Dagblaðið - 10.10.1981, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1981.
5
Dómur fallinn í lögbannsmálinu:
Frjálsu f ramtaki heimilt
að nota ABC á barnablaðið
Fallinn er dómur í lögbannsmáli
því sem ABC hf., auglýsingastofa,
höfðaði gegn Frjálsu framtaki hf.
vegna nafnsins á barnablaði útgáf-
unnar, ABC. Dómsorð kveður á um
það að Frjálsu framtaki sé heimilt að
nota nafnið ABC og lögbannið er því
fellt úr gildi. Málskostnaður var
felldur niður.
Vegna lögbannsins, sem sett var á
barnablaðið ABC í fyrra, var nafni
blaðsins breytt í ABCD. Jóhann
Briem, framkvæmdastjóri Frjáls
framtaks, sagði í gær að hið fyrra
nafn yrði nú tekið upp aftur og héti
blaðið því ABC.
Jóhann sagði að lögbannsmálið
hefði verið harkaleg aðgerð sem
valdið hefði útgáfunni fjárhagstjóni.
Skaðabótakröfur væru því ihugaðar.
Lögmenn Frjáls framtaks voru
Eiríkur Tómasson og Ólafur Axels-
son en lögmaður ABC auglýsinga-
stofu var Haraldur Blöndal. Dóminn
kvað upp Steingrímur Gautur
Kristjánsson. -JH.
Féll 15 metra
úr mastri
Ungur maður slasaðist alvarlega við
Hagavatn í gærmorgun er unnið var
við linulögn frá Hrauneyjafossvirkjun.
Maðurinn féll niður úr mastri og var
fallið um 15 metrar. Að sögn Hannesar
Hafstein, framkvæmdastjóra Slysa-
varnafélagsins, barst hjálparbeiðni frá
Landsvirkjun um kl. 10 i gærmorgun.
Slysavarnafélagið fór þess þegar á leit
við varnarliðið á Keflavikurflugvelli að
það sendi þyrlu á staðinn til þess að
sækja hinn slasaða mann.
,,Það var auðsótt mál og vélin var
komin af stað um 10.30 með lækni
innanborðs. Þyrlan kom á slysstaðinn
um kl. 11 þar sem læknirinn gerði að
meiðslum mannsins eins og unnt var.
Þyrlan lenti síðan við Borgarspítalann
kl. 12.05. Þar var læknalið tilbúið til
aðgerðar.
Aðgerðin stóð lengi dags en maður-
inn, sem er tvitugur, reyndist vera með
innvortis meiðsl í kviðarholi og brjósti
og áverka á höfði. Líðan hans var þó
talin eftir atvikum góð.
-JH/DB-mynd: S.
Plastos djúpfrystipokar
eru framleiddir í eftirfapandi
stærðum:
No. 4:20x30 cm.
No. 5:25x40 cm.
No. 6:30x55 cm.
Plastos lokunarbönd og
. djúpfrystimiðar fylgja.
GERIÐ VERÐSAMANBURÐ,
VIÐ ABYRGJUMST GÆÐiNI
Með vetraráætlun sinni ætla Flug-
leiðir að fjölga ferðum bæði innan-
lands og til útlanda. Þannig fjölgar
ferðunum innanlands um tíu á viku og
ferðum til útlanda um fimm, fjórar til
Evrópu og eina til Bandaríkjanna.
Vetraráætlun i innanlandsflugi hófst
um síðustu mánaðamót og hefst um
þau næstu til útlanda.
Jafnframt því sem ferðum með far-
þega fjölgar í vetur og ef allt fer að
óskum enn næsta sumar fjölgar einnig
fraktferðum. Mikið verður gert að því
að fljúga með bæði fólk og frakt í
sömu ferðinni.
Til þess að bæta þjónustu við far-
þega sina hafa Flugleiðir nú hætt sam-
skiptum við Gabríel. Það er tölva sú í
Bandaríkjunum sem skráð hefur fram
að þessu allar ferðir. Nú hafa Flugleiðir
komið sér upp eigin tölvukerfi sem á að
gera ferðaskrifstofum kleift að fá mun
fyrr upplýsingar um laus sætí og fleira
því fylgjandi. Einnig spara Flugleiðir á
sama tíma síma og skeytakostnað.
En vetraráætlun verður sem hér
segir:
Landið:
Akureyri: þrjár á dag nema fimmtu-
daga, föstudaga og sunnudaga, þá 4
ferðir.
Egilsstaðir: ein ferðá þriðjudögum og
sunnudögum, tvær ferðir aðra daga.
Vestmannaeyjar: tvær ferðir á dag.
Hornafjörður: ein ferð þriðjudaga,
fimmtudaga, föstudaga og sunnu-
daga.
Húsavik: ein ferð mánudaga, miðviku-
daga, fimmtudaga, föstudaga og
sunnudaga.
ísafjörður: tvær ferðir á dag nema
laugardaga og þriðjudaga, þá er ein
ferð.
Norðfjörður: ein ferð mánudaga, mið-
vikudaga og laugardaga.
Sauðárkrókur: ein ferð alla daga nema
laugardaga.
Patreksfjörður: ein ferð mánudaga,
miðvikudagaog föstudaga.
Þingeyri: ein ferð mánudaga, þriðju-
daga og fimmtudaga.
Auk þessara ferða verða síðan auka-
ferðir um jól og páska sem síðar verður
greint frá.
Til útlanda:
Kaupmannahöfn: ein ferð á dag alla
daga nemaþriðjudaga.
Með vetraráætlun sinni hafa Fiugleiðir tekið upp þá nýjung að bjóða mðnnum i innan-
landsflugi hressingu á 15 krónur. Er það dós af ávaxtasafa, kex, súkkulaði og smur-
ostur. Brosandi flugfreyja heldur hér á tveim bökkum með þessum kræsingum.
DB-mynd: Bj. Bj.
Osló og Stokkhólmur: Ein ferð
þriðjudaga og föstudaga.
London: ferð á þriðjudögum, fimmtu-
dögum, laugardögum og sunnudögum.
Glasgow: ferð þriðjudaga og laugar-
daga.
Luxemburg: ferð þriðjudaga, fimmtu-
daga, föstudaga, og Iaugardaga.
New York: ferð þriðjudaga, flmmtu-
daga, föstudaga og laugardaga.
Ferðir til Chicago hefjast 6. marz.
Færeyjar: Flogið verður um Egilsstaði
á miðvikudögum og laugardögum.
-DS.
Dagfolaðsvinningur í viku hverri:
„Sannfærðist þegar
síminn fór að ham-
ast um kvöldið”
— segir Aðalsteinn Einarsson á Þingeyri sem vann
glæsilegt reiðhjól íáskrifendagetraun DB
„Vinkona okkar, sem búsett er í
Reykjavík, hringdi í konuna mina á
föstudag, sama dag og nafnið birtist.
Konan kom til mín í vinnuna og sagði
mér frá þessu. Ég hélt að hún væri að
stríða mér en þegar síminn fór að
hamast um kvöldið sannfærðist ég,”
sagði Aðalsteinn Einarsson, til
heimilis að Brekkugötu 7 á Þingeyri
við Dýrafjörð.
Gæfuhjólið snerist honum i vil i
síðustu viku. Honum gafst kostur á
að svara spurningum þeim sem Dag-
blaðið leggur fyrir lesendur sínar í
hverri viku en aðeins einum áskrif-
anda gefst kostur á að svara.
„Mér fannst þetta auðvelt. Ég hélt
þó fyrst að ég myndi fara i baklás, ég
var dálítið spenntur jiegar ég hringdi.
En spurningin var létt, nefna staðinn
þar sem þessi auglýsing var og segja
svo símanúmer auglýsingadeildar-
innar,” sagði Aðalsteinn.
Hann er Reykvíkingur en flutti
vestur árið 1977. Þá var hann ein-
hleypur en nú á hann konu og tvö
börn. Eiginkona hans, Elísabet
Skúladóttir, er frá Gemlufalli sem er
við Dýrafjörð, gegnt Þingeyri.
,,Ég kann mikið betur við mig fyrir
vestan en fyrir sunnan. Ég hef ekki
hugsað mér að breyta til,” sagði
vinningshafínn sem að launum fyrir
að svara hinum einföldu spurningum
rétt fær reiðhjól frá Fálkanum að
verðmæti 3.500 krónur.
„Yfírleitt labba ég i vinnuna. Ég er
svona sjö tíl átta mínútur að því en
hjólið gæti stytt ferðatímann veru-
lega,” sagði Aðalsteinn Einarsson.
Hann vinnur í beinamjölsverksmiðju
Kaupfélags Dýrfirðinga og er þar
aðstoðarverksmiðjustjóri.
-KMU.
OPIÐ TIL KL. 4
ÍDAG
VERZLUNIN
NÓATÚN
NÓATÚN117.
SÍMI17260.
Vetraráætlun Flugleiða:
FERDUM FJÖLGAR BÆÐIINN-
ANLANDS 0G TIL ÚTLANDA