Dagblaðið - 30.10.1981, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 30.10.1981, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1981. 11 \ A ■ '<>>• y »*■ BllW Guernica, myndin sem varð að tákni fyrir þá grimmd og þær hörmungar sem fylgja strfði. jél - 3 '.m«i Imm Strax i sjöundu skissunni að Guernica fékk hlæjandi hesturinn endanlegt form sitt sem tákn fyrir fasismann. Aðalinngangurinn snýr út að hinni fögru breiðgötu Avenida Alfonso XII, sem liggur meðfram Retirogarð- inum. Gamla innganginum, sem vísar að höllinni, hefur verið haldið við og liggur hann að þeim hluta safnsins sem hýsir söguleg málverk. Erfitt einkalíf Guernica leggur undir sig aila neðstu hæð safnsins. í miðsalnum hangir sjálft meistaraverkið í glerbúri sínu. Inni er dempuð lýsing þar sem kastljósi er beint að Guernica og veikara ljósi að loftmálverkum Luca Giordanos frá 17. öld. Salurinn rúmar um 180 manns en hliðarsalirn- ir, sem geyma 45 skissur Picassós að Guernica, lOOmanns. Þærrekjaþró- unarsögu myndarinnar og eru flestar blýantsteikningar og Gouchaemynd- ir, unnar á tímabilinu 1. maí til 4. júní 1937. Við þær bætast um 20 aðr- ar myndir sem einnig tengjast Guer- nica. Átta myndir þáverandi.vinkonu hans, Doru Maar, skýra þróun verks- ins líka nánar. 1937 var Picassó 55 ára gamall og maður skyldi ætla að hann hafi þá í skissu frá 8. maí stillir Picassó hestinum upp sem andstæðu við konu og börn sém siðar þróast i konuna með látna barnið f iokagerð Guernica. staðið á hátindi listamannsferils sins. En í raun var hann ekki mikilvirkur á þessu tímabili. Hann málaði sama sem ekkert frá því í maí 1935 og fram í febrúar 1936, en skrifaði i stað þess ljóð á spænsku. Á þessum tíma átti hann við vandamál að stríða í einka- lífinu. M.a. má þar telja skilnað hans og eiginkonu hans, Olgu Koklovu, og erfiðleika í sambandi við ástkonu hans, Marie-Thérese (Walter). 1935 ól hún honum dóttur sem skírð var Maya. 1936 kom þriðja konan svo inn í líf hans, Dora Maar. Hún var frá Argentínu, ákaflega hrífandi kona. Krossriddarinn Francó og árásin á Guernica 1937 bjó Picassó í vinnustofu við Rue des Grands Augustins í París og þar vann hann af miklum ákafa að þeim u.þ.b. 40 skissum sem fylgdu Guernica til Madrid. Nokkrum dögum eftir að hann hafði fengið pöntun í myndina bjó hann til sex ætimyndir. Þar á meðal er Draumur Francós og Lygin þar sem Francó sést í gervi hlægilegs krossriddara á grind- horuðum hesti, tákni fasismans. Á einni ætimyndinni skirrist Picasso ekki við að sýna Francó með gríðar- legan lim sem styður við „krossfarar- fána” hans. Þessi sería sýnir þó mismunandi mikla andagift. Það er ekki fyrr en 1. maí að Picassó tekur að vinna að myndinni af sínum yfirþyrmandi sköpunarkrafti. Kvöldið áður hafði hann lesið grein í franska blaðinu Ce Soir sem lýsti sprengjuárásinni á Guernica. Henni fylgdi átakanleg ljósmynd sem sýndi eyðileggingu borgarinnar. Gerði tilraunir með liti Nú tekur tími þrotlausrar vinnu við og Picassó prófar einar 15 stíltegund- ir áður en hann lýkur við myndina í júni 1937. 1. maí lýkur hann við sex blýants- og gouchaeskissur. Fimm eru teiknaðar á bláan pappír, senni- lega á það að tákna djúpa sorg lista- mannsins. Hann skapar þrjár af þeim verum sem síðar einkenna myndina: Nautið, hestinn og konuna með olíu- lampann. Smám saman bætast svo fleiri verur við: konan með látna barnið, konur sem varpa sér út um glugga og svo hæðin þakin líkum. Þeir sem líta Guernica augum eiga bágt með að ímynda sér hana öðruvísi en í sínum svarthvítgráu tónum sem lýsa svo frábærlega ömurleika og tilgangsleysi stríðsins. En í skissum sínum hefur Picassó gert tilraunir með bláa og bleika tóna. Þeir hverfa þó fljótlega við frekari þróun verksins. Kannski gat Picassó aldrei gleymt hinni áhrifaríku svart- hvítu ljósmynd í Ce Soir: Myndinni sem sýndi hvernig lítið, friðsamt þorp var skyndilega lagt í rúst einn venju- legan markaðsdag í apríl 1937. (POLITIKEN) boðaliða” til Irkútsk og annarra iðn- miðstöðva í Sovétríkjunum væri hreint innanríkismál Breta og því algjörlega óviðkomandi Sameinuðu þjóðunum. Atkvæði féllu þannig að 45 voru með tillögunni, 19 á móti og 25 sátu hjá. — (Menn höfðu orð á, en töldu þó hreina tilviljun, að orðalag ályktunartillögu þessarar var næstum samhljóða tillögu sem borin var fram af írlandi og Malaja- ríkinu um það bil sem þjóðarmorðið var framið í Tíbet 1959: Aðeins einn, — og sennilega sárgramur franskur blaðamaður, veitti því athygli, að Sameinaða konungsríkið, eins og Bretland var nefnt þá, hafði setið hjá þegar ályktunin um Tfbet var borin undir atkvæði, af lögfræðilegum á- stæðum). Þetta haust var votviðrasamt og veturinn kaldur á Bretlandi. Fyrsti veturinn undir sovézkri stjórn. Innsœi? Framangreint er ófullkominn og sundurlaus úrdráttur úr bók rit- höfundarins Constantine Fitz Gibbon, Það gerist aldrei hér? — Margir aðrir rithöfundar hafa haslað sér völl á sviði stjórnmálaskáldsagna. Margir þeirra hafa farið nærri raunveruleikanum og orðið ótrúlega sannspáir. Þeir hafa margir orðið svo sannspáir að með ólíkindum má telja. Þeir hafa einnig, sumir a.m.k., séð pólitíska atburði fyrir í mun víðara samhengi en virtustu stjórn- málamenn. Raunar hafa stjórnmála- menn ekki komizt með tærnar þar sem sumir þessara rithöfunda hafa hælana, að því er varðar framtíðarspár í þróun heims- málanna. En hvað er það sem gerir sumum mönnum auðveldara en öðrum að sjá fram í tímann um gang heimsmála, oft svo áratugum skiptir? Er sumum þessara manna gefið eitthvert ákveðið innsæi sem opnar þeim framtíðina upp á gátt? Nú væri auðveldara að slá því föstu að stjórnmálamenn, sem hafa samskipti hverjir við aðra á innlendum vettvangi sem erlendum, hefðu beztu tækifærin til þess að meta þau veðrabrigði sem í uppsiglingu eru og draga fastmótaðar ályktanir af. Þó er þetta ekki alltaf þannig í raunveruleikanum. Oft er það líka svo að stjórnmála- menn eru ekki allténd áhugasamastir um stjórnmál eða svokallaða pólitík, þótt þeir hafi ílenzt á þeirri hillunni. Einnig eiga starf og hæfi ekki alltaf samleið og tómstundaathafnir verða oft starfsstundum drýgri til afkasta, með þeim afleiðingum að lífsstarf verður raunverulega tómstundaiðjan, en hin launaða vinna er byrði ein. Slíkt á auðvitað við umimargastjórn- málamenn sem og aðra þegna. Margir rithöfundar, einkum skáldsagna, hafa lagt sig eftir stjórn- málum sem áhugastarfi. Þeir eiga, gagnstætt stjórnmálamönnum, sem eru tiltölulega einangraðir í þröngum hópi samstarfsmanna, greiðan aðgang að almenningi í starfi og leik, þar sem þeir heyra og finna fyrir þeirri ólgu sem hrærist í hinu daglega lífi og beinist oftar en ekki að einum far- vegi, farvegi stjórnmálanna. Það er því engin tilviljun að höfundum stjórnmálaskáldsagna hefur tekizt dável að spá um framvindu mála á stjórnmálasviðinu, ekki sízt um samskipti stórveldanna við Vestur-Evrópu. Hvers krefst Evrópa? Það hefur verið mikið að gera hjá andsprengjumönnum í Evrópu síðustu helgar. Sex hundruð þúsund manns munu hafa tekið fram gönguskóna og þrammað um götur helztu stórborga Evrópu til að mót- mæla þeim varnarstyrk sem vestrænu bandalagsþjóðirnar innan Atlants- hafsbandalagsins hafa sameinazt um að hafa til þess að lengja líftíma sinn utan Gulak-búðanna. Svo mjög sem íslendingar frá- biðja sér að taka þátt í vörnum lands síns sjálfir og fordæma vopn og vopnaburð — í orði — þá eru sennilegar engir eins áfjáðir í fréttir af stríðsreksti og vopnaskaki og þeir. Alls staðar þar sem fjallað er um hermál eru íslendingar komnir til þátttöku. í Osló og Stokkhólmi, þar sem hæst bar kröfuna um kjarn- orkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum, voru íslenzkir náms- menn auðvitað til taks. „Við viljum vera með,” hrópuðu þeir. „ísland er hluti Norðurlanda,” stóð á fjölritum, sem þeir réttu Kjallarinn Geir Andersen göngumönnum. En íslendingarnir fengu ekki að vera með. Svo er fyrir að þakka „gestrisni” og vanmati Norðurlandaþjóða á íslendingum gegnum árin. Og bættur sé skaðinn. Það er þá einhver von til þess að and- sprengjumenn á Norðurlöndum láti það vera að draga íslendinga með í þá helför sem nú er stefnt að á Norðurlöndum og víðar i Evrópu með því að krefjast fullkomins varnarleysis fyrir álfuna. En það eru ekki allir jafn blindir á þá hættu, sem Evrópu stafar af „friðargöngum” nemenda á ríkis- framfæri og nýmóðins guðfræðing- um á Reynivallavísu. Þannig skilur Papandreou hinn gríski mjög vel að sitthvað ér stefna í kosningabaráttu og stefna ríkis- stjórnar og er talið fullvíst af sér- fræðingum um stjórnmál að hann muni ekki ýkja hrifínn af göngugörpum stórborganna. Lítið munu andsprengjumenn franskættaðir hafa að sækja til þjóðhöfðingja síns hins nýja, Mitter- rands, eftir að hann komst til valda. Hann neitar að lemja á NATO, þrátt fyrir vonir göngumanna þar um, og ekki vill hann verða við hóflausum kaupkröfum verkalýðsfélaga þar i landi. Hann gengur raunar svo langt í hægri stefnunni að hann vill rjúfa vítahring sjálfvirkra launahækkana sem hafa magnað verðbólgu þar í landi eins og annars staðar. Frakkar hafa ávallt verið nokkrir raunsæismenn, þegar heimsmálin eru annars vegar, og oft ratast satt á munn. Margir fremstu stjórnmála- fræðingar i Frakklandi láta að því liggja að Frakkar megi allt eins búa sig undir þá stöðu að landið verði eins-flokks sósíalistaríki, gjaldþrota og áhrifalaust um framtíðsína. Þetta er m.a. álit Jacques Chirac borgarstjóra Parísar. Hann gengur svo langt að spá því að Bandarikja- menn og Rússar muni bráðlega samþykkja skiptingu heimsins i ný áhrifasvæði og án samráðs við Frakka og aðra Evrópubúa, og kveður tímabært að huga að óháðum evrópskum vörnum. f þessum spám er fólgið mikið raunsæi. Hér kveður við annan tón en hjá þeim leiðtogum Evrópuríkja sumra um Bandaríkin. Þeir segja eins og eiginkonurnar sem segja við menn sína: „Ég vil fá skilnað og mikið meðlag og svo getum við verið góðir vinir.” Það er erfitt fyrir Bandaríkja- menn að fóta sig að óskum og kröfum Evrópumanna til lengdar. Hitt mun þó sannast mála að Banda- ríkin munu senn þreytast á hinum „einlægu” óskum friðar- göngumanna um fjöldasjálfsmorð sem óhjákvæmilega mun eiga sér stað ef svo fer að Bandaríkjamenn hættu að taka á sig þær kvaðir sem því fylgir að bera hitann og þungann af vörnum hins frjálsa hluta Evrópu. Það er ekkert því til fyrirstöðu að stórveldin tvö geti orðið sammála um breytingu á áhrifasvæðum, ef báðum þykir slíkt henta, eins og dæmin hafa sannað, bæði frá Evrópu og annars staðar. Ekkert er líklegra nú en slík staða sé að koma upp að Bandaríkin muni láta það ráðast hvort verði ofan á, að Evrópa láti að vilja Sovétmanna eða haldi stöðu sinni sem bandamenn Vesturveldanna áfram. ísland á fárra kosta völ. Samstaða með Bandaríkjunum getur ein hlíft íslandi. Andsprengjumenn í Evrópu eiga i öllu falli enga kröfur á hendur íslendingum um þátttöku í gönguferðum um stórborgir Evrópu eða Norðurlanda. Geir R. Andersen. Frá friðargöngu f Svfþjóð um sfðustu helgi.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.