Dagblaðið - 30.10.1981, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 30.10.1981, Blaðsíða 16
24 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1981 KAMMERMUSIKKLUBBURINNIBUSTAÐAKIRKJU Ásgeröur Búadóttir á yfirlitssýningu sinni 1 Listasafni alþýðu. DB-myndir Bjarnleifur. Ný form UM FORMOC VEFNAB Ásgerði Búadóttur Ásgeröur Búadóttir er fædd 4. vefur málverk. Það getur verið að ég eðlilega baeði í uppistöðu og ívafi og nýti möguleika efnisins og gef forminu desember 1920 I Borgarnesi en ólst upp i Reykjavík frá þriggja ára aldri. Hún hóf nám við Handiða- og mynd- listaskólann 1942 og lauk þaðan prófi árið 1946. Þá hélt hún utan til Dan- merkur og stundaði nám í málaradeild Vilheims Lundström við Konunglega akademíið i Kaupmannahöfn fram til 1949. Húnfór námsferðir til Hollands 1947 og til Frakklands 1949. Ásgerður hóf vefnað 1950 og hefur tekið þátt í fjölda samsýninga bæði hér og erlendis. Þá hefur hún einnig haft einkasýningar i Reykjavík. Hún er nú ein af þekktari vefnaðarkonum þjóðar- innar. Mál vefsins — Nú liggur myndhugsunin oft nálægt geometrísku málverki i fyrstu verkun- um, getum við talað um ofið málverk? — Nei. Aftur á móti má finna í byrjun áhrif frá mínu námi, sem var hefðbundið myndlistarnám. Þannig er kannski hægt að finna í fyrstu verkum mínum stuðning sem ég fékk í arf frá myndlistinni. En ég er algerlega ósammála frönskum vefnaði sem bókstaflega hafi ómeðvitað nálgast geometrískt, en við skulum ekki gleyma að vefnaður minn á þessum tíma er I tvl- vidd og hæfir þvi vel eðli geometriunn- ar. Allur vefnaður byggist upp á lög- máli tveggja þráða, heilda, lóðrétt og lárétt. Ég hef þvi lagt áherslu á hið reynt eftir mætti að brjóta ekki lögmál vefsins. Það má heldur ekki gleymast að einhver mesta bylting varð í vefnaði er listamaðurinn öðlaðist skilning á tæknilegum forsendum vefs- ins og hóf að skapa beint i vefinn, sem varð miðill fyrir beina tjáningu. fullt gildi. Meira flœði — 1 myndum líkt og Bergmál kemurfram skýr myndrœn breyting. —- Jú, þetta er mun yngra verk en geometrisku dúkarnir. Hér er komin No. 23. Skarðatungl, 1976. UU og hrossh&r. No. 16. Hrævareldur, 1970. Ull og hrosshár. i Tónlaikar KammarmúsBiklúbbsins I Bústaða- kirkju 25. október. Flytjendur: Laufay Sigurðardóttir, Júllana Elín Kjartansdóttlr, Halga ÞórarinsdóttJr og Nora Kombkieh. Verfcefni: Wotfgang Amadeus Mozart: Strengja- kvartett (d-moll, K. V. 421; Þorkell Sigurbjörns- son: Kaupmannahafnarkvartett; Johannes Brahms: Strengjakvartett í a-moK, op. 51, nr. 2. Kaupmannahafnarkvartett Þorkels Sigurbjörnssonar var eitt þriggja verka i dagskrá Kammermúsik- klúbbsins 1 Bústaflaldrkju. DB-mynd. Menning Menning Menning Menning Myndlist GUMNARKVAR Vofurinn er abstrakt — Hvað viltu segja um náttúru- skírskotun i þínum geometrisku verkum? — Maður getur aldrei lokað sig frá náttúrunni eða umhverfinu. Og í mörgum tilfellum hefur náttúran virkað sem hvati á mína listsköpun. Þannig endurvinn ég ytri náttúru- áhrif, en tek ekkert beint upp úr náttúrunni. Eðli vefsins er ekki að vefa ljósmyndir eða raunsæismyndir. Vefurinn er abstrakt. Myndflöturinn er þvi minn aðall, þar sem ég byggi í gegnum ótal skissur compositionina, sú breyting aö ég reyni að ná fram meiri hreyfingu og brýt upp flötinn með notkun hrosshára, sem skapa vídd og mildan yfirgang. Þannig nota ég hrosshárið sem mótvægi við flata- verkunina. Það má líka finna sterka náttúru- kennd, en á síðastliðnum árum hef ég nálgast íslenska náttúru. Þetta kemur nokkuð fram í litnum sem fær náttúrulega sögn: rautt, hvítt og blátt. Á sama tíma hefur losnað um innri gerð compositionarinnar, sem hefur fengið meira flæði en er þó ávallt umgirt geometrískri grind. — Hver er hin myndræna spurning í verkum þínum í dag? — Það má segja að sú formleitun sem kemur fram í verkum eins og „Hvít-svört tenning” (1978) og „Svört- hvít tennning” (1978) hafi opnað fyrir mér vissa myndræna möguleika. Þar brýt ég upp flötinn, sem fær bókstaf- lega hreyfingu. Þá hef ég reynt að nýta þessa möguleika í seinni myndum þar sem renningarnir koma fram sem flatarform (sjá t.d. myndina Bláin, 1981) og er teflt gagnvart þrívíddar eiginleikum hrosshársins. Yfirlit í Listasafni alþýðu Undanfarnar vikur hefur staðið yfir sýning á vefnaði Ásgerðar i Listasafni alþýðu. Þar eru sýnd 38 myndverk, sem lýsa vel myndrænum 'oreytingum á löngum vefnaðarferli listakonunnar. Síðasti sýningardagur er næstkomandi sunnudag. Gunnar B. Kvaran. Fyrstu tónleikar Kammermúsík- klúbbsins á starfsárinu voru haldnir á sunnudagskvöldið með kvartetttón- leikum. Tríóið, sem lék Mozart svo lipurlega í fyrra, er nú búið að bæta fjórða manni við og nú lá beinast við að hefja tónleikana á Mozart. í kvartettinum í d-moll kveður við nokkuð alvarlegan tón og hann ber ekki með sér sama léttleika og oftast er að finna hjá Mozart. En þótt kvartettinn sé heldur þyngri en títt er þýðir það ekki að í neinu megi glatast sá fínleiki en jafnframt nákvæmni sem almenna reglan segir fyrir um við Mozarttúlkun. Líkast til er þó um að kenna taugaóstyrk, eða einhverju af þeirri ættinni, að dæmið gekk ekki alveg upp í byrjun. Það var ekki fyrr en í menúettinum að þær voru almennilega búnar að spila sig saman. Svo fór samt áður en lauk að þær stöllurnar léku eins og maður hafði fyrirfram reiknað með og luk stykkinu glæsilega. Á uppleið Kaupmannahafnarkvartett Þorkels hefur hlotið góðar viðtökur og er það að vonum, því að hann er ljómandi gott verk og á þessum tónleikum hlaut hann prýðilega meðferð. Þær voru þó kannski fullpenar og hefðu mátt gefa betur í þar sem færi gafst rétt undir lokin, en í heild léku þær vel. Svo lauk tónleikunum með kvart- ettinum, sem aðdáendur Brahms héldu að hann ætlaði aldrei að hafa af að semja. Nú þurftu þær enga Háskólatónlalkar I Norrnna húalnu 23. október. Fly tjandi: Einar Markússon planólaikarl. Verkefni: Samuel Ball: Fantasla; LeopokJ God- owsky: Melody; Morlz Rosenthal: Toccata; Levitzki: Etýöa fyrlr vinstri hönd; Hallgrímur Halgason: Pastorale; Friedman — Görtner: Vfnardansar. Háskólatónleikar, hinir fyrstu með nýju sniði, voru haldnir í Norræna húsinu í hádeginu á föstudaginn. Með því að halda þá í hádeginu mun ætlun tónleikanefndar Háskólans vera sú að reyna að laða að nemend- ur og starfslið stofnunarinnar. Sann- leikurinn er nefnilega sá að einungis litill, en tryggur hópur háskólamanna hefur stundað þessa tónleika reglu- atrennu stúlkurnar. Samleikur þeirra var af fyrstu gráðu, kjarnmikill og frlsklegur og hvergi veilu að finna. Þær leika allar sama skóla, hver þó með sínum persónulega blæ, sem er góður grunnur til að byggja kvart- ettinn á. Þær eru, hver um sig, góðir hljóðfæraleikarar og hafa gott eyra fyrir samleik. En fyrirbæri eins og lega. Tónleikanefnd hefur aftur á móti tekist vel í störfum og boðið upp á athyglisverða dagskrá ár eftir ár og svo virðist einnig vera í vetur. Vera má að það hafi verið til þess að fylgja eftir breyttum háttum að tónleikanefndin fékk Einar Markús- son til að leika fyrstu tónleika þessa vetrar. Einar hefur verið hálfgerður huldumaður i íslensku tónlistarlífi og að því leyti líkur Ólafi kóngi, að sumir hafa sagt á honum kost og löst, sem aldrei höfðu heyrt hann leika. Enginn forritaður öryggispíanisti Það var mér því ærið forvitniefni að hlýða á þennan huldumann í píanóleikarastétt, forframaðan á sinni tíð úr Hollywood og fleiri góðum stöðum. Rammi Háskólatón- leikanna býður ekki upp á marga kosti í verkefnavali. Annaðhvort verður listamaðurinn að bjóða upp á strengjakvartett verður sjaldnast, eða aldrei, verulega góður nema með áralangri sambræðslu meðlimanna í öguðum leik. Vonandi eru þessir tón- leikar aðeins fyrsta skrefið að löngu samstarfi því að með þeim hefur kvartettinn sýnt að hann er til afreka liklegur. nokkra stutta hvelli eða eitt miðl- ungsverk, kannski með smáviðauka. Og Einar valdi að leika nokkra smá- þrumara eftir menn sem hann þekkir líklega hvað best af íslenskum tón- listarmönnum. Hjá sumum þeirra lærði Einar á sinni tíð. Verkefnin buðu upp á að Einar léti gamminn geysa í leik sínum og ég giska á að það sé hans eftirlætisleik- máti. Hann var í essinu sínu þegar hvein og söng í öllu og nótnaborðið nægði tæpast. Smámunir, eins og fáeinar feilnótur, segja nú ekki stórt í góðum félagsskap, og það leiðist engum sem situr undir leik Einars. Hann er nefnilega gæddur þori til að hætta á allt fyrir túlkun sína á viðfangsefninu. Það er á við að fá ferskan kalda í fangið að hlýða á Einar leika. Og víst er að ég á eftir að minnast hans með hlýju næst þegar ég heyri í öryggispíanista, sem eins hefði getað látið forrita leik sinn í einhverri ávaxtatölvunni. -EM. Tónlist EYJÓLFUR MELSTED -EM. HASKOLATONLEIKAR

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.