Dagblaðið - 23.10.1981, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 23.10.1981, Blaðsíða 14
22 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1981 Veðríð Gert er ráð fyrir suðvestanátt um j allt land, skúrum, á Vesturlandi, þurru á Norðausturiandi. Kl. 6 var í Reykjavflc suðvastan 2,' skýjað og 3, Gufuskálar suðvestan 4, í skýjað og 3, Galtarviti suðvastan 1, skýjað og 5, Akgreyrl sunnan 2. skýjað og 5, Raufarhöfn, hœgviðri, | skýjað og 2, Daiatangi hœgviðri, súld og 6, Höfn norðangola, skýjað og 3, Stórhöfði suðvestan 4, láttskýjað og í Þórshöfn var súid og 9, Kaupmannahöfn þokumóða og 5, Osló hoiðskírt og -4, Stokkhólmi skýjað og 2, London láttskýjað og 6, Hamborg þokumóða og —1, París | rigning og 3, Madrid heiðskfrt og 1, Lissabon heiðskirt og 7, New York skýjaðog 19. Andlát ............. .^ Krístinn Helgason, Jórufelli 6, lézt 13. október 1981. Hann var fæddur 15. desember 1958, sonur hjónanna Birthe Petersen og Helga Kristinssonar. Var Kristinn næstelztur fimm systkina. Hann var við nám í bifvélavirkjun hjá Ræsi hf. Kristinn verður jarðsettur í dag frá Fossvogskirkju kl. 14. Sumarliði Krístjánsson, Laugalæk 17, lézt 16. október 1981. Hann var fædd- ur 9. október 1913 að Fremri-Hunda- dal i Dalasýslu. Foreldrar hans voru Ágústína ögmundsdóttir og Kristján Nikulásson, eignuðust þau þrjú börn. Hann var kvæntur Þorbjörgu Einars- dóttur, eignuðust þau 5 börn. Sumar- liði starfaði hjá Steiniðjunni um árabil, síðan hóf hann störf hjá Vegagerð ríkisins og starfaði þar til dauðadags. Benedikt Benediktsson, Skólagötu 8, ísafirði, verður jarðsunginn frá ísa- fjarðarkirkju laugardaginn 24. október kl. 14.00. Krístinn Jónsson, fyrrverandi fiski- matsmaður, frá Brekku, Grindavík, verður jarðsunginn frá Grindavíkur- kirkju laugardaginn 24. október kl. 14. Sólborg Guðríður Bogadóttir, fyrrv. yfirhjúkrunarkona, sem lézt föstudag- inn 16. okt. verður jarðsungin í Akra- neskirkju laugardaginn 24. okt. kl. 14.15. Sölvi Kristján Sigurgeirsson, Ásbraut 6 Keflavik, er lézt að Elliheimilinu Grund 11. þ.m. verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 24. þ.m. kl. 14. Fundarherferð BSRB Neskaupstaður fimmtudagur 22. okt. kl. 21. Egilsbúð. Reyflarfjörflur Föstudagur 23. okt. kl. 17. Grunnskólinn. Seyflisfjörflur Laugardagur 24. okt. kl. 14. Barnaskólinn. Egilsstaflir Sunnudagur 25. okt. kl. 14. Egilsstaðaskóli. Hvammstangi Föstudagur 23. okt. kl. 17. Grunnskólinn. Blönduós Föstudagur 23. okt. kl. 21. Grunnskólinn. Sauflárkrókur Laugardagur 24. okt. kl. 16. Safnahúsið. Ólafsvik Laugardagur 24. okt. kl. 13. Grunnskólinn. Stykkishólmur. Laugardagur 24. okt. kl. 17. Barnaskólinn. Borgarnes Sunnudagur 25. okt. kl. 14. Grunnskólinn. Siglufjörflur Sunnudagur 25. okt. kl. 14.00. Hótel Höfn. Kvenfólagi Bústaðasóknar er boöið á fund til Kvenfélags Garðabæjar bnðju- daginn 3. nóvember nk. Vinsamlegast tilkynniö þátttöku fyrir 24. október í síma 36212 hjá Dagmar eða 33675 hjáStellu. Ársfundur Hafnasambands sveitarfélaga í vikunni Tólfti ársfundur Hafnasambands sveitarfélaga verður haldinn i Reykjavik og á Akranesi í dag og á, morgun, laugardag. Formaður sambandsins, Gunnar B. Guðmundsson, hafnarstjóri í Reykjavík setur fundinn á Hótel Sögu kl. 9.00 árdegis, en síðan fiytur Steingrímur Hermannsson, samgönguráðherra ávarp. Síðar um daginn flytja framsöguerindi Aðalsteinn Júlíusson, hafnamála- stjóri, sem talar um fjögurra ára áætlun um hafnar- gerðir, Ólafur Steinar Valdimarsson, skrif- stofustjóri í samgönguráðuneytinu, sem fjallar um endurskoðun hafnalaga, og Gylfi ísaksson, verkfræðingur, sem ræðir fjárhagsstöðu og gjald- skrár hafna. Fundarstörf síðari daginn fara fram á Akranesi og um borð í m/s Akraborg. Þar fiytja framsöguerindi Gísli Viggósson, deildar- verkfræðingur, er talar um hönnun grjótgarða, og Njörður Tryggvason, verkfræðingur, sem skýrir frá byggingu hafnargarðsins á Akranesi. Magnús Oddsson, bæjarstjóri á Akranesi, mun á fundinum þar fiytja framsöguerindi um hafnamál á Akranesi, hafnarmannvirkin verða skcðuð og sýnd kvikmynd af þeim. Á heimleið frá Akranesi munu fundarmenn skoða hafnarmannvirki á Grundartanga og járn- blendiverksmiðjuna þar. í Hafnasambandi sveitarfélaga eru 58 hafnir. .......^ Æfingatafla körfudeildar Fram veturinn 1981—1982 Meistaraflokkur mánudagar 19.40—21.20 Álftamýrarskóli fimmtudagar 18.00—19.40 Hliöaskóli föstudagar 20.30—21.45 Hagaskóli I. flokkur mánudagar 21.20—23.00 Vörðuskóli. II. flokkur mánudagar 22.10—23.00 Álftamýrarskóli þriðjudagar 21.45 —23.00 Hagaskóli miðvikudagar 22.00—23.00 Vörðuskóli III. flokkur mánudagar 21.20—22.10 Álftamýrarskóli þriðjudagar 21.45—23.00 Hagaskóli miðvikudagar 21.00—22.00 Vörðuskóli IV. flokkur sunnudagar 17.10—18.50 Álftamýrarskóli miövikudagar 20.10—21.00 Vörðuskóli V. flokkur sunnudagar 16.20—17.10. Álftamýrarskóli þriðjudagar 20.05—21.20 Laugarnesskóli Minni-bolti þriðjudagar 18.50—20.05 Laugarnesskóli Athugasemd frá Islenzka Álfélaginu hf Hringt til Raf magns- eftirlitsins er vinna hófst þar á mánudag Á þriðjudag birtist á forsíðu Dag- blaðsins frétt um atvik í kerskála í Straumsvík á mánudagsmorguninn (í blaðinu segir sunnudagsmorgun), er tveir menn fengu í sig rafstraum. Sem betur fer leiddi þetta ekki til slyss á mönnunum. í fréttinni kemur fram sú alvarlega ásökun á stjórnendur hjá ÍSAL að at- vikið hafi hvorki verið tilkynnt Vinnu- eftirliti né Rafmagnseftirliti ríkisins. Hið rétta er, að hringt var i Rafmagns- eftirlit ríkisins strax og vinna hófst þar á mánudagsmorgun. Samband náðist þá ekki við tengilið stofnunarinnar við ÍSAL og skilaboð virðist hann ekki hafa fengið, en starfsmaður ÍSAL náði loks sambandi við hann á þriðjudags- morgun. Jafnframt hófst strax á mánu- dagsmorgun könnun innan fyrirtækis- ins á því hvað hefði valdið því að mennirnir fengu í sig rafstrauminn. Ráðstafanir hafa nú verið gerðar til að' útiloka algjörlega að slikur atburður geti endurtekið sig, jafnvel þótt fyllstu aðgæzlu sé ekki gætt. Að endingu viljum við láta koma fram að maðurinn sem fyrir aðal- straumnum varð þurfti ekki að fara úr vinnu. MITTÁMILLI-VETTV ANGUR Dagskrá útvarpsins í gærkvöldi fór að mestu leyti undir stefnuræðu Gunnars Thoroddsen for- sætisráðherra og umræðum um hana á eftir. Þeim skoðanaskiptum eru gerð skil annars staðar í blaðinu í dag. Þá er í rauninni ekki annað eftir en að fetta fingur út í Daglegt mál, Vettvangur og Kvöldtónleikar frá tónlistarhátíðinni í Schwetzingen síðastliðiðvor. mr I GÆRKVÖLDI Vettvangur Sigmars með aðstoð Arnþrúðar var ósköp svona mitt á milli í gærkvöld. Sigrún Björnsdóttir hrósaði kabarettréviu Breiðholtsieik- hússins, bæjarstjóri Hafnarfjarðar hrósaði bænum sínum og í lokin . . . æ, ég man bara ekki hvað kom í lokin. Þar var fjallað eitthvað um konur og þá lokast eyru mín því miður sjálfkrafa núorðið. Við karlfólkið erum nú orðnir slíku og þvíliku misrétti beittir að ekki er seinna vænna að snúa vörn í sókn. Eitt man ég þó úr þessum síðasta hluta Vettvangs. Arnþrúður Karls- dóttir er orðinn mjög öruggur spyrjandi. í upphafi var hún dálítið óörugg, með hljóðnemaskrekk. Hann hefur nú alveg horfið heyrist mér. Arnþrúður hefur haft það að at- vinnu árum saman að spyrja fólk útúr, það er yfirheyra það, svo að tæpast á hún eftir að lenda á gati á næstunni þó að hún lendi á móti erfiðum kjaftaski. -ÁT- Arnþrúður Karlsdóttir er orðin öruggur spyrjandi. Innanhússœfingar íþrótta- fólagsins Leiknis í knatt- spyrnu 1. og 2. fiokkur sunnudaga kl. 17.00 3. flokkur sunnudaga kl. 15.30. 4. flokkur miðvikudaga kl. 19.10. 5. fiokkur laugardaga kl. 15.30. IKvennaknattspyrna laugardaga kl. 13.50. 6. flokkur isunnudaga kl. 13.10. Aðalfundur RKÍ á Akureyri Dagana 23. til 25. okt. verður aðalfundur Rauða kross íslands haldinn að Akureyri. Það veröur fertugasti aðalfundur RKÍ. Að undanfömu hafa aðalfundir RKÍ verið haldnir annaðhvert ár. Formannafundir hafa verið haldnir milli aðalfunda. Að þessu sinni verða helztu viðfangsefni Akureyrarfundarins, auk venjulegra aðalfundar- starfa.eftirgreind: Staða RKÍ, fræðsla, útbreiðsla. Um þetta flytja framsöguerindi þau Friðrik Guöni Þórleisson kennari og Hólmfríður Gísladóttir deild- arstjóri. Aöalfundurinn, haldinn að Möðmvöllum, húsa- kynnum M.A., verður settur kl. 18:00 á föstudag af stjórnarformanni RKÍ, Ólafi Mbca lækni. Þá mun forseti bæjarstjórnar Akureyrar, Sigurjón Jóhannesson, flytja ávarp. Að því loknu hefjast. aðalfundarstörf. Fundir verða allan laugardaginn fram til kl. 19.00. Daginn eftir verður fundinum fram haldið til hádegis. Aðalfundinum lýkur með guðsþjónustu í Akur- eyrarkirkju kl. 14.00 á sunnudag. Þar mun séra Birgir Snæbjörnsson prédika. Ekið á hest í Holtahreppi Maður sá sem ók á leirljósan hest á hraðbrautinni milli Lyngáss og Rauðalækjar i Holtahreppi (eöa þar í grennd) i októbermánuöi, er beðinn að hafa samband við Jón Þorgilsson sveitarstjóra Rangár- vallahrepps eða eiganda hestsins, Gyðu Þorsteins- dóttur, Hlíðarbraut 8, Hafnarfirði, sími 50776. J.C. Haf narfjörður Hjólreiðakeppni J.C. Hafnarfjörður heldur á sínum vegum hjólreiðakeppni laugardaginn 24. okt. kl. 10 f.h. við Lækjarskóla fyrir hafnfirzk skólabörn á aldrinum 9—12 ára. Verkefni þetta er í tengslum við J.C. daginn og hefur nefnd innan J.C. Hafnarfjörður starfað að þessu verkefni og öðrum í sambandi við öryggismál hjólreiðamanna um nokkurt skeið. Haustgleði Skíðaskólans í Kerlingarfjöllum Hin árlega haustgleöi Skíðaskólans 1 Kerlingar- fjöllum verður á Hótel Sögu í kvöld, föstudag. Þar verður að venju margt til skemmtunar, söngur, kvik myndasýningar frá sumrinu og dansað fram yfir miðnætti. Húsið verður opnað kl. 7 fyrir þá sem vilja borða en skemmtunin hefst kl. 9. Sambandsaðilar GLÍ Hér með tilkynnist að ársþing Glímusambands íslands fer fram aö Hótel Loftleiðum sunnudaginn 25. október og verður í Leifsbúð. Brautskráning kandidata frá Háskóla íslands Afhending prófskírteina til kandídata fer fram við athöfn í hátiðasal háskólans laugardaginn 24. október 1981 kl. 14. Rektor háskólans, prófessor Guðmundur Magnússon, ávarpar kandidata en síðan afhenda deildarforsetar prófskírteini. að lokum syngur Háskólakórinn nokkur lög undir stjórn Hjálmars Ragnarssonar. Að þessu sinni verða brautskráðir 74 kandídatar og skiptast þeir þannig: Embættispróf í guðfræði 1, embættispróf í læknisfræði 1, aðstoðarlyfjafræð- ingspróf 1, BS-próf í hjúkrunarfræði 2, BS-próf i sjúkraþjálfun 2, kandídatspróf i íslenzkum bók- menntum 1, kandídatspróf í ensku 1, BA-próf í heimspekideild 15, próf í íslenzku fyrir erlenda stúd- enta 1, lokapróf í rafmagnsverkfræði 3, lokapróf í vélaverkfræði 1, BS-próf í raungreinum 18, kandí- datspróf í viðskiptafræði 19, BA-próf í félagsvís- indadeild 8. Afhending leigu-söluíbúða f Gerðahreppi í dag verður afhentur 1. áfangi í leigu-söluíbúðum í Gerðahreppi. framkvæmdir við þennan fyrsta áfanga, sem er bygging tveggja hæða, fjögurra ibúða húss, að grunnfieti um 200 mJ, hófust í ágúst- lok 1980 eftir að leigu-söluíbúðanefnd hafði skrifað undir verksamning við Sigurð Ingvarsson rafverk- taka í Garði. Tvær 70 mJ íbúðir eru á neðri hæð og tvær 100 mJ íbúðir á efri hæð. Framkvæmdir við verkið hafa gengið vonum framar og er þessi 1. áfangi nú afhentur um einum og hálfum mánuði fyrr en verkáætlun gerir ráð fyrir. Allir hinir ýmsu verk- þættir eru unnir af fagmönnum og fyrirtækjum í Garði. íbúðirnar skilast fullfrágengnar að utan sem innan. Geta má þess að kostnaðaráætlun sú er gerð var í upphafi verksins virðist ætla að verða mjög nærri lagi, þ.e.a.s. minni íbúðirnar kr. 380.000,- og stærri íbúðirnar kr. 650.000,-. Ibúðirnar verða til sýnis milli kl. 13 og 16 og kl. 16 fer fram afhending til væntanlegra eigenda i Sam- komuhúsinu í Garði. Knattspyrnudeild Fylkis Uppskeruhátíö meistara- og 1. og 2. fiokks knatt- spyrnutieiidar Fyikis verður i Rafveituheimilinu föstudaginn 23. október nk. og hefst kl. 22. Mætum öll. Kvenfélag Bústaðasóknar heldur námskeið í glermálun ef næg þátttaka fæst. Upplýsingar hjá Sigríði í síma 32756 og Björgu í síma 33439. AfmæJi 80 ára er i dag Krístmann Guðmunds- son skáld. Hann hefur gefið út ótal bækur og var sú fyrsta Rökkursöngvar sem kom út 1922. Fyrsta bók hans á norsku hét Islandsk kærlighed, en Kristmann var búsettur í Noregi um árabil og fluttist til íslands árið 1939. Skáldverk í átta bindum, sem Almenna bókafélagið gaf út árið 1978, geymir mörg bestu verk hans, þó hvorki ævisögu né ljóð. Mörg skáldverk hefur Kristmann sent frá sér eftir heimkonuna, og mun fleiri bækur alls en hann sendi frá sér á Noregsárur.um. Ekkert skáldverkanna hefur þó vakið viðlíka athygli og sú fjögra binda sjálfsævisga Kristmanns, sem kom hér út á árunum 1959—1962. Þá voru tuttugu ár liðin frá heimkomu skáldsins. 90 ára er i dag Ingileifur Jónsson bóndi, Svinavatni. Hann kvæntist Ingi- björgu Guðmundsdóttur, eignuðust þau einn son. Ingileifur gegndi hrepps- nefndarstarfi á fimmta áratug. Hann var fulltrúi Samvinnutrygginga, einnig sóknarnefndarformaður og meðhjálp- ari í Mosfellskirkju i 36 ár. Afmælis- barnið er að heiman í dag. t dag á afmæli frú Rósalind Kristín Ragnarsdóttir fyrrum starfsmaður Flugleiða. Eiginmaður hennar er Stefán Steinar Benediktsson og búa þau að Dvergabakka 8 Reykjavík. GENGIÐ GENGISSKRÁNING NR. 202 23. OKTÓBER1981 Faröamanna- gjaldeyrir Eining kl. 12.00 K«up Sala Sala 1 Bandarikjadollar 7,73« 7,758 8,533 1 Steriingspund 14,107 14,147 16,561 1 Kanadadollar 8,423 6,442 7,086 1 Dönsk króna 1,0819 1,0849 1,1713 1 Norskkróna 1,2877 1,2814 1,4205 1 Seansk króna 1;3809 1,3849 1,5233 1 Rnnsktmark 1,7418 1,7486 1,9211 1 Franskur franki 1,3554 1^593 1,4952 1 Balg. franki 0,2038 0,2044 0,2248 1 Svissn. franki 4,0984 4,1080 4,5188 1 Hollanzk'Tlorína 3,0882 3,0970 3,4087 1 V.-þýzkt mark 3,4084 3,4181 3,7677 1 Ítölsklíra < 0,00643 0,00645 0,00709 1 Austurr. Sch. 0,4881 0,4876 0,5382 1 Portug. Escudo 0,1198 0,1201 0,1321 1 Spánskur pasetí 0,0797 0,0800 0,0880 1 Japansktyen 0,03314 0,03324 0,03858 1 (rskt ound 12,072 12,106 13,316 8DR (sérstök dráttarréttindi) 01/09 8,8858 8,9109 Sfmsvari v«gna gangbskránlngar 22190.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.