Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 10.11.1981, Qupperneq 16

Dagblaðið - 10.11.1981, Qupperneq 16
16 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1981. fli’i rfl - FOLK Svíarbönnuðu hannogþáer ekki að sökum aðspyrja... Sjónvarpsáhorfendur hafa væntanlega tekið eftir hversu stíft fólksbíllinn Suzuki er auglýstur. Mun vera heldur dræm salan á þeim ágæta bíl, þrátt fyrir lágt verð. Munu menn vera að einhverju leyti smeykir við kaup á þessum bíl þar sem Svíar, sem oft eru hafðir okkur til fyrirmyndar, hafa bannað hann þar sem öryggis- kröfur eru ekki taldar nægjanlegar. En Sviar eru jú frægir fyrir öll sín bönn . .. Að pissa með Gervasoni Gervasoni var nánast þjóðhetja hér á landi á meðan hann staldraði við. Síðan hafa flestir gleymt manngreyinu — nema kannski þeir sem unnu honum heitast. Stundum koma líka smáklausur í blöðum um hvað maðurinn er að gera þessa og hina stundina o. s. frv. En ákveðin verzlun hefur líklega ekki verið sátt við hversu gleymdur manntetrið er, því hún auglýsir núna „Nýju Gervasoni baðlínuna”. Nú segja gárungarnir að Guðrún Helgadóttir sé þegar ákveðin í að fá sér eitt sett. Eða hver vill ekki pissa innan um Gervasoni baðlínu? Bróðirinn tók við rekstrinum Veitingahúsið Vesturslóð hefur nú fengið nýjan eiganda, Sigvalda Viggósson, en hann er bróðir Antons sem rak staðinn áður. Sig- valdi mun hafa á prjónunum einhverjar breytingar og dagskrá sem laða mun gesti að staðnum. Þess má geta að Sigvaldi og Anton eru bræður Þorsteins Viggóssonar sem gert hefur garðinn frægan i Kaupmannahöfn. Vikumyndirí Helgarpósti Það vekur töluverða athygli að eftir að Jim Smart, fyrrum ljósmynd- ari Vikunnar, hóf störf á Helgar- póstinum birtast nú í því ágæta blaði Vikumyndir sem sérstaklega voru teknar fyrir greinar í vikunni. Þannig má greinilega þekkja níu Vikumyndir í siðasta Helgarpósti, þar af tvær á forsíðu. Vildu sjá Vigdísi Við íslendingar vitum að sjálf- sögðu hvers vegna sovézki kaf- bátúrinn sigldi upp í landsteina í Sviþjóð. Áhöfnin vissi af þvi að Vig- dís var í heimsókn og vildi fá að berja hana augum. Grunnskólanemar í veiðitúr með Þorsteini RE: Lœrðu meira en á nokkrum vikum yfir skólabókunum FÓLK Vikumódelin kornin heim úr ævintýraferð til New York Heimsóttu ýrœgustu diskótekin og borðuðu með ríka fólkinu — Sigríður og Gunnlaugur reynslunni ríkari eftir vikudvöl í heimsborginnu Sigriður Stanleysdóttir og Gunnlaugur Carl Nielsen eru nýkomin heim eftir vikudvöl í New York sem var verðlaun þeirra i keppninni Vikan velur módel. Með þeim í ferðinni var Borghildur Anna Jónsdóttir, blaðamaðurá Vikunni. „Þetta var ofsalega fín ferð fyrir okkur öll og ég held að krakkarnir hafi ekki getað séð borgina betur. Hver dagur var skipulagður frá morgni til kvöids, auk þess sem við fórum á hverju kvöldi út að borða og aldrei á sama staðnum,” sagði Borg- hildur er við inntum hana eftir hvernig ferðin hefði gengið. „Álafoss gaf þeim föt áður en þau héldu utan og voru þau í þeim allan tímann. fslenzku fötin vöktu alveg sérlega mikla athygli og fólk sneri sér við til að að horfa á eftir þeimútiágötu. Við gerðum tízkuþátt fyrir Ála- foss sem birtast mun í Vikunni og það var þekktur þýzkur ljósmyndari sem tók allar myndir. Hann hefur verið búsettur í Bandaríkjunum siðan 1962 og heitir Sam Berkowitz. María Guðmundsdóttir var okkur innan handar og m.a. útvegaði hún okkur þennan ljósmyndara. María sjálf tók einnig myndir og verður forsíðumynd í Vikunni eftir hana fljótlega,” sagði Borghildur Anna. „Ég fór með krakkana i Stúdíó 54 og Xemninon, frægustu diskótek i New York, og það gekk ekki alveg á- tölulaust að komast þar inn. En það hafðist,” sagði hún ennfremur. Þess má geta að eitt stærsta og virtasta mánaðarrit í New York, Cosmopolitan sýndi módelunum mikinn áhuga og tók myndir af þeim, sem birtast munu i febrúarblaðinu. Er það einstakur heiður. Þá munu Gunntaugur og S/gríður vfð komuna tíl landsins, sæl og glöð eftír vel heppnað og skemmtílegt ferðalag. Með þehn i myndinni er Sigurður Hreiðar ritsffórl Vikunnar sem tók á mótí þeim erþau stígu úr fíugvélinni. Þess má geta að flugleiðir buðu þeim flugið báðar leiðir. DB-mynd Ragnar Th. einnig tilboð hafa komið til Sigríðar frá þekktum umboðsskrifstofum. Hún er þó aðeins 16 ára og á fram- tíðina fyrir sér, svo varla verður það í bráð að hún fari til starfa í heims- borginni. Bæði Sigríður og Gunnlaugur munu þó hafa lært mikið á þessari ferð og séð meira en nokkurn grunar. Til dæmis bauð Hafskip þeim i mat á eitt fínasta veitingahús i New York en það er á 65. hæð skammt frá Rockeville Center. Allan tímann höfðu þau einkabílstjóra og bil sem aðeins þekkist í henni Ameríku. Vikan mun á næstunni segja frá ferðinni í máli og myndum. -ELA. — og fengu 600 kíló í tíu net Siglingafræði er nú orðin valgrein i níunda bekk grunnskólanna og vinsælt fag bæði hjá strákum og stelpum. Auðvitað geta timarnir yfir bókunum stundum orðið dálítið þreytandi en þegar á sjóinn er komið breytist nú lífið. Sjö krakkar úr ölduselsskóla fengu að reyna það er þau sigldu með Þorsteini RE 303 nú fyrir helgina. Það fylgir nefnilega siglingafræðinni að fara einn veiðitúr. Með í förinni var kennarinn, Þor- leifur Kr. Valdimarsson.og auðvitað skipstjórinn, Magnús Ásgeirsson. Veiðin var afbragðsgóð en í ferðinni nældu krakkarnir sér i 600 kíló á aðeins tveimur tímum. Þau fóru þvi öll með nýjan fisk í soðið þennan daginn. Það er Fiskifélag íslands sem hefur umsjón með þessum ferðum grunnskólanema i samvinnu við menntamálaráðuneytið. Þessi ferð var sú sjötta og verða farnar tvær til þrjár ferðir í viðbót á næstunni. „Þrír skólastjórar riðu á vaðið með að gera þessar ferðir að veruleika. Það voru skólastjórar Álftamýrar- Laugalækjar- og Austurbæjarskóla en þeir létu verða af því að fá þennan bát leigðan með skipstjóra. Eigandi bátsins er Guðbjörn Þorsteinsson. Þessar ferðir hafa gengið frábærlega vel og ég er viss um að krakkarnir hafa lært meira í þessari einu ferð heldur en á nokkrum vikum i skólanum,” sagði Þorleifur. -ELA. m---------------► Þar kemur Þorsteinn RE að landi með sjómennina ungu og afla þeirra. H Og hópurinn með kennaranum ÞorieHi fri vinstri, þi Eria, Simon, Hinrik, Sveinn, Bjarki, Kristínn og ÞorkeH. DB-myndir S.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.