Dagblaðið - 10.10.1981, Síða 14
14
DAGBLADID. LAUGARDAGUR 10. OKTÓBER 1981.
Ferðafólag íslands
Dagsferðir sunnudaginn 11. okt.
1. kl. 10.30 Móskarðshnjúkar — Trana — Svína-
skarfl. Ekið upp að Hrafnhólum, gengið þaðan á
fjöllin og síðan yfir Svínaskarð og niður í Kjós. Far-
arstjóri: Tryggvi Halldórsson. Verð kr. 80
gr.v/bílinn.
2. kl. 13.00 Kjósarskarfl — Þórufoss — Pokafoss.
Ekið um Kjósarskarð, gengið niður með Laxá og
fossarnir skoðaðir. Fararstjóri: Hjálmar Guð-
mundsson. Verð kr. 80 gr. /bílinn. Ferðirnar eru
farnar frá Umferðarmiðstöðinni að austanverðu.
. ‘Þróttir :
Frá handknattleiksdeild ÍR
Aðalfundur deildarinnar verður haldinn
miðvikudaginn 14. okt. í Greninu, Arnarbakka 2,
kl. 21.00.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Tónleikar
Orgeltónleikar f Ffladelfiu-
kirkjunni
Laugardaginn 10. október nk. heldur Antonio Cor-
veiras, organleikari viö Hallgrímskirkju, orgeltón-
leika í Fíladelfíukirkjunni. Tónleikarnir hefjast
klukkan 17.00 og á efnisskránni verða m.a. verk
eftir Palestrina, Couperin, Pergolesi, Corrette og
Cabena.
Þetta eru aðrir tónleikarnir í röð þriggja.tónleika
Antonio Corveiras í Fíladelfiukirkjunni nú í haust.
Þriðju tónleikarnir veröa laugardaginn 17. október
nk. á sama tíma og þá verða m.a. leikin verk eftir
Frescobaldi, Heinrich Bach, Georg Muffat, Lang-
lais, Mulet og Widor.
Antonio Corveiras hefur verið búsettur hér á landi
allmörg undanfarin ár og hefur lengst af starfað sem
organleikari og kennari en hann hefur einnig gefið
hér út bækur, bæði ritverk og Ijósmyndabækur frá
heimahéraði sínu, Asturias á Norður-Spáni. Hann
hefur viða farið og búiö, einkum 1 Rómönsku
Ameríku, en bjó einnig lengi í París þar sem hann
var við nám hjá hinum þekkta franska orgelsnillingi
André Isoir, sem kom hingaö til lands í ár fyrir til-
stuðlan Corveiras og hélt hér tónleika bæði í Reyx;a-
vik og Skálholti.
Pótur Jónasson gftarleikari á
klassísku kvöldi að Hlíðar-
enda
Hlíðarendabændur bjóða upp á gítartónlist á klass-
ísku kvöldunum tvo næstu sunnudaga. Það er Pétur
Jónasson sem leikur bæði kvöldin. Á efnisskránni
verða verk eftir Heitor Villa-Lobos, Isaac Albénig
og Fransisco Tarrega. Þá leikur Pétur íslenzkt þjóð-
lag i útsetningu Eyþórs Þorlákssonar.
Pétur Jónasson hóf gítarnám sitt hjá Eyþóri Þor-
lákssyni. Síðar fór hann í framhaldsnám til Mexikó-
borgar. Þar stundaði hann nám hjá gitarleikaranum
Manuel Lopez Ramos frá Argentinu. Pétur hefur
haldiö einleikstónleika í Mexíkóborg. Einnig í
Reykjavik, Akureyri, ísafirði og Hornafiröi. Hann
hefur leikið í útvarpssal í Mexíkó og Reykjavík.
Tónleikar Péturs á Hlíðarenda hefjast klukkan
21.30.
Vfsnakvöld í Þjóð-
leikhúskjallaranum
Næsta vísnakvöld vetrarins verður mánudaginn 12.
október kl. 20.30 1 Þjóðleikhúskjallaranum. Meðal
þeirra sem fram koma verða Þorsteinn frá Hamri og
Bryndís Júlíusdóttir. Einnig verður frjáls dagskrá og
er fólk hvatt til að koma með efni.
Vísnavinir.
Mezzoforte í
NEFSíkvöld
Hljómsveitin MEZZOFORTE mun flytja blandað
efni á tónleikum í Félagsstofnun stúdenta, laugar-
daginn 10. október kl. 21—23.
Hljómsveitin er nú nýkomin frá London þar sem
hún vann við upptökur á þriðju plötu sinni. Eins og
kunnugt er náði fyrri plata þeirra, ,,í Hakanum”,
umtalsverðum vinsældum þar ytra, og komst meðal
annars í 5, sæti á sölulista yfir diskótónlist. Segja má
aö næsta plata þeirra sé í rökréttu framhaldi af „í
Hakanum” en þeir eru trúir þeirri tónlistarstefnu
sem þeir hafa getið sér gott orð fyrir, þ.e. jassrokk-
bræðingnum, og kunnugir segja að nú sé bjartari tíð
í vændum fyrir slíka tónlist.
Undanfarna daga hafa strákarnir verið við æfing-
ar á tónleikadagskrá sem þeir flytja í fyrsta sinn á
laugardaginn í NEFS klúbbnum en síðan hyggjast
þeir leggja land undir fót og heimsækja m.a. fram-
haldsskólana viðs vegar um landið. Ekki er enn að
fullu ákveðið hvar þeir koma fram, en unnið er að
skipulagingu á því og þess má geta að umboðsmaður
þeirra er Eiríkur Ingólfsson og hægt er að ná í hann í
síma 28445.
Sem fyrr segir hefjast tónleikarnir kl. 21 og reynsl-
an hefur sýnt að það er vísast að mæta stundvíslega
vegna hinnar miklu aðsóknar að klúbbnum.
AA-samtökin
í dag, laugardag, verða fundir á vegum AA-samtak-t*
’anna sem hér segir: Tjarnargata 5 (s. 91-12010),'
græna húsið, kl. 14 og 16 (spoFafundur) Tjamargata
3 (91-16373), rauöa húsið, kl. 21, Langholtskirkja
kl. 13, ölduselsskóli Breiðholti kl. 16.
Akureyri (96-22373) Geislagata 39, kvennadeild, kl.
14.00
Akureyri (96-22373) Geislagata 39, kl. 16.00.
Höfn Hornafiröi, Miötún 21, kl. 17.00.
Staöarfell Dalasýslu (93-4290), StaðarfeU, kl. 19.00.
Tálknafjörður, Þinghóll, kl. 13.00.
Vestmannaeyjar (98-1140), Heimagata 24, opinn, kl.
17.00. ,
Á morgun, sunnudag, verða fundir sem hér segir:
Tjarnargata 5, græna húsið, kl. 11, 14, 16 (spora-
fundur) og 21 (framsögumaður). Tjarnargata 3,
rauða húsið, kl. 21.
Akureyri (96-22373), Geislagata 39, kl. 11.00.
ísafjörður, Gúttó við Sólgötu, kl. 14.00.
Kefiavik (92-1800), Klapparsíg7, kl. 11.00.
Keflavík, ensk spor, kl. 21.00.
Grindavik, barnaskólinn, kl. 14.00.
Grundarfjörður, safnaðarheimili, kl. 17.00.
Egilsstaðir, Furuvellir 10, kl. 17.00.
Fáskrúðsfjörður, félagsheimiliö Skrúður, kl. 11.00.
Reyðarfjörður, kaupfélagshúsið, kl. 11.00.
Selfoss (99-1787), Selfossvegur 9, kl.,11.00.
Staðarfell, Dalasýsla (93-4290), Staðarfell, kl. 21.00.
Vopnafjörður, Heimabyggð4..kl. 16.00.
Aðalfundur
Kennarasambands
Vestfjarða (KSV)
Haustþing Kennarasambands Vestfjarða var haldið
að Núpi í Dýrafirði dagana 24. og 25. sept. 1981.
Þingið sóttu u.þ.b. 60 kennarar hvaðanæva af Vest-
fjörðum og var dagskráin mjög fjölbreytt. Megin-
viðfangsefnið var „Móðurmálskennsla” og fiuttu
átta kennarar úr fræðsluumdæminu erindi sem
síðan spruttu af fjörugar umræður. Dagskrá þessa
skipulagði Anna Skarphéðinsdóttir námstjóri í
íslenzku, en erindi fluttu: Aðalbjörg Sigurðardóttir
ísafirði, Ásrún Kristjánsdóttir Patreksfirði, Björg
Baldursdótir Hnífsdal, Elísabet Guðmundsdóttir
Bolungarvík, Emil Hjartarson Flateyri, Gústaf
óskarsson ísafirði, Helga Svana Ólafsdóttir
Bolungarvik og Sigríður Ragnar ísafirði.
Sjö námstjórar voru með fundi og viðræður við
kennara á þessu haustþingi, en þeir voru: Anna
Skarphéðinsdóttir (ísl.), Hrólfur Kjartansson
(líffræði), Hörður Bergmann (danska), Jacqueline
Hannesson (enska), Páll ólafsson (íþróttir), Ragn-
heiður Gunnarsdóttir (stærðfræði) og Þórir Sigurðs-
son (mynd- og handmennt).
Ása Guðmundsdóttir sálfræðingur við Fræðslu-
skrifstofu Vestfjarða kynnti sálfræðiþjónustu í
skólum á Vestfjörðum, Svavar Guðmundsson stýrði
fræðslufundi um „Töflunýtingu” og Ragna Freyja
Karlsdóttir fræðslufundi um „Hegðunarvandkvæði
og fyrirbyggjandi aðgerðir”.
Á aðalfundi KSV var stjórnin endurkjörin, en
hana skipa: Jón Baldvin Hannesson formaður,
Daði Ingimundarson gjaldkeri, Emil Hjartarson
ritari, Þuríður Pétursdóttir, Björg Baldursdóttir og
Sigurður Friðriksson.
Fundur Alþýðusambands
fslands
54 manna nefnd ASÍ samþykti á fundi sínum 6.
októ’ber eftirfarandi skipan samninganefndar
sambandsins í komandi kjarasamningum:
Miðstjórn (15 manns) ásamt þeim formönnum
landssambanda (2) og svæðasambanda (6) sem ekki
eiga sæti 1 miðstjórn. Auk þess skipi
landssamböndin fulltrúa sem hér segir: Verka-
mannasamband íslands 14, Landssamband íslenzkra
verzlunarmanna 10, Sjómannasamband íslands 4,
Landssamband iðnverkafólks 4, Samband bygginga-
manna 2, Málm- og skipasmiðasamband íslands 2,
Rafiðnaðarsamband íslands 2, Landssamband vöru-
bifreiðarstjóra 2 og miðstjóm ASÍ skipi 7 fulltrúa
vegna félaga með beina aðild. Þá skipi Iðnnema-
samband islands 2 fulltrúa.
Samtals eru þetta 72 fulltrúar.
Tilnefningaraðilar greiði hver um sig kostnað af
sinum fulltrúum.
Þá samþykkti fundur 54 manna nefndar að
fyrsti fundur þessarar samninganefndar skyldi
haldinn 20. október.
Elias Valur Benediktsson verður jarð-
sunginn í dag, 10. október, kl. 11 frá
Selfosskirkju.
Sigrún Einarsdóttir, Hofsstöðum Staf
holtstungum, verður jarðsungin frá
Gilsbakkakirkju i dag, 10. október, kl.
14.00. Bílferð frá Umferðarmiðstöð-
inni kl. 11.00.
Bjarni Ólafsson bifreiðarstjóri, Eyrar-
vegi 14 Selfossi, verður jarðsunginn frá
Selfosskirkju í dag, 10. október, kl.
16.00.
*L Æ_____rin-ffl
Þakkarávarp
Hjartans þakkir til allra þeirra sem glöddu mig með
gjöfum og skeytum á 85 ára afmæli minu. Lifiö heil.
Kveðja,
Elín Jónsdóttir frá Eskifirði.
Basar Systrafé-
lagsins Alfa
verður að Hallveigarstöðum á morgun, sunnudag,
11. október kl. 14.00.
Kvenfólag Óháða
safnaðarins
Kirkjudagur nk. sunnudag hefst með messu kl.
14.00. Sigurður Magnússon framkvæmdastjóri pre-
dikar. Félagskonur eru góðfúslega beðnar að koma
kökum til félagsins, laugardag frá kl. 13—16 og
sunnudag frákl. 10—12. ^
Fréttatilkynning frá
Jafnréttisráði
Nokkurs misskilnings hefur að undanförnu gætt í
lesendabréfum dagblaðanna um skipan Jafnréttis-
ráðs.
Vegna þessa vill ráðið taka eftirfarandi fram:
Jafnréttisráð er opinber stofnun, sem starfar sam-
kvæmt lögum, sem samþykkt voru á Alþingi 19. maí
1976.
9. grein jafnréttislaganna hljóðar svo:
„Jafnréttisráð skal annast framkvæmd laga
þessara. Jafnréttisráð skal skipað 5 mönnum til
þriggja ára í senn og skulu þeir ásamt varamönnum
skipaðir þannig: einn skipaður af Hæstarétti og er
hann formaður ráðsins og skal hafa lokið embættis-
prófi í lögum, einn skipaður af félagsmálaráðherra,
einn skipaður af Bandalagi starfsmanna ríkis og
bæja, einn skipaður af Alþýðusambandi fslands og
einn skipaður af Vinnuveitendasambandi íslands
Jafnréttisráð hefur skrifstofu og ræður fram-
kvæmdastjóra til að veita henni forstöðu. Kostn-
aðurgiciðist úr ríkissjóði.”
Eftirtaldir adilar eiga nú sæti í Jafnréttisráði:
Guðríður Þorsteinsdóttir, formaður tilnefnd af
Hæstarétti, Ásthildur Ólafsdóttir, tilnefnd af félags-
málaráðherra, Gunnar Gunnarsson, tilnefndur af
BSRB. Kristin Guðmundsdóttir, tilnefnd af ASÍ.
Einar Árnason, tilnefndur af VSÍ.
Gjafir og áheit
sem borizt hafa Landakirkju
í Vestmannaeyjum
Frá síðustu áramótum hafa gjafir og áheit borizt
Landakirkju, einnig var, söfnunarkistill í anddyri
kirkjunnar tæmdur, voru í honum kr. 1.651,15.
.Fyrstu níu mánuði ársins hafa því Landakirkju
borizt kr. 29.247,15 í áheitum og gjöfum. Sóknar-
nefnd Landakirkju færir öllum gefendum fjær og
nær beztu þakkir.
íslandsdeild norrænu
lögfræðiþinganna
Norrænt lögfræðingaþing var haldið í Stokkhólmi
19.—21. ágúst sl. Var það hið tuttugasta og niunda í
röðinni, en fyrsta norræna lögfræðingaþingið var
haldið í Kaupmannahöfn árið 1872. Á þinginu í
Stokkhólmi voru til umræðu mörg lögfræðileg mál-.
efni, sem ofarlega éru á baugi, þ.á.m. löggjöf og
lagareglur um fjármál hjóna og sambúðarfólks,
tjáningarfrelsi og þagnarskyldu opinberra starfs-
manna, um vinnustaði og vinnuvemd, um réttindi
sjúklinga, um úrlausn smærri einkamála, um al-
menningsréttindi og um refsiviðauka og réttarvitund
almennings. Þá var rætt efnið frelsi, réttaröryggi og
virk samfélagsstjórn. Þrír íslenzkir lögfræðingar
voru meðal frummælenda, þau Guðrún Erlends-
dóttir dósent, Guðmundur I. Sigurðsson hæsta-
réttarlögmaður og Ragnhildur Helgadóttir, fyrrv.
alþingismaður, en alls tóku rösklega þrjátíu isl. lög-
fræðingar þátt í þinginu. Á norræna lögfræðinga-
þinginu var í fyrsta sinni úthlutað norrænum verð-
launum til vísindamanns í lögfræði, og hlaut próf-
essor Johs. Andenæs í Osló, sem íslendingum er að
góðu kunnur, þau verðlaun. Næsta norræna lög-
fræðingaþing verður haldið í Osló 1984.
í stjórn íslandsdeildar norrænu lögfræðinga-
þinganna eru dr. Ármann Snævarr, hæstaréttar-
dómari, Árni Kolbeinsson deildarstjóri, Baldur
Möller ráðuneytisstjóri, Benedikt Blöndal hæsta-
réttarlögmaður, Björn Sveinbjömsson hæstaréttar-
forseti, Guðmundur Ingvi Sigurösson hæstaréttar-
lögmaður, Guðrún Erlendsdóttir dósent, Hrafn
Bragason borgardómari, Jón E. Ragnarsson hæsta-
réttarlögmaður og Þór Vilhjálmsson hæstaréttar-
dómari.
Kvenfélag Kópavogs
gengst fyrir almennri hressingarleikfimi kvenna.
Kennt er í Kópavogsskóla mánudaga kl. 19.00 og
miðvikudaga kl. 21.15. Upplýsingar ísíma40729.
Bókabúfl Suðurvers
opnar laugardag kl. 16.30
10. október verðúr opnuð i Suðurveri ný og glæsileg
bókabúð undir nafninu Bókabúð Suðurvers. Þar
verða til sölu allar nýjustu bækur, ritsöfn, ritföng,
innlend og erlend blöð og allavega skólavömr.
Framkvæmdastjórar eru Bjarni Á. Friðriksson
íslandsmeistari í júdó og Bragi Sveinsson, báðir
kunnir bókasölumenn. Eigandi er Kver sf. sem er
sameignarfélag þeirra félaga. Verzlunarstjóri er
Jóhanna Jóhannsdóttir sem hefur margra ára starfs-
reynslu á þvi sviði. Á myndina vantar Bjarna Á.
Friðriksson.
Jóhann, Bragi og Bryndís i Bókabúfl Suflurvers.
Saab og Subaru
meðal vinninga
Krabbameinsfélagið er nú farið af stað með haust-
happdrætti sitt þetta árið og miðar hafa verið sendir
út með venjulegum hætti. Aðalvinningarnir eru að
þessu sinni tveir mjög eftirsóttir bílar, Saab 900 GLS
og Subaru „station”, fjórhjóladrifinn með háu og
lágu drifi, báðir árg. ’82. Þriöji vinningurinn er bif-
reið að eigin vali fyrir 80 þúsund krónur. Þá eru í
boði þrjú Grundig myndsegulbandstæki og sex
Finlux litsjónvarpstæki. Heildarverðmæti þessara
12vinningaerum 520 þúsund krónur.
Miðinn kostar nú 20 krónur en hverjum viðtak-
anda eru sendir tveir miðar áfastir við gíróseðil.
Dregið verður 24. desember en félaginu kemur vel
að fá miðana greidda sem fyrst.
Félag járniðnaðarmanna
vill skipaverkstöð
Á félagsfundi í Félagijárniðnaöarmannasem haldinn
var 28.09 sl. var samþykkt samhljóða að segja upp
kjarasamningum við samtök atvinnurekenda og að
hafa samstarf við sambandsfélög Málm- og skipa-
smíðasambands íslands varðandi komandi kjara-
samningagerð, svo og ASÍ að því er varðar félags-
leg réttindamál, verðtryggingu launa og átak í at-
vinnu-uppbyggingu.
Jafnframt var samþykkt á félagsfundinum eftir-
farandi ályktun sem send verður viðkomandi stjórn-
völdum.
„Félagsfundur í Félagi járniðnaðarmanna hald-
inn 28. sept. 1981 fagnar samþykkt hafnarstjómar
frá 28. ágúst sem staðfest var á borgarstjórnarfundi
3. sept. sl. varðandi byggingu skipaverkstöðvar í
Kleppsvík.
Félag járniðnaðarmanna vill í framhaldi af sam-
þykkt hafnarstjórnar og borgarstjómar beina því
eindregið til iðnaðarráðherra og Samgönguráðu-
neytis að stutt verði sérstaklega við framkvænd
samþykktarinnar varðandi byggingu skipaverk-
stöðvarinnar, í samræmi við ákvæði í stjórnarsátt-
mála ríkisstjórnarinnar, í kafla um eflingu atvinnu-
veganna III. lið um iðnað, þar sem segir svo:
„Stuðlað verði að byggingu skipaverkstöðvar í
Reykjavík”.
Félag járniðnaðarmanna væntir þess að ríkis-
stjórnin framkvæmi þettayfirlýsta stefnumið sitt í
samstarfi við hafnarstjórn og borgarstjórn Reykja-
víkur, á grundvelli samþykkta þessara aðila.”
Kirkjukaffi, basar og söngur
í Bústaðakirkju
Lengi þótti það sjálfsagður þáttur kirkjugöngu að
halda inn í prestssetrið eða bæ kirkjubónda og
þiggja góðgjörðir eftir messu. Minna mun nú um
slíkt, og alveg niðurfallið í þéttbýli. Þó er viss eftir-
sjá að þessu þar sem viðkynningin yfir kaffibolla var
mikils virði og jók samfélagskennd og vináttu.
Á sunnudaginn gefst kirkjugestum þó kostur á því
að ganga í safnaðarsal Bústaðakirkju eftir messuna
kl. 2 og setjast að borðum, njóta góðra veitinga,
sem Kvenfélag Bústaðasóknar reiðir fram gegn
vægu gjaldi. Og einnig er hægt að hafa með sér heim
vistir þar sem konurnar verða með margs konar
kökur og slíkt góðgæti á basarborðum.’
En til að auka enn frekar á ánægjuna munu tvær
listagóðar söngkonur gleöja kirkju- og kaffigesti
með flujningi sínum á ýmsum þekktum tónverkum.
Eru þær báðar að góðu kunnar, ekki aðeins i Bú-
staðakirkju heldur hvarvetna þar sem fólk kann að
meta góðan söng. Eru þetta söngkonurnar frú Ingi-
björg Marteinsdóttir og frú Ingveldur Hjaltested
óperusöngkona. En við pianóið verður eins og við
orgelið í messunni Guöni Þ. Guðmundsson, sem á
þaö til að krydda söng og hljóðfæraleik með smelln-
um gamansöng og öðru því sem eykur á léttleika og
samhygð.
Við vonum að sem flestir leggi leið sína 1 Bústaða-
kirkju á sunnudaginn, fyrst i messuna og síðan i
kirkjukaffið. Og um leið viljum við benda á það að
barnastarfið er nú hafið með guðsþjónustum kl. 11
árdegis.
Rafmagnstœki og fegrun, —
og notagildi snyrtivara
— brezkur sfnafrnðingur og skólastjóri snyrti-
frœðingaskóla heidur fyrirlestur hér.
Störf snyrtifræðinga hér á landi hafa aukizt að mun
á undanfömum árum. Má eflaust þakka það al-
mennari áhuga bæði karla og kvenna á líkamsrækt
og vemdun heilsu sinnar. í Félagi íslenzkra snyrti-
fræðinga em rúmlega 230 félagar, að vísu ekki allir í
starfi.
Margar nýjungar er að finna í þessari starfsgrein
og félagar í Félagi ísl. snyrtifræðinga fylgjast vel
með því sem er að gerast í rannsóknum og almenn-
um framförum á sinu sviði.
Um þessa helgi er gestur félagsins Kenneth Morris
og eiginkona hans. Morris er efnafræðingur að
mennt og hefur sérhæft sig í efnafræði snyrtivara.
Hann er skólastjóri og einn eigenda London Insti-
tute of Beauty Culture, gjaldkeri alþjóðasamtaka
snyrtifræðinga og formaður fræðslunefndar brezka
snyrti fræðingafélagsins.
Á sunnudaginn kl. 14 heldur Kenneth Morris
fyrirlestur í Átthagasal Hótel Sögu. Fjallar hann þar
um tvö málefni, notkun ýmissa rafmagnstækja 1
fegrunarmeðferðum og hina efnafræðilegu samsetn-
ingu og notagildi snyrtivara, m.a. um virk efni 1
þeim, sýmstig og lausnir.
Bikarkeppni BSÍ
Úrslitaleikurinn i bikarkeppni BSÍ verður haldinn á
Hótel Loftleiðum laugardaginn 10. október. Til úr-
slita keppa sveitir Egils Guðjohnsen og Amar Arn-
þórssonar. Úrslitaleikurinn er alls 64 spil en aðstaða
fyrir áhorfendur verður ekki sett upp fyrr en að
loknum 16 spilum, eða klukkan 13.00. Þá verða
spilin sem eftir em sýnd á sýningartjaldi. Aðgangs-
eyrir verður 25 krónur.
Sveit Egils Guðjohnsen skipa auk hans: Stefán
Guðjohnsen, Guðmundur Pétursson, Sigtryggur
Sigurðsson, Óli Már Guðmundsson, og Þórarinn
Sigþórsson.
Sveit Arnar Amþórssonar skipa auk hans:
Guðlaugur R. Jóhannsson, Hörður Arnþórsson,
Jón Hjaltason, Jón Ásbjömsson og Símon
Símonarsson.
Keppnisstjóri er Guðmundur Sv. Hermannsson.
Hluti setn-
ingar f éll úr
Úr frétt í blaðinu í gær, um eignar-
rétt að Sandskeiði, féll niður setningar-
hluti sem varð til þess að merkingin
skildist ekki eða mátti skilja á rangan
hátt. í miðri fréttinni segir: „Þegar
Seltjarnarnes- hreppur stofnaður, árið
1947, hafi Sandskeiðinu verið skipt til
helminga á milli hreppanna. . .”
Á eftir „Seltjarnarnes-” vantar setn-
ingarhluta. Rétt hljóðar þetta svona:
„Þegar Seltjarnarneshreppi hafi verið
skiot og Kópavogshreppur stofnaður,
árið 1947, hafi Sandskeiðinu verið
skipt til helminga á milli hreppanna
-KMU.
Fermingar
Neskirkja
Fnrmingarbörn 11. október kl. 2 e.h.
Prestur: Sóra Frank M. Halldórsson.
STÚLKUR
Brynhildur Ingadóttir, Tómasarhaga 34.
Gróa Maria Þórflardóttir, Skildinganesi 4.
Helga Ólafsdóttir, Vallarbraut 7, Seltjarnarnesi.
Sólveig Lilja Einarsdóttir, Flókagötu 63.
Unnur Orrádóttir, Hagamel 8.
Þorbjörg Sigurflardóttir, Kaplaskjólsvegi 51.
DRENGIR
Alf Wardum, Geitlandi 35.
Gísli Heimir Jóhannsson, Breiðvangi 2, Hafnarfirfli.
Halldór Jónasson, Melabraut 63, Seltj.,
Halldór Guðjón Jónasson, Melbæ 43.
Sigurflur Valtýsson, Kaplaskjólsvegi 65.
Sigurjón Ólafsson, Vallarbraut 7, Seltjarnarnesi.
Fríkirkjan
Fermingarbörn 11. okt. kl. 2.
Prestur: Sóra Kristjón Róbertsson
DRENGIR
Hermann Haukur Jónsson, Melseli 20.
Hrafnkell Þorsteinsson, Stufllaseli 24.
Leander Hilmarsson, Mosgerfli 25.
Safnaðarheimili
Árbæjarsóknar
Fermingarguösþjónusta og altaris-
ganga sunnudaginn 11. október kl. 2
e.h.
Prestur: Sóra Guðmundur Þorsteins-
son.
Fermd verfla eftirtalin börn:
Birna Methúsalemsdóttir, Deildarási 6.
Dagbjört Lára Helgadóttir, Hraunbæ 180,
Guðmundur Jónsson, Deildarási 3,
Hlynur Sigurflarson, Hraunbæ 130.
Grensáskirkja
Fermingarbörn 11. okt. kl. 2.
Prestur: Sóra Halldór S. Gröndal.
Klara Björg Jakobsdóttir, Þinghólsbraut 80,
Kópav.,
Stefán Stefánsson, Stóragerði 31.
Þorvaldur Skúlason, Stóragerfli 15.
Kópavogskirkja
Fermingarbörn 11. okt. kl. 2.
Prestur: Sóra Árni Pálsson.
Berglind Pálsdóttir, Háteigsvegi 1, Reykjavík.
Hafdis Hafsteinsdóttir, Melgerfli 2.
Vilborg Víðisdóttlr, Austurgerði 2.
Guflmundur Helgi Önundarson, Kársnesbraut 79.
Jóhann Tómas Axelsson, Kópavogsbraut 99.
Matthias Björnsson, Þinghólsbraut 50.
Ósvaldur Þorgrimsson, Hraunbraut 12.
GENGIÐ
GENGISSKRÁNING NR. 192 9. OKTÓBER1981 , Ferflamanna- gjaldeyrir
Einingkl. 12.00 Kaup Sala Sala
1 Bandarikjadollar 1J5ÍJ2 7,594 8,353
1 Staríingspund 14,447 14,489 15,937
1 Kanadadollar , 6,323 6,341 6,975
1 Dönsk króna 1,0737 1,0768 1,1845
1 Norskkróna 1,3100 1,3138 1,4452
1 Ssansk króna 1,3895 1,3935 1,5329
1 Finnskt mark 1,7483 1,7534 1,9287
1 Franskur franki 1,3755 1,3795 1,5175
1 Belg. franki 0,2056 0,2082 0,2268
1 Svissn. f ranki 4,0819 4,0938 4,5032
1 Hollenzk florina 3,1148 3,1238 3,4362
1 V.-þýzktmark 3,4497 3,4597 3,8057
1 (tölsklfra 0,00649 0,00651 0,00716
1 Austurr. Sch. 0,4926 0,4941 0,5435
1 Portug. Escudo 0,1200 0,1203 0,1323
1 Spénskur peseti 0,0807 0,0810 0,0891
1 Japanskt yen 0,03319 0,03329 0,03661
1 írsktDund 12,229 12,264 13,490
SDR (sérstök dréttarréttlndi) 01/09 8,8807 8,9063
Slmavari vagna ganglaakránlngar 22190.