Dagblaðið - 10.11.1981, Side 2
Skrefatalningin:
Stuðlar að einangrun
fatlaðra og gamalmenna
— segir gramur lesandi
0311—0303 hringdi:
Mér finnst skrefatalningin vera
hróplegt óréttlæti við gamalmenni og
fatlað fólk sem ekki kemst að
heiman og er háð síma, til þess að
missa ekki öll tengsl við umhverfið.
Að þessum ófögnuði skuli síðan
vera komið á á ári fatlaðra finnst mér
vera makalaus kaldhæðni og sýna
bezt hve djúpt umhyggjan ristir fyrir
þeim er sízt mega við auknum
útgjöldum.
Ég á t.d. vinkonu á áttræðisaldri.
Hún er öryrki, á mjög erfitt með
gang, býr alein og er vön að hringja
til mín um það leyti sem hún veit að
ég er komin heim úr vinnu.
Nú er það liðin tíð, því síðan þessi
skrefatalning kom, hefur hún ekki
hringt til mín. Á kvöldin vill hún
siður tala í símann, því þá eru út-
varpsfréttir kl. 19, síðan tekur sjón-
varpið við og hún er vön að fara að
hátta um kl. 22.
Hún þarf að hafa gætur á útgjöld-
um sínum og það er greinilegt að hún
treystir sér ekki til þess að axla þann
kostnað að tala við kunningjana á
daginn. Hún þarf að eyða símtölum í
bráðar nauðsynjar, en hefur nú ekki
efni á þeim munaði að spjalla við
fólk, eins og hún var vön.
Er það ekki rétt hjá mér að alþing-
ismenn og ráðherrar, sem komu
þessu á, hafi frían síma? Ég efast um
að skrefatalningin hefði hlotið
samþykki þessara manna ef þeir
hefðu þurft að verða fyrir henni sjálf-
ir.
Svar: Við slógum á þráðinn niður í
Alþingishús og fengum staðfest að
alþingismenn og ráðherrar hafa frían
síma.
-FG.
Um björgunarbáta:
SEAFARER EÐA SEAMASTER?
— hvorn bátinn pantaði útgerðarmaðurinn?
Garðar Björgvinsson, útgerðarmaður
á Raufarhöfn, skrifar:
Árið 1978 keypti ég Seafarer-
björgunarbát hjá Austurbakka hf. í
Reykjavík. Báti þessum fylgdu mjög
ítarlegar upplýsingar um gerð hans
og innihald (á íslenzku).
Þegar báturinn var skoðaður hjá
gúmbátaþjónustunni kom í ljós að ég
hafði verið látinn fá allt annan bát en
bókin sagði til um. Bátur sá, er kom
úr umbúöunum, var af Seamaster-
gerð, algjörlega ólöglegur fyrir þil-
farsbáta og allslaus af öllu því, sem
átti að vera í honum, samkvæmt
meðfylgjandi handbók.
Ég hafði samband við Austur-
bakka hf. og fékk strax loforð um
tafarlausa úrbót á þessum mistökum,
en þau loforð voru svikin, svo ég
lagði málið fyrir lögfræðing á Akur-
eyri. Á borði hans lá málið síðan í 4
mánuði.
Ég gafst því upp á að leita réttar
míns eftir þessari svokölluðu laga-
leið, tók þann kost að leita á náðir
almenningsálitsins og sagði sögu
þessa i tveim bréfum i Dagblaðinu.
Bréf þessi urðu þó til þess að ég var
beðinn aö mæta á fund hjá Austur-
bakka. Þar ræddi ég við feðgana
Árna eldri og Árna yngri, ásamt lög-
fræðingi þeirra.
Á fundi þessum var mér tjáð að
sölustjóri Dunlop væri væntanlegur
til íslands eftir tvo daga og þá ætluðu
þeir að leggja málið fyrir hann. Ég
sagði þeim að mig varðaði ekkert um
ferðir erlendra viðskiptavina Austur-
bakka og að ég vildi fá tafarlausa
lausn á máli þessu.
Þarna á þessum fundi var svo fast-
mælum bundið að ég skyldi fá annan
björgunarbát og láta þá Seamaster-
bátinn upp í, að sjálfsögðu. Einnig
samþykkti ég að greiða einhverja
upphæð á milli, því nú var þessi Sea-
farer-bátur orðinn miklu vandaðri að
allri gerð og með talstöð að auki.
Það er nú um mánuður síðan
þetta samkomulag var gert. Sölu-
stjóri Dunlop er enn ókominn, segja
Austurbakkamenn, og þeir segjast
ekki hafa neitt fjármagn til þess að
mæta þessum skakkaföllum, sem þó
stafa af þeirra eigin handvömm.
Ég hef nú fengið bréf frá Siglinga-
málastofnun sem bannar mér að nota
skip mitt vegna ólöglegs björgunar-
báts. Að sjálfsögðu býð ég engum
manni upp á að róa með mér undir
þessum kringumstæðum, en ég
neyðist til þess að róa einn, því ég er
ekki grasbítur.
Austurbakkamenn eru vonandi
undir það búnir að taka afleiðingum
gerða sinna, eða vilja þeir kannski
ráða sig á vetrarvertíð á björgunar-
bátslaust skip fyrir norðan?
Hvor báturinn
var pantaður?
Dagblaðið hafði samband við
Árna Þór Árnason, hjá Austurbakka
hf., sem kvaðst ekki viija tjá sig
frekar um þetta mál.
Dagblaðið hefur bent báðum aðil-
um á, að það hljóti að vera grund-
vallaratriði, hvað stendur í pöntunar-
og afgreiðslunótum vegna þessa
björgunarbáts. Garðar segist ekki
vera búinn að finna sitt eintak (eða
eintök) en Árni Þór segir að það
hljóti að vera Garðars að sanna þetta
mál, sem nú hefur verið margrætt og
verður því ekki tekið upp aftur á
síðum Dagblaðsins.
-FG.
Raufarhöfn i vetrarbúningi. Þaðan skrifar Garðar Björgvinsson, útgerðarmaður, enn um kaup sin á björgunarbáti.
Vopnaflutningarnir:
OG ÞÚ LÍKA EIMSKIP,
Fyrrv. skipverji skrifar:
Vopnafiutningar flugfélaga með
fiugvélum undir íslenzku skrásetn-
ingarmerki hafa verið til umræðu í
blöðum undanfariö.
Fyrst átti það að vera Arnarflug
eitt flugfélaga íslenzkra. Það vur
dyggilega tiundað, bæði í Visi og
Morgunblaðinu. Síðan kom í Ijós, að
þarna voru Flugleiðir að verki líka,
samkvæmt frétt í Dagblaðinu. Ekki
var Morgunblaðið jafn fljótt til að
birta þá frétt og það hafði verið,
þegar Arnarflug átti í hlut, eða dag-
inn eftir.
Síðan er Eimskipafélag Íslands
einnig komið inn í myndina. Áður
höfðu birzt um þetta fréttir, en nú
var ekki lengur um að villast. Tals-
menn skipafélagsins bera þetta þó af
félaginu, hvað sem síðar kemur í Ijós.
Er kannski svo komið, aö flutning-
ar á farþegum og venjulegum alhliða
varningi eru ekki lengur arðvænlegir?
Ef svo er, þá verður kannski vopna-
flutningur okkar síðasta bjargráð.
öll íslenzk fiutningafyrirtæki í
vopnaflutninga fyrir þá, sem enn
vilja standa uppi í hárinu á risaveld-
unum!
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1981.
Oánægður með vetrar-
dagskrá útvarpsins
— hallar á rokkunnendur
0311—0303 finnst kaldhæðnislegt að koma skrefatalningunni á, einmitt á ári fatl-
aðra, og telur hana stuðla að frekari einangrun fatlaðs fólks og gamalmenna.
DB-mynd: Ari.
7167—5688 skrifar:
Það verður ekki mikið fyrir okkur
rokkunnendur í vetrardagskrá út-
varpsins. Enn virðist stefnan vera sú
að „taka af því sem ekkert var”. í
þessari atlögu er þátturinn Nýtt
undir nálinni felldur úr dagskránni.
Furðuleg ákvörðun með stórgóðan
þátt, þar sem stjórnandinn kynnti
mjög kunnáttulega það nýjasta nýja í
rokkinu og poppinu. Hvað kemur í
staðinn? Enn einn „léttblandaður
tónlistarþáttur” í viðbót við eymdar-
vælið í miðdegissyrpunum og draslið
hjá Erni á sunnudögum.
Ég segi nei takk! Ekki bara það.
Einnig er ráðizt á þáttinn Áfanga,
sem um árabil hefur verið bezti
þáttur útvarpsins, og hann hafður
stuttur og aðeins aðra hverja viku.
Eru virkilega engin takmörk fyrir
ósvífni útvarpsmanna gagnvart rokk-
unnendum? Geta þessir menn ekki
skilið að léttmetissyrpur með jafnlé-
legum stjórnendum koma ekki í
staðinn fyrir rokkþætti eins og
Áfanga og Nýtt undir nálinni. Það er
greinilegt að tónlistarstjóri og co.
heyra engan mun á t.d. Abba og Joy
Division, en þurfa þeir virkilega að
láta hlustendur líða fyrir þann þekk-
ingarskort?
Raddir
lesenda
Gunnar Salvarsson sá um útvarps-
þáttinn Nýtt undir nálinni.
ÓSKABARNIÐ?
En hvað sem öðru líður, þá eru
vægast sagt einkennilegir allir þessir
leiguflutningar íslenzkra fiutninga-
fyrirtækja til þeirra landa, sem aldrei
þrífast, nema eiga i útistöðum með
vopnaviðskiptum hvert við annað.
Hvaða íslenzkir aðilar eru það,
sem eiga svona auðvelt með að koma
á viðskiptasamningum við múham-
eðstrúarþjóðir? Hvernig skyldu
samningar og greiðsluskil líta út á
pappír? Eru þessi viðskipti ekki gerð
gegnum íslenzkt bankakerfi, eins og
um venjulegan útflutning er venja?
Einhver var að líkja flugmálunum
við útfiutningsatvinnuvegina. Þess
vegna ætti ríkið að veita ríkisaðstoð
til þess að halda uppi „flugsamgöng-
um”! Enginn minntist á vopnaflutn-
inga, né styrk vegna þeirra.