Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1935, Page 124
127
lands til V. B. S. H. að upphæð kr. 649.83, þar af vofu
greiddar til bráðabirgða til refabúsins á Hvammstanga kr.
600.00 en í eftirstöðvum hjá reikningshaldara eru kr.
49.83.
II. Þar næst kom til umræðu fjárveiting frá Búnaðarfé-
lagi Islands og vildu sumir fundarmenn hneykslast á því,
að þetta fé hafði lent hjá sama félagi, sem hlotið hafði lán
frá sambandsdeildinni samkvæmt ákvæði aðalfundar frá
fyrra ári, en því hafði ráðið stjórn deildarinnar og mun
þarhafaráðið gjörðum það, að þessu lánsfé væri illa skift-
andi til,að um það munaði til stofnkostnaðar og reksturs á
slíku félagi og hér er um að ræða, þar sem líka stjórn
sanibandsdeildarinnar gerði það ákvæði viðkomandi síðari
fjárveitingunni, að félag það, sem hlyti lánið, yrði að hafa
sérfróðan mann í refarækt, sem svo leiðbeindi á þessu
sviði á deildarsvæðinu öðrum að kostnaðarlausu. Líka
kom fram yfirlýsing frá formanni refaræktarbús, sein
stofnað hafði verið á næstliðnu ári á deildarsvæðinu, að
hann hafði afsalað sér styrknum með þessum skilyrðum.
III. Þar næst var kosin fjárhagsnefnd til endurskoðun-
ar á reikningum sambandsdeildarinnar frá f. ári og yfir-
leitt fjárreiðum deildarinnar á yfirstandandi ári og hlutu
kosningu: Ingþór Björnsson, Óspaksstöðum, Óllfur
Björnsson, Núpdalstungu, Guðjón Jónsson, Búrfelli, Guð-
mundur Tryggvason, Stóruborg og Jakob H. Líndal,
Lækjamóti.
IV. Stjórn deildarinnar lagði fram eftirfarandi tillögur:
a. V. B. S. H. styrkir nýja matjurtagarða á deildarsvæð-
inu með allt að 400 kr. alls, þannig að þeir deildar-
menn, er eigi hafa fyrir 700 ferm. garð, fái styrk á
nýja garða allt að 0.05 kr. á ferm. upp í 700 ferm.
garð. Vísað til fjárhagsnefndar.
b. V. B. S. H. samþykkir að styðja að byggingu alt að
fjörutíu safnþróa á deildarsvæðinu á þessu ári, þannig