Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1988, Blaðsíða 8
Þetta sumar dró mjög úr netaförum á fiski, eftir þessa eftir-
litsferð, og veiðin varð mjög góð, raunar mesta veiðisumar
sem komið hefur Miðfjarðará eða 2.581 lax.
TRAUSTIR BANDAMENN
Eftirmálar urðu töluverðir af þessari eftirlitsferð og vakti at-
hygli hversu íbúar þéttbýlisins á Hvammstanga tóku málið
illa upp, en maður gæti haldið að þeir væru okkar traustu
bandamenn því sveitirnar hafa byggt allan sinn þjónustu-
ramma upp á Hvammstanga; verslun, úrvinnslu landbúnað-
arvara, heilsugæslu, sjúkrahús og fleira, sem þeir síðan
byggja sína atvinnu á og skattleggja ítarlega. Segja má að
þeim hafi með þessari uppbyggingu verið falin bæði með-
höndlun og meðferð fjármála sveitanna svo og uppbygging
andlegrar og líkamlegrar líðan sveitafólksins. Nánast einu
fyrirtækin sem rekin eru í sveitunum, en er ekki stjórnað
að mikilvægum hluta frá Hvammstanga, eru veiðifélögin.
Þau hafa skilað verulegum tekjum inn í sveitinar og væntan-
lega margskonar auknum viðskiptum á Hvammstanga og
veiðifélögin njóta ekki styrkja neinsstaðar frá.
Er ótrúlegt en satt, að árið eftir fyrrnefnda veiðieftirlits-
ferð, hindruðu Hvammstangabúar menn frá varðskipinu
Ægi í því að líta eftir netum við Hvammstanga með grjót-
kasti og gífúryrðum. Þetta er alvarleg staða í litlu samfélagi
og veldur átökum sem eru andstæð mikilvægum hagsmunum
þeirra sem eiga laxveiðiréttinn. Eftir þessi átök virtist komast
nokkurt lag á sjávarveiðina, menn héldu þau friðunarákvæði
um helgarfriðun í sjó sem lög gera ráð fyrir. En samt var
farið að leitast við að styrkja veiðarfærin og stækka möskva
sem aftur gaf vísbendingu um að silungur væri ekki aðal-
veiðifangið.
Hér vil ég geta þess að Veiðifélag Miðfirðinga hefur reynt
að ráða trausta og hæfa veiðieftirlitsmenn og koma í veg
fyrir lögbrot, sé þess nokkur kostur. Höfum við verið mjög
10