Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1943, Blaðsíða 14
Garðyrkjuskýrsla 1943.
Vorið 1943 er eitthvert það kaldasta, sem komið hefur í
manna minnum, og hið sama má segja um sumarið. Hörku-
frost og hríðar mestan hluta maí, og allan svokallaðan sól-
mánuð hríðaði í fjöll og sást ekki til sólar að heitið gæti.
Um miðjan september setti niður snjó.
Slíkt tíðarfar er öllum erfitt, en kemur þó einna verst
við gróðurinn.
Um 20. apríl hófst eg handa með starf mitt í Gróðrar-
stöðinni. Var byrjað á að sá kálum og einærum jurtum (í
kassa) í gróðurhúsi, en úti var allt í klaka. Veturinn hafði
verið umhleypingasamur og vorfrostin gerðu mikinn usla.
Einkum þó á ungviði, bæði blómum og trjám. Barrtré létu
á sjá. Stóð furan hvít af kali. Yfirleitt laufguðust trén ekki
fyr en undir sólstöður og sum síðar. Lítill vöxtur varð á
trjánum.
Fjölærar blómjurtir blómguðust seint, eða ekki, bæði
vegna kulda, og heita má frágangssök að rækta blóm í
skugga þéttsettra trjáa. Það var því ekki um „auðugan garð
að gresja“ hvað blómin snerti, og er það illa farið á slíkum
stað, sem þyrfti og ætti að vera til fyrirmyndar í hvers konar
ræktun.
Úti var engu hægt að sá fyr en um 20. maí og þá allt kom-
ið í eindaga, einkum þó með gulrætur, sem venjulega
er sáð í byrjun maí eða fyr.
Fræið var búið að liggja lengi í bleyti og farið að spíra
inni, en sáningin tókst þó ágætlega, og eftir 6 daga var farið