Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Síða 20
22
Þingeyinga í N.-Þingeyjarsýslu, sem ennþá hefir enga
skýrslu birt.
IV. Kúabúið.
Um kúabúið er ekki mikið að segja, að þessu sinni.
Gripafjöldinn svipaður og um síðustu áramót. Áhrif hinna
hröktu heyja, frá sumrinu 1934, hafa komið nokkuð í ljós
á afurðum búsins á þessu ári, þó mest þannig, að fitan í
mjólkinni hefur verið lægri en áður. Ýmislegt virðist þó
benda til þess, að kúastofninn sé að batna og að yngri
kýrnar, þær, sem aldar hafa verið upp á búinu síðustu
árin, muni skara verulega fram úr þeim eldri. Eg geri mér
því bestu vonir um, að kúabúið niuni geta tekið verulegum
frainförum næstu árin.
V. Verklegar framkvœmdir.
I skýrslu ársins 1934 er þess getið, að byrjað hafi ver-
ið á byggingu allstórs geymsluhúss í stöðinni, á því ári.
Hús þetta var bygt að fullu á síðastliðnu ári og var tekið
til afnota síðastliðið sumar. í húsið hafa verið lagðar raf-
magns- og vatnsleiðslur. Hús þetta bætir úr mjög brýnni
þörf, því gömlu geymsluhúsin voru orðin algerlega ófull-
nægjandi og mjög skemd af fúa. Bygging þessi mun hafa
kostað 7000—8000 krónur. Ekki hefur neitt lán verið tek-
ið vegna þessarar framkvæmdar.
Þá hefur verið byrjað á því að setja upp vandaða girð-
ingu framan við gróðrarstöðina, meðfram þjóðveginum,
hafa verið steyptir staurar og er þvi að mestu lokið. Girð-
ing þessi verður fullgerð á næsta vori.
Af verkfærum, sem keypt hafa verið á árinu, má sér-
staklega geta um þreskivél og rafmótor til að knýja hana.
Þreskivélin, sem þreskir, hreinsar og sorterar kornið,
kostaði tæpar 700 kr. Motorinn rúmar 400 krónur.