Dagblaðið - 30.10.1981, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 30.10.1981, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER1981. 3 Sendum í póstkröfu sími FURUHUSIÐ H/F SUÐURLANDSBRAUT30 SÍMI 86605 m aua Telur þú herstöðina á Miðnesheiði auka öryggi okkar, eða líkur á árás? Dagrún Gröndal bankastarfsmaður: Ég hef aldrei getað myndað mér skoðun á þessu máli og á því bágt með að segja nokkuð um það. Arnar Pálsson nemi: Líkur á árás! Ef einhver læti verða er herstöðin skot- markið. Sigurbjörg Einarsdóttir: Ég held hún verji okkur frekar, en er þó ekki örugg um það. Mér er sama hvort hún er hér eðaekki. Ingibjörg D. Kristjánsdóttir skrifstofu- stúlka: Það skiptir engu máli. Það er sama hvort stöðin er hér eða ekki. Hún gerir ekkert gagn þó hún sé þarna. Ragnar Sigurðsson leigubilstjóri: Stöðin eykur stórkostlega öryggi okkar. Agúst Bjarnason leigubílstjóri: Ég tel að stöðin auki öryggi okkar. Umfasteignasölu: Var um einkasölu að ræða? —sitt sýnist hverjum Geir Þórðarson og Gyða Ölvisdóttir skrifa: Við ætlum hér aðeins að segja frá 'viðskiptum sem við hjónin áttum við fasteignasöluna Laufás, á Grensás- vegi. Okkur var boðið að fyrra bragði af Ingvari Georgssyni, sölumanni hjá Laufási, að taka íbúð okkar í einka- sölu og að sölulaun yrðu þar af leið- andi lægri. Samþykktum við þetta og létum íbúðina ekki í sölu annars staðar. Kom svo að því að íbúðin var seld en þegar gera átti upp sölulaun kom í ljós að við þurftum að greiða þau að fullu. Magnús Axelsson, eigandi Laufáss, gaf þá skýringu að ekkert skriflegt væri til um að íbúðin væri í einkasölu. Nú höfðum við ekki heyrt um það áður að gera þyrfti skriflegan samning um einkasölu og eftir að hafa kynnt okkur málið á nokkrum fasteignasölum kemur í ljós að slíkt tíðkast ekki í fasteignaviðskiptum. Höfðum við því samband við Magnús Axelsson og lofaði hann að athuga málið og hringja í okkur eftir 2—3 daga, en það stóðst ekki heldur (enda ekki skriflegt loforð). Eftir vikutíma hringdum við aftur í Magnús Axelsson og tjáði hann okkur að Ingvar Georgsson, sölu- maður Laufáss, neitaði að hafa boðið undirrituðum að taka íbúðina í einkasölu og að hann sem eigandi Laufáss taeki orð sölumanns síns fram y fir orð viðskiptavina sinna. Og þar við situr, þar sem engin vitni voru að samtali undirritaðs, Geirs Þórðarsonar, við Ingvar Georgsson. Við viljum með þessu bréfi hvetja fólk til að fara með varúð í viðskipt- um sínum við fasteignasölur, til j>ess að ófyrirleitnir menn, sem svífast einskis i viðskiptum, hafi ekki af því peninga. Og ekki sakaði að kynna sér hvers konar menn standa að viðkom- andi fasteignasölu því að þar er mis- jafn sauður í mörgu fé. Sjónarmið fasteignasalans Magnús Axelsson, annar tveggja eigenda fasteignasölunnar Laufáss, sagði: ,,Hjá okkur höfum við þá ófrávíkjanlegu reglu að taka ekki fasteignir í einkasölu, nema sérstak- lega sé um það samið við annan hvorn okkar, eigendur Laufáss. Samtal það, sem átti sér stað um einkasölu íbúðar þessara hjóna, milli Geirs og Ingvars átti sér stað í kaffi- stofu starfsfólks banka hér í borginni, en þeir eru báðir starfsmenn hans en Ingvar í hlutastarfi hjá Laufási. í þvi samtaii benti Ingvar Geir á að tala við Hringið ísftna 2iC& eða sKd flð undirritaðan eða Gunnar Þorsteins- son (við erum eigendur Laufáss), um það mál, enda eru það aðeins við tveir sem getum tekið ákvörðun um einkasölu. Þetta áréttaði Ingvar sér- staklega um leið og þeir slitu talinu. Þetta lét Geir farast fyrir og þess vegna komum við af fjöllum þegar þau hjónin fóru fram á afslátt af söluþóknun þegar gengið hafði verið frá kaupsamningi. Þaðer undantekn- ingaiaust, að til þess að semja um einkasölu verður að tala við annan okkar Gunnars og hafa sölumenn ekki umboð til að gera það. Auk þess getum við rökstutt að ekki var um einkasölu að ræða vegna þess að frá því að íbúðin var fyrst skráð til sölumeðferðar hjá okkur, 10. okt. 1980, var hún auglýst á fast- eignasölunni Kjöreign 2. og 9. nóvember 1980 og 8. og 15. marz 1981 og á fasteignasölunni Húsvangi 8., 12., 15. og 19. marz sl. Dan Wiium á Kjöreign hefur staðfest við undir- ritaðan að íbúðin var aldrei tekin úr sölu hjá honum. Þá er þess að geta að í þeim tilfell- um þegar um einkasölu er að ræða er það samkvæmt skriflegum gagn- kvæmum samnningi og birtum við hér afrit af slíku skjali. Okkur þykir afar leitt að hafa orðið aðili að þessum misskilningi hjá þeim hjónum en því miður, ég sé ekki hvernig við hefðum getað komizt hjá því i þessu tilfelli, fyrst Geir lét hjá líða að fara að orðum Ingvars. Fasteignasölur eru alltaf berskjald- aðar fyrir atvikum sem þessum. Því höfum við hjá Laufási komið okkur upp ýmsum starfsreglum gagngert tii þess að forðast misskilning af þessu tagi,” sagði Magnús Axelsson að lokum. -FG. Hr/Fr hér eftir nefndur seljundi i ti LAUFAS sf. fasteigiuíuulu taki nitjtji bossuni óskar nkasölumeóferdar, qegn staógreióslu sölulauna, sem nemi í íeínirog hSllu,n a£ humíraii- a£ brúrtórSluvuril olgnur- innar. I einkasölu fulst .ió sclskráir oi.jninu ..kki (11 sölumeó- feróar hjá öórum söluaóil-,, moAiin „inkusalan vurir og skuld J -,A a > í.AUKAst Kt . umsamda soluboknun aó fullu, u := kaupin varóa a skrit - ti tu uUía.». venja er. Seljandi legaur fr ti i vet’skuldubi úfum, f.L T'u buirra. s'-eigiiamat.. ákvæmt yfirlit uiituu elgnarinnar: A) Veóbókarvot t ori' B) Eignarheimiid C) Afrit af ahviI um veóskuld:s D) Brunabóta- og E) Teikningar. F) Lj'ósntyndii . LAUFAS sf. rríur guró og „,u;„, L -uulýsinga, en.!a Lirtar fasteignastnanuai . K! ta- • •'. .. ;• efni greióir lumri .u;>..i-.os• n.n uvn a 1 eelianda or skylt uó aTlu :;ó» eins góðra upplýsinga og kostur er Ænu:, ...........'nkiplu, vióust uó þannrg aó hann sé ukki l.úóur „,„hiiúu uppivsingui,, hvað þettu varóar. A vegum LAUFASS sl. skul oxgnin skoóuó og verómetln kynnt_a£ kostgmfni ou uuglýst sbr. 1rumangruint. Luituó sknl tiiboöa væntanlegru kuuþenuu. M sk.u 1 útbúu öli :.kjöl vr kvm f^ifT Íms'^'fbiTn^^tirnkufínnir^n^M^ust^Íifmó^u á útborgunai .u elós !'im. ef se 1 jandi óskai . Seljanda er k'innugt. ur bæói seljand.i og kaup. Sainningur )h*ss i giltlii t. ekki ni-nu um. '>a<x se saiiu Risi mál út uil asinii 1 imi Reykjavikur. sala ti I 6. nóvemlu ói st ak ! f|. uó gæta liagsmuna oy ondurnýjast , :.sum sk.T! reka baó fvrir bæjarþingi Keykjavik, 21.október 1981 > Sol jaml i . Fasteignasalan Laufás tekur ekki að sér einkasölu nema samkvæmt skriflegum samningi, segir Magnús Axelsson, annar tveggja eigenda Laufáss. Við kynnum nýja sérverslun með HÚSGÖGN og ^ bjóðum iþví ^ JP tilefni sér- >^STAÐGREIÐS MEÐ STAÐGREIÐSLUAFSLÆTTI eða með aðeins úthorgun og 00 — pr. mánuð á þessu glæsilega borðstofusetti sem er úr massrfri furu og fæst íIjósum viðar- lit eða brúnbæsað. TILBOÐIÐ GILDIR TIL 4. NÖV. Það er varla hægt að komast nær handverki en gert er iþessum húsgögnum Stærðir á borðunum eru 75 x 120 — 75 x 140 85 x 160 sm, hringborð 110 sm og sporöskjuiagað borð 90 x 140

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.