Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Qupperneq 65
67
ingu til annarar, jafnvel frá degi til dags, og séu mikil
brögð að þessu, hlýst af því, að kýrnar geldast fyr en ella.
4. Burðartíminn og umskiftin frá innigjöf til útbeitar er
það atriðið, sem næst eftir fóðrið, virðist hafa mest áhrif
á, hve vel kýrnar halda á sér. Þess eru mörg dæmi, að þeg-
ar hámjólka kýr eru leystar út á vorin, geldast þær
skyndilega um 4—6 lítra og ná sér að mjög litlu leyti aft-
ur. Orsakirnar eru vafalaust þær, að kýrnar hafa lélega
haga og meiri eril og ónæði en þeim er holt. Sama gildir
og um vor- og sumarbærur, að þær halda venjulega illa
á sér og því ver sem þær komast í hærri nyt. Auðvitað
eiga þessar kýr enga samleið með geldum eða lágmjólka
kúm.
Þó eigi sé fleira talið, þá nægir þetta til að sýna, hve
margt getur haft óhagstæð áhrif á hámjólka kýrnar, dreg-
ið þær niður og valdið því, að mat á þeim, eftir ársnyt,
verður algerlega villandi. Þessu til frekari skýringar, vil
eg taka nokkur raunveruleg dæmi.
Á mynd 1, 2 og 3, eru dregnar mjólkurlínur 3ja kúa í
3 ár, fyrstu 20 vikurnar eftir burðinn. Kýrnar eru valdar
frá 3 heimilum. Vikurnar frá burði eru merktar út eftir
lágréttu línunni, en mjólkin upp eftir þeirri lóðréttu. Má
þannig finna, hve mikið kýrnar hafa mjólkað á hverjum
tíma innan þessa 20 vikna tímabils.
Kýrnar kalla eg A, B og C, og til frekari upplýsinga
set eg hér burðardag, mjólkurtíma, ársnyt og fóður þeirra
fyrst eftir burðinn (sjá töflu 1). Það skal tekið fram, að
þegar hér og eftirleiðis er talað um ársnyt, er átt við nyt-
hæð kúnna yfir mjólkurtímabil, en ekki hvað kýrnar hafi
gefið mikla mjólk yfir árið, eða frá ársbyrjun til áramóta.
5*