Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Blaðsíða 35
37
svo að sigur fylgdi. Sambandsfélag danskra mjólkurbúa
gekk í málið sem aðili bændanna, og frá 1. apríl 1935
tekur féiagið 1500 ha. tún í Miklumýruin á leigu til að
reka þar nautgripauppeldisstöð, fyrir meðlimi sína. Ríkið
lætur nauðsynlegar byggingar fylgja landinu. Síðastliðið
sumar voru byggð 38 fjós, tvö og tvö saman við eina
hlöðu, hvert rúmar 52 gripi. Auk þess var byggt eitt aðal-
býli eða höfuðból. Þar býr framkvæmdastjóri og starfs-
fólk, og þaðan verða lönd þau, er að öllum fjósunum
liggja, yrkt, því þar verður hestahald, verkfæri og vélar
fyrir heildarreksturinn. Við hverja hlöðu eru 5 stórar vot-
heysgrifjur, 5 metrar í þvermál. Vetrarfóður gripanna á
að vera hey og A. 1. V. vothey, og sumarfóðrið túnbeit.
Þegar stöðin er komin í rekstur, getur hún á hverju hausti
skilað bændum 2000 kelfdum kvígum, hraustum og vel-
uppöldum.
Þegar ég var þarna á ferðinni i sumar, 7. júlí, var höf-
uðbólið nær fullreist, hlöðurnar og votheysgryfjurnar
sömuleiðis og fjósin voru í smíðum. Á iðgrænum beitar-
túnunum, hvítrósóttum af smáragróðri, belgdu gripirnir
sig út, þúsundir ungviða og geldneyta, hundruð hesta og
sauðfjár, dreifðir í stórurn og smáum hópum um endalausa
sléttuna. Á slægjutúnunum var sambreiskingurinn af hvít-
smára og sáðgrösum í hné og mitt lær, og beið þess sem
fyrst að fylla hlöður og votheysgryfjur. Á annað hundrað
búnaðarmenn, frá öllum 5 norðurlöndum, hlýddu búnaðar-
messu hjá hinum hálfáttræða formanni ræktunarnefndar-
innar og M. K. Kristensen ráðunaut, en annar gamli
þúfnabaninn frá Akureyri stautaði aftur og fram um mýr-
ina fyrir framan íbúðarhúsið á höfuðbólinu, og spúði mó-
rauðu aftur undan sér, til þess að sýna gestunum vinnu-
brögðin. Ráðunauturinn kom hvað eftir annað að sömu
hugsuninni: það er hvítsmáranum að þakka, að þetta er
hægt. Alt hvíiir þetta á honum. Án hvítsmárans kæmumst