Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1943, Blaðsíða 2
4
1. Fundarstjóri úrskurðaði lögmæta kosningu mættra full-
trúa, sem voru þessir:
Frá æfifélagadeild Akureyrar: Árni Jóhannsson, Ármann
Dalmannsson, Guðmundur Jónsson, Stefán Stefánsson,
Steindór Steindórsson, Þorsteinn Davíðsson.
Frá æfifélagadeild Svarfdæla: Gunnlaugur Gíslason.
Þá voru og mættir á fundinum stjórnarnefndarmennirnir
Jakob Karlsson, Stefán Stefánsson og framkvæmdastjóri
félagsins Ólafur Jónsson.
2. Skýrsla framkvæmdastjóra:
Framkvæmdastjóri lagði fram reikninga félagsins fyrir ár-
ið 1942 og voru þeir endurskoðaðir af kjörnum endurskoð-
endum.
Reksturságóði á árinu nam.............. kr, 17248.74
Eignir félagsins í árslok 1942 ............— 163329.82
Skuldir á sama tíma .......................— 48910.45
Eignir umfram skuldir ..................... — 129428.08
Reikningarnir voru þá bornir undir atkvæði og samþykt-
ir í einu hljóði.
3. Framkvæmdastjóri lagði fram fjárhagsáætlun fyrir ár-
ið 1944 og skýrði ýms atriði í sambandi við hana.
Þá voru mættir tveir fulltrúar frá æfifélagadeild Akureyr-
ar, þeir: Svavar Guðmundsson og Kristján S. Sigurðsson.
4. Þá flutti framkvæmdastjóri langt og fróðlegt erindi um
uppskeru alls jarðargróða hjá félaginu sl. sumar og hina
margháttuðu tilraunastarfsemi þess. Taldi liann að hið örð-
uga tíðarfar sl. sumar gæti orðið öllum ræktunarmönnum
mjög lærdómsríkt.
Framkvæmdastjóri gat þess, að garyrkjukonan, Jóna M.
Jónsdóttir frá Sökku, sem starfað hefði hjá félaginu í 19
undanfarin sumur, hefði á þessu ári látið af því starfi, og
tók um leið fram, að hún hefði alla tíð staðið prýðilega í
stöðu sinni, og væri félaginu mikil eftirsjá að starfskröftum