Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Blaðsíða 5
7
fjárhagsnefndar, kom fram og var samþykkt í einu hljóði
svohljóðandi tillaga:
»Aðalfundur Ræktunarfélags Norðurlands væntir þess,
að Kaupfélag Eyfirðinga sjái sér fært að koma á föt á
þessu ári hinni fyrirhuguðu efnarannsóknarstofu og sam-
þykkir, ef stofnuninni verður komið á fót, að leggja henni
til efnarannsóknaráhöld þau, sem Ræktunarfélagið á, og
sem sem eru ca. 800.00-—1000.00 kr. virði«.
8. Kom fram á fundinum tilboð frá minnisvarðanefnd,
er kosin var á aðalfundi Ræktunarfélags Norðurlands
1905, til framkvæmda um að koma upp minnismerki um
Pál heitinn Briem amtmann. Flutti tilboð þetta Steingrím-
ur Jónsson, fyrverandi bæjarfógeti, sem er einn nefndar-
mannanna. En það býður félagiu að gjöf brjóstlíkneski af
amtmanninum úr bronsi, er þegar hefir verið gert að Rík-
arði Jónssyni myndasmið, gegn því, að félagið leggi til
fótstall undir myndina, og kosti uppsetningu hennar í
Gróðrarstöðinni.
Hefir félagsstjórnin þegar á fundi sínum 4 maí s. 1. tek-
ið tilboðinu þakksamlega fyrir sitt Iyti. Kom fram svo-
hljóðandi tillaga í málinu og var samþykkt i einu hljóði:
»Fundurinn lýsir ánægju sinni yfir tilboði minnisvarða-
nefndar þeirrar, sem kosin var á aðalfundi Rf. Nl. 1905
og tekur með þakklæti á móti mynd þeirri af Páli heitn-
um Briem amtmanni, er nefndin hefir látið gera og felur
stjórn félagsins að koma myndinni fyrir á hæfilegan hátt
og í hentugum stað í Gróðrarstöð félagsins í samráði við
minnisvarðanefndina.
Til þessa heimilast stjórninni að verja nokkru fé af fé
því, er áætlað er til ýmsra útgjalda á þessu og næsta ári«.
9. Gengið til kosningar eins manns í félagsstjórnina.
Átti Jakob Karlsson að ganga úr stjórninni og var hann
endurkosinn með öllum (10) atkvæðum.