Alþýðublaðið - 10.06.1969, Síða 14

Alþýðublaðið - 10.06.1969, Síða 14
14 Alþýðublaðið 10. júní 1969 Juliet Armstrong | Smáauglýsingar 1S. Töfrahringurinn j I I l I I I I I I I I I I l I I I I I I I verður að taka lífinu með ró. Láttu Önnu og börnin ekki hrella þig um of. Vertu elskuleg og alveg sam- vizkulaus! Skemmtu þér vel! Þú ert aðeins ung einu sinni. Hún brostí. — Við iskulum gleyma heimilisáhyggjum mínum um stund. Segðu mér hvaða akra og engi þú átt, og hvað þú ræktar! Nú fór hann að hugsa um það, sem honum var eðli- legt, og hann sýndi mikinn áhuga á landbúnaði og stolt yfir jörðinni sinni. Ttann vildi útskýra fyrir henni ná- kvæmlega, hvað væri ræktað á hverjum einasta hekt- ara lands, og hann var enn að tala, þegar þau óku upp að húsinu, sem var frá Tudortímanum, úr dökkgulum múrsteini og umkringt eikartrjám. Hann fór með hana inn, og þau gengu beint inn í bjarta dagstofu, þar sem þegar hafði verið lagt á borð. Henni fannst indælt að sitja þarna í sólinni og tala og drekka og strjúka flauelsmjúkt höfuðið á Susan. En hún varð að sækja börnin í skólann og hún fór eftir að hafa fyrst talað um það við hann, að hann kæmi í heimsókn fyrsta kvöldið, sem Dermot yrði heima. Ég ætla ekki að minnast á lykilinn strax, hugsaði hún, meðan hún sat í bílnum fyrir utan skólann og beið. Ég ætla að bíða þangað til að við Toní verðum tvær einar. Hún ákvað að senda þær Önnu og Söndru út sam- an eftir matinn, svo að hún fengi að tala við Toní einslega. Loksins streymdu börnin frá skólanum og hún sá, að Toní og Sandra gengu að bílnum. Toní virtist ekk- ert taugaóstyrk, en svo mundi hún, að Toní átti von á að sjá Önnu og beið þess, að hún breytti um svip. Það gerði hún líka. Telpan nam snögglega staðar, þegar hún kom að bílnum. Hún varð krítarhvít og aug- un stór af reiði og ótta. Aftur heyrði hún orð Toms hljóma fyrir eyrum sér: — Telpan er ekki hraustleg. Ég geri ráð fyrir, að það verði að fylgjast vel með heilsu hennar. Þessi orð hjálpuðu henni til að sýna þolinmæði og gæði, og hún kallaði glaðlega: — Komið þið! Ég er glorhungruð — hvað um ykkur? Toní leit um öxl og beið eftir Söndru, og hún virt- ist rólegri eftir þessa bið. Þegar hún kom þegjanda- leg inn í bílinn, var hún enn mjög föl, en skelfingin hafði vikið fyrir þrjózku. Sandra var einnig afar kyrr- lát. Hún var ringluð, en ekki hrædd, hugsaði Helen, og hún efaðist um það, að hún þekkti nokkuð til flyg- ilsins eða horfna lykilsins. Hún varð enn ákveðnari, meðan hún ók heimleiðis, að hún ætlaði að fresta umræðunum þangað til eftir skólann. Hádegisverð- urinn átti að fara friðsamlega fram. En hún hafðr ekki gert ráð fyrir Önnu. Þegar mál- tíðin var hálfnuð, sagði Anna, sem var reið yfir þvi, að Helen og Sandra voru að ræða saman — Funduð ér lykilinn að flyglinum? Helen roðnaði og leit þó rólega á Önnu: — Ég óska ekki að ræða þetta núna. Börnin eiga að fá að borða í friði. Svo leit hún á Toní, sem hafði lagt gaffalirrn frá sér og spurði: — Er maturinn vondur, vina mín? Borðaðu hann allan, annars verð ég að banna þér að fara í skólann í dag. Telpan vildi ekki hlýða. Hún hallaði sér aftur á bak í stólinn og sagði frekjulega: — Það var ég, sem læsti flyglinum. Mamma átti flygelinn og ég hef geymt lykilinn á öruggum stað, þangað til pabbi kemur heim. Mamma átti flygilinn, og við Sandra eigum meira í honum en þú. Þú hefur ekki leyfi til að sitja og glamra á hann alla daga. Sandra leit mállaus á systur sína og Anna sjálf virt- ist undrandi yfir látunum í Toní. Helena reyndi að vera róleg, en hún fann sjálf, að rödd hennar skalf lítið eitt. — Anna, þér eigið að aka Söndru í skólann í dag. Toní verður heima. Meira hef ég ekki að segja. — Ég verð ekki hérna hjá þér! öskraði Toní og spratt á fætur. En Helen hafði ekki til einskis séð um'heilan bekk þrettán ára ástralskra barna. — Þú skalt! sagði hún kuldalega. — Þú nefndir sjálf lykilinn á flyglinum á nafn og nú ræðum við málið. Svo bætti húrí blíðlega við til Söndru: — Vertu ekki hrædd, vina mín. Borðaðu matinn þinn. Anna ekur þér til skólans — og nú leit hún hvasst á Önnu. — Við Toní þurfum að ræða sam- an. Helen settist upp í gluggakistuna og reyndi að fá telpuna til að tala við sig, en Toní hristi aðeins höfuð- ið. — Mér er sama, hvort þú berð mig eða sveltir eða læsir mig inni. Þú skalt samt ekki fá lykilinn að flygl- inum hennar mömmu. — Ég held, að ég hafi aldrei beðið þig um hann, sagði Helen og kveikti sér í sígarettu. — Mér þætti gott að vita, hvers vegna þú gerir annað eins og þetta — það er svo auðvelt að búa til nýjan lykil — og að koma í veg fyrir að þú gerir önnur eins kjánaprik, sem eru í raun og veru til einskis. Sé það svo að það særi þig, að ég nota flygilinn, sem mamma þín átti, hvers vegna geturðu þá ekki sagt það kurteislega, þá hefði ég minnzt á það við föður þinn og keypt nýjan flygil handa mér. — Það er ekki bara flygillinn, sagði Toní. — Það er allt mögulegt. Það eru stólarnir, borðin, koddarnir, vasarnir og allt hitt, sem mamma átti. Hún keypti þetta fyrir eigin peninga og sagði, að við Sandra ætt- um að eiga það seinna. Hvað ertu að gera hingað og seilast í það, sem aðrir eiga en þú? — Hvað viltu, að ég geri? Láta pabba þinn setja allt, sem hér er í geymslu þangað til að þið Sandra viljið nota það? — Ég vil, að þú farir, sagði barnið. — Ég vil ekki hafa þig hérna! Þetta var eins og högg í andlitið á Helenu, og hún sneri baki við barninu og reyndi að leyna sorg þeirri, sem bjó henni í brjósti. Þegar hún ieit út um glugg- ann, sá hún, að Sandra og Anna voru að aka á brott. | TRÉSMÍÐAÞJÓNUSTA Látdð fagmann annast viðgerðir og viðhaiM á tréverki húseigna yðar, ásamt breytingxun á nýjiu og eldra húsnæði. — Slmi 41055. VOLKSWAGENEIGENDUR! Höíum fyrirliggjaindl: Bretti — Hurðir — Vólaírlok ClCKl íll'CÍÖ u • rjfV'STfl fyrh i kveðið verð. — Reynið viðskiptin. Bílasprautun Garðars Sigmundssonar, Skipholti 25, Símar 19099 og 20988, GLUGGAHREINSUN og rennuhreinsun. Vönduð og góð vinna. Pantið í tíma í síma 15787. BIFREIÐ AST J ÓRAR Gerum við -allar tegundir bifreiða. — Sérgrein: hemlaviðgeðir, hemtavarahltutir. Hemlastilling h.f., Súðavogi 14, Súni 30135. Getuim útvegað tvöfalt einiaingmnargler með mjög stiuttum fyrirvara, önnumst máltöku og ísetningu á einföldu og tvöföidu gleiri. Einnig allllis konar við- hald utanhúss, svo sem rennu- og þafeviðgerðir. Gerið svo vel og leitið tilboða í símtun 52620 og 50311. BÓLSTRUN — SÍMI 83513. Hef fluitt að Skaftahlíð 28, klæði og geri við bóastruð húsgögn. Bófetrun Jóns Ámasonar, Skaftahlíg 28, sími 83513. BIRKIPLÖNTUR til sölu, af ýmsum stærðum, við liynghvamm 4, — sími 50572. JÓN MAGNÚSSON, Skuld, Hafnarfirði. PIPULAGNIR Tek að mér viðgerðir, uppsetningu á hrein- lætistækjum, frárennslis-og vatnslagnir Guðmundur Sigurðsson Sími 18717 Jarðýtur - Traktorsgröfur Höfum til leigu litlar og stórar jarðýtuir traktorsgröf- ur og bílkrana, til allra framkvæmda, innan og utan borgarinnar. Jarðvinnslan sf. Síðumúla 15 — Símar 32480 Heimasímar 83882 — 33982. 31080. SOFASETT | með 3jai og 4ra sæta sófum, ennfþá á gamla verðinu. BÓLSTRARINN, Hverfisgötu 74, sími 15102. Auglýsingasíininn er 14906.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.