Dagblaðið - 30.10.1981, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 30.10.1981, Blaðsíða 23
31 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1981. KVÖLDGESTIR—útvarp íkvöld kl. 23,00-01,00: Notaleg miðnæturstund með Jónasi Jónassyni „Mig hefur lengi langað að fara dálítið inn í nóttina,” sagði Jónas Jónasson, sem í kvöld byrjar með nýjan þátt af óvenjulegu tagi. Eftir að hafa farið með varðskipi fyrir Austurlandi og gert þætti af þorpum þar og síðan gert aðra reisu á Kirkju- bæjarklaustur er Jónas setztur í næt- urstúdíó við Skúlagötuna og kallar þangað til sín góða gesti. ,,Það er mikið talað um það núna að fólk sé hætt að heimsækjast því það er svo upptekið við að glápa á sjónvarp og videó — og þótt gesti beri að garði er ekkert talað við þá fyrr en dagskráin er búin og þeir farnir að fara í kápurnar,” segir Jónas. „Mig langar að færa þér sem situr og hlustar á útvarpið þitt þegar líður á nótt góða gesti í stofuna þína. Gesti sem ekki hella yfir þig vanda- málum heldur koma til að mala um allt og ekkert og hlusta á notalega tónlist.” Jónas byrjar kl. 23 að leika nokkr- ar plötur og segja hlustendum hvern- ig veðrið er og hvernig hann „fílar stemmninguna”. Eftir stundarkorn koma gestirnir, sem í kvöld verða séra Auður Eir og sellóleikarinn Gunnar Kvaran. Gunnar kemur með hljóðfærið með sér og spilar tvö lög. Væntanlega kemur Gísli Magnússon rétt augnablik og spilar með honum á píanóið. „Þau Auður Eir og Gunnar segja mér ýmislegt um stórar stundir i ævi sinni og hvernig lífið hefur spunnizt áfram. Þau eru bæði yndislegar manneskjur og notalegt að fá þau í stofu til sín,” segir Jónas. Það er nýjung að útvarpið standi fram yfir miðnætti á föstudögum og það verður gaman að fylgjast með hvernig Jónasi tekst að vera ,,út- varpsgestgjafi”. Oft er langmest vinna bak við þá þætti sem virðast fyrirhafnarlausastir og léttastir og Jónas leggur sig nú allan fram til að veita hlustendum ljúfa miðnætur- stund. -IHH. Gunnar Kvaran kemur með sellóið sitt og spilar tvö lög með undirleik Gísla Magnússonar. Svo spjallar hann um allt og ekkert. HENTUGAR FYRIR STOFUR, BORÐSTOFUR OG SKÁLA. EINNIG NÝKOMIÐ ÚRVAL AF LOFTLÖMPUM í SVEFNHERBERGI. SENDUM í PÓSTKRÖFU LANDSINS MESTA LAMPAÚRVAL LJÓS & ORKA Suðurlcindsbraut 12 sími 84488 FISS 0G FUSS — útvarpsleikrit kl. 11,20 ífyrramálið: KYNDUG SKÖTUHJÚ — RUGLU- K0LLAR 0G SPEKINGAR í fyrramálið hefst leikrit fyrir börn og unglinga í þremur þáttum — eftir Valdísi Öskarsdóttur. Það segir frá kyndugum skötuhjúum, sem ýmist eru ruglukollar eða spekingar. Leikritið byggist mikið á orðaleikj- um og smáfyndni og er að sögn hið 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Á döfinni. 20.45 Skonrokk. Umsjón: Þorgeir Ástvaldsson. 21.15 Fréttaspegill. Þáttur um inn- lend og erlend málefni. Fjallaö veröur um landsfund Sjálfstæðis- flokksins, sem nú stendur yfir í Reykjavik. Meðal annars verður rætt við frambjóðendur tii forustu- starfa og aðra landsfundarfulltrúa um ástand mála í flokknum. Umsjón Guðjón Einarsson, honum til aðstoðar Ingi Hrafn Jónsson. 21.45 Laun heímsins. (For Services Rendered). Breskt sjónvarpsleikrit frá Granada eftir W. Somerset Maugham. Leikstjóri: Jeremy Summers. Aðalhlutverk: Leslie Sands, Jean Anderson, Harold Innocent og Barbara Fennis. Leik- ritiö gerist i kreppunni og fjallar um Ardsley-fjölskylduna, sem reynir að sætta sig við bág kjðr að lokinni fyrri heimsstyrjöldinni. Persónumar i verkinu eru illa á sig komnar, bæði líkamiega og sálar- Ifga. Þýðandi: Ragna Ragnars, 23.45 Dagskrárlok. skemmtilegasta. Fiss og Fuss vilja búa við öryggi — en svo springa kannske öryggin og allt fer í vitleysu. Hvergi er Ijósglætu að sjá. Eitt þeirra villist kannske meira en hitt. . . og þó. Þegar leikurinn hefst vakna þau við vekjaraklukku — og eru stödd i vit- lausum draumi. Hvaðgerir maður þá? Kristín Bjamadóttir og Borgar Garð- arsson leika skötuhjúin, en fleiri leikar- ar koma við sögu. Leikstjóri er Brynja Benediktsdóttir. -IHH. Kristfn Bjarnadóttir og Borgar Garðarsson leika skötuhjúin Fiss og Fuss sem vakna f vitlausum draumi. 0PIÐ Á LAUGARDÖGUM NÝJAR SENDINGAR AF L0FT- 0G VEGGLÖMPUM LAUN HEIMSINS—sjónvarpsleikrit kl. 21,45: Háðsk sfyrjaldarádeila frá brezka þjóðleikhúsinu Jean Anderson leikur móðurina f Ardsley-fjölskyldunni. Þessi fjölskylda er grátt leikin af fyrri heimsstyrjöldinni, sem háð var undir slagorðum um að skapa frið í heiminum 1 eitt skipti fyrir öll. Leikritið „Laun heimsins” eftir W. Somerset Maugham gerist í enskum smábæárið 1932. Þar býr Ardsley-fjöl- skyldan og í fyrstu virðist hún una sér vel við að leika tennis og drekka te. En brátt kemur í ljós að þessu fólki líður i raun illa.*Skuggi heimsstyrjaldarinnar 1914—1918 grúfir yfir henni, þótt hálfur annar áratugur sé umliðinn. Sonurinn, Sydney, hefur misst sjón- ina á vígstöðvunum og formælir nú stjórnmálamönnunum sem sendu hann I stríðið í nafni föðurlandsástar. Eva, systir hans, helgar krafta sína því að hjúkra honum. Þannig reynir hún að sefa harm sinn því unnusti hennar féll í striðinu. Hinar systurnar tvær linna sér ekki eiginmenn við hæfi. Fjölskyldan er af millistétt, og þegar Ethel giftist bónda þá finnst henni hún taka stórlega niður fyrir sig. Yngsta systirin, Lois, sér hins vegar þann grænstan að hlaupast burt með eldri manni. Hún hikar þó við því þótt hann sé efnaður þá er hann kvænt- ur maður og hún elskar hann ekki. Leikritið er hvöss ádeila á styrjaldir en Maugham starfaði bæði sem sjúkra- bílstjóri og læknir í fyrra stríðinu. Það má búast við mjög góðum leik, því sjónvarpsmyndin er gerð í sam- vinnu við Þjóðleikhús Breta. Val leik- mjög vel og leikstjóri er Jeremy Summ- ara i hlutverk þykir hafa heppnazt ers. -IHH. VIDEO Video — Tæki— Fiimur Leiga — Sala — Skipti Kvikmyndamarkaðurinn — ami 15480. Skólavörðustíg 19 (Klapparstígsmegin). KVIKMYNDIR 'IL L;

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.