Dagblaðið - 30.10.1981, Blaðsíða 24
Óánægja sjómanna fer vaxandi:
Fyriríitnir sem þriðja
flokks þjóðféiagsstétt”
— segir í ályktun línusjómanna sem snúizt haf a á sveif með togarasjómönnum
Óánægjan á meðal sjómanna
landsins fer nú stigvaxandi og ekki
aðeins eru togararnir að hóta því að
sigla i land heldur eru áhafnir á minni
bátunum farnar að láta til sína taka i
auknum mæii og í gær barst yfir-
Lítill samtakamáttur
loðnusjómanna:
„Óskar
hefur
engan
stuðning
okkar”
— segja skipverjar
áBergiVE
„Það er vafamál að okkar mati
hvort svona kaupiækkun sjó-
manna á sama tima og ailir aðrir
landsmenn fá kauphækkun
flokkist ekki undir brot á mann-
réttindum,” sagði Kristinn Rós-
antsson, skipverji á Berg VE, i
samtali við Dagblaðið i morgun.
„Það er samdóma álit okkar
allra á skipinu, við erum 13 í
áhöfninni, að okkar maður i
samninganefndinni, Óskar Vig-
fússon, eigi að segja af sér hiö
snarasta. Hann hefur engan
stuðning hjá okkur og svo er víða
i bátaflotanum. Við erum t.d.
nýkontnir frá Seyðisfirði þar sem
við ræddum við áhafnir fjögurra
skipa og ummæli þeirra voru öll á
sama veg.”
Þá sagði Kristinn að Bergur
ásamt fieiri tugum annarra skipa
hefði verið búinn að finna góðar
loðnutorfur skammt undan is-
röndinni fyrir norðan land, en
flestöli skipin hefðu misst af
loðnunni undir.ísinn áður en þau
náðu að kasta. „Þetta geta allir
þeir, sem voru á svæðinu vitnað
um,” sagði hann. „Loðnan er
svo duttlungafuliur fiskur að úti-
lokað er að ætla sér að áætla
magn hennar í sjónunt af afla pr.
trolltíma.
Þrátt fyrir aö verið sé að kippa
undan okkur fótunum með lágu
fiskverði finnst okkur hér á Bergi
sárgrætilegt hversu litla samstöðu
sjómenn hafa sýnt. Slldarsjó-
menn stóðu saman allir sem einn
um daginn og þeirra viðbrögð eru
einsdæmi, en sem dæmh um
deyfðina hjá loðnusjómönnum
má nefna að ekki heyrðist múkk I
talstöðinni í 2 sólarhringa eftir
loðnuverðsákvörðunina. Það
liggur við að maður skammist sín
fyrir að tilheyra þessari stétt,”
sagði Kristinn.
-SSv.
lýsing frá fjórum bátum frá Rifi þess
efnis að flotinn verði stöðvaður
verði ekki hlustað á kröfur þeirra.
„Við erum orðnir langþreyttir á að
vera fyrirlitnir sem 2. eða 3. flokks
þjóðfélagsstétt. Staðreyndin er sú að
það erum við, sjómenn, sem skilum
lengstum vinnudegi og hlutfallslega
mestum tekjum í þjóðarbúið. Það er
kominn timi til að við verðum metnir
að verðleikum og hljótum laun sam-
kvæmt því. Það er krafa okkar að
fiskverðsákvörðuninni verði breytt
og almennt fiskverð hækki að
minnsta kosti um 15%.” Svo hljóð-
aði inntakið úr ályktun Rifsness SH
44, Saxhamars SH 50, Hamars SH
224, HamrasvansSH 201.
Ekki var síður þungt í þeim togara-
sjómönnum hljóðið. „Það er
kannski það eina sem þið skiljið að
við siglum í land,” hljóðaði niðurlag
skeytis sem 19 togarar sendu í land og
mótmæltu harðlega þeim hugmynd-
um sem fram voru komnar um fisk-
verð.
Ályktun línubátanna, sem vitnað
er í að framan, gekk á milli báta I tal-
stöðvum í gær og var ekki að heyra
en að allir væru henni sammála, eftir
heimildum sem DB hefur aflað sér.
Má því fastlega búast við yfirlýsingu
frá fleiri skipum nú á næstu dögum
þar sem leiðréttingar fiskverðs verður
krafizt.
-SSv.
VIÐA ERU SLYSAGILDRURNAR
Snöggur endi var bundinn á ferð bíls með R-númeri innst á Nýbýlavegi í Kópavogi í gœr. Þar lenti
hann á palli lítils vörubíls sem gatnagerðarmenn Kópavogs nota við vinnu sína. Fólksbifreiðin var
illa útleikin eftir. Ökumaður var fluttur í slysadeild en meiðsli huns voru ekki sögð af alvarlegra
taginu. A.St./DB-mynd:S.
Suðumes:
Sérframboð FUF sama
og úrsögn úr f lokknum
„Ég vil ekkert og get ekkert um
þetta rætt fyrr en málin hafa verið
rædd á fundi hjá flokknum. Ég á von
á að það verði fljótlega,” sagði
Hilmar Pétursson, bæjarfulltrúi
Framsóknarflokksins í Keflavík, í
samtali við DB í morgun er hann var
inntur eftir hugsanlegu sérframboði
ungra framsóknarmanna á Suður-
nesjum við bæjarstjórnarkosning-
arnarívor.
DB reyndi árangurslaust að ná tali
af Guðjóni Stefánssyni, öðrum
bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins,
en hann sagði I viðtali við Víkur-
fréttir fyrir stuttu að sérframboð
þýddi sama og úrsögn úr fiokknum.
Þá sagði Guðjón við sama blað að
— máliðekki
veriðrætthjá
Framsóknar-
flokknum
ágreiningur milli félaga væri rótin að
klofningi flokksins. Ekki gat hann þó
sagt til um hvaða áhrif sérfram-
boðið hefði á framboð Framsóknar-
flokksins.
-ELA.
fijálst, úháð dagblað
FÖSTUDAGUR 30. OKT. 1981.
Glerhurflin I Múlaútibúi Landsbankans
brotin og sprungin af völdum reiðs við-
skiptavinar. DB-mynd: S.
Glerhurðir
hættulegar
íbönkum?
— reiður viðskiptavinur
braut hurð
íMúlaútibúi
Þó þúsundir manna séu í senn undr-
andi og reiðar yfir þvi að bankar treysti
ekki ávisanaeyðublöðum hver annars
og innleysi ávísanir hver fyrir annan,
hefur ekki, svo vitað sé, komið til lög-
regluafskipta vegna slíkrar reiði fyrr en
igær.
Vaskur ungur maður kom í Múlaúti-
bú Landsbankans með launaávísun.
Þar sem hún var skrifuð á eyðublað
Búnaðarbankans vildi gjaldkeri með
engu móti skipta henni í reiðufé fyrir
unga manninn. Þrefuðu þeir um málið
um sinn, en gjaldkerinn var óbifan-
legur í sinni skoðun á Búnaðarbanka-
ávísuninni.
Svo heitt var unga manninum orðið í
brjósti, að þegar hann gekk út skellti
hann annarri glerhurð bankahallarinn-
ar svo hastarlega upp að hún brotnaði.
Lögregla var til kölluð og var ungi
maðurinn enn á staðnum er hún kom.
Hann viðurkenndi ófarir sínar, kvaðst
iðrast og bauðst til að bæta það sem
skemmzt hafði af hans völdum. Banka-
valdið fór því með fullan sigur í
málinu. En engin bótakrafa hafði
boriztigær. -A.St.
P5P ÍTT 'r^r'
P1 SL VIKU Q te HVEI ö w ?RI
Áskrifendur
DB athugið
Vinningur í þessari viku er 10
glra Raleigh reiöhjól frá Fálk-
anum, Suðurlandsbraut 8 Reykja-
vlk, og hejvr hann verið dreginn út.
Nœsti vinningur verður kynntur i
blaðinu á mánudaginn.
hressir betur.