Dagblaðið - 10.11.1981, Síða 3

Dagblaðið - 10.11.1981, Síða 3
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1981. 3 Til Siglfirðinga: Drífið ykkur út að moka snjó —það hressir, bætir og kætir Gestur Frímannsson, sorphreinsun- armaður á Siglufirði, hringdi: Ég vil taka undir orð Guðmundar Karls Jónssonar, starfsbróður míns á Akureyri, sem skrifaði tímabæra grein í DB þriðjudaginn 3. nóvember sl. um nauðsyn þess að hvetja fólk til þess að moka snjó frá ruslatunnum og öðrum sorpílátum sínum. Því vil ég bæta við að því miður vantar oft bæði lok og hringi á sorp- ílát sem síðan fyllast af snjó eða regnvatni ef svo ber undir. Ég vil einnig taka fram að engu síður en á Akureyri mættu bæjar- yfirvöld hér á Siglufirði að skaðlausu brýna fyrir fólki að moka snjó frá sorpílátum, hafa þau ekki á óað- gengilegum stöðum og fleygja ekki glerbrotum og öðru sliku í plastpok- Sorphreinsunarmaður á Siglufirði hringdi til þess að taka undir orð starfsbróður sins á Akureyri. Báðir brýna fyrir fólki að moka snjó frá sorpílátum sínum og hafa þau ekki á óaðgengiiegum stöðum. Borgarspítalinn: Heimsóknir í tíma og ótíma — segir lesandi Eiginkona skrifar: Nýlega lá maðurinn minn á Borg- arspítalanum sem ekki er í frásögur færandi ef ekki væri komin til ný- breytni sem kannski gengur út í öfg- ar. Hann hefur allt gott að segja um lækna spítalans og starfsfólk en átti mjög erfitt við að sætta sig við heim-' sóknir meira eða minna allan daginn, utan venjulegra heimsóknatíma. Hann Iá á nokkuð fjölmennri stofu og virtist fólki þykja sjálfsagt að ganga þar beint inn þegar þvi datt í hug að heimsækja eitthvert ætt- mennið eða kunningjann. Þetta var sérstaklega þreytandi fyrir hann fyrst eftir aðgerð þegar hann vildi gjarnan geta hvílt sig sem mest. Starfsmaður spítalans sagði honum að þetta væri nýtt fyrirkomu- lag sem hefði sína kosti í einstaka til- fellum en væri mjög þreytandi fyrir suma sjúklinga sem þyrftu á eins mikilli hvíld að halda og mögulegt væri. Þessi sami starfsmaður sagði einnig að af þessu stafaði mikið ónæði fyrir starfsfólk sem sumt hvert ætti erfitt með að sætta sig við þessa nýbreytni, enda nokkuð aug- ljóst að stanzlaust ráp til sumra getur verið bagalegt fyrir aðra sjúklinga. Maðurinn minn sagði að þetta væri mjög misjafnt efdr vöktum og hann var sérstaklega þakklátur einni deildarhjúkrunarkonu, sem hvorki lét vaða yfir sig né sjúklingana; leyfði helzt ekki heimsóknir utan heim- sóknatíma, nema sérstaklega stæði á. í gamla daga hefur vafalaust verið of strangt á þessum málum tekið en það hlýtur þó að vera hægt að finna einhvern milliveg. Sérstak- lega virðast því engin takmörk sett í, dag hversu margir mega heimsækja sjúkling í senn. Jafnframt ætti fólk ekki að komast upp með að vaða inn á sjúkrastofur án þess svo mikið sem að spyrja hjúkrunarlið spítalans leyfis. Eiginkona telur aö Borgarspitalinn ætti að endurskoða heimsóknafyrirkomulag sitt þvi núverandi fyrirkomulag sé þreytandi, jafnt fyrir sjúklinga sem starfsfólk. Hrin8®'s,n>* iUikl.l3og15 milliW eðas VIÐ TEUUM að notaðir VOLVO bflar séu betri en nýir bflar af ódýrari gerðum VOLVO 245 GL ÁRG. '81 BEINSK., EKINN 16ÞÚS. VOLVO 245 GL ÁRG. '80 SJÁLFSK., EKINN 33 ÞÚS. VOLVO 245 GL ÁRG. '79 BEINSK., EKINN 54 ÞÚS. VOLVO 343 DL ÁRG. '78 SJÁLFSK., EKINN 27 ÞÚS VOLVO 264 GLE ÁRG. '76 SJÁLFSK., EKINN 79 ÞÚS. VOLVO 244 GL ÁRG. '79 BEINSK., EKINN 45 ÞÚS. VOLVO 244 GL ÁRG. '78 SJÁLFSK., EKINN 46 ÞÚS. VOLVO 244 GL ÁRG. '79 BEINSK., EKINN 40 ÞÚS. 35200 VELTIR SUÐURLANDSBRAUT16 Spurning 9 LMJI Hringir þú minna eftir að skrefatalningin var sett á? Hrafnhildur Valgarðsdóttir kennari og húsmóðir: Já, og þá hringi ég meira eftir kl. átta á kvöldin. Ég reyni því að geyma símtölin. Það er mikið verra að hafaskrefatalið. Hildur Jónsdóttir póstafgreiðslu- maður: Nei, og þó ef ég hugsa út í það hef ég aðeins minnkað þau. Elrikur Grétarsson nemi: Já, alveg hiklaust. Ég reyni að hringja ekki fyrr en eftir klukkan sjö og um helgar. Kristján Eliasson verkamaður: Já, ég hringi frekar á kvöldin og stytti þá símtölin. Það er óþægilegt að vita af þessari skrefatalningu. Ágústa Bergmann húsmóðir: Já, alveg örugglega. Eg hef hringt sáralítið þessa síðustu daga. Ég er að reyna að venja mig af þessu. Ebenezer Asgeirsson, ■ -am; Vöru- markaðarlns: Ég hef ei: em." það bráðnauðsynlegasta. ni frekar að hringja á kv i m helgar. Mér finnst huu ■ attr

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.