Dagblaðið - 30.10.1981, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 30.10.1981, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1981. I Erleni Erlent Erlent Erlent S> Skákmeistararnir safna kr&ftum —Tilþr'if alítið jaf ntef li í 10. einvígisskákinni í Meranó í gær Hún var með tilþrifaminnsta móti 10. einvígisskák Karpovs og Kortsnoj í Meranó í gær. Eftir aðeins 15 leiki fuku drottningarnar af borðinu, síðan biskupar, þá riddarar og loks hrókar. Eftir 24 leiki hafði hvor um sig einn hrók og einn riddara og eftir 32 leiki hættu þeir frekari vopnaviðskiptum. „Þetta var örugglega daufasta skák einvígisins til þessa,” sagði Bandarikja- maðurinn Arnold Denker, sem út- nefndur var heiðursstórmeistari í skák á FlDE-þinginu í Atlanta (Denker er fæddur 1914). Og landi hans Robert Byrne sagðist heldur vilja horfa á kúreka og indiána en svona logn- mollu. Frá skákfræðilegum sjónarhóli var skákin þó allrar athygli verð. Eins og í 8. skákinni tefldi Karpov ítalska leikinn til heiðurs Ítölunum og hvíldi spænska leikinn enn um sinn. Út í þá sálma hefur hann ekki lagt síðan í 6. skákinni, einu sigurskák áskorandans í einvíginu fram að þessu. Karpov varð fyrri til að breyta út af, en engu að síður hafði Kortsnoj ekki ástæðu til að kvarta eftir byrjunarleik- ina. Heimsmeistarinn gat að vísu státað af örlitlum yfirburðum en ekki meiri en svo að skákin var dæmd til að enda með jafntefli. Eins og fyrr sagði áttu mikil mannakaup sér stað í næstu leikj- um og er sýnt þótti að hvorugur kæmist áleiðis, sættust þeir félagar á jafntefli. 10. skákinni var frestað á mánudag að beiðni áskorandans, sem sagður var þreyttur. Fregnir frá Meranó hermdu hins vegar að Karpov hefði virst mjög afslappaður. Hann brá sér meðal annars í skoðunarferð til Feneyja ásamt fríðu föruneyti en Kortsnoj lokaði sig inni við skákrannsóknir á miðvikudag. Karpov og Kortsnoj tóku Fjscher sér til fyrirmyndar við upphaf 10. skákarinnar i gær: Mættu báðir of seint til leiks! Hvítt: Anatoly Karpov Svart: Viktor Kortsnoj ítalski leikurinn. 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Bc5 4. c3 Rf6 5. d3a6 Kortsnoj breytir leikjaröð sinni frá 8. skákinni en þá lék hann 5. — d6 6. hefur enski stórmeistarinn Miles teflt á hvitt, með ágætum árangri. 6. 0—0 d6 7. Hel Ba7 8. Bb3 0—0 9. Rbd2 Nú er fram komin sama staða qg í 8. skákinni, nema í stað Hel lék Karpov þá h3. í athugasemdum við skákina í DB sagði: „E.t.v. er beittara að leika 9. 9. — Be6 10. Rfl Karpov leyfði ekki uppskipti á biskupum í 8. skákinni, lék 10. Bc2sem veitir meiri von um yfirburði. 10. — Bxb3 11. Dxb3 Dc8 Loks hefur áskorandinn lært sína lexíu og veikir ekki stöðu sína að óþörfu með framrás b-peðsins. abcdefgh 21. dxe5 Þessi leikur jafngildir jafnteflis- boði, því mikil einföldun stöðunnar fylgjr í kjölfarið. En átti hvitur eitthvert betra framhald? Hugsanlegt er. 21. b3, sem er lítill vandaður leikur í anda Karpovs. Heldur öllu í horfinu, en breytir varla úrslitunum. Hins vegar má hvítur ekki fara of geyst í sakirnar. Eftir t.d. 21. d5 exd5 22. cxd5 Re7 23. c4 b5! 24. b3 Hb8 er hætt við að svartur hrifsi til sin frumkvæðið. 21. — Rxe5 22. RxeS dxe5 23. Hxd7 Rxd7 24. Ke2 Ke7 25. RflbS 26. Rd2 c5 27. Hg3 Hg8 28. b3 Rb8 29. a4 Rc6 30. axbS axbS 31. h4 KH 32. Hf3 + Heimsmeistarakeppnin I Meranó: Karpov á leik, Kortsnoj er 1 þungum þönkum. Rbd2 og nú a6 o.s.frv. Framrás a- peðsins er til að tryggja biskupnum öruggan samastað á a7. Nú getur hann svarað 6. b4 með 6. — Ba7 en þannig He 1, þvi hvítur þarf hvorki að óttast 9. — Rg4 10. He2, né 9. — Bg4 10. h3 Bh5 11. Rfl ásamt Rg3 o.s.frv.” Karpov er sama sinnis. 30.000 kennararatvinnulausir í Danmörku er búizt við því að þar í landi verði 30.000 grunnskólakennarar atvinnulausir innan fárra ára. Úrbætur í skólamálum sem kröfðust aukins vinnuafls hafa haldið í við þessa þróun en nú verður ekki lengur á móti staðið. Lagt er til að þessari þróun verði mætt með því að draga úr eftirvinnu og endurskipuleggja kennaranámið þannig að þeir sem útskrifast geti líka tekið að sér einhverja aðra vinnu en kennslu í grunnskóla. Öryggismálaráðstefna Evrópu: Madrid-ráðstefnan kemur saman á ný — mestur ágreiningur um upplýsingar um herbúnað Samningamenn 35 ríkja komu saman í Madrid í fyrradag er öryggismálaráð- stefna-Evrópu hófst aftur eftir þriggja mánaða sumarfrí, til að ná samkomu- lagi um bætt samskipti austurs og vesturs. Ráðstefnan hefur verið í gangi með hléum í rúmt ár og taka þátt í henni öll Evrópuríki, að Albaníu undanskilinni, og auk þess Bandaríkin, Kanada og Sovétríkin. Viðfangsefni ráðstefnunnar spannar öll þau mál sem ágreiningur er um milli austurs og vesturs, þar með talin hernaðaröryggi, mannréttindamál og efnahagssam- vinna. Setningarfundurinn hófst í gær seinna en áætlað hafði verið vegna ágreinings milli rikjanna um dagskrá fundarins. Fundurinn sem fram fór fyrir lokuðum dyrum hófst með ræðu sovézka fulltrúans Leonid Ilyichov, sem bandaríski fulltrúinn Max Kampel- Erlendar fréttir man sagði að hefði valdið sér miklum vonbrigðum. Aðrir vestrænir fulltrúar sögðu þó að ræða Ilyichov hefði verið hófsöm. Eitt þeirra mála sem rædd hafa verið á ráðstefnunni er hvort hægt sé að sam- þykkja reglur um gagnkvæmar upplýs- ingar varðandi herstyrk og vopna- búnað á tilteknu svæði. Meðal annars er rætt um að upplýsingar séu gefnar um alla herflutninga og allar fyrirhug- aðar heræfingar og að andstæðingnum sé gefrnn kostur á að fylgjast með að réttar upplýsingar séu gefnar. Ágreiningurinn stendur aðallega um hver mörk svæðisins eiga að vera, en áður en hlé var gert á ráðstefnunni stóðu Sovétmenn fast á því að allt Atlantshaf og hluti af Bandaríkjunum væru innan svæðisins, en vestrænu ríkin vildu ekki ganga að því. Sovét- menn eru nú taldir vilja slaka á þessari kröfu. John Wilberforce fulltrúi Bretlands hefur sagt að æskilegast væri að sam- komulag næðist fyrir miðjan desem- ber. Hann sagði að þau mál sem ætti eftir að ná samkomulagi um væru meðal annars valdsvið fyrirhugaðrar afvopnunarráðstefnu, um afnám hindrana á trúariðkun, undirbúningur að ráðstefnu um mannréttindamál, bætt starfsskilyrði fyrir blaðamenn, um bann við truflunum á útvarps- sendingum og um hvar og hvenær halda eigi næstu öryggismálaráðstefnu. 12. Rg3 He8 13. h3 Hb8 14. Be3 De6 15. Dxe6 fxc6 í þessu tilviki er tvípeðið ekki til trafala. Svartur fær betra vald á mið- borðinu heldur eneftir 15. — Hxe6. 16. Hacl Bxe3 17. Hxe3 En þetta krefst skýringar. Hvers vegna drepur Karpov ekki aftur með peði fyrst Kortsnoj gerði það i 15. leik? í fyrsta lagi vill heimsmeistarinn sýna að hann tekur áskorandann sér ekki ti! fyrirmyndar og í öðru lagi samrýmist það ekki áformum hans að drepa með peði. Miðborðið er þegar nægilega vel valdað svo hvítur geti lagt til atlögu með d3—d4. 17. — Hbd8 18. d4 Hd7 19. Kfl Kf8 20. Hdl h6 Um leið og Karpov lék bauð hann jafntefli, sem Kortsnoj þáði. Skákin stóð í 4 klst og staðan á borðinu er náttúrlega í algjöru jafnvægi. í ein- víginu er aftur á móti lítið jafnræði: Karpov hefur hlotið 4 vinninga, en Kortsnoj 1 v. Jafnteflin eru 5 og eru ekki talin með. 11. einvígisskákin verður tefld á morgun og þá hefur Kortsnoj hvítt: Ástæðan fyrir atvinnuleysinu er mikil fækkun barna í Danmörku. Nýjasta spáin segir að árið 1990 verði nemendur i dönskum grunnskólum 560.000 en þeir eru nú 680.000. Leonid Ilyicliov fulltrúi Sovétrikjanna á ráðstefnunni. BYGGINGAVÖRUR FLISAR HREINLÆTISTÆKI BLÖNDUNARTÆKI GÓLFDÚKAR MÁLNINGARVÖRUR VERKFÆRI BAÐTEPPI BAÐHENGI OG MOTTUR HARÐVIÐUR SPÓNN SPÓNAPLÖTUR VIÐARÞILJUR EINANGRUN ÞAKJÁRN SAUMUR FITTINGS Ótrúlega hagstæðirgreiflsluskilmálar, allt niður í til allt að mánaða. AAQ/ útborgun og eftirstöðvar Q Z\3 /0 til allt að w i Við höfum flutt okkur um set að Hringbraut 119 aðkeyrsla frá Framnesvegi eða inngangur úr fatadeild J.L. hússins. Opið fimmtudaga til kl. 8, föstudaga til kl. 10, og laugardaga til hádegis. Opið í kvöld til kl. 10. Ath. að við opnum kl. 8 á morgnana,, nema laugardaga kl. 9. BYGGINGAVORUR HRINGBRAUT 119. SÍMI 10600/28600

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.