Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 10.10.1981, Qupperneq 7

Dagblaðið - 10.10.1981, Qupperneq 7
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1981. 7 I STJÓRNMÁLAFORINGJAR UM SKODANAKÖNNUN DB UM FYLGIFLOKKANNA „Övissan í stjórnmálum speglast í úrslitunum” — segir Guðrún Helgadóttir Guðrún Helgadóttin Staðan skýríst að loknum landsfundi og kjarasamn- ingum. „Ég held að í þessum tölum, sem nú koma út úr skoðanakönnun ykkar, speglist sú óvissa sem nú er í stjórnmálum,” sagði Guðrún Helga- dóttir alþingismaður. „í fyrsta lagi eru kjarasamningar framundan og ég tel alveg víst að fylgi okkar alþýðubandalagsmanna ráðist nokkuð af hvernig þeim reiðir af. í öðru lagi eru sjálfstæðismenn að flokka sig saman vegna landsfundar og til að fást við sín vandamál. _í þriðja lagi er óákveðni hópurinn afskaplega stór. Þar í gætu t.d. verið konur, tregar til að svara vegna um- ræðu um kvennaframboð sem svo mjög hefur verið á dagskrá. Þessi þrjú atriði tel ég móta þessi breyttu úrslit frá fyrri könnunum og kosningunum síðustu. Síðan á staðan eftir að skýrast þegar landsfundi og kjarasamning- um lýkur,” sagði Guðrún Helga- dóttir. -A.St. Geir Hallgrimsson: Efasemdir um forsendur, framkvæmd og úrvinnslu skoðana- kannana DB. Geir Hallgrímsson formaður Sjálfstæðisflokksins: „Legg ekki upp úr skoðanakönnunum” ,,Ég held að ég endurtaki það sem ég hef áður sagt að ég legg ekki upp úr skoðanakönnunum hvort sem niðurstöður þeirra eru mér að skapi eða móti. Ég hef mínar efasemdir um forsendur, framkvæmd og úrvinnslu þessara skoðanakannana Dagblaðs- ins og sé því ekki ástæðu til að leggja út af þeim,” sagði Geir Hallgrímsson formaður Sjálfstæðisflokksins. -KMU. Sighvatur Björgvinsson þingmaður Alþýðuflokksins: „Staða vinstri hreyfingar- innar umhugs- unarverð” ,,í fyrsta lagi tel ég að reynslan hafi sýnt að skoðanakannanir Dag- blaðsins gefi rétta mynd af þeim al- mennu tilhneigingum sem eru á skoð- unum fólks þó kannanirnar gefi kannski ekki alveg réttar prósentu- tölur,” sagði Sighvatur Björgvinsson formaður þingflokks Alþýðuflokks- ins. „Það er athyglisvert hve margir eru óráðnir. Fólk er óánægt, ekki aðeins með ríkisstjórnina heldur einnig með stjórnmálin almennt. Þeir atburðir sem urðu hjá okkur í Alþýðuflokknum í sumar, og fæstir okkar hafa staðið að, hafa valdið flokknum stórtjóni. Sýnist mér það koma fram í skoðanakönnuninni. En ég vil biðja menn um að hug- leiða í alvöru stöðu vinstrihreyfingar- innar í landinu miðað við’skoðana- könnunina. Það er kannski mergur- inn málsins og einkar umhugsun- arvert að íhaldið skuli vera orðið for- ystuafl, bæði i ríkisstjórn og stjórn- arandstöðu, og búið að leiða það til öndvegis í verkalýðshreyfingunni,” sagði Sighvatur Björgvinsson. KMU. Sighvatur Björgvinsson: thaldið I for- ystu i rikisstjórn, stjórnarandstöðu og verkalýðshreyfingunni. Ingvar Gislason: Gifurlegt fylgi Sjálf- stæðisflokksins áreiðaniega óraun- verulegt. „Get vel sætt mig við niður- stöðuna” - sagði Ingvar Gfslason menntamálaráðherra „Ég get sætt mig við þessar niður- stöðutölur þó hægt væri að sjálf- sögðu að óska Framsóknarflokknum enn betri útkomu, miðað við fylgi hans um kosningar og úr fyrri skoð- anakönnunum þó litlu muni þar á,” sagði Ingvar Gíslason menntamála- ráðherra. „Fylgi okkar virðist eftir þessari skoðanakönnun að dæma heldur i lægri kantinum. Híð gífurlega fylgi Sjálfstæðisflokksins vekur athygli en er áreiðanlega óraunverulegt. Hitt ber þó að leggja áherzlu á og undir- strika að tiltrú fólksins til ríkisstjórn- arinnar virðist mikil og góð, sé skoð- anakönnunin marktæk. Stjórnin er að fjalla um ýmis viðkvæm mál um þessar mundir, m.a. fiskverð og fleira er snertir atvinnumálin. Allt þetta segir fljótt til sín varðandi fylgi en þrátt fyrir erfiðleika er að steðja um stund getur stjórnin vel við unað hvað fylgi varðar,” sagði Ingvar. -A.St. Friðrik Sophusson alþingismaður: „Fagna niður- stöðunum” ,,í fyrsta lagi vil ég taka það fram að ég tel ákaflega varhugavert að taka fullkomlega mark á skoðana- könnunum. Það eru kosningar sem gilda. Hitt er annað mál að skoðana- kannanir sem eru endurteknar, eins og hjá Dagblaðinu, geta sýnt ákveðna tilhneigingu. Á þessum grundvelli fagna ég að sjálfsögðu niðurstöðunum og þær staðfesta það sem ég hef haldið að Sjálfstæðis- flokkurinn eigi geysilega möguleika hjá þjóðinni ef rétt er á spilum hald- ið,” sagði Friðrik Sophusson alþing- ismaður sjálfstæðismanna. -KMU. Friðrik Sophusson: Sjálfstæðisflokk- urinn á geysilega möguleika ef rétt er á spilum haldið. Jón Helgason: Fylgi Alþýðuflokksins væntanlega farið yflr á Sjálfstæðis- flokkinn. Jón Helgason þingmaður Framsóknarflokksins: „Megum vel við una” „Miðað við fyrri reynslu mína af skoðanakönnunum tel ég að við framsóknarmenn megum æði vel við una. Fylgi Framsóknarflokksins í desemberkosningunum 1979 varð mun meira en skoðanakannanir, a.m.k. hjá Vísi, gáfu til kynna. Því megum við bara vel við una,” sagði Jón Helgason alþingismaður Fram- sóknarflokksins og forseti sameinaðs alþingis. „Mér sýnist á viðtali við formann Alþýðuflokksins að hann telji ekki óeðlilegt að flokkur sinn tapi. Þá hlýtur útkoma Alþýðuflokksins að vera eðlileg og fylgi hans hefur vænt- anlega farið yfir á Sjálfstæðisflokk- inn. Ég hef enga skýringu á hinni lágu útkomu Alþýðubandalagsins. En hið háa hlutfall óákveðinna og þeirra sem ekki svara sýnir náttúr- lega að ekki má byggja allt of mikið á svörum hinna,” sagði Jón Helgason. -KMU. . Karpov vann í 12 leikjum Það tók heimsmeistarann Karpov 12 leiki á 12 minútum að sigra Kortsnoj^ þegar skákmennimir tóku til við bið-' skákina úr 4. umferð í Merano í gær. Kortsnoj gafst upp í 53. leik. Loka- staðan. Fimmta skákin í heimsmeistaraein- víginu verður tefld í dag. Biðskákin í gær tefldist þannig. Kortsnoj lék biðleik á svart. 41.------d3 42. Dd7 + — Df7 43. Re7 — Kh7 44. Kg2 — He8 45. Hhl + — Rh4 + 46. gxh4 — Dxe7 47. Dxf5 + - Kg7 48. hxg5 — Db7 + 49. f3 — He2+ 50. Kfl — Kg8 51. Dxd3 — He6 52. Dd8 + — Kg7 53. Dd4 + gefið. Staðan er nú 3—0 fyrir Karpov. -hsím. BitraíFlóa tekur við hlutverki kvenna- f angelsis — rúmar2-3fanga samtímis og heimafólk sér um gæzluna Búið er að staðfesta reglugerð varð- andi nýtt langtímafangelsi fyrir konur. Verður það að Bitru í Hraungerðis- hreppi í Flóa en þar hefur á undan- förnum árum verið rekin þjónusta fyrir geðsjúkrahúsin. Um leið og rekstur kvennafangelsis hefst að Bitru verður kvennafangelsi á Akureyri lagt niður, enda uppfyllti það ekki skilyrði til lang- tímavörzlu fanga, m.a. settu heil- brigðisyfirvöld hámark á veru manna þar og mátti hún ekki vera lengri en 6 mánuðir í senn. Vinnuaðstaða fanga var þar og talin óhæf. Baldur Möller sagði að kvenfang- arnir hefðu á Akureyri einnig kvartað yfir ónæði frá næturföngum lögreglu- stöðvarinnar en fangelsi og næturgist- ing fanga eru þar á sameiginlegum gangi. Kvað Baldur lausnar í málum kven- fanga lengi hafa verið leitað og Bitra orðið fyrir valinu. Þar verða aðstæður fanga með líkum hætti og t.d. að Kvía- bryggju, ekki læstar herbergisdyr og ekki rimlar í gluggum. Heimafólk annast fangavörzluna, fyrst og fremst húsmóðirin en eiginmaður henni til aðstoðar. Þessir aðilar hafa hlotið fyllsta traust geðsjúkrahúsanna sem gæzlufólk. Að Bitru verða helzt ekki nema tveir fangar samtímis en gætu þó verið þrír. Fangavist verður allmiklu ódýrari fyrir ríkið að Bitru en var t.d. á Akureyri. Baldur kvað lausn ýmissa verkefna í fangelsismálum mjög aðkallandi. Horfa menn helzt til þess að fjárveit- ingavaldið veiti nú fé til fangelsisbygg- ingarinnar á Tunguhálsi. Þar liggur næst fyrir að steypa húsið upp og til þess þarf umtalsvert fé. Það hús mun leysa að hólmi Skólavörðustíg 9 og Síðumúlafangelsið, „enda liggja þeir staðið undir reiddri exi heilbrigðisyfir- valda” eins og Baldur Möller komst að orði. Kvað hann þar myndu og komið fyrir sérdeildum, eins og t.d. framtiðar- kvennafangelsi. -A.St.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.