Dagblaðið - 30.10.1981, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 30.10.1981, Blaðsíða 10
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1981. 10 irfalst, úháð dagbíað Útgofandi: Dagblaðiö hf. Framkvœmdastjóri: Svoinn R. Eyjótfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Aðstoðarritstjóri: Haukur Holgason. Fróttastjóri: ómar Valdimarsson. Skrifstofustjóri ritstjómar: Jóhannos Roykdol. íþróttir: Hallur Símonarson. Aðstoðarfróttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Ásgrímur Pólsson. Hönnun: Hilmar Karlsson. Blaðamenn: Anna Bjarnason, Atli Steinarsson, Ásgoir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stofáns- dóttir, Elín Albertsdóttir, Franzisca Gunnarsdóttir, Inga Huld Hákonardóttir, Jóhanna Þráinsdóttir, Kristján Már Unnarsson, Lilja K. Möller, ólafur E. Friðriksson, Sigurður Svorrisson, Víðir Sigurðsson. Ljósmyndir: Bjarnloifur Bjarnloifsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurðsson, og Sveinn Þormóðsson. Skrifstofustjóri: ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Auglýsingastjóri: Ingólfur P. Steins- son. Drorfingarstjóri: Valgoröur H. Sveinsdóttir. Ritstjóm: Síðumúla 12. Afgreiðsla, áskriftadoild, auglýsingar og skrifstofur: Þverholti 11. Aðalskni blaösins er 27022 (10 linur). Sotning og umbrot: Dagblaðið hf., Sföumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 10. Áskriftarverö á mánuði kr. 85,00. Verð í lausasölu kr. 6,00. Hvers vegna sjómenn? í stöðunni er rétt að fella gengið. Ekki af því að gengisfelling sé varanleg lausn á nokkrum hlut, heldur af því að gengið er í reyndinni fallið. Meðan verðbólgan er hér margfalt meiri en í viðskiptalöndum okkar, fellur gengið og það leiðir til skárra jafnvægis að skrá það rétt. Ut í hött er að skamma ríkisstjórnir fyrir gengisfell- ingar. Það er að fara aftan að hlutunum. Ríkisstjórnir á að skamma fyrir aðgerðarleysi gagnvart verðbólg- unni. Það leiðir til óhjákvæmilegra gengisfellinga. Líka má skamma ríkisstjórnir fyrir að viðhalda hinum snarvitlausa vísitöluleik. Þann leik þekkja allir. Laun hækka, og verðlag í kjölfar þeirra. Búvörur hækka jafnskjótt og launin. Svo hækkar fiskverð til samræmis við launahækkanir í landi. Þá þarf að fella gengið, til þess að fiskvinnslan geti borgað hærra fisk- verð. Laun hækka vegna gengisfellinga og verðbóta. Svo hækkar verðlagið vegna kauphækkana og koll af kolli. Þessi vitlausi leikur leiðir til stöðugrar óðaverð- bólgu. Ríkisstjórnin stendur nú fyrir 5 prósent hækkun fiskverðs, meðan fólk í landi fékk um 9 prósent meira en mánuði fyrr. Með því að halda hækkun fiskverðs í skefjum, hyggst ríkisstjórnin draga úr nauðsyn gengis- fellingar og hamla gegn verðbólgunni. En hvers eiga sjómenn að gjalda? Hvers vegna á þeim einum að blæða til að draga úr hraða vísitöluhjólsins? Þetta er ekki leiðin. Hinn vitlausi vísitöluleikur verður ekki stöðvaður nema til komi uppstokkun á öllu kerfinu. Ekki á að ganga gegn einum hópnum í kerfinu, heldur finna jafn- vægi milli hópanna og stöðva á þeim punkti. Sú stöðvun yrði æskileg, af því að reynslan sýnir, að það er engum hópnum í hag að halda áfram að skrúfa allt upp. Til eru nokkrir einstaklingar, sem tekst að hagnast á kerfinu, og þeir mega gjarnan verða útundan. Ríkisstjórnin hefur ekki lagt fram neina áætlun um slíka uppstokkun. Efnahagsnefnd stjórnarinnar nefndi eitthvað slíkt í fyrra, en síðan hvarf nefndin sporlaust. Ríkisstjórninni þýðir ekki heldur að standa gegn óhjákvæmilegri viðurkenningu á, að gengið er fallið. Það er ekki leið til að draga úr snúningi vísitöluhjólsins heldur aðeins frestun. Millifærsluleiðir, sem eru ræddar, yrðu til ills eins og entust skamma hríð. Ráðherrar lofuðu fiskvinnslunni nú, að á næstunni yrði afkoma frystingar bætt um 5 prósent. Þrátt fyrir þetta yrði frystingin rekin með 4 prósent tapi. Þegar loðnuverð var ákveðið fyrir skömmu, var vinnslan skilin eftir í stórtapi. Augljóst er, að gengisfelling er skömminni skásta leiðin til að jafna metin hjá þessum greinum. Fulltrúar sjómanna og útvegsmanna í yfirnefnd segja réttilega, að við ákvörðun fiskverðs hafi ekkert verið til skipta milli veiða og vinnslu, vegna þess að allur tilkostnaður hafði hækkað verulega við sjálf- virkar verðhækkanir. Ríkisstjórnin fékk því vandann inn á sitt borð. Málið hefur vafizt fyrir ríkisstjórninni. Svo virðist sem hálft í hvoru langi hana til að stöðva vísitöluleik- inn. En til þess þarf meiri dug en stjórnin hefur sýnt. Ómaklegt er að stofna til átaka við sjómannastéttina eina, meðan ekki bólar á nauðsynlegri uppstokkun alls kerfisins. Eftir 44 ára útlegð er ein f rægasta mynd Picassós komin heimtilSpánar: Guemica og þróun hennar —þessa pólitíska sprengief nis er nú vandlega gætt f Cason del BuenRetiro íMadríd 10. september lagði hið fræga mál- verk Picassós, Guernica, af stað frá New York til Madrid með venjulegu áætlunarflugi spænska flugfélagsins Iberia. Með í för var menningarráð- herra Spánar, Ingio Cavero, ásamt mörgum öðrum menningarfröm- uðum sem höfðu verið viðstaddir af- hendingu málverksins í Nýlistasafni New York borgar, en þar hefur þetta meistaraverk Picassós verið geymt i -42 ár. Aðrir 319 farþegar með þessu flugi höfðu ekki hugmynd um þenn- an dýrmæta farm sem var fluttpr L gríðarstórum trékassa merktum „stórt málverk”. Þar hvíldi þessi umdeilda og heimsfræga mynd á lokaferð sinni til föðurlands meistar- ans. Sumir hafa kallað Guernica, hina stórkostlegu dæmisögu Picassós um hin ýmsu andlit stríðsins, síðasta Spánverjann í útlegð. Útlegðin tók 44 ár en nú er myndin loks komin heim og hangir undir 15 mm skotheldu gleri í sal þeim sem áður var konung- legur danssalur í Cason del Buen Re- tiro, hallarskála Filips IV. Allan októbermánuð voru menn önnum kafnir við að lagfæra salinn svo hengja mætti myndina upp fyrir 100 ára afmæli Picassós. Af öryggis- ástæðum beið málverkið í kassanum fram á síðustu stundu ásamt 60 skiss- v^—— ....... ' um og myndum sem Picassó teiknaði í kringum Guernica-mótifið. Tákn hins blóðuga borgarastríðs í haust hefur engrar opinberrar byggingar í Madrid verið jafnvel gætt' og Cason del Buen Retiro. Ekkert yfirskin hefur nægt til að fá að gægj- ast inn fyrir lokaðar dyr safnsins, enda er Guernica pólitískt sprengi- efni. Picasso málaði myndina fyrir heimssýninguna miklu í París 1937. Hún lýsir því er baskaborgin Guer- nica var lögð í rúst af þýzkum sprengjum í samráði við Franco. Þetta var í fyrsta skipti sem slíkri sprengjuárás var beint að saklausum borgurum og myndin varð tákn fyrir hið blóðuga borgarastríð á Spáni. Nú er búið að breyta gamla dans- f salnum hans Filips IV í Cason del Buen Retiro i eitt af vinsælustu söfn- um Evrópu, enda hefur ekkert verið til sparað. Þarna er riútíma tækni til öryggisráðstafana nýtt til hins ýtr- asta, svo sem málmskynjarar, viðvör- unarkerfi og sjónvarpsgæzla, og auk þess er byggingarinnar gætt af lög- reglu og þjóðvarðliðum í sínum dæmigerðu grænu einkennisbúning- um með þríhyrndu, svörtu hattana. Þessi skissa er unnin 1. maf 1937 og sýnir þrjú af aðalmótífum Guernica: Nautið sem táknar Spán, hestinn sem táknar fasismann og konuna með olíu- lampann. Gríski hermaðurinn, sem liggur á jörðunni, fylgir ekki með í lokagerð myndarinnar, en er kannski fyrirboði dauða mannsins. EVROPA 00 AND- SPRENGJUMENN Líkt og margar vísindaskáldsögur, sem skrifaðar voru á fjórða og fimmta áratugnum, um geimferðir og framandleg farartæki hafa fyrir löngu orðið að veruleika, hafa ýmsir höfundar pólitískra og stjórnmála- skáldsagna reynzt furðu sannspáir um gang heimsmálanna. — Einkum að því er varðar samskipti stór- veldanna og bandalagsríkja þeirra, hvors um sig. Hver hefði t.d. trúað því árið 1962 að rithöfundurinn Constantine Fitz Gibbon gæti lýst fundi andsprengjumanna í London svalan októberdag árið 1981? Þetta gerði höfundurinn engu að síður í bóksinni, Það gerist aldrei hér? Þessi bók var gefin út af Almenna bókafélaginu árið 1963 sem „bók mánaðarins”, febrúar það ár. Efni þessarar bókar var rakið í stórum dráttum af þeim er þetta skrifar, í kjallaragrein í Dagblaðinu, 31. júlí sl. Brezka al- þýðulýðveldið Eylönd eru vel til þess fallin að undirbúa hvers konar jarðveg, ekki sízt pólitískan. Eyþjóðir eru einnig miklu auðveldari í meðförum. Þær mótast betur og fljótar, ef svo má að orði komast. Þær eru líka mót- tækilegri fyrir utanaðkomandi á- hrifum en aðrar þjóðir. Aðkomumenn eru aufúsugestir. Fundahöld og fjölbreytni hvers konar eru vel þegin, — ekki sízt útifundir og göngur, ef vel viðrar. Við höfum dæmi um það á okkar landi líka. Bókin hans Fitz Gibbon, Það gerist aldrei hér? byrjar á að lýsa útifundi á Trafalgartorgi. Hinn gamli foringi vinstri manna, Braithwaite, fór þar fremstur í flokki, ásamt ýms- um þekktum mönnum og konum úr rithöfundastétt, kirkjunnar mönnum og ýmsum vinstri sinnuðum sam- tökum. ,,Eru það Bandaríkjamenn, sem stjórna hér?” spurði hinn gamli foringi vinstri manna. Hann vitnaði títt til barna og barnabarna. „Vegna jreirra verða kjarnavopnin að víkja,” sagði hann. — Fundurinn endaði með mikilli kröfugöngu að banda- ríska sendiráðinu í London. Á sama tima og fundurinn á Trafalgartorgi fór fram var lítill hópur manna í Prag að ræða um fundinn og fylgdist jafnframt með honum frá senditæki sem sent var út með beint frá London. Skýrsla var útbúin og hún þýdd jafnóðum á rússnesku. „Verulegur ávinningur, sem líklega mun hafa stórkostleg áhrif. Fundurinn mun verða okkur mjög til framdráttar,” sagði í skýrslunni. Og aðendingu: „Vinir okkar telja þó, að ekki sé tími til kominn, að við látum opinberlega í Ijós, að við styðjum Braithwaite-hópinn.” Óeirðir og fjöldagöngur, ásamt sprengjutilræðum, héldu áfram á Bretlandi út árið. Bókin lýsir þvi hvernig lýðræðið leysist smám saman upp á Bretlandi. Fyrrverandi fangar gegna mikilvægum störfum sem njósnarar og gagnnjósnarar fyrir Sovétríkin á Bretlandi. Herliði 110553 hafði verið komið fyrir á Bretlandi. Þær eldflauga- stöðvar, sem áður höfðu verið eyðilagðar fyrir tilstilli Braithwaite- hópsins, voru endurnýjaðar og komið í samt lag — af Rússum! Hið mikla þing and- sprengjuæskunnar, sem hafði verið frestað, var um siðir haldið á Bretlandi. Við Braithwaite- (fyrrum Buckingham-) höll voru haldnar margar hjartnæmar ræður þar sem krafizt var friðar, frelsis og friðsamlegrar sambúðar þjóðanna. Vegna neitunarvalds Rússa i Öryggisráðinu fóru umræðurnar um ástandið á Bretlandi fram á alls- herjarþingi Sameinuðu þjóðanna. í ályktunartillögu sem borin var fram af Kanada og Ekvador, voru harmaðir síðustu atburðir á Bretlandi og látin í ljós ósk um að frumstæðustu mannréttindi brezku þjóðarinnar væru virt, svo og sér- kenni hennar á sviði menningar- og félagsmála. Fulltrúi brezka alþýðulýðveldisins hélt því fram að allir atburðir á Bretlandi og einkum flutningur mikils fjölda brezkra „sjálf- „Ekkert er líklegra nú en slík staða sé að koma upp að Bandaríkin muni láta það ráðast hvort verði ofan á, að Evrópa láti að vilja Sovétmanna eða haldi stöðu sinni sem bandamenn Vesturveldanna áfram.”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.