Dagblaðið - 10.10.1981, Qupperneq 13
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1981.
13
Lokastund módelkeppni Vikunnar:
Og nú er þaö heimsborgin sem bíöur
Þau hlutu ferð til New York, Gunnlaugur Carl Nialsen og Sigríður Stan/oysdáttir. Þá mun þeim einnig veröa konM á framfæri erlendis.
Þó að stóra stundin væri & næsta
lerti mátti akki sýna taugatitring á
meóan tizkusýningin fór fram
enda lót enginn sltt eftir Hggja að
gera sem bezt, þrátt fyrir allan
áhorfendafjöldann.
Það ríkti sannkölluð spenna meðal
keppendanna tíu i keppninni „Vikan
velur módel” á miðvikudagskvöldið.
Keppendurnir eru búnir að ganga i
gegnum margvíslegar þrautir síðan
þeir voru valdir úr þrjátíu manna
hópi í júní til að keppa til úrslita.
Og þegar stóra stundin var að
renna upp var ekki laust við að titr-
ingur gerði örlítið vart við sig.
Verðlaunin voru heldur ekki af verra
taginu, vikudvöl í heimsborginni
New York. Þar fyrir utan mun
verðlaunahöfunum verða komið á
framfæri við þekkta tízkukónga.
Unnur Arngrímsdóttir hefur í haust
þjálfar upp krakkana og á miðviku-
dagskvöldið sýndu þeir mörg hundruð
boðsgestum í Hollywood að reynslan
hefur sannarlega komið þeim til
góða. Tizkusýning þeirra tókst með
afbrigðum vel.
Eftir sýninguna kom Graham
Smith með fiðluna sína og lék nokkur
vel valin lög með aðstoð Herdísar
Hallvarðsdóttur sem þekkt er úr
hljómsveitinni Grýlunum. Að því
búnu voru keppendur kallaðir fram
og þeim afhentir blómvendir frá að-
standendum keppninnar, fatnaður frá
verzluninni Sonju og Lancome
snyrtivörur frá Rolf Johansen sem
Svava Johansen afhenti.
Þá voru úrslitin kynnt, fyrst nafn
herrans, Gunnlaugs Carls Nielsen, og
síðan dömunnar, Sigríðar Stanleys-
dóttur. Þeim var báðum fagnað
óspart með lófaklappi og á næstunni
fáum við væntanlega að sjá sigurveg-
arana á tízkusýningum Módelsam-
takanna og vonandi hina kepp-
endurna líka.
-ELA.
Tízkusýning fró verzlununum Sonju og Henahúslnu. MódeHn sýndu og
sönnuðu að þau eru öll hæf í sýningarsamtök og ar vonrndi að viðfóum
að sjó ftau aftur ó þeim vettvangi.
Ounnlaugur fagnar sigri og á næstunni hekJur hann til heimsborgarinnar
ósamt Slgriðl og BorghHdi önnu, blaðamanni Vikunnar, sem verður loið-
sögumaður þeirra.
Graham Smith og Herdís Hallvarðsdóttir láku nokkur val vaHn kjg vlð
mikinn fögnuð, en sam kunnugt er hefur Graham nýlega sant fró sór
hljómplötu með íslenzkum ktgum.
HrafnhUdur Sveinsdóttir blaðamaður á Vikunni færir keppendunum
blómvönd fró aðstandendum keppninnar.
Þær Borghildur Anna Jónsdóttir blaðamaður ó Vikunni og Unnur Am-
grimsdóttir hafa haft vag og vanda af framkvæmd kappninnar og færði
Sigurður Hreiðar ritstjóri Vikunnar þeim þakklætisvott fyrir vel unnin
störf.
Það vlrtist koma Slgriðl gjörsamlega á óvart jtegar Sigurður Hreiðar
kallaði nafh hannar sem sigurvegara. Hór takur hún við skjali sinu fró rit-
stjóranum. DB-myndir Einar Ólason.