Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Page 122
Skýrsla
um starfsemi Vesturdeildar Búnaðarsambands
Húnavatnssýslu 1934 og 1935.
I. Skýrsla stjórnarnejndar.
Síðan V. B. S. H. byrjaði starfsemi sína árið 1932, hef-
ur deildin, svo sem kostur er á, beitt sér fyrir efling garð-
ræktar, bæði með útvegun fræs, útsæðis og nú síðustu ár-
in með styrkveiting á nýja matjurtagarða. Hefur þetta
borið ágætan árangur og hefur ræktun garðávaxta aukist
að miklum mun síðastl. 3 ár. Síðastliðið sumar voru gerð-
ar lítilsháttar tilraunir með byggrækt á deildarsvæðinu,
styrkti deildin það að nokkru.
Refarækt hefur deildin styrkt á deildarsvæðinu, bæði
með fjárframlögum og leiðbeiningarstarfsemi. Til kaupa
á karakúlhrút þeim, er keyptur var í héraðið lagði deildin
fram kr. 200.00. Þá má geta þess, að deildin hefur sem
kostur er, stuðlað að byggingu haughúsa og safnþróa og
verið í útvegun með lán til slíkra bygginga, eru lánin
vaxtalaus og endurgreidd með ríkissjóðsstyrknum, árið
1934 nam lánsupphæð þessi um kr. 2000.00 og síðastliðið
ár um kr. 800.00, er sýnt að verulegur áhugi er fyrir að
koma slíkum byggingum í framkvæmd. Þá hefur og deild-
in styrkt kaup á spunavélum á deildarsvæðinu.
Jarðabótamælingar annast deildin að sjálfsögðu á deild-
arsvæðinu og síðastliðið sumar fól hún trúnaðarmannin-