Alþýðublaðið - 27.06.1969, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 27.06.1969, Blaðsíða 14
14 Alþýðublaðið 27. júní 1969 Smáauglýsingar JuEiet Armstrong Töf rahringurinn 29 að hún hafði ekki neitað þessar bón hans í upp- hafi. — Þá fáum við frú Codgett nóg að gera við að laga allt til. Hvenær ætlarðu að koma með þau? — í byrjun nóvember. Um fyrstu helgina. Þá eig- um við að leika í einni útborg London. Kvöldsýningin er klukkan sex og við förum hingað eftir síðustu sýn- ingu og ættum að vera hérna í kvöldmat á laugardag- inn. Binkelstein, en það heitir leikstjórinn, verður að fara aftur snemma á sunrrudagsmorgni, og við verð um að reyna að hafa sem bezt áhrif á hann áöur. Þau hin verða allan sunnudaginn. Svo að ég fæ þá að fara í vejzluna hans Toms á föstudaginn, hugsaði Helen, en upphátt sagði hún^' — Þetta ætti allt að ganga. ágætlega. — Ættum við ekki að bjóða Önnu? spurði Dei- mot. — Það er langt síðan ég hef séð hana og svo skulda ég henni bréf, og auk þess er frí í skólanum um helgar. Helen spratt á fætur og roðnaði af reiði. — Ætlast þú til þess, að við tökum hana aftur til okkar, þegar við flyjum í stærra húsnæðið? spurði hún og augu hennar skutu gneistum. — Alls ekki. Hún sá, að Dermot var alvara, — Ég vildi aðeins hitta hana og tala við hana. Ekkert anrrað. Og svo virtist hann ekki vilja ræða þetta mál nánar, því að hann gekk að flyglinum og byrjaði að leika eitt af lögunum úr „Ástmær útlagans." Hún var bæði afbrýðisöm og sár. Svo sár, að hún minntist ekki einu orði á afmælisboðið, sem Tom hafði boðið henni í — eða kannski er réttara að segja, að hún hafi steingleymt því í bili, þangað til Dermot fór í burtu. Hún var önnum kafin. Á hverjum degi fóru þær, hún og Rósa, sem átti að hjálpa henni frá North End til Willow Close og hjálpuðu frú Codgett með alla vinnuna, sem eftir var. Það var ekki nóg að gera allt hreint. Þær þurftu líka að undirbúa allt fyrir heim- sóknina. Þar sem þetta var skólaleyfi um miðjan vetur áttu telpurnar að koma með Önnu á föstudaginn að borða með þeim. Þar sem Helen ætlaði að hitta Tom seinna um daginn, borðaði hún fyrst og lét telpurnar og Önnu koma í leigubíl, og hún hafði rétt tíma til að heiisa þeim eftir að þær komu. Henni fannst fyrst í stað eftir að hún sá Önnu, að hún væri ekki jafn óvingjarnleg og hún hafði áður verið. Hún var alls ekki elskuleg, en hún var kurt eis og reiðubúin að leika hlutverk gestsirrs í stað þess að vera ein heimilismanna. En um leið og Helen varð það á að segja, að henni hefði verið bcð- ið til kvöldverðar með Tom og vinum hans í tilefni af afmæli Toms, skipti Anna um ham. Hún sagði fátt, en lét börnin spyrja um það, hvert þau ætluðu og reiði hennar olli Helenr áhygjum. Þegar hún fór upp til að setja upp nýja, rauða hattinn sinn, skildist henni að þetta var afbrýðisemi. Anna gat rifizt við Tom og neitað að fara út með honum, en hún gat ekki horft á það róleg, að hann byði frænku sinnri út. — En hvað hún er vitlaus, hugsaði Helen, þegar hún var að mála á sér varirnar með varalit, sem var alveg eins á litinn og litli rauði hatturinn, sem hún hafði á höfðinu. — Vilji hún eignast Tom, ætti hún að gera eitthvað í því. Hann er hrifinn af henni, og hún þyrfti ekki annað en lyfta litla fingri og þá kæmi hann hlaupandi. Þegar hún settist inn í bílinn andartaki seinna, fannst henni, að hún heyrði símann hringja. Hún beið andartak, ef svo kynni að fara, að það væru einhver skilaboð til hennar, en það kom enginn út til að sækja hana. Hún beið samt nokkrar mínútur ennþá en svo sá hún, að hún myndi verða of sein og ók á brott. Hún lagði bílnum á bílastæðið í Cantlebury, þar sem hún átti að hitta Tom og virri hans og fór svo beina leið að stóra bílnum, sem Tom hafði tekið á leigu til að aka þeim að skemmtistaðnum. Fjórir vinir hans, tveir karlar og tvær konur — voru komn- ar í bílinn og Helen fann það á sér, að þetta yrði skemmtilegt boð. Allir ætluðu að skemmta sér og þar sem enginn þekkti Helen fyrir, reyndu allir að skemmta henni eins og þeir bezt gátu. Þetta var einn yndislegasti dagurinn í nóvember- mánuði. Himinninn var dimmblár og trén enn með haust litum. Því miður var ökuferðin alltof stutt, en henni þótti jafn skemmtilegt og hinum að komast á veð- reiðarnar. Hún hagnaðist því miður ekkert á veðreiðunum, en Tom hafði unnið tuttugu pund og þegar hann bauð þeim öllum í hrifningu sinni að fara á skemmtistað og borða þar og dansa, jánrkaði hún því jafn hrifin og öll hin. Hún var búin að hringja heim og, allir vissu, að hún kæmi sennilega seint heim. Ónnu og börnunum leið hvort eð var bezt án hennar — eða svo taldi hún sjálfri sér trú um, sárþreytt, þjökuð og leið. Kynlegt en satt þó — hún naut þess ekki að sitja þarna og snæða matinn. Maturinn var afburða góð- ur, og hún hefði átt að hafa góða matarlyst eftir að vera svona lengi úti, en svo var þó ekki. Þegar átti að dansa, fann hún, að hún gat ekki hugsað sér það. Hún var víst þreytuleg, enda bauðst Tom til þoss rétt rúmlega hálfellefu að aka herrni heim. TRÉSMÍÐAÞJÓNUSTA Látið fiagmann annast viðgeirðir og viðhald á tréverkl húseigna yðar, ásamt breytingum á nýju og eldra húsnæði. — Sími 41055. VOLKSWAGENEIGENDUR! Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir — Vélarlok kveðið verð. — Reynið viðskiptin. Bílasprautun Garðars Sigmundssonar, Skipholti 25, Símar 19099 og 20988. GLUGGAHREINSUN og rennuhreinsun. Vönduð og góS vinna. Pantið í tíma í síma 15787. BIFREIÐ A ST J ÓRAR Gerum við allar tegundir bifreiða. — Sérgrein: hemlaviðgeðir, hemiavaraMlutir. Hemlastillinig h.f., Súðavogi 14, Sími 30135. Getum útvegað tvöfalt einamgruxnargler með mjög stuttum fyrirvara, önnumst máltöku og ísetningu á einföldu og tvöföldu gleiri. Einnig affils konar við- hald utanhúss, svo sem rennu- og þakviðgerðir. Gerið svo vel og leitið tilboða í símum 52620 og 50311. BÓLSTRUN — SÍMI 83513. Hef flutt að Skaftahlíð 28, klæði og geri við bólstruð húsgögm. Bólstrun Jóns Árnasonar, Skaftahlíg 28, sími 83513. BIRKIPLÖNTUR til sölu, af ýmsum stærðum, vxð Lynghvamm 4, — sími 50572. JÓN MAGNÚSSON, Skuld, Hafnarfirði. PÍPULAGNIR Tek að mér viðgerðir, uppsetningu á hrein lætistækjum, frárennslis-og vatnslagnir Guðmundur Sigurðsson Súni 18717 Jarðýtur - Traktorsgröfur Höfum til leigu litlar og stórar jarðýtur traktorsgröf- ur og bílkrana, tll allra framfcvæmda, innan og utan borgarinnar. Jarðvinnslan sf. Síðumúla 15 — Símar 32480 — 31080. Heimasímar 83882 — 33982. bílasaloi Bergþórugötu 3. Símar 19032 og 20070.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.