Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1943, Side 56

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1943, Side 56
58 kvæði nýbýlafélaga, sem reisa býlin með stuðningi frá rík- inu. 3. Hlutdeild ríkisins í stofnun nýbýlahverfa getur verið með tvennu móti, þegar ríkið ekki reisir býlin að. öllu og á þau. a) Styrkur, sem venjulega sé fyrst og fremst í því fólginn, að ríkið annast allar nauðsynlegar mælingar, landskifti, ræslu landanna og ruðning, vegalagningu, leiðslur og taug- ar til býlanna. b) Lán, sem miðast við að rækta land og reisa byggingar á býlunum, svo að nauðsynlegur búrekstur geti hafist þar. Láti ríkið reisa þessar byggingar, þá séu þær þannig sniðnar, að nýbyggjarnir í framtíðinni geti sem mest mótað tilhögun búreksturs og bygginga eftir sínum smekk og þörfum. 4. Býlin séu þannig útbúin, að þau geti rekið sjálfstæðan búrekstur, óháð hvert öðru um daglegar framkvæmdir. Hinsvegar er sjálfsagt að stuðla að því, að sem fullkomnust samvinna sé milli þeirra um ýmiskonar hagnýtingu og með- ferð framleiðslunnar, er miðar að því að gera úr henni sölu- hæfa vöru. 5. Þótt framtaki ríkisins í nýbýlamálunum verði fyrst og fremst beint að því, að koma upp nýbýlahverfum við hag- kvæm skilyrði, þá verði þó á engan hátt slegið slöku við að styðja þá, er hefjast vilja handa um stofnun einstakra ný- býla út í dreifbýlinu, heldur sé sú viðleitni studd á sem hag- kvæmastan hátt. Nýbýlamálið er mikið mál og í sambandi við það er fjölda margt, sem aðeins verður ráðið fram úr með tilraunum og reynslu. Umræður um málið, sem draga fram mismunandi sjónarmið, geta þó haft mikla þýðingu fyrir þá, sem eiga að leggja grundvöllinn. Ef til vill verður nýbýlamálið svo best leyst, að reynt verði að fullnægja sem flestum sjónarmiðum, og þá fyrst og fremst sjónarmiðum þeirra, sem nýbýlanna eiga að njóta, því þeir munu sanna regluna, „að svo er margt sinnið sem skinnið". Ólafur Jónsson.

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.