Dagblaðið - 10.11.1981, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 10.11.1981, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1981. 1 , DB a neytenaamarkað/ ' s V Dóra Stefánsdóttir^M\#Íl|W - - SETJA DUNSÆNGINA í ÞVOTTAVÉLINA Björn Björnsson hrlngdi: Ég las þarna um daginn á neyt- endasíðunni ýmislegt um sængur. Mig langaði svona að lofa þér að vita af því að við hér á heimilinu höfum þvegið svanadúnsæng í þvottavél- inni. Við eigum lítið barn og höfum þvegið sængina þess einum fjórum sinnum og hún lætur ekkert á sjá. Við setjum hana á 30 gráðu hita og eftir þvottinn er hún þeytiundin og síðan sett í þurrkara. Það er algjört skilyrði að setja sængina i þurrkara á eftir. Annars klessist dúnninn allur saman. Við höfum sett hana í venju- legan heimilisþurrkara án hitastillis og látið hana vera þar í 40 minútur. Þá er hún alveg skraufþurr. Við vorum skíthrædd við að reyna þetta fyrst eftir að okkur var sagt frá þvi. En við erum mjög ánægð með árangurinn. Þetta er bæði þægilegt og miklu ódýrara en að láta hreinsa sængina.” Svar: Við þökkum Birni kærlega fyrir ábendinguna. í sænsku blaði sem við rákumst á nýlega var reyndar talað um að þvo mætti dúnsængur. Ég spurði að því í Dún- og fiður- hreinsuninni en var þá sagt að engum væri ráðlagt að gera það. Því þorði ég ekki að birta þetta á síðunni hjá mér ef ske kynni að ég væri að segja einhverja bölvaða vitleysu. En fyrst þarna eru íslenzk hjón sem reynt hafa þetta með góðum árangri finnst mér ástæðulaust annað en að koma þessu á framfæri. -DS. Ekki hægt að fá snaf saf löskur þó nota eigi nokkrarmatskeiðar „UNGLINGAR MYNDU MISNOTA SLÍKF’ „Mig langar að vita af hverju ekki er selt vin í litlum flöskum (snafsa- flöskum) í ríkinu hér eins og viða er- lendis,” sagði kona sem hringdi til okkar hér á neytendasíðunni. Hún bætti við: „Oft á að nota nokkrar matskeiðar af víni í fínar uppskriftir. Það hefur enginn maður efni á því að kaupa t.d. heila flösku af koníaki til að nota úr henni 2—3 KEA kjörmarkað- urinn hagstæðastur á Norðurlandi v Vöruverð á Norðurlandi er hag- stæðast í verzlun KEA við Hrísalund á Akureyri. Svo segir að minnsta kosti í nýútkomnu blaði sem ber nafnið KEA fregnir. Segir í greininni að allmargar verðkannanir sem gerðar hafi veriö undanfarið hafi leitt í Ijós svipaðar niðurstöður, vöru- verðið sé lægst í Hrísalundi. Sjáist ánægja neytenda með þetta bezt á því að sala hefur aukizt að miklum mun i búðinni. Þannig hafi salan í júlí i sumar aukizt um rúmlega helming, eða 109%, um 70% í ágúst og um 98% frá því í sömu mánuðum í fyrra. DS. Barnið brosir glatt og ánægt og veit ekki um þau heilabrot sem maturinn ofan i það kann að valda fullorðna fólkinu. DB-mynd R. Sigurjóns. matskeiðar. En allir ættu að hafa efni áað kaupa litlar flöskur.” Ég spurði Svövu Bernhöft yfir- mann innkaupadeildar ÁTVR um þetta. ,,Ég er hrædd um að það sé ekki hægt,” sagði hún. „Bindindis- samtökin myndu líklega segja eitt- hvað. Því eftir því sem vínið er ódýr- ara hér virðast unglingar eiga auð- veldara með að komast yfir það. Fyrir það verðum við öll að borga. Notkun á vini er einfaldlega ekki eins hér á landi og víða annars staðar. Við verðum að horfast í augu við það. Svona litlar flöskur hafa aldrei verið fluttar til landsins og ég er hrædd um aðaldrei verðiaf því,” sagði Svava. -DS. Það er óneitanlega dálitifl óhentugt að þurfa afl kaupa hella vinflösku til afl nota úr henni nokkra dropa i mat- argerð. DB-mynd R.Th. Kjúklingaréttur- inn hennar Hönnu Uppskrift dagsins er að kjúklinga- rétti. Hún er úr Litlu matreiðslubók- inni um kjúklinga og heitir þar Kjúki- ingarétturinn hennar Hönnu. 2 stórir kjúklingar, ca 1100 g hvor 1 hvitlauksgeiri, 1 stór saxaður laukur, 1 msk. söxuð steinselja, 4 niðursoðnir eða nýir tómatar, ca 100 g smjör. TÓMATSÓSA: 4 hvitlauksgeirar, 2 msk. matarolia, 1/2 kg dós af niðursoðnum tómötum eða sama magn af nýjum. 2 msk. söxufl steinselja, 2—3 tsk. estragon (kóngasalat) eða 2—3 msk. nýtt steikarsoð úr pönn- unni. MEÐLÆTI: Snittubrauð, grænsalat með hráum kjörsveppasneiðum og tómötum. Kjúklingarnir éru hlutaðir í fernt. Saxið hvítlauksgeirann, laukinn, steinseljuna og tómatana, blandið öllu saman og setjið i eldfast mót. Kjúklingarnir eru settir þar í með skinnið niður og helmingurinn af smjörinu látinn ofan á þá. Fatið sett í miðjan 235 stiga heitan ofn og steikt í ca 20 minútur. Dreypið soðinu oft yfir á meðan á steikingu stendur. Kjúklingunum er nú snúið við og af- Uppskrift L dagsins j ganginum af smjörinu smurt yfir þá. Steikt áfram i 20 mín. Finna má á kjúklingalærunum hvort rétturinn er tilbúinn. Ef kjúklingarnir eru ekki nógu brúnaðir, þegar þeir eru steikt- ir, má bregða þeim aðeins undir grill- ið. Tómatsósa: Hvítlauksgeirarnir skornir í ræmur og kraumaðir í olíu. Tómötunum, steinseljunni og estra- goninu bætt út í en notið ekki safann af tómötunum í þessu tilfelli. Sósan er soðin í 10 mín. og bragðbætt með salti og steikarsoði af kjúklingunum. Þegar kjúklingarnir eru framreiddir eru þeir settir í djúpt fat og sósunni hellt yfir. Framreiðsla: Kjúklingarnir eru framreiddir með heitu snittubrauði og hrásalati. Til tilbreytingar: Hella má 4—5 msk. af koníaki yfir kjúklingana þegar þeir eru steiktir og áður en sós- unni er hellt yfir og kveikja i því. Nota má þurrkað eða ferskt basi- likum í stað estragonsins. Og i stað hrásalats má bera með réttinum hrís- grjón, soðin í karrýi eða steiktar kart- öfiur. Misjaf nt verð á bamamat: „RÉTT VERД —segir verðlagsstof nun Móðir hringdi: Mig langar að vekja athygli á af- skaplega misjöfnu verði á barnamat i verzlunum hér i bænum. Ég keypti með nokkurra daga millibili Milupa barnamat í þrem verzlunum í bænum og hann var ekki á sama verði í neinum tveim þeirra. í Vörðufellinu kostaði hann 11,10, í Hamrakjöri 5,95 og 6,95 eftir gerðum og í Vestur- bæjarapóteki 8,80. í báðum síðast- töldu stöðunum var mér sagt að um nýja sendingu væri að ræða. Raddir neytenda Svar: Ég hafði samband við verðlags- stofnun til þess að kanna hvort barnamatur væri ekki háður verð- lagsákvæðum. Var mér sagt að svo væri jafnt og um aðra matvöru. Mis- munandi verðið liggur hins vegar í því að ekki var á öllum stöðunum um nákvæmlega sömu vöru að ræða. Bæði var munur á pakkastærð og eins á innihaldinu. Þannig mátti það sem selt var í Hamrakjöri kosta 6,95, það sem selt var í Vörðufelli 12,65 og það sem selt var í Vesturbæjar- apóteki nákvæmlega það sem það var séltá. Svona burtséð frá því munar ennþá töluverðu á verði á barnamat víða í verzlunum eins og við höfum áður sagt frá. Tollur var felldur af barna- mat í vor en sumar verzlanir eru ennþá að selja það sem keypt var með álögðum tolli. Því getur barnamatur verið seldur á misjöfnu verði eitthvað lengur án þess að um verðlagsbrot sé að ræða. -DS.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.