóð
draug?
Ásta Jóna Skúladóttir sjúkrallði: Nei,
aldrei og trúi ekki á slikt.
Thor VUhJálmsson rithöfundur: Mér
finnst það ómögulegt að ég fari að
hjálpa til að vekja upp drauga. Þið ætt-
uð að ræða við mig eftir sosum 10
tima, þegar orðið er dimmt. Það er
aldrei að vita nema ég gæti grafið upp
draug þá. Annars er mikill drauga-
gangur í blaðamennskunni núna, t.d.
Svarthöfði. Það mætti að ósekju kveða
hann niður.
Aðalbjörg Haraldsdóttir ritari: Nei,
það hef ég ekki en ég þori ekkert að
fullyrða um hvort þeir eru til eða ekki.
Guðlaugur Kristmanns skrifstofu-
maður: Nei, ekki þá nema í sjónvarp-
inu.
Ingólfur Guðjónsson bilstjóri: Draug
hef ég aldrei augum litið og ég á ekki
von á aö sjá sllkt.
Borgþór Jónsson neml: Það tel ég ekki.
Nei, ég trúi ekki á slik fyrirbrigði.