Dagblaðið - 23.10.1981, Page 9
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1981
(§
7
3
Erlent
Erlent
Erlent
Erlent
Breytingar
á Kabúlstjórn
Mohammed Yusif Farand, fyrrum
háttsettur embættismaður í Kabui-
stjórninni íAfganistan, sem nýlega flúði
til Pakistan, segir að pólitískt, efna-
hagslegt og stjórnsýslukerfi landsins sé
að hruni komið. Hann segir ennfremur
að sterkur orðrómur sé nú á kreiki í
Kabul um fyrirhugaðar breytingar á
stjórninni. Samkvæmt honum verður
Babarak Karmal brátt vikið frá
völdum, en annar tryggur fylgismaður
kommúnista látinn taka við.
Farand segir að stjórnin sé alveg
hætt að innheimta tekjuskatt og að
aðeins einni tegund iðnaðar sé sinnt í
landinu: Útflutningi á jarðgasi til
Sovétríkjanna. Farand var fyrir flótta
sinn ráðgjafí í viðskiptamálaráðuneyt-
Snuðaðir í
mannaskiptum
Vestur-Þjóðverjar virðast hafa látið
Austur-Þjóðverja snuða sig í sambandi
við skipti á njósnurum á milli
landanna.
Austur-þýzk yfirvöld hafa aðeins
látið 9 njósnara og pólitíska fanga
lausa af þeim 34 sem V-Þjóðverjum bar
að fá í skiptum fyrir súpernjósnarann
Gúnter Guillaume ásamt þremur
öðrum a-þýzkum njósnurum, hand-
teknum í V-Þýzkalandi.
Peningafölsun
ístórumstfl
íDanmörku
Tveir menn hafa nú setið inni í Dan-
mörku í tæpt ár vegna fölsunar á pen-
ingum í stórum stil. Eru þeir álitnir fé-
lagar í glæpahring sem stendur að baki
framleiðslu á fölskum dollaraseðlum
að andvirði 30 milljónir nkr. Sá þriðji
siturífangelsiáTenerife á Kanaríeyj-
um. Hann er 31 árs gamall og var hand-
tekinn í nóvember í fyrra. Spænska
lögreglan fann 700.000 falska dollara
um borð í bát sem hann átti. Allir eru
mennirnir danskir og vonast yfirvöld
Danmerkur eftir að fá fangann á Kan-
aríeyjum framseldan. Réttarhöld hafa
farið fram yfir þeim í Svendborg fyrir
lokuðum dyrum og eru yfirvöld mjög
treg til að gefa upplýsingar um málið.
Lögreglan komst á snoðir um pen-
ingafölsunina í sambandi við eiturlyfja-
mál í Svendborg.
Hún fann fleiri milljónir af fölskum
dollurum undir gólffjölum i húsi einu í
nágrenni Kaupmannahafnar. Ríkissak-
sóknarinn á Sjálandi vill þó ekki skýra
frá nákvæmri upphæð.
Mennirnir þrír höfðu útvegað sér
pappírinn erlendis en seðlarnir voru
framleiddir í Kaupmannahöfn.
Lögreglan álítur að mönnunum hafi
ekki tekizt að koma seðlunum, sem
voru að upphæð 100 dollarar, í um-
ferð. Rannsóknarlögreglan gerði því
tilraun til að skipta peningunum í
bönkum og tókst það án þess að nokkr-
ar grunsemdir vöknuðu hjá starfsfólk-
Erlendar
fréttir
REUTER
D
13 mánudum eftir valdatöku herforingjastjómar í Tyrklandi:
Herforingjastjómin
myndar ráðgjafarþing
— stjómmálaf lokkamir bannaðir og stjómarandstæðingar lögsóttir
Tyrkneska herforingjastjórnin sem
setið hefur að völdum i þrettán mán-
uði, hefur nú ákveðið að endurreisa
þing í stað þess sem leyst var upp við
valdatöku hennar. Herforingja-
stjórnin mun þó sjálf velja þingmenn
til setu á þinginu og það verður
aðeins ráðgefandi en ekki löggjafar-
þing. Þingið mun hefja störf í dag og
til setu á því hefur herforingjastjórn-
in einkum valið sérfræðinga og emb-
ættismenn sína og hermenn sem
hættirerustörfum.
Talsmenn herforingjastjórnarinnar
hafa sagt að þingið sé upphafið að
Evren hershöfðingi, forsætisráðherra
herforingjastjórnarinnar.
þeirri viðleitni að koma aftur á lýð-
ræði í landinu. En trú vestrænna
bandamanna tyrknesku stjórnarinnar
á iýðræðisþróunina í landinu mun þó
byggjast fremur á framvindu tveggja
annarra þátta en stofnun hins 160
manna ráðgjafarþings. Þessir þættir
eru annars vegar sú ákvörðun her-
foringjastjórnarinnar að banna starf-
semi allra stjórnmálaflokka í landinu
í síðustu viku og hins vegar að láta
sækja Bulent Ecevit fyrrum forsætis-
ráðherra til saka fyrir herdómstóli
fyrir gagnrýni á stjórnarfarið í land-
inu. Þessa þætti munu vestrænir
bandamenn Tyrkja taka til greina
þegar þeir meta störf þingsins, en því
er ætlað að gera tillögur að nýrri
stjórnarskrá og nýjum kosninga-
lögum.
Evren hershöfðingi, forsætisráð-
herra herforingjastjórnarinnar, þykir
hafa sýnt æ meira_tómlæti um hvaða
álit bandamenn hans í Atlantshafs-
bandalaginu hafa á stjórn hans.
Hann hefur sagt að hann liti á alla
gagnrýni og þrýsting erlendis frá sem
afskipti af innanríkismálum Tyrk-
lands. Ef erlend ríki reyna að þvinga
fram breytingar á stjórnarfarinu,
segir hann, munum við segja þeim að
halda efnahagsaðstoð sinni fyrir
sjálfa sig og að við munum bjargast
af eigin rammleik. Tyrkland hefur
þegið milljarða dollara í efnahagsað-
stoðáári hverju.
Herforingjastjórnin bannaði í
síðustu viku starfsemi allra 18 stjórn-
málaflokka í landinu. Talsmenn
stjórnarinnar sögðu að það væri einn
liður i því að koma á lýðræði í land-
inu, þar sem stjórnmálaflokkarnir
hefðu kynt undir deilur og ofbeldi
svo minnstu munaði að til borgara-
styrjaldar kæmi í landinu. Evren
hershöfðingi sagði, er hann tilkynnti
þessa ákvörðun, að leiðtogar flokk-
anna settu eigin hagsmuni framar
þjóðarhagsmunum. Bulent Ecevit,
sem kemur fyrir herrétt innan
skamms, var leiðtogi Sósialdemó-
krataflokksins og eini stjórnmála-
maðurinn sem haldið hefur uppi
gagnrýni á herforingjastjórnina.
Ecevit fyrrum forsætisráðherra.
Sóttur til saka fyrir stjórnarand-
stöðu.
O
Laugardag og sunnudag.
Kanadísku framtíðar tímburhúsin
Sýning fyrir almenning verður á laugardag
og sunnudag ki. 2—5 á fullbyggðu kanadísku
timburhúsi að
Reykjabyggð7 Mosfe/lssvert
■— — (sjá kort)—^
Framtíðarhús Temp/arasundi 3, símar 11614 og 11616