Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Side 53
55
því, hve traust undirstaðan er, hve staðgóðri þekkingu og
ítarlegri rannsókn framkvæmdirnar hvíla á. Því ástandi,
er hér ríkir í þessum efnum mætti líkja við, að vér vildum
reisa skýjakljúf er hefði títuprjónshaus að undirstöðu.
Um afleiðingarnar þarf í rauninni ekki að fjölyrða, því
þær eru næsta augljósar. Búnaðarfræðslan og leiðbein-
ingastarfsemin verður reikandi og í molum og byggist
meira á skoðun en reynslu og þekkingu. Stórar fjárhæðir
ganga í súginn og liggja arðlitlar í meira eða minna mis-
hepnuðum frámkvæmdum. Ofan á þennan veika grundvöll
er svo hlaðið nýjum lagabálkum og fjárframlöguin til við-
reisnar landbúnaðinum, nýjum handahófsframkvæmdum,
sem kosta miljónir króna.
Þetta skilnings- og sinnuleysi íslenskra valdhafa fyr og
síðar, á þýðingu rannsókna og tilraunastarfs í þágu land-
búnaðarins, er næsta furðulegt, þegar þess er gætt, að
allar sögulegar heimildir og staðreyndir sýna greinilega,
að þessi atvinnuvegur hefur hvergi hafist úr frumstæðu ó-
fremdarástandi til fjölbreytni og fullkomnunar, án þess,
að undirbyggingin hafi verið skipulagsbundið rannsókna-
og tilraunastarf, og allar þær þjóðir, er fremst standa í
þessum efnum, standa það í krafti víðtækrar og ítarlegrar
tilraunastarfsemi.
Nærtækt dæmi þessu til staðfestingar er sambandsþjóð
vor Danir. Þeir byggja land, sem að flatarmáli er aðeins
% af íslandi og hefur miklu einhæfari veðráttu og náttúru-
skilyrði en vort land, og þeir standa meðal fremstu þjóða
heimsins um gagnkvæma hagnýtingu jarðarinnar. Samt
telur danska ríkið nauðsynlegt, ræktunarmálunum til efl-
ingar, að kosta milli 10 og 20 stórar tilraunastöðvar víðs-
vegar um landið, auk efnafræðilegra og lífeðlisfræðilegra
stofnana þessari tilraunastarfsemi til aðstoðar og ver til
þessa um 850 þúsundutn króna árlega. Til ræktunartil-
rauna á Færeyjum veitir danska ríkið um 45 þús. krónur