Dagblaðið - 10.11.1981, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 10. NÓVEMBER 1981.
17
Opinskátt viðtal við HalldórLaxness í sænsku bókmenntatímariti:
Get ómögulega tekió ábyrgð
á öllum þeim skoðunum
sem éghefhaftum dagana
„Stalín
virðisthafa
lagáað
trylla fólk,
eftir30ár
ígröfinni"
„Guð forði mér frá því að frelsa
heiminn” er fyrirsögnin á hressilegu
viðtali við Halldór Laxness sem birtist í
nóvemberhefti sænska bókmennta-
tímaritsins BLM (Bonniers Litterára
Magasin). Viðmælandi Laxness er
Harald Gustafsson sem er íslendingum
að góðu kunnur, m.a. fyrir þýðingar úr
íslensku og greinar um tslenskar bók-
menntir í Dagens Nyheter.
í viðtalinu talar skáldið opinskátt um
ýmislegt það sem íslenskum spyrlum
hefur reynst erfitt að toga upp úr
honum.
„Ég er kaþólikki.” segir Laxness
strax í upphafi. „Ekki svo að ég sæki
messu reglulega heldur eru mér
kaþólsk sjónarmið fremur að skapi en
lútersk. Ég hef verið kaþólskur síðan
1923.”
Það er auðsætt að viðmælandi
skáldsins tekur þessa yfirlýsingu mátu-
lega alvarlega. Hverju skyldi hann
svara á morgun eða i næstu viku spyr
Gustafsson lesandann. Halldór
Laxness er nefnilega ekki allur þar sem
hann er séður.
„Maður á ekki að vera sama mann-
eskjan ár eftir ár, aldrei að skrifa sömu
bókina tvisvar,” segir hann.
„Þetta er bókmennta-
leg blaðamennska"
Gustafsson spyr Laxness síðan um
bókaflokkinn sem hófst með í túninu
heima árið 1975. Er hann ekki um Hall-
dór frá Laxnesi?
„Nei, þetta eru bara minningar um
sjálfan mig á unglingsárunum, minn-
ingar sem ég nota sem uppistöðu í
sögupersónu. . . . Þetta er hreint og
klárt skáldverk. . . Ég var eiginlega á
höttum eftir nýju skáldformi, sem ég
hef kallað „essay-róman”, frásögnum
eða ritgerðum sem byggja á persónu-
legri lífsreynslu. . . Frásögnin er eins
og í skáldsögu og hugleiðingar eru
samansettar eins og samtöl i skáldsög-
unni. Það mætti líka nefna þetta „bók-
menntalega blaðamennsku” eða
„blaðamennsku-bókmenntir,” segir
Laxness.
Má kalla þetta þroskasögu, spyr
Gustafsson. „Það má kalla þetta hvað
sem hverjum sýnist,” segir skáldið að
bragði. Gustafsson minnist á þann
fjölda þekktra persóna sem koma fyrir
i bókunum.
„Allt saman
uppdiktað"
„Auðvitað skrökva ég flestu upp á
þær. Vist eru þarna jjekktar persónur,
— sem gerir íslendingum auðveldar
fyrir að lesa bækurnar, útlendinga
skipta þær e.t.v. engu máli. En þeir at-
burðir sem ég lýsi og samtöl við þessar
persónur, þetta er alltsaman uppdikt-
að.”
„Þú hefur verið gagnrýndur fyrir að
skopast að og fella dóm yfir öllum
þeim sem þú kynntist á þessum árum í
þessum bókum,” segir Gustafsson.
„Hvaða bull. Ég fjalla ekki um alla
sem ég þekkti, það væri ógjörningur.
Ég dreg fram í dagsljósið það sem
höfðaði til mín i mörgum þessara
persóna, það „litterera” í þeim, til að
knýja skáldverkið áfram. Það er það
sem mestu máli skiptir. En það eru ekki
margir sem skilja þetta, allra síst grónir
lesendur ævisagna. Eg vona samt að
flestir reyni að njóta þessara bóka,
hafa af þeim gaman. Ég hefi reynt að
vera vinsamlegur og óvilhallur, skrifa
eftir bestu samvisku. Svona eins og
blaðamaður sem meðhöndlar alla með
sama hætti, þjófa, bankastjóra og
fiskimenn. Form þessara bóka er lif-
andi, síkvikt. Fólk kemur til sögunnar,
atburðir gerast, fólk hverfur af sviðinu,
birtist aftur eða er alveg úr sögunni.”
Ekki einn einasti
draugur í húsinu
Síðan ræða þeir Gustafsson og
Laxness lengi um Strindberg, en
skáldið segir engan annan norrænan
rithöfund hafa haft eins mikil áhrif á
sig.
„Við eigum samleið stuttan spöl á
rithöfundabrautinni, Strindberg og ég,
en þar fyrir utan skil ég hann ekki,”
segir Laxness. „Það er skemmtilegt að
lesa um alla þessa andskota og illu anda
sem á hann sóttu. Hins vegar trúi ég
ekki á slíka anda. Er alveg lokaður
fyrir yfirnáttúrulegum fyrirbærum.
Það er ekki einn einasti draUgur í
húsinu.”
Gustafsson reynir siðan að fá skáldið
til að skýra boðskap bókar eins og
Kristnihald undir Jökli. „Boðskap? Ég
er epískur rithöfundur. ” Gustafsson
gerir aðra tilraun og reynir að fá
skáldið til að samþykkja að í Innan-
sveitarkróníku sé fólginn boðskapur,
siðferðilegs eðlis.
„Ég er epískur höfundur. Guð forði
mér frá því að frelsa heiminn. . . . Það
er allt of litið af epískum skáldskap í
heiminum í dag. Það er gallinn við
bækur yngri höfunda á íslandi, þeir
hafa tapað frá sér epísku hefðinni. . . .
Þess vegna var ég svo feginn að Singer
skyldi fá Nóbelsverðlaunin. Hann
hefur þennan epíska hæfileika að fjalla
um manneskjuna í stórbrotnu formi.”
Frakkar eigi engan
rithöf und í dag
Gustafsson spyr Laxness hvort ekki
sé leiðinlegt fyrir hann að erlendir
bókamenn skuli ávallt minnast skáld-
sagna hans frá 1930—40 en gleymi
nýrri skáldverkum hans þar sem ýmsar
bókmenntalegar tilraunir eru gerðar.
„Evrópaer alltaf40—50 árum á eftir
okkur. Frakkar eiga nú hreint engan
rithöfund. Spyrjir þú Frakka eftir ein-
hverjum góðum frönskum höfundi,
veit hann ekki hverju hann á að svara.
Þeir virðast búnir að tapa allri von.”
Gustafsson spyr Laxness um álit
hans á bréfaskriftum þeim sem urðu i
Tímariti Máls& menningar um afstöðu
hans til Stalíns fyrr á árum.
„Þetta voru bráðskemmtileg skrif.
Svona eins og í barnaskóla. Að fólk
skuli vera að æsa sig út af því hvort NN
hafi verið Stalinisti eða ekki. Stalín
virðist enn hafa lag á að trylla fólk,
eftir 30 ár í gröfinni. Ég tók upp
hanskann fyrir Sovétríkin árið 1932 og
þeir sem kalla mig Stalínista voru ekki
fæddirþá.” ■
Stóðekkiá samaum
Keflavíkur-
herstöðina
„í Skáldatíma gerirðu upp sakirnar
við sovétkommúnismann og gerist tals-
maður eins konar húmanísks sósíal
isma, ekki satt?” segir Gustafsson.
„Hvers vegna í ósköpunum þurfa
menn að dragnast með svona frasa og
merkimiða? Það eru bara blaðamenn
sem þurfa að nota þá. Ég er búinn að
vera kaþólskur frá 1923. Það er allt og
sumt.”
En Gustafsson gefst ekki upp. „Þú
tókst mikinn þátt í pólitiskri umræðu á
sinum tíma, t.d. með Rauðum pennum
og eftir stríðið þegar Keflavíkur her-
stöðin var mikið umdeild.”
„Ég skal viðurkenna að mér stóð
ekki á sama um Keflavikurstöðina,”
segir Laxness. „Þótt ég hafi enga for-
dóma gagnvart Bandarikjamönnum, ég
bjó í Bandaríkjunum í áraraðir. En ég
get ómögulega tekið ábyrgð á öllum
þeim skoðunum sem ég hef haft um
dagana. Á fjórða áratugnum trúðu
margir okkar því að eitthvað væri að
gerast í austri sem mundi breyta
heiminum til hins betra. En við sáum
fljótt að okkur. Því eru menn að fjarg-
viðrast út af þessu?”
Pólitík er eins
konar óhreinindi
„En hefur þú sem rithöfundur ekki
pólitískar skoðanir,” spyr Gustafsson.
„Pólitík,” fnæsir skáldið. „Pólitik
er eins konar óhreinindi. Hafi maður
einu sinni lent með skóna ofan í henni
verða þeir víst seint hreinir.”
„Ég meina, hefur þú ekki þörf fyrir
samfélagsvitund sem rithöfundur.”
„Samfélag , hvað er nú það? Ég er
búinn að týna því hugtaki úr mínum
orðabelg. Ég skil það ekki. Pólitíkus-
arnir hljóta að hafa fundið það upp. Ég
veit ekki til þess að „samfélag” hafi
nokkru sinni orðið til á þessu
skeri. . . .? Ég held að þetta hugtak sé
nýtt af nálinni. Ætli það hafi ekki verið
einhver á upplýsingaröldinni sem fann
það upp? Ég væri ekki hissa ef Rouss-
eau væri ábyrgur fyrir því. Rousseau er
svo fjarska leiðinlegur. . . ”
Þið Skandinavar
vitið ekki hvað þið eigið
að gera við bókmenntir
Þeir félagar fara nú út í aðra sálma.
Gustafsson spyr Laxness um álit hans á
framúrstefnulegum bókmenntum.
„Er þetta einhver akademísk tugga?
Ég hef engan áhuga á „listinni fyrir
listina”. En vitaskuld verður listin að
vera listræn í sér, annars gæti maður
alveg eins farið út á túnið hér til að góla
og kallað það bókmenntir. Þið
Skandínavarnir eruð skelfing hrifnir af
frösum sem þeir voru að tyggja í
Frakklandi fyrir nokkrum kynslóðum
síðan. Ég hef heyrt þær frá barnsaldri,
allar þessar tuggur og spurningar, svo
þú verður að fyrirgefa mér þótt mér sé
ómögulegt að taka þær alvarlega á
áttræðisaldri.”
„En til hvers eru þá bókmenntir?
Hvers vegna skrifa menn?” spyr
Gustafsson.
„Þetta er týpisk skandínavísk spurn-
ing,” segir Laxness, „Þið eignuðust
ekki bókmenntir fyrr en á 18. öld og
vitið ekki fyllilega hvað þið eigið að
gera við þær. Hér á Islandi höfum við
skrifað i 900 ár. Hér spyrja menn ekki
svona. Bókmenntir hafa hér ætíð þótt
sjálfsagðar. Þær hafa á stundum
gengið fyrir mat og drykk. Fólk hefur
hér verið fátækt og soltið, en það
hefur alltaf skrifað. Og við vorum i
nánu menningarlegu sambandi
við meginland Evrópu þangað til Danir
tóku fyrir það á 16. öld og tóku sjálfir
að sér að mennta íslendinga.”
Hér er engin
fabrikka
í lokin spyr svo Gustafsson skáldið
hvað hann sé með á prjónunum.
„Lesandinn má alls ekki vita fyrir-
fram hvar hann hefur mig. Það hringdi
til min blaðamaður um daginn og
spurði um hið sama. Ég tjáði honum að
hann hlyti að hafa hringt í skakkt
númer, hér væri engin fabrikka, hins
vegar væri hér fabrikka í grenndinni
sem héti Álafoss og ynni klæði,
kannski ætlaði hann sér að hringja
þangað og ég gaf honum upp númerið.
Ég skipulegg aldrei hvað ég ætla að
skrifa í framtíðinni, ég hef meira en
nóg með þá þrælavinnu sem ég er á
kafi í hverju sinni. Hver bók fer langt
meðað murka úr mér liftóruna. . . .”
Fleira skemmtilegt er að finna í þessu
viðtali en þetta verður að nægja að
sinni.
I.ausl. þýlt. Al/Lundi.
Tiikynning til
söluskattsgreiðenda
Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því að gjalddagi
söluskatts fyrir októbermánuð er 15. nóvember. Ber þá að
skila skattinum til innheimtumanna ríkissjóðs ásamt sölu-
skattsskýrslu í þririti. Fjármálaráðuneytið,
9. nóvember 1981.
LAUS STAÐA
Staða umdæmisstjóra flugvalla í flugvallaumdæmi IV
(Austfirðir), sem jafnframt stýrir rekstri Egilsstaðaflug-
vallar, er laus til umsóknar.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og
fyrri störf sendist samgönguráðuneytinu fyrir 30.
nóvember 1981.
RAUÐI KROSS
ÍSLANDS
leitar eftir húsnæði á leigu fyrir útlenda fjölskyldu úr hópi
skjólstæðinga sinna. Hér er um að ræða hjón með 1 son,
10 ára, sem stundar nám í skóla í Reykjavík. Óskað er eftir
íbúð, ca. 3ja herbergja, á Reykjavíkursvæðinu, þyrfti að
vera laus hið fyrsta. Upplýsingar gefur Björn Þorláksson
fulltr. Rauða kross íslands, Nóatúni 21, sími 26722.
Rauðikross íslands.
„ Lcsandinn má alls ekki vita fyrirfram hvar hann hefur mig. Það hringdi til mín blaðamaður um daginn og sþurði um hið
sama. Ég tjáði honum að hann hlyti að hafa hringt i skakkt númer, hér værí engin fabríkka, hins vegar værí hér fabrikka i
grenndinni, sem héti Álafoss og ynni klæði, kannski ætlaði hann sér að hríngja þangað og ég gaf honum upp númerið.”
DB-mynd Ragnar Th.