Dagblaðið - 30.10.1981, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 30. OKTÓBER 1981.
7
Guðjón Valgeirsson: ,,Að óbreyttu
ástandi veit ég ekki hverjum ég greiði
atkvæði i varaformannskjörinu.”
Guðjón Valgeirsson
lögfræðingur:
styð
Pálma
Jónsson”
— ef ekki nást sættir á
landsfundinum fer
illa, þetta molnar
„Ég styð Pálma Jónsson,” sagði
Guðjón Valgeirsson lögfræðingur.
„Að óbreyttu ástandi veit ég ekki
hverjum ég greiði atkvæði í varafor-
mannskjörinu. Ég vona að sættir
náist í flokknum á þessum lands-
fundi. Ef ekki, þá má búast við öllu
illu, þetta molnar.”
-JH.
Bessý Jóhannsdóttir: „Það þarf að
koma á sættum sem fyrst f flokknum,
en áður þarf rikisstjórnin að fara
frá.”
Bessý Jóhannsdóttir
kennari:
Spái því
að Geir og
Ragnhildur
nai kjori
— en GeirogFriðrik
myndu vinnavel
saman, næðu þeir
kjori
„Ég spái því að Geir Hallgrímsson
verði kjörinn formaður og Ragnhild-
ur Helgadóttir varaformaður. Ég
ætla mér að kjósa þau,” sagði Bessý
Jóhannsdóttir kennari. „Hins vegar
tel ég, að þó svo Friðrik Sophusson
næði kjöri, þá myndu Geir
Hallgrímsson og hann vinna mjög vel
saman.
Það þarf að koma á sættum sem
fyrst í flokknum, en áður þarf ríkis-
stjórnin að fara frá.”
-JH.
Gústaf Níelsson nemi:
\
Ljóst að Geir
verður formaður
— nauðsynlegt að flokkurinn endumýi sig og kýs
þvíFriðrik Sophusson sem varaformann
,,Það er ljóst að Geir Hallgrímsson
verður kjörinn formaður. Hvað ég
sjálfur kýs, liggur ekki ljóst fyrir,
maður veit ekki enn hverjir verða í
kjöri,” sagði Gústaf Níelsson nemi.
„Ég vil engu spá um kosningu
varaformanns, en ég vona að það
verði Friðrik Sophusson. Það er
orðið nauðsynlegt að flokkurinn
endurnýi sig. Kynslóðaskipti eru að
verða í öðrum flokkum. Sjálfstæðis-
flokkurinn á ekki að verða eftirbátur
þeirra. Helmingur kjósenda er undir
fertugu.
Ég vona það að menn geti sett
ágreininginn til hliðar. Það er fleira
sem sameinar sjálfstæðismenn en
sundrar þeim. Því ættu þeir að geta
náð samstöðu um það sem þeir eiga
sámeiginlegt.
Ef vandamál Sjálfstæðisflokksins
verða ekki leyst á þessum landsfundi,
þá verða þau leyst i næstu almennum
þingkosningum.”
-JH.
Gústaf Nielsson: „Ef vandamál
Sjálfstæðisflokksins verða ekki leyst
á þessum landsfundi, þá verða þau
leyst i næstu almennum þing-
kosningum.
Salóme Þorkelsdóttir alþingismaður:
Kjör Ragnhildar yrði
sterktfyrirflokkinn
— enginn málefnalegur ágreiningur innan
Sjáifstæðisflokksins
„Það er enginn málefnalegur
ágreiningur innan Sjálfstæðis-
flokksins svo landsfundurinn breytir
engu í þá áttina,” sagði Salóme
Þorkelsdóttir. Hún bætti svo við:
„Þaðá eftir aðsýna sig á fundinum.
Það er hins vegar ríkisstjórnin og
þeir sjálfstæðismenn, sem 1 henni
sitja, sem valda ágreiningi,” sagði
Salome. ,,Um það verður vafalitið
mikið rætt á fundinum. Það kemur
væntanlega í ljós á fundinum hverjir
styðja ríkisstjórnina og hverjir ekki.
Hvað formannskjörið áhærir get
ég ekki séð að aðrir en Geir
Hallgrímsson hafi gefið kost á sér í
einhverri alvöru. Annars verður það
bara að koma í ljós á fundinum hver
verður kjörinn því það eru allir gjald-
„Það er rikisstjórnin, sem veldur
ágreiningi innan flokksins,” sagði
Salóme Þorkelsdóttir.
gengir. Það yrði mjög sterkt fyrir
flokkinn ef Ragnhildur Helgadóttir
yrði kjörin varaformaður hans, en
hinir frambjóðendurnir í varafor-
mannsembættið eru líka hæfir og
góðirmenn.” -SSv.
Anders Hansen blaðamaður:
Er yf irlýstur stuðn-
ingsmaður Friðriks
— stjórnarandstæðingur verður kjörinn formaður
„Mér sýnist allt stefna í að það
verði einhvers konar uppgjör á
þessum landsfundi,” sagði Anders
Hansen. „Framboð stjórnarsinna
sýnist mér ekki vera annað en liðs-
könnun til að sjá hversu mikinn stuðn-
ing ríkisstjórnararmur flokksins
hefur. Ég held ekki að framboð
Pálma sé hugsað með það fyrir
augum að hann nái kjöri.
Sjálfur er ég yfirlýstur stuðnings-
maður Friðriks Sophussonar og vinn
að því öllum árum að hann nái kjöri i
varaformannsembættið. Mjög
margir úr hópi yngri sjálfstæðis-
manna eru sama sinnis og ég.
Ég tel hins vegar engan vafa á því
að það verður stjórnarandstæðingur,
sem nær kjöri sem formaður
flokksins,” sagði Anders.
-SSv.
„Ræ öllum árum að kjöri Friöriks
Sophussonar,” sagði Anders
Hansen.
Fæst í hljómplötuverslunum um land allt.
FÁLKIN N
Suðurlandsbraut 8 - Sími 84670
Laugavegi 24 - Sími 18670 Austurveri - Sími 33360