Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1988, Page 97
undan. Frá búnaðarsamböndunum á Norðurlandi var sýna-
fjöldinn svipaður og árið á undan nema frá Búnaðarsam-
bandi Skagafjarðar, en þaðan bárust tæplega 90 sýnum
færra. Frá öðrum svæðum utan svæðis Ræktunarfélagsins
má nefna Búnaðarsamband Austurlands með rúmlega 100
sýni en ekkert árið áður og Búnaðarsamband Kjalarnesþings
með 25 sýni. Frá A-Skaftafellssýslu bárust aðeins 24 sýni
sem er um helmings fækkun frá árinu á undan.
Af heyjunum þurfti að meðaltali 1.89 kg í hverja fóðurein-
ingu, sem er örlítið betra en árið 1987, en breytileiki í gæðum
voru áberandi mikill. Á Norðurlandi voru hey frá A-Húna-
vatnssýslu að meðaltali best 1,79 kg/FE, en ef á heildina
er litið var það hey frá Kjalarnesi sem gaf besta niðurstöðu
eða að meðaltali 1.75 kg/FE. Hér er í báðum tilfellum um
of fá sýni að ræða til að gefa rétta mynd af heygæðum á
viðkomandi svæðum í heild. Eins og undanfarin ár kom vot-
heyið betur út en þurrheyið, en ekki var munur á rúlluvot-
heyi og hefbbundnu votheyi.
Jarðvegsefnagreiningar.
Jarðvegssýni voru nokkuð færri en árið áður eða samtals
886, sem er um 170 sýnum færra en á síðasta ári. Eins og
undan farin ár eru sýnin aðallega úr Skagafirði og Eyjafirði,
en þar fer fram skipuleg sýnataka, þar sem teknir eru fyrir
ákveðnir hreppar á hverju ári. Sýnin skiptast þannig eftir
svæðum:
Búnaðarsamband Fjöldi sýna
V-Húnavatnssýslu ........................................ 26
A-Húnavatnssýslu ......................................... 20
Skagafjarðar ............................................ 382
Eyjafjarðar ............................................. 353
N-Þingeyinga ............................................. 18
Kjalarnesþings ........................................... 49
Frá öðrum aðilum ......................................... 38
Alls ......................................................... 886
99