Dagblaðið - 23.10.1981, Page 2
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1981
Verðlagsmálin:
Lagasaf n hækkaði
um 1000% á viku
— „ílandi þar sem verðstöðvun er í gildi”
Laganemi skrifar:
Undanfarna daga hef ég staðið í
miklum hlaupum tii þess að ná i
islenzkt lagasafn sem ég þarf
nauðsynlegt á að halda vegna náms
míns.
Lagasafnið fékkst ekki i Bóksölu
stúdenta, en hjá bókaverzlun Lárusar
Blöndal fékk ég þær upplýsingar að
þeir hefðu fengið 10 „sett” sem
kostuðu kr. 98,80 og seldust upp á
einum degi og að dómsmála-
ráðuneytið hefði ekki fengizt til þess
að afhenda fleiri.
Ég lallaði mér niður í ráðuneyti til
þess að kanna hverju þetta sætti. Þar
var mér tjáð að einhver
ónafngreindur yfirmaður væri
staddur erlendis og enginn gæti veitt
leyfi til þess að afhenda fleiri „sett”
fyrr en hann kæmi aftur,
Ástæöan var sögð vera sú, að
verið væri að íhuga að gefa 'út nýtt
lagasafn, þar sem hið gamla er frá
1973.
f dag, réttri viku eftir að 10
„settin” seldust upp hjá Blöndal,
komu önnur 10 frá 1973, en nú kosta
þau ekki kr. 98,80, heldur kr.
1.112,00. Hér er um meira en 1100%
hækkun aðræða.
Mér er spum: Er forsvaranlegt að
slíkar hækkanir eigi sér stað i landi
þar sem veröstöðvun er í gildi?
Það skal tekið fram að laganemar
njóta afsláttar frá áöurgreindu verði í
Bóksölu stúdenta var mér tjáð að í
dag væri verðið til stúdenta kr. 550
fyrir hvert „sett”. Einnig að
Bóksalan hefði fengið 50 „sett”, en
væru þau siðustu, sem seld yrðu af
þessu gamla safni, þar eð nýtt væri i
bigerð.
Trúlega verður slegizt um þessi 50
„sett”, því fjöldi laganema á 1. ári
skagar hátt upp i 9. tuginn.
Rótt verð er kr. 988,00
Dagblaðið spurði Ólaf Walter
Stefánsson, skrifstofustjóra í dóms-
málaráöuneytinu, hvað ylli þessari
miklu og skyndilegu hækkun á laga-
safninu.
„Það var ákveðið að hækka
verðið á þvi litla magni, sem eftir er,
m.a. vegna þess að töluverð
bókbandshækkun átti sér stað á eftir-
stöðvum upplags sem óbundið var.
Rétt verð úr búð er kr. 988,00.
Hin fjárhæðin mun vera byggð á mis-
skilningi,” sagði Ólafur Walter.
s -FG.
Lagasafnið, sem hskkaðl úr Itr.
98,80 i kr. 1.112,00 á einni viku, átti
aðhœkka 1988,00.
DB-mynd: Kristján öm.
Upp með diskóið og rokkið
Reiður hluslandi skrifar:
Mig langar til þess að koma smá-
skömmum á framfæri. Ég sendi
kveðjur í Lög unga fólksins og það
eru þrjár vikur síðan ég sendi þær.
Kveðjurnar hala ekk'. veriðlesnar
ennþá. Ég hlusta alltaf á þennan
þátt, sem er á mánudagskvöldum kl.
20. Mér finnst hart að fá ekki mína
kveðju lesna, því ég hef oft sent
kveðjur með þessu lagi, en svo eru
allar mögulegar skrípakveðjur lesnar.
Flestum þeirra finnst mér að ekki
'ætti að útvarpa, svo ekki sé nú
minnzt á sumar þær hljómsveitir,
sem þarna koma fram, og eru algjörir
vitleysingar, svo ekki sé nú talað um
lögin eftir þessa apaketti.
Upp með diskóið og rokkið og
niður með pönkið og nútíma jazz.
Ég heyrði stjórnanda þáttarins
segja, að maður ætti bara að skrifa
aftur, ef'kveðjurnar. væru ekki lesnar.
En maður getur ekki endalaust
skrifað og skrifað kveðjur, sem
aldrei eru lesnar, því það er bara
frímerkjaeyðsla.
70—100 bróf berast
fyrir hvern þátt
„Það berast svona 70—100 bréf
fyrir hvern þátt,” sagði Hildur
Eiríksdóttir, stjórnandi Laga unga
fólksins, „og það er ógerningur að
taka nema lítinn hluta þeirra i hvert
skipti. Hinum er hent.
Ef fólk hefur skrifaö áður, verður
það að taka það greinilega fram og
hvenær. Viðvíkjandi lagavalinu, þá
reyni ég að gera öllum jafnhátt
undir höfði,” sagði Hildur. _fb.
!^P"9,HNlll'*^■?i«,
Jón Jakobsson telur störf húsmóður vera illilega vanmetin og þurfl afl
bæta úr þvi hið bráðasta.
DB-mynd: Hörflur.
r
„BARA HUSM0DIR”
—er það matið, þegar a reynir?
Jón Jakobsson hringdi:
Ég hef stundum hneykslazt á þvi,
þegar kona segist bara „vera
húsmóðir”.
Þá bar svo við að konan mín
veiktist alvarlega og þurfti að liggja
rúman mánuð á spítala. Siðan er talið
að hún þurfi að vera frá vinnu eina
6—8 mánuði.
Fyrir tilviljun frétti ég að hún ætti
rétt á sjúkradagpeningum, bar það
undir heimilislækninn minn sem
sagði það rétt vera og skrifaði hann
vottorð. í því sambandi vil ég geta
þess að konan min lá á Land-
spítalanum en þar var henni alls ekki
bent á þetta, né senda þeir nein
vottorð.
Ég fór niður á Sjúkrasamlag með
veikindavottorðiö. Þar var ég
spurður hvort konan mín ynni úti og
sagði ég hana ekki gera það. Þá sagði
maðurinn: „Nú, er hún bara
húsmóðir? Þá fær hún bara 1/4 sem
eru kr. 20ádag meðeinu bami.”
Mér finnst nauðsyn bera til þess
að vekja athygli á þessu vanmati á
störfum húsmóður og held ég að
Jafnréttisráð, kvennasamtök og
Alþingi ættu að gera hér bragarbót.
Flugmálin:
„ER FRJALS SAMKEPPNISIÐLEYSI?”
—spyr stuðningsmaður Arnarf lugs
f
iRsWua
M6U4/J! r-j
...........gtll....... Q
£*>.
„nífl V mmI
rír'WífW ‘)
„Það myndl á engan hátt draga úr verkefnum meðlima verkalýðsfélaga á Suðurnesjum, þótt Arnarflug fengi fastar áætlunar-
lelðir,” segir áhugasamur. -
Áhugasamur skrifar:
Það virðist ætla að bögglast fyrir
brjóstinu á stjórn Flugleiða, en ekki
sízt forstjóra þeirra, sem einnig á
sæti í stjórn Arnarflugs, að al-
menningur í þessu landi er mjög
hlynntur þvi, að Arnarflug fái sömu
réttindi til farþegafiugs og Flugleiðir.
Stjórn Flugleiða lætur öllum illum
látum og forstjóri Flugleiða boðar til
fundar með flugliðum tii þess að gera
þeim grein fyrir því, að fái Arnarflug
leyfi til áætlunarflugs muni þurfa að
segja upp umtalsverðum hópi
flugliða.
Sennilega hefur tilgangurinn verið
sá, að fá flugliða, einkum flugmenn
til - skipulagðs andófs gegn
samgönguráðherra, svo að hann sæi
sér ekki annað fært en snúast á móti
leyfum til Arnarflugs.
Þetta hefur þó ekki tekizt að
fullu, a.m.k. hefur FÍ'A, félag ísl.
atvinnuflugmanna, ekki Ijáð nafn sitt
til undirritunar fyrir þeim fundi, sem
Starfsmannafélag Flugldða er knúiö
til þess að halda og fá í lið með sér
önnur félög, til þess að reyna að kné-
setja samgönguráðherra, fimmtudags-
kvöldið 8. þ.m. í salarkynnum Hótels
Loftleiða.
Er það mál manna, er voru á
þessum fundi, aö samgönguráðherra
haft farið með pálmann i höndunum
af þessum fundi, þrátt fyrir tilraunir
örfárra óttasleginna starfsmanna
undir forystu starfsmannastjórans
nýja, til þess að lýsa siðleysi og
svikum vegna þeirra skoðana
ráöherra og flestra landsmanna aö
samkeppni i flugi sé jafnnauösynleg
og i hverri annarri grein verzlunar og
viðskipta i landinu.
Einkennileg er afstaða þeirra
Alþýöuflokksforsprakka, sem töldu
rétt að leggja til atlögu gegn Arnar-
flugs-framgangi á fundi þessum. Á
Alþingi þvl er um Flugleiðamálið
fjallaði sl. vetur voru þingmenn
Álþ.flokks hvaö harðsnúnastir gegn
Flugleiðum og töldu nauösynlegt að
víkja stjórn Flugleiða frá og lögbinda
þau skilyrði, sem sett voru fyrir fjár-
hagsaðstoð til félagsins.
Harðsnúnastir voru þeir Kjartan for-
maður, Eiður alþingismaður og Karl
Steinar, formaður Verkamannafélags
Suðurnesja.
Fimmtudaginn 8. október sl. voru
þeir tveir síðastnefndu orðnir
stuðningsmenn Flugleiða í þvi að
hindra Arnarflug í að fá flugleyfi til
áætlunarferða til nokkurra staða í
Mið-Evrópu!
Það myndi á engan hátt draga úr
verkefnum meðlima verkalýðsfélaga
á Suðurnesjum, þótt Arnarflug fengi
fastar áætlunarleiðir. Ekki myndi
ferðatöskum farþega fækka við þá
ráðstöfun, né afgreiðslu- eða
þjónustu við það flug á Keflavíkur-
flugvelli.
Og sannleikurinn er auðvitað sá,
að Flugleiðir missa engan spón úr
sínum aski, með tilkomu Arnarflugs,
og þar af leiðandi eru rök fyrir
uppsögnum starfsfólks Flugleiða
með tilkomu þess fiugs ekki
marktækar. En hver er þáttur og
tilgangur forstjóra Flugleiða og
stjómarmanns i Amarflugi i aðför
að Arnarflugi?
Svar blaðaf ulltrúa
Flugleiða
Bréf þetta var lesið fyrir Svein
Sæmundsson, blaðafulltrúa
Flugleiða, sem sagöl: „Eftir að hafa
heyrt þetta bréf, bið ég kærlega að
heilsa Geir Andersen.”